Fálkinn


Fálkinn - 29.11.1940, Blaðsíða 8

Fálkinn - 29.11.1940, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N Hoffmann Birney: Vegna bróður hennar „Þuö er opinberlega tilkynt, að Lorenzo „Megallo höfuðsmaðiir, sem er sagður vera „ameríkanskur flagmaðnr, er gerðist sjúlf- „boðaliði i her Francos ú Spáni, hafi verið „skotinn niður og drepinn i loftorustu nú- „lægt Puerto Amayillo........“ Þctta var alt og sumt — nokkrar línur í sim- skeyli frá Madríd, en Dick Burlon fiugkapteinn var staddur í smábæ við landamæri Mexico, þegar liann las fregnina. Hann setti liraðamet fyrir áætl- unarflugvjelar er hann settlst upp i vjelina undir eins á eftir og flaug út að ströndnni. Þar ljet liann hinn flugmanninn um vjelina, cn liljóp' þangað, sem liann hafði skilið bílinn sinn eftir, hak við flugskálana. Skömnm siðar lá Kate Burton — áður Katherine Mac Hale — grátandi í faðmi mannsins síns. Dick Burton grjet ekki, en hann snýtti sjer nokkrum sinnum, meðan hann var að liugsa um örlög mágs- síns. Þvi að skotni höfuðsmaðurinn Lorenzo Megallo gat ekki verið neinn annar en tvíburabróðir Kate, Larry —• eða Lawrence Mac Hale, sem hann lijet rjettu nafni. Þetta nafn hafði breyst í Lorenzo Megalio þar austur á Spáni — Kate hafði skrifað honum undir þessu nafni og fengið ávar. Og nú var Larry dauður — eins og hinir tveir, sem höfðu upplifað æfintýrið með honum í afskekta dalnum í Arizona. Kanske var bezt komið, sem komið var en það var raunalegt fyrir Kate, sem unni bróður sínum. Þau höfðu verið mjög lík i útliti — en ekki meira. Kate var djörf, trygg, rjettlát og ærleg. Bróðir hennar var fallegur eins og hún — og djarf- ur — en hann var óáreiðanlegur og dutlungafull- ur. Hann hafði verið flugmaður með Dick Burton á leiðinni Glendale — San Leandro og liafði tví- vegis komið til vinnu angandi af hrennivíni og með blóðhlaupin augu eftir svefnlausa nótt. í fyrra skiftið hafði Dick Burton ausið yfir hann skömmunum, en þegar Larry kom í næsta skifti í sama ástandi hafði Dick stöðvað lirfyfilinn og til- kynt, að samverkamaður hans væri drukkinn og ekki fær unvað gegna starfi sinu. Það hafði auðvit- að kostað Larry stöðuna — en hann hafði farið á burt linakkakertur og hrosandi. Síðan frjetti Dick ekkert til hans í meira en heilt ár. Dick vissi, að Larry átti systur, sem var tvíburi við hann, en liann hafði aldrei sjeð hana. Þegar Larry fór frá flugvjelinni hafði Dick liugsað til hennar og að liún mundi kenna honum um stöðu- missi bróðurins. Það voru þrjú ár síðan og nú var Dick Burton flugkapteinn. Ivate Mac Hale, liin blá- eygða var konan hans, og Larry var dáinn austur á Spáni. Dauðinn hafði lokað vörum lians um alla ‘eilífð og aðeins tvær manneskjur i heiminum — Dick og Kate — vissu um blóðæfintýrið i Bijoíe- dalnum. Hún hafði komið til hans þennan dag fyrir tveimur árum — ung og grönn stúlka í hvítu flún- elspilsi og blárri peysu, og sest á stólinn hjá hon- um i veilingaskála flughafnarinnar. „Jeg heiti Katliarine Mac Hale,“ sagði hún, „og er systir Larrys. Gerið svo vel að kalla mig Kate og lofa mjer að kalla yður altaf Dick — það gerir alt Ijettara viðfangs, því að Larry kallaði yður altaf Dick, og nú verð jeg að tala við yður út af Larry.“ Hann lijelt, að hún væri komin til að biðja liann um það ómögulega —< að leggja gott orð inn fyrir bróður hennar — og rödd hans var fremur óþjál, er hann sagði: „Það voru fjórtán farþegar og veitingastúlkan í vjelinni, ungfrú Mac Hale — og Larry var dauða- drukkinn. Jeg mundi hafa kært hann, þó hann hefði verið bróðir minn.“ „Jeg skil það og jeg hugsa, að Larry skilji það líka,“ svaraði hún. „En það var annað, sem jeg þurfti að tala við yður um. Jeg sneri mjer til yðar af því, að pabbi og mamma eru dáin, og ættingjar okkar segjast ekki geta hjálpað Larry út úr öng- þveitinu, sem hann er i. Það eruð bara þjer....“ Augun voru full af tárum og hún var skjálfrödduð. „Þjer þekkið bresti Larrys, Dick....“ „Já, en sleppum því. Hvaða öngþveiti liefir hann lent í?“ Hún stundi þungan. ,,Larry vitkaðist því miður ekkert á þvi að fá uppsögnina. Hann lijelt áfram að spila og — annað, sem ekki var lionum liolt — að vinna í spilum. Svo lenti hann í ryskingum um borð í einu af þessum skipum, sem eru fljótandi spilavíti fyrir utan land- helgislínuna. í handalögmálinu náði liann í skanun- byssu, en Larry segist hafa fengið höfuðhögg og ekki muna til, að hann hefði lileypt af byssunrri. Þegar liann rankaði við sjer aftur, var liann í hraðskreiðum vjelbát og mennirnir, sem voru lijá honum í bátnum, sögðu lionum, að hann hefði drepið mann. Morguninn eftir fóru þeir með Larry upp i litla flugvjel, sem þeir áttu, og skipuðu honum að fljúga með sig í Bijotedal i Arizona, fyrir suo- vestan Tuscon. ...“ „Jeg þekki þær slóðir," tók Dick fram í. „Það er ennþá afskektara þar en i Mánafjöllunum.“ ....jiegar þangað kom sýndu þeir honUm blaða- úrklippu og þar stóð, að lögreglan í California liefði auglýst eftir honum og sakaði liann um morð. Þeir sögðu honum, að hann ætti víst að vera tek- inn af lífi, ef hann tæki ekki boðinu, sem þeir gerðu lionum. Hann neyddist til að taka þvi, en vonaði að geta strokið frá þeim og glæpum þeirra. En nú er hálft ár síðan þelta gerðist og hann er á valdi þeirra ennþá, og verður að gera alt, sem þeir skipa honum.“ „Og livað er það? Að smyglá Kínverjum yfir landamærin?" „Miklu verra. Hann smyglar eiturlyfjum — kóka- íni, heróíni og þessháttar. Fyrst smygla japanskir fiskimenn því til Mexico — þeir þaðan úr skipum úti i rúmsjó. Þjer vitið, hve auðnin fyrir norðvestan Sonora er stór — þar kemur ekki nokkur maður nema Indíánar og gullleftarmenn einstöku sinnum. Það eru undir 500 kilómetrum milli eyðimerkur- innar og staðarins, þar sem eitrinu er smyglað á land. Larr.y flýgur til sjávar, þegar dimt er orðið og kemur til baka í Bijotedal með mórgninum. Þessir tveir menn eru með lionum í flugvjelinni í hverri ferð. Þeir eru vopnaðir, en Larry ekki — og annar þorparinn hefir lært það mikið í flugi, að hann getur lent, ef þörf gerist. I.arry getur ekki sloppið frá þeim, jafnvel þó....“ „Jafnvel þó .... livað?" ,,Þeir hafa sagt lionum, að þeir drepi hartn, ef hann ljósti upp um þá.“ „Haldið þjer, að þeir muni skjóta liann?“ „Jeg veit ekki, hvort þeir láta sitja við orðin tóm, en Larry er að minsta kosti ekki óhultur um líf sitt. Hann vill umfram all komast burt frá þess- um glæpaverknaði — helst af landi burt, ef mögu- legt er. Viljið þjer ekki lijálpa honum, Dick?“ „Þjer liafið talað við hann?“ ,,Nei.“ Hún lók upp brjef úr töskunni sinni. „Jeg fjekk þetta brjef fyrir viku — þjer megið gjarnan lesa það, Dick. Það segir alla söguna, að því undan- teknu, að jeg hefi spurst fyrir lijá yfirvöldunum i öllum sjávarborgunum og fengið að vita, að eng- inn hefir fengið tilkynningu um, að morð liafi verið framið á skipi fyrir utan landhelgi. Þessir bófar liafa logið sögunni að Larry og falsað úrklippuna. Þeir liafa talið honum trú um, að hann sje inorð- ingi og að lögreglan í California sje að leita að honum — til að neyða liann til að vera kyrran hjá þeim.“ „Og nú viljið þjer, að jeg fari að blanda mjer i þetta mál?“ sagði Dick Burton þurlega. „Jeg sagði yður það vist, Dick, að jeg slend ein uppi. Larry er bróðir minn og jeg verð að lijálpa honum. Einu sinni sagði liann mjer, að Dick Burton væri eini maðurinn, sem bann treysti — og svo hló hann og sagði, að hann væri ekki eins viss um, að Dick Burton treysti sjer eins vel. Getið þjer ekk- ert gert til að hjálpa lionum, Dick?“ „Jeg veit ekki,“ svaraði liann seint. pún leit upp og áugu þeirra mættust. í sama bili vissi hann — án allrar umhugsunar — að hann mundi gera alt, sem hún bæði hann um. „Jeg veit ckki, hvað á að gera, en eittlivað verður að gera.“ Eftir á fanst honum þetta líkasl draumi. Dick iiafði hugsað ýms ráð til að lijálpa Larry og vísað þeim á bug aftur, vegna ]>ess að þau væru ófram- kvæmanleg. En viku síðar var honum skipað að fljúga nýrri vjel, sem G-Bat smiðjurnar liöfðu full- gert, til flugsveítarinnar i Dayton, Ohio. Fyrst datt honum i liug að síma til Kate og segja henni, að lionum hefði verið sagt að fljúga nýrri vjel austur til Oliio, en þá var síminp í flugskálanum í notk- un. í stað þess að bíða fór liann út í flugskálann. Vjelamaðurinn sagði, að vjelarnar hefðu allar verið athugaðar og væru reiðubúnar til flugs. Hann sýndi Burton vjelina, sem hann átti að fljúga í. „Þetta er snildarvjel, mr. Burton. Ives prófaði hana í fyrradag og liann sagði, að þetta væri besta vjelin, sem við hefðum smiðað. Afhendingarskír- teinið segir, að liún eigi að afhendast alvopnuð," bætti vjelamaðurinn við og sýndi Burton vjelbyss- urnar. „Jeg þarf nú varla á þeim að lialda,“ sagði Burton hlæjandi, en alt i einu varð hann alvarlegur. Her- flugvjel .... skolvopn .... leiðin ekki nema svo sem tuttugu mínútur frá Bijotedalnum í Arizona. „Fyllið alla bensíndunkana," sagði liann. „Jeg flýg um miðnætti.“ En klukkan var orðin nær tvö, þegar hann kom aftur á flugvöllinn. EngiíS^ var staddur þarna nema næturvörðurinn, svo að það var auðvelt fyrir Kate Mac Hale að laumast inn í flugskýlið og klifra upp í aftursætið. Dic.k Burton rabbaði við nætur- vörðinn á meðan. Svo setti Burton vjelina í gang og meðan lnin var að hitna skrifaði hann undir skjölin og símaði á skrifstofuna, að liann mundi ljetta eftir nokkrar minútur. Hann gat sjeð á skinn- kápu Kate, þegar hann sleig upp i vjelina. Hún grúfði sig niður. Það var enn ekki of sein't að segja henni, að honum hefði snúist liugur og að það væri óvit að liælta á þetta. En hann sagði ekki neitt og ók vjel- inni liægl úr skýlinu og út á völlinn. Svo herti hann hreyflinum og kipti að sjer stýristönginni. Vjelin lyftist rólega. Þegar þau voru komin í 800 metra hæð og flughöfnin vár langt að baki, kallaði hann lil hennar, að nú væri henni óliætt að setjast upp og setja á sig flughettuna, sem var með hlustar- tækjum. „Við erum þá komin af stað ....?“ Röddin var skýr og greinileg í heyrnartækjunum. „Jeg verð að klípa mig í handlegginn til að fullvissa mig um, að þetta sje ekki draumur." „Nei, þetta er raunvera," svaraði hann og tók stefnu i suðvestur. Við verðum yfir Bijotedal fyrir sólaruppkomu.“ „Hvernig ællið þjer að hafa þetta, Dick?“ „Jeg liefi ekkert afráðið um það — maður verð- ur að liaga sjer eftir atvikunum. Hversvegna farið þjer ekki að sofa? Jeg liefi mikið að hugsa núna fyrsta kastið.“ Röddin var óþjál og skipandi — en hann liafði aldrei á æfi sinni verið hræddari. Það var ekki sú grein til i allri flugreglugerðinni, sem liann ekki mundi brjóta, ef honum tækist að koma hugmynd sinni i framkvæmd. Það gat kostað liann stöðuna og meira en það. — Nokkur ár i Atlanta-fangelsinu. Það voltaði fyrir morgni á austurfjöllunum, þeg- ar hann miðaði afstöðu sína við vitann í Yuma- • flughöfninni. Dagurinn kom geysandi á móti flug- vjelinni og súkkulaðibrúna eyðimörkin undir þeim fór að koma fram úr myrkrunum. Hann sneri vjel- inni til suðurs, burt frá áætlunarleiðinni og sagði í símann: „Eruð þjer vakandi? Nú erum við bráðum komin — fjallið til vinstri er Ariquivi-tindurinn, sem er við skarðið inn í Bijotedal.“ Hún rjetti úr sjer. Þegar liann sneri sjer um öxl

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.