Fálkinn


Fálkinn - 08.11.1940, Blaðsíða 5

Fálkinn - 08.11.1940, Blaðsíða 5
F Á L K I N N 5 í vestri sjest aðeins til fjalla. Það eru Sýlarnir í Jamtalandi, hinu forna fylki, sem ásamt Herjadal bvgðist frá Noregi en varð sænskt og verður það jafn- an, ef nágrannarnir á Skandina- víuskaga fá að elska friðinn eins og þeir vilja. Þarna um Jamta- land liggur járnbrautarleið til Þrándbeims frá Östersund í Sví- þjóð yfir Storlien, hinn fræga vetrarskemtistað Svía. Og eigi langt frá járnbrautarleiðinni er hin gamla þjóðleið, sem Ólafur helgi fór, er hann kom til að endurheimta ríki sitt, en komst eigi lengra en i Veradal og fjell á Stiklastöðum, fyrir 910 árum. Sömu slóðir fóru þeir Gunnlaug- ur Ormstunga og Hrafn, er þeir hittust og hörðust með þeim úr- slitum, að Gunnlaugur fór dauð- ur af fundinum með æruna, en Hrafn lifandi með smánina. Árdegis á fimtudaginn var komið til Boden. Þar var numið staðar einn tíma til þess að borða. Við höfðum eigi borðað heitan mat síðan i Stokkhólmi nær sólarhring áður, en liaft smurt nesti, mjólk og kaffi með okkur í lestinni, en nú var mikið etið, enda var maturinn góður. I Boden skerast tvær merkilegar járnbrautarlinur, sem sje braut- in til Haparanda við landamæri Finnlands og brautin frá Luleá við norðurbotn Eystrasalts til Narvíkur i Noregi. Á þeirri braut eru hinar miklu járnnámur Svía og er honum á venjulegum tím- um afskipað bæði til Luleá og Nárvíkur, en fyrnefnda liöfnin er með þeim annmörkum, að þar er sjór frosinn og siglingar tept- ar nærfelt hálft árið. Það er ekki gott að vita nefna aðstaða Noregs og Svíþjóðar í núverandi styrj- öld hefði orðið alt önnur, ef þess- ar námur hefði aldrei fundist, því að málmurinn er hæltuleg eign á styrjaldartímum og marg- ur er sá maðurinn í báðum lönd- unum, sem óska mundi þess, að námurnar í Kirunavara hefðu aldrei verið til. Boden er ramvíggirtur bær og þráfaldlega hafa menn verið teknir fastir fyrir njósnir við virkin í Boden. Lengstum var njósnarliræðslan mest gagnvart Bússum, en nú á tímum er ekk- ert tryggt og má búast við njósn- um úr öllum áttum. Afar mikill her er þarna og ýmsar liervarna- ráðslafanir aðrar hafa verið gerð ar. Loftvarnaskeytlurnar reka upp hlaupið á hæðum og ásum, faldar undir barrgreinum og í öðrum dularklæðum, og stórir fallbyssuhjáhnar sjást hjer og livar, tilbúnir til að lyfta sjer upp úr jörðinni, ef vopnið mikla, sem undir er geymt, þarf að tala. Alla leið til Haparanda má sjá þessa sörnu sjón. Og hvarvetna eru þeir herverðirnir alvarlegu, í siðu, mosagrænu kápunum og með stálhjálmana. Svíþjóð er grá fyrir járnum og allir Svíar liafa skilið, að það er ófyrirgefan- legt andvaraleysi að slá slöku við hervarnirnar jafnvel þótt þjóðin sje ekki nema lítið hrot af stórþjóðunum og ofurefli verði margfalt, ef illa kann að fara. Heimsstyrj öldin 1914—18 hlífði Norðurlöndum og gaf þeim mönn um meðbyr, sem töldu hervarnir lítilla þjóða kák eitt og tilbera- verk. Yfirstandandi styrjöld hef- ir sýnt annað, hún hefir gefið reynslu, sem sumum þjóðum verður dýr. — Enginn veit enn hve dýr hún verður, en hún er dýr. Eftir 28 stunda járnbrautar- ferð komum við svo. til Hapar- anda að kvöldi liins 3. okt. Skömmu áður liöfðu tollmenn og vegabrjefaskoðendur komið í lestina og tekið til starfa, en litlar hrellingar bökuðu þeir okk- ur. Skoðun á farangri var lítil eða engin og livað vegabrjefin snerti var látið duga að fara yfir sameiginlegu vegabrjefin, sem fararstjórarnir höfðu frá Dan- mörku, Noregi og Svíþjóð. Sá sem þetta ritar hefir aldrei upp- lifað eins væga skoðun og þessa, bæði hjá sænska og finska eftir- litinu. Enda hafði verið reynt að búa svo um hnútana af liálfu sendisveitarfulltrúans í Stokk- hólmi, að eftirlitið bakaði -sem minsta töf, og ekki spilti það til, að sjálfur forseti Svenska Járn- vágnarnas Besobyrán, Ekstam, fylgdi okkur ekki aðeins til landa mæranna, heldur alla leið til Bovaniemi í Finnlandi, þangað, sem járnbrautarferðinrii lauk og gerði því ekki endaslept við þessa stærstu hópferð íslendinga, sem nokkurntíma hefir verið farin. Allir munu kunna þeim góða manni miklar þakkir fyrir liand- leiðslu hans á hópnum og undir- búning lians undir ferðina. Það var Torneálven, sem skilur lönd Svía og Finna þarna og er talsverð leið frá Haparanda suð- ur með ánni. En á vestri árbakk- anum stendur bærinn Torneá eða l'ornio (á finsku). Hinsvegar er járnbrautarstöðin austan við ána. Við göngum yfir brúna á leið- inni á gistihúsin, þar sem við eigum að borða. Þau eru tvö, og annað þeirra er „Skyddskáren“, hús finsku lottanna frægu, sem við kynnumst hjer í fyrsta skifti meira en af afspurn. Það var orðið skuggsýnt, þegar lestin rann inn í Tornio og þokuslæða lá yfir bænum. 1 þessari skugga- þoku hylti undir brúna miklu á ánni. Sú brú.á sína sögu síðan í vetur, er flóttamannastraumur- inn fylti hana — flóttafólkið, er var að forða sjer á hurt frá ætt- jörðinni, hrakið og skjálfandi, til þess að leita hælis hjá grann- þjóðinni í Svíþjóð og fjekk við- tökur, sem hafa orðið til þess að hnýta órjúfandi vináttubönd milli stærstu þjóðar norðurlanda og þjóðarinnar, sem stundum á síðustu tuttugu árum hefir verið í vafa um, livort hún ætti að telja sig norðurlandaþjóð eða ei. Finsk lotta hjákrar særðum her- manni'. ,,Englar“ voru þœr líka kaltaðar stundnm. Þarna í Tornio yfirgefum við lestina, sem við liöfum verið í frá Stokkhóhni. Þvi að hjer er ekkert til, sem heitir „gegnum- gangandi vagnar“, við höfum ekið á „normalsporvídd“ sem er 1.435 metrar, en rússneska spor- víddin er 89 millimetrum breið- ari. Og rússneska sporvíddin gildir i Finnlandi, því að landið lá undir Bússland frá þvi áður . en járnbrautarlagnirnar hófust og þangað til fyrir rúmum tutt- ugu árum. — Tornio er lítill bær, stofnaður af Gústaf Adolf Svíakonungi. Var hann bygður á hólma um 4 km. frá ósum Torneálven. Síð- an liefir vesturkvísl árinnar ver- ið þurkuð upp, svo að nú er bær- inn landfastur við Svíþjóð og liggur vestán landamæraárinnar en.ekki austan. Þessvegna verð- um við að ganga yfir brúna til þess að komast frá járnbrautar- stöðinni inn í bæinn. Á gistihúsunum þarna í Tornio fengum við ágætan viðurgjörn- ing, heita mat og kaldan og kaffi.á eftir. Lottur gengu um beina, ákveðnar og einbeittar á svip. Engin virtist flýta sjer, en samt gekk frainreiðslan svo und- arlega fljótt og hljóðalaust. Það er sagt um Finna núna, að þeir brosi aldrei, og það er víst satt, ef marka má reynslu okkar á ferðalaginu um Finnland. Þar er þjóðarsorg síðan í vetur, að Bússar fóru með báli og brandi inn i landið og tóku sum bestu hjeruð þess og sköpuðu sjer að- stöðu til að taka meira og með auðveldara móti. Finnar liafa fengið að reyna, hve hættulegt það er að eiga volduga nógranna og þeir vita vel, að enginn má við margnum. Eigi að síður mun vörn þeirra gegn fimtugu ofur- efli verða í minnum Iiöfð með- an hreysti þykir betri mannkost- ur en svik og undirferli. En ]>að voru eigi sist lotturn- ar, sem eiga heiðurinn af hreysti- legri vörn Finna í vetur sem leið. Án þeirra hefði Finnland orðið að gefast upp miklu fvr. Lotturn- ar hafa skýrt fjelagsskap sinn eftir finsku konunni Lottu Svárd, sem fór í stríðið ásamt bónda sínum og matreiddi fyrir hann, Frá á bls. U. Þessi mynd er frá i vetur og sýnir finsk flóltabörn stödd í Tornio ádeið til Svíþjóðar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.