Fálkinn


Fálkinn - 29.11.1940, Blaðsíða 4

Fálkinn - 29.11.1940, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N HVERNIG LIFIR PÁFINN OG HVERNIG STJÓRNAR HANN? D ÁFINN lifir í herlegum heim“, stendur í gömlum sálmi, frá því fyrir siðaskiftin. Það var í þá daga, sem páfinn skifti þeim hluta hnattarins, sem ínenn höfðu ekki fundið, með einu krítarstriki milli Spánar og Portúgals, og keisarar og kon- ungar urðu að sitja og standa eins og páfinn vildi. Frá þeim tímum eru flestir dýrgripir lista og bóka, sem nú prýða páfagarð. Þar eru dýrmætustu fjársjóðir egyptamenningar og klassiskrar menningar og fegurstu afsprengi endurfæðingartímabilsins. Þessu hafa 269 páfar safnað, og margir þeirra voru ekki aðeins unnend- ur vísinda og lista heldur höfðu líka vit á vísindum og listum. En alt er í heiminum hverfult. Sá tími kom, að páfinn varð að fara í útlegð og margir páfar stjórnuðu kirkju sinni frá Avign- on í Frakklandi. Síðan fluttust þeir aftur til borgarinnar eilífu, en í baráttunni milli ríkis og kirkju gerðist páfinn sjálfvilj- ugur „fangi í Vatikaninu“ og ó- sýnilegur drotnari kirkjunnar. Það var ekki fyr en 1929, sem þeirri fangavist lauk, er Mussolini ákvað, að páfinn skyldi eignast ríki á ný. Páfaríkið — Citta de Vaticano :— var endurrreist. Það er minsta sjálfstæða ríkið í heimi, fjórir ferkíómetrar að stærð og íbúa- fjöldinn um 1000 manns. En það hefir sjálfstæð póst- og símamál og Marconi setti sjálfur upp loft- skeytastöðina í páfagarði. Þar eru sjerstök frímerki, sem safn- arar sækjast mikið eftir, og sjer- staka mynt liefir páfinn líka, lögreglu og varðher — hinn fræga páfalifvörð í fögrum ein- kennisbúningum. Þegnar páfans eru ekki herskyldir, og vörurn- ar, sem seldar eru í einu búðinni í Páfagarði, hinni svonefndu An- onna, eru tollfrjálsar og þess- vegna afar ódýrar. Þegnar páf- ans eru líka skattfrjálsir. Svo að það er ekki amalegt að eiga heima í páfagarði. Hliðunum að Páfagarði er lok- að klukkan 12 á miðnætti, en opnuð eru þau klukkan 6 að morgni. Allir þegnar páfaríkis- ins hafa sjerstakt vegabrjef. Nú skyldu ókunnugir halda, að þarna í páfagarði sæust ekki nema munkar og rauðir biskupar og fjólubláir kardínálar. En þarna i garðinum rekst maður á börn, sem eru að leika sjer, ungar stúlk ur og grallaralegar húsfreyjur. Þetta er skyldulið embættis- manna, sem starfandi eru í Páfa- garði. Páfahöllin er áföst við Pjeturs- kirkjuna og liggur í miðjuln trjá- garði. Þar ríkir páfinn, umboðs- maður Krists og arftaki Pjeturs postula, j'fir öllum kaþólskum lika að líta eftir iíkamlegri vel- ferð lians og löggjöf, að þvi er veit að trúaratriðum og siðferði. Ilvað óskeikulleik páfans snertir, þá gildir liann ekki daglega Pius XII. páfi. heimi, um 400 miljónum sálna, breytni hans. En hann er æðsti þar á meðal 1600 biskupum. Páf- dómari kaþólsku kirkjunnar hjer inn er ekki aðeins andlegur hirð- á jörð. Úrskurðir hans eru tald- ir þessa safnaðar, heldur á hann ir óyggjandi og í samræmi við Þennan mann verða allfr að taia við ef þá latiffav til að fá áheyrn hjá páfanum. Náverandi páfi sem kardínálinn Pacelli. guðs vilja. Oftast nær eru páfarnir gamlir menn, sem taka við tigninni á líkum aldri og aðrir embættis- menn fara á eftirlaun. Það er því deginum ljósara, að jafnvel þó páfinn sje óskeikull, þá verður liann ellinnar vegna, að treysta i mörgu ráðum annara. Páfakjörfundurinn nefnist konclave; í þeim fundi taka þátt 60—70 kardínálar allir við ald- ur. Meðalaldur kardínálanna, sem kusu siðasta páfa, 1939, var 68 ár, og yngsti kardínálinn var kominn yfir sextugt. Eugenio Pacelli, sem þá var kosinn páfi og tók nafnið Píus tólfti, varð 63 ára daginn sem hann var kosinn. Páfakjörið er skrítin athöfn. Kringum kjörfundarsalinn, þar sein hver kardináli situr í eins- konar hásæti undir baldakin, eru íbúðir handa kardínálunum: svefnherbergi með kytru handa þjóni og ritara, fyrir hvern ein- takan kardínála. Auk þes er þarna sameiginlegur matsalur, búr og eldhús og bibýli fyrir þjónustufólk. Allur þessi söfnuð- ur er lokaður inni í byrjun kjör- fundar og fær elcki að koma út fyr en koningu er lokið, en hún slendur stundum marga mánuði. Matvælin í eldhúsið eru látin inn um ofurlítinn glugga, sem til þess er ætlaður. — Síðast gekk páfakosningin fljótl — hún stóð aðeins einn dag. Páfinn verður að fá % al- kvæða, en oft er reiptog um kosn inguna, því að kardínálum get- ur sýnst sitt hverjum um menn og málefni, alveg eins og öðrum dauðlegum mönnum. Stundum hafa þeir komið sjer saman um að kjósa heilsulausa páfa, til þess að kúrían. það er ráðuneyti páf- ans skyldi fá frjálsari hendur. Enn gildir sá siður, að einn kard- ínálinn er látinn þukla á páfa- efninu og' rjetta upp tvo fingur, til staðfestingar því, að páfinn sje karlmaður. Sú saga er nefnilega til, hvort sem hún er nú sönn eða loginn, að einu sinni liafi kona verið kosin páfi.— Við síð- ustu kosningar rjeðu stjórnmál miklu um úrslitin. Hinn nýi páfi, Píus XII. var kosinn vegna þess, að sem aðalráðgjafi fyrverandi, i

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.