Fálkinn


Fálkinn - 08.11.1940, Blaðsíða 2

Fálkinn - 08.11.1940, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N - GAMLA BÍÓ - James Ililton er enskur rithöf- undur, sem vann sjer gifurlega frægð og skjóta með bók sinni „Goodbye, Mr. Chips“. — Bók þessi er ekki stór, má kallast kver, en innihaldið er því snjall- ara og rikara. Sagan fjallar um kennara nokkurn við enskan mentaskóla. Kennarinn heitir Chips, og segir þarna frá æfi hans allri og er lýs- ingin á þessum hókaormi og staglsama kennara afbragðs góð, ekki hvað síst þegar ellin fer að færast yfir hann. Cliips kemur að Brookfield skólanum árið 1870, er þá ungur maður, sem hefir traust á sjer. Ilann starfar síðan alla æfi við Brookfield. Einu sinni fer liann í sumarleyfi sínu til Tyrol og fer þar í fjallgöngur. 1 þessu prili kynnist hann ungri, indælli slúlku og takast ástir með þeim. Þau eigast og setja bú saman í Brook- field. Konan flytur ljós og yl inn í líf þessa dula og innilokaða kennara og ann hann henni mjög. Hún skilur skólapiltana mjög vel og tekur altaf málstað þeirra. En samhúð þeirra verður því miður stutt. Hún fellur frá í blóma aldurs síns. Það er auð- vitað ægilegt áfall fyrir Chips, en síðan er eins og ást hans á konunni snúist upp í ást á skól- anum og nemendunum. Hann verður imynd hins góða og vin- sæla kennara, iiann verður hluti af Brookfieldskóla. Þetta er aðalefni í þessari bók. Það er e. t. v. ekki stórir atburðir og óvenjulegir, sem þar gerast.en lýsingarnar eru góðar og lifandi. Nú liefir þessi fræga saga ver- ið kvikmynduð og verður sú kvikmynd sýnd bráðlega i Gamla Bió, og lieitir: „Verið þjer sælir, Mr. Chips.“ Aðalhlutverkið, Clnps sjálfan, leikur Robert Donat, sem margir kannast við af leik hans í „Borg- arvirkjum“ í vetur. Er hann á- reiðanlega vaxinn þessu hlut- verki þvi að liann er snjall leikari Kona Chips, Katherine. er leikin af Greer Garson. Merkilegt er það, að sami drengurinn, Terry Kilburn, leik- ur fimm menn, Colley-feðgana, sem ganga í Brookfield skóla, hver eftir annan. Gullbrúðkaup áttu 5. þ. m. hjónin Auðbjörg Guðmunds- dóttir og Ólafur Bjarnason, Vitastíg 7. Frá Sigríður Jónsdóttir að Hofi í Vestmannaeyjum, verður 60 ára í dag (8. nóv.). ÞÝSK FLUGVJEL YFIR REYKJAVÍK. Síðastliðinn sunnudagsmorgun, um það leyti, sem flestir voru að nudda stýrurnar úr augunum, lieyrðist á- köf skothríð hjer í námunda við borgina. Þeir, sem litu út, sáu flug- vjel eina á sveimi hjer fast við bæ- inn og loftvarnabyssur Breta vera að skjóta á gripinn. Hvarf flugvjelin von bráðar og hefir ekki sjest til hennar síðan, svo frjett sje. Þennan sama morgun var Agnar Koefoed-Hansen lögreglustjóri á leið upp á Sandskeiö. Þar flaug vjelin lágt yfir, svo að lögreglustjóri sá glögt hverrar tegundar hún var. Var þetta tveggja hreyfla Heinkel sprengju vjel (He 111), sem kom i sunnudags- heimsóknina, eflaust í þeim friðsam- legu erindum að njósna um stöðvar breska setuliðsins, en ekki til að varpa sprengjum, þvi að til þeirra hluta er þessi vjelategund of lítil, þegar fara þarf langa leið með vítis- vjelafarma. Loftvarnahljóðmerki voru þvi engin gefin og vakti það óá- nægju hjá sumum, að það var ekki gert. FORSÍÐUMYNDIN TJALDSTAÐUR I LANGADAL Langidalur er vestasti dalurinn, sem skerst inn i Þórsmörk sunnan- verða og má heita samhangandi við Húsadal í norðanverðri Mörkinni. í Langadal liggja þeir oft við, sem eru að liirða um skóginn, og hafa þeir tekið ástfóstri við þennan fagra dal, sem auk fegurðarinnar hefir það til síns ágætis, að þar eru ágætir hagar og gott vatnsból, þó að ekki sje eins mikið um graslendið og í Húsa- dal, enda var þar siðast bygð í Þórs- mörk. — Á myndinni á forsíðunni sjer yfir Krossáraura yfir til undir- fjalla Eyjafjallajökuls og á jökulinn sjálfan. Húsfrú Þuríður Sumarliðadóttir Helgustöðum í Fljótum, Skaga- fjarðarsýslu, varð 80 ára 7. þ.m. Magnús Magnússon, netamaður, Vestmannabraut 76, Vestm.eyj- um, varð 50 ára 4. þ. m. - NÝJA BÍÓ - „Mr. Smith gerist þingmaður“ heitir næsta mynd í Nýja Bíó. Sýnir hún að stundum getur ver- ið erfitt að vera heiðarlegur og sannleikanum samkvæmur, þeg- ar stjórnmálin eru annars vegar. Jefferson Smith, er maður nefndur. Hann er hugsjónamað- ur mikill og vill herjast fyrir góð málefni og gefur sig því all- mikið að opinberum málum. Hann er formaður fyrir einskon- ar skátafjelagsskap og honum er mikið áhugamál, að hið opinbera komi upp dvalarskálum fyrir drengi víðsvegar út um sveitir. En Smith fær brátt tækifæri til að koma málum sínum áleið- is á æðri stöðum. Annar af þing- mönnum fylkis hans deyr, og er Jeff þá útnefndur öldungadeild- arfulltrúi í hans stað. Það er rikisstjórinn, Hopper, að nafni, sem velur hann í þessa virðing- arstöðu og býst Hopper þessi sjálfsagt við því, að liinn ungi maður verði sjer þægur ljár í þúfu, ef hann þarf að koma fram einhverjum málum, sem honum leikur hugur á að hrinda í framkvæmd. Enda liefir Hopper einmitt eitt slíkt mál í pokahorn- inu. Helstu ráðamenn flokksins, auk Hoppers, eru þeir Jim Tayl- or, sem er mikill blaða- og bókaútgefandi, og svo Joseph Paine, öldungadeildarfulltrúi, eða senator, eins og Ameríku- menn nefna það. Þessir þrír stór- laxar liafa bruggað það með sjer að koma i gegnum þingið laga- frumvarpi um geysimikla stíflu- byggingu. Fyrirtæki þetta er ger- samlega óþarft og engum að gagni, nema flutningsmönnun- um, Hopper, Taylor og Paine, sem sjá sjer leik á horði að græða á þessu umfangsmikla verki stórfje, því að þeir eiga landið, þar sem hún á að verða. En þeir þurfa að fá einhvern þægan þingmann til að hrinda þessu fram með sjer. Hugsa þeir sjer Smith í það lepphlutverk. En sá ungi maður er ófús að láta Frh. á bls. 15.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.