Fálkinn


Fálkinn - 08.11.1940, Blaðsíða 13

Fálkinn - 08.11.1940, Blaðsíða 13
F Á L Ií I N N 13 KROSSGÁTA NR. 355 Lárjett. Skýring. 1. druslum, 5. hæð við Reykjavík, 10. gluggastokkur, 12. inanni. 14. skáldkona, 15. fálm, 17. fagurs, 19. rödd, 20. brakar, 23. missir, 24. enda lok, 26. grettir, 27. borðaða, 28 hey- staflar, 30. skap, 31. páfi, 32. draug, 34. erlent kvennafn, 35. mettar, 36. ílát, 38. kólnar, 40. hreyfingu, 42. skemdir, 44. dánargjöf, 46. vatn, 48. fjall við Breiðafjörð, 49. blæjan, 51. viðbót, 52. gap, 53. manns, 55. dreift, 56. stundar, 58. beita, 59. smástrák, 61. gæta, 63. óviljug, 64. gorta, 65. áhaldið. Lóðrjett skýring. 1. öfgaflokkur, 2. tímabil, 3. kjöt- stykki, 4. frumefni, 6. persónufor- nafn, 7. jarðvegur, 8. kend, 9. sendi- tæki, '10. skvampa, 11. geysileg, 13. jijóðina, 14. afmarka, 15. bát, 16. sátt, 18. egna, 21. ung, 22. ryk, 25. hreykir, 27. hlutanna af flik, 29. dýr, 31. umferð, 33. talandi, 34. þýskt auðfjelag, 37. geymur, 39. heiðarlega 41. friðar, 43. athuga, 44. kjána, 45. varð var við, 47. hryggt, 49. titill, 50. frumefni, 53. konu, 54. ljár, 57. hirta, 60. bori, 62 herm, 63. sjó. LAUSN KROSSGÁTU NR.354 Lárjett. Ráðning. 1. Halli, 5. útför, 10. næmir, 12. Álsey, 14. ausið, 15. jós, 17. álykt, 19. unt, 20. stekkur, 23. kjá, 24. snar, 26. álnar, 27. æjum, 28. aurar, 30. sir, 31. krami, 32. jetur, 34. álun, 35. útflúr, 36. smápeð, 38. tæli, 40 aurs, 42. óvara, 44. örk, 46. sivöl, 48. fart, 49. óstin, 51. sila, 52. und, 53. Ellið- ár, 55. tær, 56. stóll, 58. ana, 59. ósiða, 61. aminn, 63. flóni, 64. ið- inn, 65. beinn. Lóðrjett. Ráðning. 1. liæstarjettardómi, 2. ami, 3. liðs, 4. L. R., 6. tá, 7. flár, 8. ösl, 9. Reykjanesvitinn, 10. nunnu, 11. sókn- in, 13. ykjum, 14. ausan, 15. jels, 16. skar, 18. tamir, 21. tá, 22. úr, 25. ratfært, 27. æruprís, 29. rulla, 31. Kláus, 33. rúi, 34. áma, 37. Sófus, 39. urtina, 41. Klara, 43. vanta, 44. ösla 45. kiða, 47. ölæði, 49. ól, 50. ná, 53. elni, 54. róli, 57. lið, 60. són, 62. NN, 63. Fe. dillað yður framan í Lengton, ef yður lang- ar til.“ Þau röbbuðu saman uns máltíðinni var lokið. Um það leyti gekk Luke fram hjá og með honum roskin kona, vel klædd. Hann heilsaði þremenningunum. „Þekkið þjer vorn göfuga sambýlismann, herra Blundell?" spurði Frida þegar þau voru komin fram lijá. „Hann Luke. Og það held jeg nú!“ svar- aði Blundell. „Við leikum oft golf saman niðri hjá Suningdale. Þetta er lafði Mallison, sem með honum er. Þau eru oft saman. Marga furðar á því, að þau skuli ekki gifta sig.“ „Luke að gifta sig!“ hrópaði Frida. „Hjálpi mjer, þá held jeg að Palace Crescent yi’ði að hætta.“ „Hann hefir sagt mjer, að hann búi í ein- hverju skrýtilegu húsi nálægt Hammersmith Road.“ Frida kinkaði kolli til samþykkis. „Það er sagt, að Luke karlinn sje auðug- ur maður,“ sagði Blundell. „En enginn veit, hvaðan liann fær fje. Jeg minnist þess, að hann lagði tiu þúsund i sýningu í Gaiety einu sinni. Hann tapaði á þvi. En svo hefir hann grætt á öðrum revýum.“ „Altaf heyrir maður eittlivað nýtt um vini sína,“ sagði Frida undrandi. „Hann talar að vísu kunnuglega um leikhús, en ekki kom mjer til hugar, að hann legði fje sitt í slíkt. Hann á skinandi góða bifreið, en ekki er það vist algengt, að Ieigjendur, í Palace Crescent sjeu auðmenn. Flestir þar herast í hökkum.“ „Hittumst við á morgun?“ spurði Lengton, þegar kveðjustundin nálgaðist. „Jweg hygst að setjast á kjaftastól utan við rjettarsalinn um níu leytið,“ sagði hún. „En guð má vita, hvort mjer auðnast að komast þangað inn.“ „Gjarnan vildi jeg hjálpa yður þangað inn,“ sagði Léngton. „En jeg hefi ekki nein góð samhönd og veit varla, hvort jeg kemst sjálfur. En ef vera kynni, að þjer ættuð leið fram hjá Ronnies Bar kl. 6 í kvöld, þá skul- uð þjer líta inn og fá einn cocktail og tala um þetta frekar.“ „Prýðilegt,“ sagði Frida. „Svo kem jeg til yðar kl. 5, hr. Blundell.“ „Þjer hafið ekkert betra af þvi að gleyma því,“ sagði liann í hótunartón. Um kvöldið varð Roger Ferrison fyrir mjög óvæntu atviki. Hann var staddur úti á bersvæði hjá verksmiðju einni. Þá kom stór Limousine-bíll á hægri ferð eftir þver- vegi og nam staðar við hlið honum. Flora Quayne hallaði sjer út um gluggann. Hún hafði stutta slæðu fyrir andlitinu og mjög fínan liatt. „Komið þjer nú, Roger,“ sagði hún. „Þjer hafið látið mig biða lengi.“ „Hversvegna í ósköpunum komið þjer hingað?“ spurði hann og settist við hliðina á henni. Hún henti bifreiðarstjóranum og vagninn ók í áttina til London. „Til þess að sækja yður,“ sagði hún ró- lega. „Siðustu tvo dagana hafið þjer verið fremur óþægur við mig, en jeg er húin að fyrirgefa yður eins og þjer sjáið.“ „Já, en hvernig fóruð þjer að vita það, að jeg var hjer út frá?“ „Jeg heyrði yður segja Luke frá þvi, að Mallory ætaði að reisa verksmiðju handa yð- ur hjerna út frá,“ sagði hún. „Jeg lievrði yð- ur segja, að þjer færuð dagléga hingað til að sjá um bygginguna. Þarna á gerðinu stendur að verksmiðjan sje reist af Mallory h/f til framleiðslu á Mafresson hreingerningavjel- um. Jeg heið þar og las í bók þangað til þjer komuð. Jeg vildi, að þjer kæmuð altaf þegar jeg óslca þess,“ Roger. „Þetta er þægilegur vagn,“ sagði hann þakklátur. „Jeg var einmitt svo þreyttur í dag.“ „Verið þjer nú þægilegur,“ bað hún, „þjer megið halda í hendina á mjer.“ Hún tók af sjer hanskana og lagði fagra, granna fingur í breiðan lófa hans; hún and- varpaði feginlega: „Eruð þjer hamingju- samur?“ „Já, það er jeg,“ svaraði hann. „Mjer þyk- ir mjög vænt um Audrey. Við giftum okkur eftir nokkrar vikur. Auðvitað er jeg ham- ingjusamur.“ „Hvernig finst yður jeg líta út?“ „Þjer eruð fallegar eins og vant er,“ svaraði hann, „en virðist vera rólegri. Þjer virðist hafa notið góðrar livíldar, eða liefir kanske eitthvað skemtilegt komið fyrir yð- ur?“ „Jeg híð þess, að eitthvað skemtilegt komi fyrir. Þjer sjáið, að jeg liefi bælt ástriðu mina niður. Kveikið í vindlingi fyrir mig, Roger!“ Hún rjetti honum vindlingaveskið og hann hlýddi. Hún hallaði sjer lengra upp í hornið og dró hann nær sjer. „Flóra!“ sagði hann í mótmælaskyni, „eg kæri mig ekkert um að liaga mjer kjána- lega, þegar þjer vitið, livernig málum er komið, en jeg verð að hætta svona löguðu.“ „Þjer þolið ekki að vera svona nálægt mjer?“ „Enda þótt jeg þori, þá má það ekki,“ svar- aði hann, „og ef jeg geri það, skil jeg ekk- ert í sjálfum mjer. Það er Audrey, sem jeg elska, og Audrey, sem jeg ætla að giftast, og þetta hjerna er bara vitleysa og alls ekki heiðarlegt, það finn jeg, enda þótt jeg sje ekkert siðavandur. „Að hugsa sjer nú þetta,“ tautaði hún, eins og við sjálfa sig, „að jeg skuli geta ver- ið svona bálskotin í manni eins og yður!“ „Mjer finst jeg vera hræsnari þegar jeg er með yður, því að jeg er svo sem ekkert hetri en aðrir karlmenn og mjer þykir gam- an að halda yðnr svona í fangi minu.“ „Þetta er það fallegasta, sem þjer hafið sagt,“ sagði hún og hallaði höfðinu upp að öxl hans. „Roger, það mun lijálpa mjer gegnum þessa eftirvæntingardaga.“ „Eftirvæntingar — eftir hverju?“ Hún svaraði ekki strax. „Eftir því að heimurinn lúti mjer,“ sagði sagði hún. „Segið þjer mjer, -— mig langar til að vita það, — ætlið þjer að húa áfram i Palace Crescent?"

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.