Fálkinn


Fálkinn - 29.11.1940, Blaðsíða 5

Fálkinn - 29.11.1940, Blaðsíða 5
FALKINN 5 Páfnvörðurinn er i samskonar einkennisbúningúm og var á Pi. öld. er ómöguiegt a‘ð sjá fyrir.“ páfa hafði liann reynst lipur og sjeður stjórnmálamaður og dóm- greindarmaður í hvívetna. Hann á þannig stjórnmáladugnaði sín- um páfadóminn að þakka, og það er búist við, að hann haldi sömu stefnu sem páfi og hann hafði sem ráðgjafi. Annars er páfinn bundinn við ýmsar ráð- stafanir fyrirrennara síns, sem hafði gert ýmsa mikilsverða samninga við ítalska ríkið, í sam- bandi við sáttagerðina frá 1929. Þannig hafði ítalska ríkið skuld- bundið sig til að greiða páfa- stólnum 2 miljónir líra í skaða- bætur fyrir lönd, sem forðum liöfðu legið undir páfagarð, en nú voru tekn undan. Það er sagt, að þessir peningar hafi komið sjer vel, því að siðustu árin hefir verið hallæri hjá kaþólsku kirkj- unni, m. a. vegna borgarastyrj- aldarinnar á Spáni. En kirkjan þarf mikils með, ekki sist til trú- boðsstarfsemi þeirrar, sem liún rekur ávalt víða um heim. Páfastóllinn hefir ráðuneyti eins og önnur riki og sendiherra —- svonefnda nunciusa við hirð- ir kaþólskra landa, en þau lönd hafa sendiherra í páfagarði. Páf- inn liefir einnig sendiherra við ítölsku hirðina og Ítalíukonung- ur sendiherra hjá páfa. I ráðu- neyti páfa sitja 11 menn og páf- inn skipar forstöðumenn hverrar stjórnardeildar. Það eru þessir 11 „kúríu-kardínálar“, sem ráða stjórnarstefnu páfagarðs, ásamt páfanum. Utanríkisráðuneytið er sú stjórnardeildin, sem mestu máli skiftir, og nýi páfinn var utanríkisráðherra fyrirrennara síns, Píusar 11. Allir sendiherrar páfa erlendis eru ráðunautar þessa ráðuneytis. Hinn nýi utan- áli. Hann er talinn lítill vinur einræðisríkjanna, eins og núver- andi páfi — fyrirrennari hans i embættinu. Utanrikisstefna páfans er mörk uð af hinu svonefnda „heilaga officium“, sem stofnað var i bar- áttunni við Lútherstrúna, árið 1542. Þessi heilaga samkunda er einskonar ieyndarráð páfa og æðst allra stofnana páfastólsins. Enginn veit hvað þar gerist, sam- þyktir liinnar heilögu samkundu eru ekki látnar í blöðin. En hver verður þá stjórnar- stefna hins nýja páfa, og hver verður afstaða hans til þeirra stefna, sem nú berjast um heims- yfirráðin? Italski sagnritarinn Guglielmo Ferrero skrifaði um þetta mál fyrir þremur árum: „Þegar næsti páfi verður kosinn, mun fasistastjórnin gera sitt ítr- asta til, að fylgismaður hennar komist í sæti Sankti Pjeturs. Ef það tekst munu augu hins ka- þólska heims opnast fyrir því, að páfinn sje ekki annað en hirð- pr j edikar i f asis tas t j órnarinnar. En ef ítölsku stjórninni tekst ekki, að fá fasistapáfa, þá hefst deila fyr eða síðar milli kaþólsku kirkjunnar og ítölsku stjórnar- innar. Afleiðingar þeirrar deilu Eins og kunugt er var Píus XII. lcósinn páfi gegn vilja ítölsku stjórnarinnar. Hún hafði mann í hoði, en hann fjell.. Þriðja mex-kasta ráðuneytið er útbreiðslu-ráðuneytið, sem stofn að var 1622 og á að vaka yfir hinu viðtæka kx-istniboði ka- þólsku kirkjunnar. Fyrir því ráðuneyti stendur kardínálinn Fumasoni Biondi, sem stundum er kallaður „rauði páfinn“ í ganmi. 1 páfagarði er hinn svart- klæddi hershöfðingi Jesúítai-egl- unnar altaf kallaður „svarti páfi“ en páfinn sjálfur, sem jafnan er livítkæddur, heitir „hvíti páfinn.‘ Hvernig er svo lífi páfans var- ið. Hinn mikli íburður og skraut, sem svo rnikið kvað að í tíð páf- anna forðum, er löngu horfið úr sögunni. Páfinn býr ekki framar í skrautsölunum á annari hæð, þar sem veggirnir eru úr marrn- ara og þil og þök þakin mynd- vef og málverkum og' húsgögnin voru listavei-k, hvert út af fyrir sig.Píus X., sem var bóndasonur og lxafði alist upp við bág kjör, kunni ekki við þetta skraut, og ljet gera sjer litla íbúð á þi’iðju hæð og var lyfta þaðan að vinnu- stofu páfa og móttökusal. Þessi lyfta er eina leiðin, sem farin verður að íbúð páfans, og hún er jafn látlaus og móttökusalurinn er íburðarmikill. Ibúðin fátækleg og ósmekkleg. Fyi’st er komið inn í litla borðstofu, með spor- öskjulöguðu borði og liörðum stólum. Á borðinu ei-u engin blóm, en „Plat de manage“ með glösum fyrir sall og pipar, edik og sinnep. I vinnuherbergi páfa er stórt, sljelt borð og stóll við og bókahillur á veggjunum. Svefnlierbergið er hornherbergi og tveir gluggar á; þaðan má sjá Pjetui’skirkjuna og yfir Róma- horg. Þar er rúm úr messing og damaskábreiða yfir, kommóða og á henni spegill. Þetta er alt og sumt. Við hliðina á svefnher- berginu er baðherbergif'sem síð- asti páfi ljet endurbæta — hann var íþróttamaður og ljet sjer ant um líkamsrækt. Ljet hann einnig mála og veggfóðra íbúð sína, árið 1932, meðan hann dvaldi í sumahöll sinni, Gandolfo, svo að nú eru herbergin björt og hlýleg, en þó er mikill munur á ódýra pappirsfóðrinu á þessum herbergjum og myndavefunum í móttökusalnum. I þessum sal er skart og ljómi íornra daga, og alt svo íburðarmikið, að þegar sími var settur þar fyrir nokkr- um árum, þótti ekki annað hlýða en liafa símtækið úr skíru gulli, svo að þgið skæri ekki úr. En í hinni óvistlegu íbúð sinni dvelur páfinn lengst af. Þar sefur hann, borðar hann og vinnur liann. Ilann tekur ekki á ínóti neinum heimsóknum þar, ekki einu sinni nánustu ættingjum sinum -— enginn liefir aðgang að íbúðinni nema einkaritarar hans tveir í fjólubláukápunum, herbergis- þjónninn og kokkurinn. Síðasti páfi var átthagarækinn mjög. Hann var norður-ítali og starfs- fólk hans var alt frá Milano, enda vildi hann liafa allan liátt framreiddan að mílönskum sið. Hvað daglega hætti snertir verður páfinn að fetá í spor fyr- irrennara sinna. Bæði sumar og vetur fer hann á fætur klukkan 6 og er hann hefir klæðst les hann sjálfUr messu i litilli kap- ellu við páfaibúðina, og aðstoð- ar einkaritari lians hann við messuna. Svo er árbíturinn bor- inn á borð: ítalskt mjólkurkaffi, þ. e. flóuð mjólk með ónýtu kaffi saman við, og brauð og smjör. Klukkan 8V2 fer páfinn i lyftunni niður í vinnustofuna á 2. hæð og dagsverkið byrjar. Þar bíður aðalráðherrann — hann býr á neðstu hæð, í miklu betri íbúð en páfans, og meðan þeir eru að ræða saman, safnast þeir saman i biðsalnum, sem fengið hafa vilyrði um áheyrn hjá páfa þann daginn. Þar bíða aðkomumenn, biskupar og stjórn málámenn og enda stundum þjóðhöfðingjar — sem allir eiga að fá einkaáheyrn. Eftir þær áheyrnir koma svo hópar pílagríma, sem ganga fyrir páfann. Sá siður komst á meðan páfinn var fangi í Vatikaninu, því að þá var ekki önnur leið til að fá að sjá páfann en þessi. En móltaka pílagrímanna lieldur á- fram og oft talar páfinn lengi við þá. Um klukkan f jögur er áheyrn- inni lokið og páfinn fer upp i íbúð sína til að borða miðdegis- verð. Kokkurinn er munkur og maturinn óbrotinn. Súpa, fisk- eða kjötrjettur, ostur og aldini. Páfinn matast altaf einn, en einkaritari les fyrir hann á með,- an. Einkabrjef til páfans eru les- in fyrir hann meðan hann drekk- ur miðdegiskaffið. Um klukkan 5 ekur páfinn út, í opinni bifreið, eða hann gengur um garðinn. Svo hefjast áheyrn- ir að nýju fram að kvöldverði og klukkan um 10% sloknar ljósið á skrifstofu hans. En í svefnher- berginu logar oft ljós langt fram á nótt. Páfin skriftar á hverjum föstu degi. Þá eru það ekki höfðingj- arnir, sem ki’júpa á knje fyrir honum, heldur krýpur hann sjálf ur, eins og hver annar dauðlegur maður. Það er prestur og jesúíta- munkur sem er skriftafaðir páf- ans og veitir lionum aflausn. Páfinn, sem er óskeikull þegar hann úrskurðar trúaratriði er syndugur maður samt. Þarinn er góður áburður. Þó að Norðmenn hafi áburðarvinslu úr lofti i stórum stíl þykir þeim samt borga sig að nota þarann til áburðar. ,,Hermetikklaboratoriet“ í Stavanger, sem er ein besta rann- sóknarstofa Norðmanna í þágn al- vinnuveganna, liefir gert rannsóknir á áburðargildi þarans og eru niður- stöður stofnunarinnar i sluttu máli þessar: Þarinn er ríkastur af áburðarefn- um á vorin, i mars—apríl. Þá inni- heldur hann, þegar miðað er við blautan þara, 2% af kali, 0,45% köfn- unarefni og 0,2% fosfórsýru. Enn- fremur eru um 2 gr. af bórsýru i 100 kg. af þara og önnur efni, sem liugs- anlegt er að örfi grasvöxt. Hrár þari er fyllilega jafnfætfiP húsdýraáburði, ef hann er nýr og órotnaður og liefir ckki velkst dauður i sjónum. Vegna þess að fosfórsýrumagnið er lítið cr gott að bera fosfat á með. Þarinn er ólientugur áburður fyrir kartöflur og rótargróður yfirleitt vegna þess að liann hefir litið þur- efnisinnihald ef hann er notaður einn saman. —- Ef áburðarefnið i hráum þara er talið 20% af þyngdinni verða áburðarefnin í þurkaða þaranum 10% krdi, 2,3% köfnunarefni og 1% fos- fórsýra. Þöngullinn af stórþaranum er rikur á ösku og kaií alt árið, en blöðin hafa ekki nema hálft áburðar- gildi á liaustin á við það sem þau hafa á vorin. Blöðruþang má líka nota til áburðar. en kali i því er ekki nema þriðjungur á við þara. Kali- ið í þaranum leysist út fljótt og sjálf- Framh. á bls. 1'i.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.