Fálkinn


Fálkinn - 08.11.1940, Blaðsíða 9

Fálkinn - 08.11.1940, Blaðsíða 9
sem hún fjekk, voru þær, að hún gerði þetta til að synast. Hún vissi ekki um ástæðuna til þess, að skipstjórinn var svona beisk- ur o,g hafði ekki hugmynd um hvað honum flaug í hug, er hann sá hana á þilfarinu. Sjómannslífið er ekki leikur, og jafnvel skipstjórar eiga sína drauma. — Hrottinn! Fari hann norður og niður, sagði Yenetia og þurkaði sjer um augun. En orðin höfðu ekki hljómað s'annfærandi í augum henn- ar. Henni var hætt að þykja það undarlegt, að henni skyldi standa það á svo miklu, livað maður, sem hún í fyrstu gat ekki þolað, meinti um hana. Jonathan var skipstjóri á „Nora‘-‘ og á þessum þremur vikum var „Nora“ orðinn þáttur í lifi henn- ar. Hún hafði nærri gleymt, 'að hún hafði nokkurntíma átt heima annars- staðar og þessi ró um borð hafði heillað hana. Hún vissi þegar yfir- mennirnir höfðu vaktaskifti og hún vandist á að ganga hægt um þegar þeir sváfu. Hún heyrði frásagnir af öðrum ferðum hjá stýrimanninum og vjelstjórinn sýndi henni i vjelina. Skipskötturinn lá timunum saman í fanginu á henni og 2. stýrimaðurinn ungi spurði hana ráða, er hann var að skrifa unnustunni sinni í Englandi. Og óbeinlínis — af eigin reynslu og af þvi livernig aðrir töluðu um hann, lærði hún smámsaman hvers- konar maður Jonathan eiginlega var. Hann var nógu mikill maður til ljess að geta gert að gamni sínu við fje- laga sina um borð og ganga að hvaða vinnu sem vera skyldi með þeim. En 'þó gleymdi aldrei neinn því, að liann var skipstjórinn. Aðrir töluðu við hann sem yfirmann sinn, en hann talaði við hina sem jafningi þeirra. En þegar hann taiaði við Venetiu, þá var jsað altaf i þessum formlega tón, sem skipstjórar hafa við farþegana. Og samt var það svo, að Venetia óskaði þess ósjálfrátt, að þessi ferð tæki aldrei enda. Þarna um borð á þessu litla skipi hafði hún 'fundið rólegri og varanlegri gleði en nokkru sinni á landi. [ OKS komst „Nora“ til Hong Kong. ■*-J Þaðan átti hún að halda áfram austur yfir Kyrrahaf, en Venetia að verða eftir. Henni hraus 'hugur við því. Hún mundi óljóst, að hún hefði einu sinni átt heima i bæ, sem lijet Singapore, og að karlmenn hefðu slegið lienni gullhamra. En það lilaut a?j hafa verið í annari tilveru. Nú náði tilvera hennar ekki út fyrir þilfarið á „Noru“ og ákveðinn mað- ur var miðdepill þeirrar tilveru. Hún, Venetia Tomblin, sem svo oft hafði hlegið upp í opið geðið á karl- mönnúnum, sem liafði tekið alt, sem lmn gat fengið og aldrei gefið neitt í staðinn — hún var orðinn fangi i eigin neti. Hún var ’órðin ástfangin af Jonathan Markham, sem ekki taldi hana annað en fremur óþægilegan farþega. Það var undarlegt hvernig einn einasti mánuður hafði getað ger- ► breytt lífi hennar. Hún var ekki sama 'manneskjan sem hafði farið um borð í Singapore. Henni var al- veg sama um hvort það væri „skemti / iegt“ í Hóng 'Kong eða ekki. Nú þráði hún dýpri gleði: að geta tekið þátt í hættum manns, borið byrðar hans með lionum. Hana langaði til að geta staðið jafnfætis' þessum skip- stjórakonum, sem Jonathan hafði minst á. Konum, sem voru rólegar og öruggar, af 'því að þær höfðu fengið rjetta stöðu í lifinu og þektu sinn eigin mátt. Hún hafði kynst mælikvarðanum, sem jiroskað fólk leggur á verðmæti tilverunnar. — Og hvaða gagn er mjer svo að þessu hugsaði hún raunamædd og hallaði sjer fram á borðstoklcinn F Á L K I N N 9 og liorfði á Ijósin við höfnina í Hong Kong. þjER komist ekki í land í kvöld, r sagði Jonathan, er hann gekk hjá henni á leiðinni ofan af stjórn- pallinum. 1— Það er orðið of áliðið til þess, að afgreiðslumaðurinn kom ist um borð. — Mjer stendur á sama. sagði hún sljó. — Það er nógu snemt að fara i land á morgun. — Ójá. Þjer getið komist snemma í land. Afgreiðslumaðurinn kemur fyrir klukkan níu. — Hve lengi standið þjer við í HongKong? — Fjóra — fimm daga. Við tök- uin olíu hjerna. — Viljið þjer ekki koma heim og horða lijá mjer og föður mínum, eittlivert kvöldið? spurði hún og tók andann á lofti. Hann hristi höfuðið og sneri und- an. — Nei, þakka yður fyrir, ung- frú Tomblin. Það er vel boðið, en því miður get jeg ekki komið. — Hversvegna ekki. Verðið jijer að vera um borð meðan verið er að lesta? — Nei, það er ekki þessvegna. Stýrimaðurinn getur sjeð um það. En — það liefir stundum svo ein- kennileg áhrif að fara í land, svo að jafnvel sjómanni getur fundist mögulegt að blanda sjó. og olíu sam- an. Og það vil jeg ekki eiga á hættu. Góða nótt! — Góða nótt, svaraði Venetia. Hún fór niður í klefann sinn af- klæddi sig og fór með værðarvoð- irnar sínar upp í hengirekkjuna, sem stýrimaðurinn hafði sett upp handa henni á farþegaþilfarinu. Af einhverjum ástæðum gat hún ekki sofnað. Hún vaggaði til og frá í hengirekkjunni og var að brjóta heilann um, hvað Jonathan hefði meint með „olíu og sjór“. Meinti hann að liún væri olía — — hvað varðaði hana eiginlega um hvað liann meinti? í fyrramálið mundi hún sjá hann í síðrfsta sinn! En nú gat hún ómögulega sofnað. T^TlUKKAN mun liafa verið nálægt tvö þegar hún heyrði, að bátur rakst á skipshliðina. 'Fyrir mánuði siðan hefði henni ekki dottið í hug, að liugsa frekar út i slikt. En nú var hún orðin svo samlifuð skipinu, að hún vissi, að ekkert samband átti að vera við skipið fyr en sótt- varnarlæknirinn og afgreiðslumaður- inn liöfðu verið um borð. Hún lædd ist á fætur og út að borðstokknum. „Nora“ var ekki við bryggju held- ur lá fyrir akkerum úti á höfn. Stig- inn hafði ekki verið setlur niður og Venetia gat ekki sjeð neinn varð- mann á lsilfarinu. Einn af kínversku hásetunum hallaði sjer út yfir borð- stokkinn og þegar hún gáði betur að, sá hún að hann dró livítan bögg- ul í snæri upp úr bátnum. Hún læddist ofan í klefann sinn og fór í ullardúksbuxur utan yfir nátt- fötin. Svo fór liún i golfjakka og hatt svartan klút um höfuðið. Hún gerði sjer ekki grein fyrir hvers- vegna hún gerði þetta. En það var eitthvað ólireint að gerast á „Noru“ og „Nora“ var hennar skip. Nú skreið hún eftir þilfarinu þangað til hún sá greinilega manninn, sem stóð við borðstokkinn. Hann var með hvitan böggul. Það var opin hurð bak við hana og hún skaust þar inn. Þar var eld- liús Kínverjanna og lyktinni þar inni verður ekki með orðum lýst. Hún varð *ð taka á l>ví sem hún átti til, svo að liún kastaði ekki upp. Þarna beið hún í hálftima. Þorði ekki að hreyfa sig fyr en hún heyrði að báturinn var róinn frá. Þá hljóp hún inn í klefa Jonathans án þess að berja að dyrum og tók í öxlina á lionum. — Það er best að þjer komið á fætur, sagði hún. — Það er eitthvað kynlegt að gerast hjer um borð. Hann spratt upp og hún sá, að hann hafði glaðvaknað undir eins. — Þeir eru að sinygla ópíum, sagði hann, er hún liafði sagt hon- um frá livað hún hafði sjeð. —'Há- setarnir taka það með sjer austur yfir Kyrrahaf og selja það dýrum dómum i Bandaríkjunum. Þetta kom fyrir fyrir tveimur árum, þá voru hásetarnir staðnir að ‘ópiumsmyglun í Frisco. Fjelagið varð að borga háa sekt. Hann hleypti sjer í gráar buxur, og hann talaði við hana eins og skipsmennina, vingjarnlega og eins og hann væri að tála við jafningja sína. Þau urðu samferða niður stig- ann og hún sá glitta í skammbyssu í hendinni á honum. y/ENETIU var ekki nærri eins ljóst * hvað það var sem gerðist næstu tvo tímana. Hún mundi, að Jonathan hafði vakið stýrimanninn og hún mundi, að hún hafði hjálpað til að setja björgunarbát út, eins hljóðlega og liægt var, og að hann rjeri i land til að sækja hafnarlögregluna. Hún mundi, að hún hafði læðst upp í brúna til annars stýrimanns, með skilaboð frá skipstjóranum. Hún rriundi, að hún hafði falið sig á nýj- an leik í kínverska eldhúsinu og sjeð einn hásetann læðast um þilfarið, með smáböggla i hendinni. Og alla sina æfi rnundi hún eftir Jonathan, þar sem hann sat í skotinu með skammbyssuna, viðbúinn að skjóta, ef litli báturinn legði frá. Hún liafði aldrei vitað, að nokkur maður gæti verið svo kyr og þó jafnan reiðu- búinn. Svo heyrði hún vjelbát koma hóst- andi og siðan sá hún menn i hvítum einkennisbúningum setja handjárn á Kinverja, sem börðust um á hnakka og hæli. TfLUKKAN var orðin sex þegar alt var um götu gert. Lögreglan liafði haft Kínverjana með sjer í land og alt tar kyrt. Og það fór að birta af degi. — Jeg sagði brytanum, að hann skyldi koma með kaffi ofan í klef- ann, sagði Jonathan. — Komið þjer og fáið yður bolla líka. Og meðan hún var að drekka kaffið gleymdi hún, að eftir tvo tíma átti hún að skilja við „Noru“ fyrir fult og alt. Það var Jonathan, sem minti liana á það. — Eruð þjer búin að taka saman dótið yðar? — Taka saman . . . . ? — Þjer liafið þó ekki gleymt, að þjer eigið að fara i land í dag? — Á jeg það? spurði hún liægt. -— Hann svaraði með annari spurn ingu: — Hversvegna gerðuð þjer yður það ómak, að lijálpa okkur í nótt? — Af því, að það varð að gera það, svaraði hún blátt áfram. — En ekki þurftuð þjer endilega að'gera það. Þjer eruð farþegi. Þjer liefðuð getað lygnt aftur augunum og sofnað. — Jeg hefi verið farþegi alla mina æfi og það er mál til komið að jeg hætti því. — Er það alvara yðar? Ilún kinkaði kolli yfir kaffiboll- ann. — Jeg hefi lært svo margt í þess- ari ferð. — Jeg verð að hiðja yður afsök- unar, sagði Jonathan. — Jeg hjelt að þjer væruð slöpp. En það eruð þjer ekki. Ef til vill ofurlitið tepru- leg. En það skulum við nú lækna með tímanum. — Við? — Já, við, sagði Jonathan fast. — Það verður alls ekki ljett líf. En þú verður heimilismaður á skipinu en ekki farþegi. Og þetta hjerna verð- hehnilið þitt. Hún leit kringum sig í litlu stof- unni skipstjórans, þar sem öll hús- gögn voru fest í gólfið. Og sagði: — Hjerna þarf ný gluggatjöld. Jeg skal reyna að búa þau til. —- En henni gafst ekki færi á að segja meira, þvi að nú kysti Jonathan hana.-------— ------- Jeg hefi það fyrir reglu, að dufla aldrei við farþegana, sagði hann skörnmu seinna. En þetta hjerna er annað mál. Þú ert komin í höfn. —• Víst er'jeg það, sagði hún. Og nú viltu máske segja mjer, hvers- vegna þú hefir verið svo hvimleiður við mig alla' leiðina? — Þú hafðir orð fyrir, að vilja leggja karlmennina að fótum þjer. Jeg vissi' það ‘þegar þú komst um borð. Hjer eystra frjettist alt slíkt. Og jeg einsetti mjer, að jeg skyldi að minsta kosti ekki falla fyrir þjer. Og jeg ætlaði ekki heldur að láta blekkjast þó þú reyndir að sýnast. — Hvernig veistu, nema það sem jeg gerði i nótt hafi verið gert til þess að sýnast? Jonathan hló. — Engin stúlka mundi staldra Lengi í ldnverska eld- húsinu, eingöngu til að sýnast. Líttu á þig! Venetia fór að speglinum. Hún sá föla, óhreina stúlku, fötin hennar voru útötuð í feiti og hárið límt sam- an. Hún tók varlega 'á hnjánum á sjer. •— Hvað skyldi það hafa verið, sem jeg lagðist á hnjen ofan i? sagði liún hugsandi. — Það er sumt, sem maður ætti aldrei að spyrja um, svaraði Jonatli- an. Hún hló framan í hann, örugg og frjálslega. —- Hvar er baðherbergið mitt? sagði 'hún. Og nú svaraði Jonathan: — Jeg skal fylla kerið undir eins. Það er altaf nóg'til af heitu vatni handa — skipstjórafrúnni .... MICKEY ROONEY var kosinn „kvikmyndakonungur" við atkvæðagreiðslu blaðs eins vest- anhafs i fyrra, situr hjer yfir morg- unmatnum á Waldorf-Astoria í New York. Eiginlega konunglegur er pilt- urinn nú ekki. er miðstöð verðbrjefavið skiftanna.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.