Fálkinn


Fálkinn - 08.11.1940, Blaðsíða 8

Fálkinn - 08.11.1940, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N Anne Vernon: Lífið byriar um borð Í-JÚN var ljómandi lagleg en skelf- ■*- ing reið. Hún stóð á þilfarinu á vöruskipinu „Nora“, á höfninni í Shanghai og kallaði: — Hvar er baðklefinn minn? Maðurinn, sem hallaði sjer upp að borðstokknum svaraði ekki strax. Hann mældi hana frá toppi til táar og lagði loksins: — Jeg veit ekkert hvað baðinu yðar líður. Jeg er skipstjóri hjer. Spyrjið þjer brytann. — Jeg hefi spurt brytann. Og hann segir, að maður fái ekki heitt vatn fyr en síðdegis. Þetta nær ek^i nokkurri átt! Jonathan Markham andvarpaði. Honum var lítið um farþega gefið. Síst af öllu um unga og reiða kven- farþega. Og verst var honum þó við, að Venetia Tomblin var eini far- þeginn í þessari ferð. Hann neydd- ist til að tala við hana og vera kurt- eis við hana heilan mánuð. — Eruð þjer virkilega skipstjór- inn? spurði hún gæsknislega. Þjer eruð svo unglegur. — Það getur verið, að jeg sje unglegur, en jeg er hinsvegar svo skítugur, að ef þjer viljið ekki klykk- ast, þá er yður hollast að fara ofan í klefann yðar. — Jeg fer þangað sem mjer sýnist! svaraði Venetia með þjósti. — Ekki á mífiu skipi. Ef þjer lesið það, sem prentað er aftan á farseð- ilinn yðar, þá vitið þjer, að yður er skylt að hlýða skipunum mínum, meðan þjer eruð um borð. — Jeg liefði aldrei átt að koma um borð - í þennan viðbjóðslega drullupramma yðar, sagði Venetia. — Þess vildi jeg óska líka, sagði hann stutt. — En úr þvi að þjer er- uð nú um borð, þá er yður best að læra, að nefna það >skip. Með þessu lauk fyrsta árekstri Markhams og farþegans. "\TeNETIA fór ofan í klefann sinn og fór að hugsa um, að hún hefði gert skyssu, er hún flýtti sjer svona frá Singapore. Hún var 24 ára og í sex ár hafði Singapore verið konungsriki henn- ár. Faðir hennar var starfsmaður hjá ensku olíufjelagi, og siðan móðir hennar dó, hafði hún verið ráðs- kona hjá honum. Fjölskyldan hafði aldrei velt sjer í peningum, því að tveir bræðurnir voru á skóla i Eng- landi og, það er dýrt að lifa i Aust- urlöndum. En þó hafði Venetia haft alt, sem hún gat óskað sjer, í þessi sex ár. Hún var lagleg, skemti- leg og dansaði ágætlega. Altaf höfðu einhverjir orðið til þess að bjóða henni út á kvöldin, og hún hafði alt- af getað valið um hesta, þegar hún reið út. Lífið hafði leikið við hana og hún undi sjer svo vel, að þegar faðir hennar var fluttur um set til Hong Kong hafði hún neitað að fara með honum. Hong Kong var á- reiðanlega ekki eins skemtilegur bær og Singapore — þar þekti hún alla og allir þektu hana og dekruðu við hana. Eða rjettara sagt: hún hafði hald- ið að svo væri, þangað til fyrir hálf- um mánuði, þegar hún hlustaði af tilviljun á tal tveggja manna, sem voru að tala um hana. Annar þeirra hafði sagt:—Venetia Tomblin? Jú, ieg kannast við hana Hún er spilt af ofdekri. Hún hefir aldrei þurft að drepa hendi í kalt vatn, því að hún hefir haft hóp af þjónum kringum sig. Og svo hafa karlmenniynir verið of stimamjúkir við hana og eyðilagt hana með gull- hömrum sínum. —Hún er töfrandi, sagði hinn. — Og hún veit það! svaraði sá fyrri. — Jeg hefi sjeð svo margar stúlkur af því taginu, að jeg þekki þær. Þær eru fúsar til að hjálpa karlmönnunum til að koma aurunum þeirra í lóg, og svo guma þær af þvi eftir á, að þær hafi vafið þeim um fingur sjer. Venetia hljóp heim til sín og bjóst til ferðar. Að þeir dirfðust að segja þetta! Hún ákvað að hrista Singa- poredustið af sjer eins fljótt og unt væri. Henni sárnaði það morguninn eft- ir, að ekkert skip bauðst nema „Nora“. Ekkert farþegaskip til Hong Kong alla næstu viku. En burtförin þoldi enga bið. Hún pantaði farmiða með „Noru“. í-JVENÆR komum við til Hong A ■*■ Kong? spurði hún skipstjórann við miðdegisverðinn. — Eftir fjórar vikur, eða kanske fimm, svaraði Jonathan. — Hvernig getur það tekið svo langan tíina? — Við verðum fyrst að fara tii Java og ferma vörur. Og svo til Cele- bes eftir meiri vörum. Og þaðan til Manilla og skipa út og taka meiri vörur í staðinn. — Hvað á jeg að hafa fyrir stafni meðan þið eruð að þessu? — Á vöruflulningaskipum er ekk- ert tækifæri til að iðka íþróttir, svaraði skipstjórinn. — Kvenfólkið hefir vanalega handavinnu sjer til dægrastyttingar. -— Ósköp er það unaðslegt!»En jeg kann ekki að sauma. — Þjer ættuð þá að geta lært það. — Mig langar ekkert til þess, sagði hún ólundarlega. — Það er útvarp í borðsalnum. Þjer getið notað það. — Þakka yður fyrir, sagði hún ofurlítið spakari. Hún veitti honum athygli í laumi. Han var ungur, en andlitið lýsti miklurn þroska, og í augnaráðinu var þessi árvekni, sem er eiginleg þeim, er bera ábyrgð á lífi annara. Hvernig skyldi liann líta út þegar hann brostí? datt henni í hug. Það væri ekki úr vegi að reyna að komast að því, úr þvi að þau áttu að vera mán uð saman. — Jeg bið yður fyrirgefningar á, að jeg skyldi ónolast út úr baðinu, sagði hún blíð. Það var ekki ætlun mín. — Alt í lagi. En þjer skiljið, að á liílu skipi, sem ætlað er til vöru- flutninga, er ekki hægt að krefjast sömu þæginda og á farþegaskipum. — Já, þetta var bjánalegt. Hafið þjer verið sjómaður alla æfi? — Síðan jeg var sextán ára. Og jeg befi siglt hjá þessu fjelagi síðan jeg var tvítugur. Röddin var þægileg og svo einkennilega viss og örugg. — Það hlýtur að vera gaman að verða skipstjóri svona ungur. Jónatan kveikti í pipunni sinni og svaraði ekki fyr en það var kominn góður eldur í hana. Og hann leit ekki á Venetiu, er hann sagði: — Þvi miður, þetta hefir ekki minstu áhrif á mig. Þessi glennu- augna-aðferð sem þið notið í landi með 'svo góðum árangri, er alveg gagnslaus á sjónum. Við skulum at- huga hvar við stöndum. Jeg dufla ekki við kvenfólkið, sem tekur sjer far með skipinu. Fjelagið er á móti því. Svo að þjer verið að finna yður eitthvað annað til dægrastytt- ingar, þangað til þjer komið til Hong Kong. — Hann stóð upp og fór út áður en Venetia gat komið fyrir sig svari. p'FTIR þetta töluðu þau ekki sam- ■*“* an í lieila viku. Venetia komst að þeirri niðurstöðu, að Jonathan Markham skipstjóri væri viðbjóðs- legur, og að ‘hún hefði meiri and- stygð á honum en nokkrum manni er hún hefði kynst. Og það var eng- an veginn lítið. Hún lá lengst af deginum í legu- stól uppi á þilfarinu og las þessi tíu bindi, sem' skipinu fylgdu af bók- um. Á kvöldin, þegar liitinn var orðinn óþolandi, lá hún marflöt á lúkunum og horfði á-lappirnar á sjer, sem altaf voru að dökkna. Og smátt og smátt, án þess að hún tæki eftir þvi, hvarf af henni óeirð- in og taugaskjálftinn, sem hafði þjáð hana svo mikið í Singapore. Hún hafði verið óeirin alla sina æfi og nú fyrst ' vissi hún hvað ró var. Henni var nauðugur einn kostur „að vera i rónni“. „Nora“ mjakaðist á- fram hægt og bítandi, kom í hverja höfnina eftir aðra og stóð hvergi við lengur en nauðsynlegt var. Í4»Singapore hafði Venetia þekt fjölda af karlmönnum. Hún hafði borðað með þeim, dansað við þá, spilað tennis við þá. Duflað við 'þá og lofað þeim að kyssa sig. Hún liafði verið með þeim 'í tómstundum þeirra, en.hafði ekki hugmynd um hvernig jieir voru þegar þeir voru að vinna. Tfjerna á „Noru“ sá lhin það i fyrsta skifti. Og henni fanst það merkilegt og upplífgandi. Henni fanst nærri því, eins 'og hún hefði alist upp á sjó. Henni varð Ijóst, að hingað til hafði hún aðeins þekt þá hliðina á karlmönnunum, sem vissu að kvenfólki eins og henni. Og hvar sem lnin fór sá hún Jon- athan. Hann var í brúnni í fallega einkennisbúningnum þegar skipið fór inn í liafnirnar og út. Hann grúfði sig yfir farmskrárnar með stýrimanninum, þegar liún kom nið- ur til þess að fá sjer bók að lesa í. Hann var á þilfarinu, svartur og úf- inn þegar verið var að hlaða skipið Og afferma. Hann var kurteis við hana, en gleymdi aldrei að hafa hana í tilbærilegri fjarlægð. Þetta var alveg nýtt fyrir Venetiu og hún kunni ekki sem best við það. — Get jeg ekki tekið mjer neitt nýtilegt fyrir hendur hjerna um borð? sagði hún einn daginn við morgunverðinn. Jonathan horfði forvitnislega á hana. —- Leiðist yður? spurði hann. — Ekki beinlínis, en mjer finst jeg vera yfirskips hjerna. Allir aðrir en jeg hafa nóg að gera. — Kunnið þjer að strjúka lín? — Já, það kann jeg. Jeg strauk sjálf línið mitt þegar jeg var í skóla. En í Singapore gerði „Boy-inn“ það — auðvitað. — Einmitt það, svaraði Jonathan. Það er eins allstaðar hjer i austur- löndum. Boy-inn gerir það. En okk- ar boy er veikur. Strokjárnið og brettið er* í messunni. AÐ var heitt þennan dag. Svit- inn rann af Venetiu, þar sem hún stóð við strokbrettið í messunni. Hún strauk skyrtur og flibba og vasaklúta og hvítar brækur. Sam- felt í fjóra tíma.' Klukkan sex kom Jonathan inn. Hann hafði verið á þilfarinu allan daginn til þess að líta eftir kíiv versku áhöfninni, því að stýrimaður- inn var bundinn við annað. Hann virtist þreyttur og uppgefinn. En Venetia tók ekki eftir því. Hún var öll í vinnunni. — Sjáið þjer hvað jeg hefi gert! sagði hún. — Það hefir verið heitt verk? — Ójú, nolckuð svo. — En dagurinn hefir liðið fljótar — er ekki svo? — Meinið þjer, að jeg eigi að þakka yður fyrir þetta, sagði hún — Þjer ættuð að vera mjer þakk- lát fyrir. En mjer dettur ekki í hug að halda, að þjer sjeuð það. Þjer hafið lifað of lengi hjer ‘eystra og átt of náðuga daga. Hann varð harð- ur á svipinn. '— Það er ekki mjer að kenna, muldraði hún. — Er það ekki. Hve margir inenn hafa beðið yðar? — Svona fimm eða sex, held jeg. — Og hversvegna hafið þjer ekki gifst? Nei, svarið ekki. Þjer liafið kanske verið ástfangin af tveiin eða jiremur, en þó að þjer væruð það þá voruð þjer hræddar. Hræddar um, að lífið yrði ekki eins skemti- legt, ef þjer flyttust inn í landið. Hrædd við lijúskaparáhættuna og slritið. Hrædd um að baðvatnið yrði ekki heitt. Þjer kusuð að flögra laus, ríða út og leika yður. Jeg þekki yð- ar nóta. Jeg sje þær 'hvar sem jeg kem í land. Og þegar jeg svo hugsa til sumra skipstjórakvennanna, sem jeg þekki, þá getur mjer orðið óglatt. — Skipstjórakonur? át Venetia eftir. — Já, látlausar konur, sem sigla með mönnunum sínum þegar fjelag- ið leyfir. Sem vita hvað það er að hafa þröngt um sig og hvernig það er, að vera'á sjó í slæmu veðri — sem stundum hafa lítið barn, sem þær verða að gæta, eða er órótt út af eldri börnunum, sem þær eiga í skólanum. — En þær eru þó að minsta kosti heimamenn á skipinu, sagði Venetia lágt. — Þær hafa sjálfar áunnið sjer rjettinn til að vera það. — Hefi jeg ekki áunnið mjer rjett til neins eftir að hafa strokið þetta alt.' Nei, sagði hann kuldalega. — Það liafið þjer ekki. Þjer hafið ekki gert það vegna þess, að það þyrfti að gera jiað. Þjer gerðuð það til þess að Iáta taka eftir yður. Þjer vilduð 'láta dáðst að yður — eins og altaf. Hann sneri sjer frá henni og stik- aði út. Venetia settist við borðið og fór að gráta. Hún hafði kepst við eins og hún gat, og einu þakkirnar,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.