Fálkinn


Fálkinn - 08.11.1940, Blaðsíða 12

Fálkinn - 08.11.1940, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N Leyndardómar —~ a________MATSÖLU HÚSSINS SPENNANDI SKÁLDSAGA EFTIR E. PHILIPPS OPPENHEIM. „Þjer hafið margt að segja við jómfrú Súsönnu“, sagði Frida forvitin. Hann tók kaffibolla, sem Joseph bauð honum. „Yður að segja, þá hefir hún æsandi áhrif á mig,“ sagði hann. „Þarna situr hún og varast að segja orð um málið. Lögreglan hefir líklega sagl henni að segja ekkert fyr en við rjettarhöldin. Hún þykist hafa sjeð morðingjann. Og þarna situr hún í mestu rólegheitum með prjónana sína og liugsar um þennan harmleik þar til dcominn er timi til að segja frá. Jeg et’ viss um, að jeg get notað jómfrú Clewes í söguna mína. .Teg vona, að hún hafi ekki selt útgáfurjettinn á sjálfri sjer!“ „Það er óttalegt að hugsa um þetta alt saman“, sagði Frida eftir stutta þögn. „Það segja vist allir hjer, að hún sje hálf- rugluð, og stundum talar hún svo skrýti- lega“. „Jeg geri líka ráð fyrir“,, sagði Lengton, „að lögreglan vilji fá sönnur á sögu hennar áður en hún er tekin gild. Þessvegna hafa þeir e. t. v. fengið liana til að þegja og frest- uðu rjettarhöldunum. Ætli. hún haldi ekki loforð sitt?“ „Eftir því sem jeg þekki gömlu konurnar“, sagði Frida, „getur enginn komið þeim til að gera það, sem þær vilja ekki sjálfar. Þær eru flestum þverúðugri“. Fólk fór nú að tínast inn í salinn. Sumir skiftu sjer ekkert af Fridu og gesti hennar, en Luke kom alveg þangað, sem þau sátu. Þeir herrarnir fóru síðan að skeggræða sam- an um sameiginleg áhugamál sin. Þeir ljeku báðir golf og ákváðu nú að leika saman ein- hvern næstu daga. „Þjer voruð við yfirheyrsluna um dag- inn?“ sagði Luke eftir stutta þögn. „Þjer hafið sennilega kvnst gömlu konunni hjerna þar.“ „Jeg þekti hana undir eins og jeg kom inn,‘‘ sagði Lengton. „Hún er víst hálf-rugl- uð.“ „Alment ér litið svo á,“ sagði Luke. „En altaf hefir mjer fundist hún með fullu viti. Þó held jeg að lögreglan hafi orðið fyrir vonbrigðum.“ „Með hvað?“ „Með kerlinguna. Fyrst tóku þeir hana al- varlega. Einn lögreglumaður kom hjer strax næsta morgun, en komst að raun um, að ó- mögulegt er að sjá morðstaðinn úr glugg- anum hjá ungfrú Clewes. Vera kann að eitt- hvað merkilegt komi síðar fram í málinu, en smeykur er jeg um, að frásögn jómfrú Clewes skýri ekki mikið. Við, hjer í liúsinu, erum að verða víðfrægt fólk,“ hjelt Luke áfram. „Þjer hafið eflaust frjett um truflun- ina, sem við urðmji fyrir í fyrrinótt?“ „Já, ungfrú Medlincott sagði mjer, að lög- reglan hefði rannsakað svefnherbergi hennar klukkan 3.“ „Jeg var fegin, að jeg skyldi hafa brotið nærfötin mín kyrfilega saman,“ sagði Frida. „Þeir grannskoðuðu öll mín föt. Finst yður ekki lögreglumenn vera skrýtnir, Lengton majór?“ „Jeg geri ráð fyrir, að þeir viti, hvernig þeim ber að haga sjer,“ svaraði hann. „Frægur leynilögreglusagnahöfundur hef- ir sagt mjer, að ekkert sje auðveldara en að blekkja leynilögreglumenn,“ sagði Luke. „Þeir seilist svo oft um liurð til loku og gangi fram hjá eðlilegum hlutum. Jeg sje það nú, að þetta er ekki fjarri lagi hjá hon- um.“ Luke fór nú frá þeim og settist hjá frú Padgliam. Þau Frida og gestur liennar voru nú ein út af fyrir sig. Þau skröfuðu saman í bezta samlyndi. En brátt varð Fridu Ijóst, að það var engu líkara en allir forðuðust gest hennar og var hann þó einn hinn við- feldnasti maður, sem komið hafði i Palace Crescent. Ef til vill tók Lengton eftir þessu líka, því að hann reis nú á fætur og sagði: „Þetta liefir nú verið mjög skemtilegt kvöld, ungfrú Medlincott, en nú verð jeg því miður að fara. Svo borðurn við saman í Berkeley hinn daginn.“ „Það verður mjög gaman,“ sagði hún um leið og þau gengu út úr dagstofunni. „Jeg ætla að fylgja yður til dyra. Mjer finst fólk- ið hjerna fremur ófjelagslynt í kvöld.“ „Ekki hef jeg tekið eftir því,“ sagði hann. „Luke, vinur yðar virðist vera mjög geðs- legur náungi. Jeg ætla að ná í hann í golf einhvern daginn. Gleymið nú ekki þessu á föstudaginn." Hann tók fast og innilega í hönd henni og Frida var viss um, að hann hefði kyst hana, ef Joseph hefði ekki verið viðstaddur. Hálf vonsvikin sneri liún aftur inn í stofuna. Þar talaði hún nokkur orð við Padgham. „Mjer finst þið öll hafa verið svo ógest- risin i kvöld,“ sagði hún og bar sig illa. „Líst ykkur ekki á Lengton majór, eða hvað? Allir sátu út í hornum og hvísluðust á.“ „Nei, ekki var það nú,“ andmælti Padgeham. „En hinsvegar skal jeg segja yður það, ungfrú Medlincott, að við erum öll hálf-smeyk við ókunnuga menn, eins og nú standa sakir. Fyrst og fremst vegna Dennets-morðsins og svo rannsóknarinnar i fvrrinótt.“ Frú Dewar gekk fram hjá og lieyrði jiessi orð. „Við erum held jeg dálítið tortryggin gagnvart ókunnugum núna,“ sagði hún, en jió ekkert óvingjarnlega. „Ungfrú góð,“ sagði nú Luke, „við höfum ekki getað varist því að láta okkur detta ým- islegt í hug. Þjer hafið e. t. v. lesið í blöð- unum, að undanfarið hefir Scotland Yard- 'mönriunum gengið illa í ýmsum málum og hafa nú endurskipulagt deildirnar og sjer- staklega ransóknai’deildina.“ „Hvað kemur Scotland Yard þessu við?“ spurði stúlkan. „Sjáið þjer nú til,“ sagði Luke. „Ein nýj- asta ráðstöfunin er sú, að nýir menn hafa verið valdir í leynilögreglustörf. Jeg hefi komist að því, að upp á síðkastið hafa þeir ráðið ýmsa uppgjafaliðsforingja til sín. Þess vegna gæti verið mögulegt, — jeg segi að- eins mögulegt — að Lengton majór, hefði tekið við slíkri stöðu. Sjálfur sagðist hann hafa verið liðsforingi áður fyr.“ Frida Medlincott varð bæði undrandi og reið. „Og hvað gerir það svo sem? Skrambann kemur okkur það við? Hann er eigi að síður hermaður og heiðursmaður.“ Þessu var tekið með þögn. Frida leit af einum á annan. Alt í einu var eins og ljós rynni upp fyrir henni. Skyndilega breyttist álit hennar á sambýlisfólkinu. Henni fanst það vera furðulega grímuklætt, skuggalegt, víst með að valda bölvi og bana, benni sýnd- ist það alt líta út eins og glæpamenn. Henni sortnaði fyrir augum eitt andar- tak. Hún riðaði við. Luke tók mildilega ut- an um hana til að styðja hana. Rödd hans, róleg og hæversk, sefaði hana. Hún opnaði augun aftur, svipaðist um með furðusvip. Þarna rjetti Barstowe lienni stól og horfði á hana með aðdáun. Bernascow var óttasleg- inn á svipinn. Jómfrú Clewes liafði mist prjóna sína og leif út eins og stórt spurn- ingarmerki. Padgham kom ineð stórt konjalcsglas. Allir voru vinir hennar! Bansett vitleysa liafði komið yfir hana! Hún andvarpaði og ljet fallast aftur á bak í stólinn. „Fyrirgefið þið,“ sagði hún. Jeg held jeg hafi orðið eitthvað geggjuð eitt andar- tak. Mjer fanst, — ó, afsakið!“ Luke klappaði á öxl henni til að sefa hana. „Já góða mín,“ sagði hann. „Þetta hafa verið erfiðir dagar fyrir okkur öll. Það er sist að furða þótt imyndunin hafi hlaupið með yður í gönur sem snöggvast. Gleymið því. Hjer erum við nú öll stödd, og hjer verðum við. Við erum öll nákvæmlega eins og við höfum altaf verið.“ XXIV. Á föstudagsmorgun kom Frida á Berkeley og þar beið Lengton majór eftir lienni eins og ákveðið hafði verið. Með honum var ung- ur maður og hún sá slrax, að það var Sam Blundell, alþektur leikhússtjóri. Síðar komst hún altaf í gott skap þegar hún mintist sigra sinna þennan dag. Hún ræddi mjög yndis- lega við báða mennina. Hún var öll eitt bros. Örugg og ánægð með sjálfa sig. En best var þó þegar Sam Blundell horfði hvasl á liana, klappaði saman lófunum og hrópaði: „Herra minn trúr! Þjer eruð einmitt kven- maðurinn, sem dansaði sem best við hann Bill Ayres í Barlotsrevýunni. Frida Low, var það ekki nafnið?“ „Það nafn nota jeg sem listakona," svar- aði Frida. „Já, það var jeg. Við vorum klöpp- uð upp öll kvöldin.“ „En jeg skil ekkert í, að þjer skuluð ekki liafa haft neina vinnu að marki í næstum heilt ár,“ sagði Blundell. Ekki er það mjer að kenna,“ sagði hún. „Og ekki skal það verða mjer að kenna, ef þjer verðið atvinnulaus aftur,“ sagði hann rösklega. „Við skulum strax ákveða um þetta. Getið þjer komið á skrifstofuna til mín klukkan fimín í dag. Það er nr. 13 i Henriettu-stræti. Þjer þurfið ekki að koma með lög með yður og þurfið heldur ekki að hafa fataskifti. Jeg hefi einmitt ágætt hlut- verk fyrir yður. Svona nú, nú getið þjer

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.