Fálkinn


Fálkinn - 29.11.1940, Blaðsíða 6

Fálkinn - 29.11.1940, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN \ Nat Savage: NOKKUÐ AFGANGS. hundrað pundum.“ „Jú, við getum sagt, að faðir yðar hafi bjargað mjer,“ sagði Lindsey. „Mjer stóð eiginlega alveg á sama hvaða hest jeg veðjaði á. en það var liann faðir yðar, sem ráðlagði mjer að veðja á „Pink Lady“. Jeg fjekk hundrað pund fyrir tíu. En jeg varð svo hræddur við tiltæki mitt eftir á, að jeg setti peningana i bankann og sór þess eið að brúka þá -ekki. Þess- vegna hefi jeg nokkuð afgangs handa yður núna.“ T ACK STEWART sat fölur og kval- inn við skrifborðið sitt og var að hugleiða, hvernig það væri, að láta setja sig í tugtliúsið. Ilann leit upp, því að einhver kom við öxlina á honum, og neyddi sig til að brosa til svipharða mannsins, sem sat á móti honum við borðið. Það var Lindsey, yfirmaðurinn á skrifstof- unni. „Þjer lítið. svo aumingjalega út, Ste\vart,“ sagði Lindsey og horfði fast á Jack. „Komið þjer með mjer út og fáið yður kaffisopa.“ „Það gengur ekkert að rnjer, þakka yður fyrir,“ stamaði Jack og furðaði sig á, að þessi maður færi að lijóða sjer kaffi, eftir allar skammahrinurn- ar, sem liann hafði orðið fyrir frá lionum upp á siðkastið. „Bull! Ef þið’ ungu mennirnir hjeld uð ykkur við kaffið, þá kæmuð þið aldrei með timburmenn á skrifslof- una á morgana. Komið þjer nú. Þjer þurfið engan liatt.“ Lindsey lokaði bókinni fyrir framan Jack og tók i handtegginn á honum. Jack stóð upp með mestu erfiðis- mnuni og elti stóra beinamikla skrif- stofumanninn út úr skrifstofunni og inn á kaffihúsið hinumegin við göt- uná. Lindsey gekk á undan inn i krók í kaffihúsinu og bað um tvo kaffí, en Jack settist i strástól. Skrifstofuyfirmað'urinn settist á stól andspænis honum við marmara- borðið. Svo rjetti hann langan arm- inn yfir borðið og kveikti á rafljós- inu. Jack fanst hann vera cins og hundelt skepna í þessu sterka ljósi, sem kom alveg á óvart. Ilann stakk höndunum í vasana og starði á borðið eins og ekkert væri um að vera, en þegar hann stalst tii að líta upp sá liann, að yfirboðari hans var í þungum hugsunum. Jack krepti hnefana af angist. Hvað ’ mundi Lindsey segja þegar hann fengi að vita sannleikann? Kaffið kom. Lindsey rjetti alt í einu úr sjer og varp öndinni, eins og hann hefði tekið ákvörðun. Svo tók Mann upp sigarettubrjef, tók eina sjálfur og b'-uð Jack. „Hafið þjer eldspítu, Stewart?“ sagði Lindsey skýrt og f:st, án þess að líta á Jack. Jack náði i stokkinn, kveikti á eldspítu og rjetti hana fram. Lindsey dró sigaretíuna að sjer og liorfði með ásökunarsvip á skjálfandi hendina, sem hjelt á eldspítunni. Jack brá svo að hann misti eldspít- una niður á öskubakkann. „Ivveikið í yðtu- sígarettu fyrst og lánið mjer svo stokktnn.“ skipaði Lindsey. ,Jeg kveiki sjálfur. Það er öruggar^. Jeg kæri mig ekki um að láta sviða á mjer nasirnar.“ Jack hlýddi ffcí og andaði að sjer reyknum. Hann þvingaði sig til að horfa framan í Lindsey, viðbúinn til að taka á móti atlögunni, vsem hann vissi að mundi koma. „Jæja. hvernig fer þetta?“ sagði Lindsey og beygði sig fram gegnum sigarettureykinn. „Ætlið þjer að flýja af hólmi eins og lydda — eða taka afleiðingunum eins og maður?“ „Hvernig komust þjer að því?“ spurði Stewart hás. „Haldið þjer að jeg hafi ekki augu?“ svaraði Lindsey fyrirlitlega. „Nú liefi jeg mánuðum saman verið að reyna, að koma lagi á yður. Þjer hafið svikist um að vinna og liugsnð um alt annað, en þjer áttuð að gera. Dreymt um að vinna í happdrættinu og taka hlut yðar á þurru landi. En heimurinn er ekki þannig gerður, skiljið þjer, alt verður að borgast, og ef mjer skjátlast ekki, þá verðið þjer nú að borga dýru verði. Og það er auðvelt að sjá, hvað það er sem þjer eigið að borga. Þjer liafið stolið fje af firmanu.“ „Þjer hafið altaf verið á móti mjer,“ stamaði Jack. „Þjer hafið not- að hvert tækifæri til að lukta mig og hrella. Gott og vel. Jeg hefi má- ske ekki átt betra skilið. Jeg skal játa, að jeg hefi hagað mjer eins og bjáni og ekki verið liygginn fyr en um seinan. Fyrir tveimur dögum tók jeg peninga í traustataki og veðjaði þeiin á liest, sem kom sið- astur að marki. En Jijer hafið máske aldrei verið ungur og Ijettúðugur sjálfur, mr. Lindsey?“ „Jæja,“ sagði Lindsey tiifinninga- laust. „Jeg var að spyrja yður, hvort þjer ætuðuð að strjúka, eða taka af- leiðingunum af gerðum yðar?“ „Eigið þjer við, að þjer ætlið að gefa mjer tækifæri til að strjúka, áður en endurskoðandinn uppgötvar sjóðþurðina í dag?“ spurði Jack van- trúaður. „Já, einmitt," svaraði Lndsey þur- lega. ,,Ef þjer felið yður þá er ekki ómögulegt, að þjer sleppið.“ „Jeg skil,“ sagði Jack bitur. „Ef jeg flý, J)á getið J)jer sagt, að jeg sje lieigull, en J)að gamanið skuluð l)jer nú ekki fá. Jeg ætla mjer að segja forstjóranum alla söguna.“ Jack hafði staðið upp til hálfs í stólnum. en Lindsey ýtti honuin nið- ur í stólinn aftur. Hann klappaði honum vingjarnlega á öxlina. „Það var einmitt þetta, sem jeg vonaði, að Jijer munduð segja. Hlust- ið l)jer nú á. Vitið l)jer, að jeg hefi unnið á skrifstofu með föður yðar, þegar við vorum báðir á yðar aldri? Og að mjer þótti mjög vænt um hann.“ „Það vissi jeg ekki,“ sagði Jack. „Vitanlega ekki. Þjer yoruð ekki nema barn þegar hann dó. Faðir yð- ar var ráðvandur og duglegur mað- ur, en jeg var skíthæll, ekki ósvip- aður þvi. sem J>jer eruð núna. Ljett- úðugur, latur og óáreiðanlegur. Þess- vegna liefi jeg verið að reyna, að gera yður að manni. Þessvegna hefi jeg verið að niða á yður og reyna að kenna yður betri háttu, alveg eins og hann mjer forðum. Og þá gerðist dálitið, sem gerbreytti mjer.“ „Þetta getur ekki verið satt?“ sagði Jack efandi. ,Jú, jeg hefi verið í sarna vítinu og þjer eruð í núna, Jack,“ sagði Lind- sey vingjarnlega. „Þessari hræðilegu baráttu áður en maður stelur úr eigin hendi. Efasemdunum þegar mað ur borgar inn á veðreið rbrautinni — og óendanlegi tlminn áður en hlaupið er á enda.“ „Jeg get varla trúað þessu um yð- ur,“ tautaði Jack. „Jú,“ sagði Lindsey, „en eftir þenn- an atburð bælti jeg ráð mitt. Sumt fólk þarf langan tíma til að vaxa og jeg var einn i þeirra hóp. Jeg virti ekki heiðarleik minn á marga fiska í þá daga. Það voru aðeins tíu pund, sem jeg greip til þá, meira var ekki í kassanum, þegar jeg fjekk ráðlegg- ingu um vinnandi hest, við að hlera á samtal i síma.“ „Hver hjálpaði yður til að borga peningana aftur?“ spurði Jack eins og hann vissi svgrið. „Ekki þó hann faðir minn? Er það ástæðan til, að þjer ætlið að lijálpa mjer?“ „Já.“ „En J>jer vitið ekki livernig Jjetta er. Það voru aðeins tiu pund, sem hann lánaði yður. — Jeg — jeg stal Aleinn í smábát yfir Atlantshafið. Og yngdist um 15 ár á leidinnl. Mest siglingaafrek síðustu ára er óefað sigling þýska skipstjórans Lud- wig Schlimbachs sumarið 1937, er liann fór aleinn yfir Atlantshafið á litlum seglbát. Hann er nú 61 árs en fór til sjós 16 ára gamall og var fyrst á enskum og amerískum segl- skipum, lók stýrimannspróf og kap- teinspróf og rjeðst svo til þýska Hapag-fjelagsins (Hamburg-Amerika Line) og fjekk brátt góða stöðu þar. í heimsstyrjöldinni stjórnaði liann „skipaflokki, er var þýska herskipinu „Karlsruhe" til aðstoðar er það var i viking. Eftir striðið stýrði hann i mörg ár þrímastraðri skonnortu í Vestur-Indium og fjekk lokst lausn árið 1930. En hann var ekki afliuga sjónum fyrir því. Nú var hann að gefa sig að bátasiglingum yfir Atlantshaf. Hánn tók þátt i langleiðarsamkeppni á bátnum „Störtebeker“ og tveimur bátum, sem báðir hjetu „Hamburg", síðast árið 1936. Og í þessum sigl- ingum hugkvæmdist honum að reyna að sigla einn yfir Atlantshaf. Til Jieirrar ferðar ljet liann smiða sjer bát í Bremen, sem fjekk nafnið „Störtebeker III“. Stærð bátsins var þessi: Full lengd 10.20 m„ lengd í vatnsborði 7.50 m„ mesta breidd 2.62 m„ djúprista 1,60., lægsta fríborg 57 sm„ fríborð fram á 1.75 m„ fríborð aftur á 75 sm. burð- armagn 6 tonn, kjölfesta 2.7 lonn. seglflötur 45.95 fermeírar, þar af stórsegl 26,20, fokka 15.00 og messan- segl 4.75 fermetrar. Schlimbach borðaði eins og liann gat þegar fór að skyggja og scttisl svo við stýrið og sat þar alla nóttina nema stutta stund sem hann livarf frá til að hita sjer kaffisopa. í aftur- eldingu atliugaði hann veðrið og gerði staðarákvarðanir, og ef ekki var útlit fyrir veðurbreytingu batl liann slýrið og svaf nokkra tima. Síðan borðaði liann og dyttaði að ýmsu um borð þangað til mn hádegi, að hann gerði staðarákvarðanir á ný. Svo svaf hann fram undir rökkur og þá hófst sama sagan og áður á nýj- an leik. Hann lagð upp frá Lissabon 22. júní og komst til Azoreyja 30. júni og stóð þar við i nokkra daga. En þaðan var liann óheppinn með veður, svo að hann var alls 59 daga á leið- inni yfir hafið. í tíu sólarhringa komst liann ekki meira en 10—30 sjómílur að meðaltali á sólarhring. Slorma fjekk hann mikla öðru liverju, til dæmis þriggja daga ofsarok, og Golfstrauminn sngðist hann aldrei hafa fengið eins slæman og i þessari ferð, þegar hann var aleinn. En sjálf- ur skrifar hann um ferðina: „Þegar það er komið upp i vana lijá manni að liugsa mest um meira en 3000 milna langar siglingar verð- ur fyrst og fremst að leggja áherslu á 1. flokks smiðastöð. Jeg er sannfærð ur um, að „Störtebeker 111“ er hent- ugasti bálurinn undir 34 fetum sem jeg get fengið. Á fyrstu þremur mán- uðunum eftir að hann var fullsmíð- aðUr hafði hann farið 4000 mílur und- ir seglum, og mun það vera met, og eftir siglinguna vestur sá ekkert á bátnum, nema bletti á lakkinu á stöku stað og sót eftir prímusinn i búrinu. Jeg hefi sannreynt að svona ferðir yngja fólk upp þvi að fjelagar mínir í Ameriu sögðu að jeg liefði kastað af mjer 15 árimi á leiðinni, eftir út- litinu að dæma. Og ferðin var skemti- ferð, ekki erfið nema fáeina daga. Mjer þykir vænt um, að hafa gefið öðrum fordæmi, en jafnvel þó að menn sigli ekki einir þá er það samt besía skemtun sem hugsast getur, að sigla litlum bát milli lieimsálfanna og glíma við öldur liafsins og liöf- uðskepnurnar. Það er viðureign, sem . eykur J)rek, ekki sist þeim, sem ung- ir eru og liafa gott af að glíma við erfiöleikana.“ , Þeim fer fjölgandi, scm fara yfir Atlantshafið á bátum. Nokkrir Jieirra hafa komið við hjer á landi, sem sem Ameríkumaðurinn Nutting, sem fórst við Grænland í ferðinni, og Norð- maðurinn Folgerö, sem kom vestan um haf á bátnum „Leifur heppni“. Hvað reykjum við? Um fimti liluti liess sem við látum í pípuna og köllum tóbak er alls ekki tóbak. 70—80% er tóbak en liitt er allskonar krydd, sem látið er saman við til þess að gefa reyknum það bragð, sem menn kjósa. í stutt- píputóbakinu er sykur. sætir ávextir — sjerstaklega sveskjur —, súkku- laði, nellikkur, vanelia og glyserin. Nikotín hafa allir lieyrt nefnt en fæstir vita að í tóbakinu er unnað sterkt eitur, sem sjerstaklega mikið er af i virginíavindlingum og lieitir furforol. Ennfremur eru liessi efni í vindlingumf: Myosmin, sokratin, pyrrol, pyridin, ammoníak, ediksýra, parafin, harpix, brennisteinsvatns- efni og margt annað. í síðustu teyg- unum, sem maður reykir af vindling- inum er nálægt 15 meira af nikotin en í þeim fyrstu. „Gott er að gera vel —“ I'red Conis bílstjóri í London varð heldur en ekki forviða er honum var tilkynt að liann hefði fengið 20.000 króna árf frá gamalli konu. sem hann hafði oft ekið fyrir. Hún var máttlaus og liann liafði verið lijálp- legur og nærgætinn við hana og J>eg- ar hann ók með hana i fyrsta skifti, svo að hún leitaði altaf til hans síðar þegar hún fór bæjarleið. Fred hjelt að liún væri fátæk og furðaði sig stundum hve langt hún ók, og sló af fargjaldinu við hana. En kerla hafði átt um 320.000 krónur og nú hefir Fred fengið hugulsemina end- urgoldna. Gerðarleg skattsvik. í Chicago var mesta skattsvikamál í sögu Bandaríkjann'a á döfinni ný- lega. Blaðaútgefandinn Annenberg var undir ákæru um að liafa svikið skatt sem nemur 1,2 miljón dollurum árið 1936 og 3,2 miljónum dollurum á árunum 1932—35 Tólf menn voru i vitorði með Annenberg og fengu refs- ingu frá 3 til 8 ár. Annenberg sjálf- ur fjekk 16 og var harðánægður.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.