Fálkinn


Fálkinn - 08.11.1940, Blaðsíða 6

Fálkinn - 08.11.1940, Blaðsíða 6
6 F Á L K I N N í KAFFIHÚSINU • Smásaga eftir Christian Dethlefsen. AÐ var gamaldags kaffihús, og aðalsalnum var sldft í inargar stúkur eða bása með skilrúmum. Þessar stúkur voru einkar vel fallnar til stefnumóta, enda var það venjulegt, að elsk- endur hittust þar til þess að drekka kaffi, í friði fyrir úm- heiminum, nema þá gamla þjón- inum, sem tifaði um á inniskón- um sínum, blíður og föðurlegur. Hann var bara kallaður Jakob. Á daginn var þetta mikið sótt kaffihús, en á kvöldin mátti lieita að það væri tómt. Þá voru þar einungis hinir föstu gestir, eða þeir sem skoðuðu sig sem fasta gesti á þeim grundvelli, að þegar þeir voru þar, voru þeir einir um liituna. Það voru aðallega rosknir piparsveinar, sem lögðu frá sjer regnhlif og skóhlífar, settu gleraugun á nefið og fengu sjer sæti við sitt venjulega borð og söktu sjer straks niður í dag- blaðabunkann, sem þegar lá til reiðu fyrir framan þá. Klukkan var að verða ellefu. Jakob gamli trítlaði að borði barónsins í liorninu, og var að hugsa um það hvort hann ætti ekki að taka(blöðin. Allir fasta- gestirnir voru farnir og barón- inn kæmi sjálfsagt ekki hjeðan af. Hann kom aldrei seinna en klukkan hálf tiu. Hann var ennþá í þessum bug- leiðingum þegar hurðin opnaðist og baróninn kom inn. Jakob flýtti sjer á móti líonum til þess að taka við yfirhöfninni. Hann ætlaði varla að þekkja baróninn. Nýr, svartur hattur, og dökkur yfirfrakki. Og þegar bann var kominn úr bonum, þá kom í ljós, að hann var í kjólfötum. — Þjer horfið á mig, Jakob. Já, það er ekki að undra! — Baróninn er ákaflega glæsi- legur i kvöld. Jakob var annars vanastur því að sjá baróninn í gömlum, grá- um jakkafötum, sem voru 'slitin á ermunum og með hnje í bux- unum. — Ný kjólföt — eftir nýjustu tísku, sagði baróninn hlæjandi. — Systir mín vildi ekki sjá mig í gamla kjólnum lengur, sagði hún. Og hvað er þá að gera? bætti hann við næstum afsak- andi. — Það er afmælisdagur etats- ráðsfrúarinnar í dag? datt Jakob skyndilega í hifg. — Til ham- ingju! — Sjötíu ára, Jakob. Stór- veisla. Ostrur og kampavín. Og hvað ætli sumir fái svo þegar þeir eru sjötugir? Ætli maður fái ekki bara að koma hingað og borða kjötkássuna sína eins og venjulega. Ætli ekki það! — Jeg skal setja blóm á borð- ið, sagði Jakob. En það er nú langt þangað til. — Átta ár, Jakob. Kallið þjer það langt? Ne-i, ekki te í kvöld Jakob. Whisky! Whisky og sóda- vatn. — Whisky! sagði Jakob gamli. Slíkt orð hafði hann aldrei heyrt áður af vörum barónsins. Baróninn settisl við sitt gamla borð og þreifaði í vösum sínum eftir gleraugunum til þess að liefja kvöldlesturinn. Þá mundi bann alt í einu eftir, að það var einglyrni í kvöld. Einnig skipun frá etatsráðsfrúnni. — Þú lítur ákaflega tiginmann lega út með þetta einglyrni, Erik, hafði bún sagt eftir borð- haldið, þegar liún var að slá honum gulhamra fyrir ræðuna bans. Hún bafði sagt honum að kaupa einglyrnið fyrir liennar reikning, ásamt kjólfötunum. Baróninn setti upp einglyrnið og leit í stóra spegilinn á veggn- mm beint á móti. O, júu, jú — o, jú — það leyndi sjer ekki. Ættarmótið var auðsætt. Barón- inn brosti til sjálfs sín í spegl- inum. Hann var að hugsa um ræðuna, sem liann liafði haldið. Fyndin og alls ekki laus við and- ríki. Ungu stúlkurnar liöfðu bros- að til hans með aðdáun og hann hafði endurgoldið brosið, með dálítið örvandi glampa í augum .... baróninn brosti ósjálfrátt aftur. En þá tók ’liann alt í einu eftir tveim ísmeygilegum kven- mannsaugum, sem horfðu á bann í speglinum,. og hlógu til lians úr einum básnum. Honum lá við að missa ein- glymið, en stemningin frá mið- degisveislunni hafði ennþá yfir- böndina, og baróninn gerði það, sem honum mundi aldrei hafa dottið í hug allsgáðum: Hann kinkaði kolli til baka og brosti örlítið. Og hann gat ekki betur sjeð en að konan kinkaði kolli líka. Alt í einu var eitthvað rjálað við borðið hans og hann leit framan í Jakob, sem virtist vera eitthvað hissa. Baróninn flýtti sjer að snúa sjer aftur að whisky inu. — Mjer sýndist jeg þekkja þessa konu, sagði hann eins og til útskýringar. — Fyrirgefið, sagði Jakob. — Hvaða konu á haróninn við? — Nú, jeg hjelt, að þjer hefðuð sjeð, að jeg var að heilsa henni. Baróninn hló. — Jeg meina bara — jeg held að jeg hafi hitt þessa konu áður. — Mikil ósköp. Jakob gamli rak tappann í flöskuna. Jakob gamh dró sig i hlje. Hann hafði fengið dálítið að hugsa um. Konan þarna inn i stúlcu nr. tvö, hafði verið honum þyrnir í augum alt kvöldið. Honum hafði oft dottið i hug hvað mundi ske, ef skilrúmið að na^tu stúku fyrir framan hyrfi skyndilega og fulltrúinn sæi konuna sína og liún sæi hann — með annari konu. Hann var feginn þessu þili. Hann hafði tekið svo sárt til frúarinnar. Hún virtist vera svo einmana yfir súkkulaðibollanum sínum. Af sjónaukanum, sem lá á borð- inu hjá lienni mátti ráða, að hún hefði verið í leikhúsinu. Hún hafði lika komið mjög seint, og sem betur fór hafði hún ekki sjeð hverjir sátu í næstu stúku fyrir innan. Jakob gamli hafði áhyggjur út af því hvort þeirra mundi fara fyr. Hann vonaði, að það yrði frúin. Hin hefðu orðið að fara fram hjá henni. Hún heyrði ekki málróminn. Kvöld- kyrðin í kaffihúsinu kom fólki ósjálfrátt til þess að tala mjög lágt, næstum því hvíslandi. Það var langt siðan, að hann hafði sjeð fulltrúann og konuna lians. Áður fyr komu þau þar oft. Fyrst á meðan þau voru trú- lofuð. Seinna þegar þau voru nýgift. Það voru líka ein þrjú ár síðan hann hafði sjeð þau síðast og það kom við hann að sjá þau aftur — þannig. Hana aleina, og hann með annari konu. Hún viðhafði enga hæversku, konan sem hann var með. Kaffi með líkör og konjaki. Siðan whiski og portvín — alt i einni hunu. Og svo sat konan hans við hliðina á þeim með súkkulaðið sitt. Hún hafði altaf drukkið súkkulaði frá því fyrsta. Sjálf- sagt hefur hún farið hingað af því að henni hefur fundist ein- manalegt heima, veslingnum. Bara að hún færi nú á undan hinum. Jakob gamli herti upp hugann og tifaði til hennar þar sem hún sat. — Jeg er hræddur um, að hann ætli að fara að rigna, sagði hann eins og í trúnaði. — Jeg held það væri best fyrir frúna að reyna að komast heim áður en hann dynur á. — Þakka yður kærlega fyrir, sagði hún dálítið vandræðaleg og brosti. Jeg hefi enga regnhlíf með. — Nei, jeg sá það, laug Jakob. Hann tók kápuna hennar ofan af snaganum, eins og í hugsunar- leysi. — Já, þá verð jeg víst að fara, fyrst þjer heinlínis rekið mig út, sagði hún brosandi. Uin leið og Jakob hjálpaði henni í kápuna, sneri liann sjer þannig, að hún gat ekki sjeð yfir í næstu stúku. Jakob ljetti mikið þegar hún var komin út úr dyrunum, og hann fór nú að líta eftir barón- inum, til þess að sjá livort hann vantaði nokkuð, og sá liann þá að baróninn brosti til einlivers í speglinum. Nú, svo það var þessi kona, sem baróninn þekti! Hm! 1 næstu stúku var byrjuð orðasenna. Þegar fólk kemst í æsing, talar það hátt, og sumum er alveg sama hver heyrir til. Fulltrúinn sagði: — — .... þótt þú kærir þig ekk- ert um mig, þarftu liklega ekki að sitja og senda öðrum hýr augu, þegar jeg er við. Jeg vil ekki hafa mig að fifli. Þú vilt kanske heldur þennan karlfausk, sem þú ert að skjóta á í spegl- inum. — Kanske, sagði konan. — Gott og vel. Fulltrúinn stóð upp. — Þá er alt búið milli okk- ar. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem þú gerir mig að bjálfa. Jeg þoli það ekki. — Það finst mjer heldur ekki að þú ættir að gera. — Gjörið þjer svo vel, kallaði fulltrúinn til Jakobs, sem hafði reikninginn tilbúinn. Siðan greip liann hatt sirtfí og frakka og skálmaði út. — Frúin —? stamaði Jakob, og leit í áttina til kápu hennar. — Jeg ætla ekki að fara strax, sagði hún með fiskbrosi. Baróninn var að fara. Eftir að liafa borgað reikninginn og lítið í spegilinn í 'síðasta sinn, gekk hann út að dyrunum og bauð góða nótt. Jakob lieyrði útidyrahurðina skella. Þegar hann var að taka til á horði barónsins, tók hann eftir nafnspjaldi á gólfinu. Bar- óninn hlaut að hafa mist það. Jú, jú: Erik Holtenstein, kóróna og svo heimilisfangið. Jakob horfði á það nokkra stund, og án þess eiginlega að gera sjer grein fyrir því, þá leit hann í spegilinn. Konan var þar ekki. Stúkan var auð. En hún gat þó ekki verið farin — kápan hennar hjekk þar ennþá. Jakob hugsaði til litlu fulltrúa- frúarinnar og beit á vörina. Hann leit aftur í spegilinn, og gekk svo að borðinu í stúku nr. 2. Þar lagði hann nafnspjald borónsins, eftir að hafa brotið upp á eitt hornið, og flýtti sjer svo fram aftur. Hann hjelt áfram að Frh. á bls. 11.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.