Fálkinn


Fálkinn - 29.11.1940, Blaðsíða 15

Fálkinn - 29.11.1940, Blaðsíða 15
F Á L K I N-N 15 i esSSS i — Fyrir nokkru afrjeð jeg að breyla greiðslunni á hárinu á nijer. Jeg liafði gengið með liðað hárið um morguninn og greiddi svo úr þeim, þannig að það var sljelt. Þá sagði dóttir mín. — Ileyrðu mamma, ansi er fallegt á þjer hárið núna. Nú vantar þig ekkert nema nýtt and- lit. Ford framleiðir gúmmí. Henry Ford hefir i allmörg ár Jiaft á prjónunum undirbúning til þess að rækta gúmmí í stórum stil í Brasiliu, svo að Iiann geti sjeð alh-i Ajneríku fyrir bifreiðargúmmíi. Hefir liann nú komið í rækt tveimur gríðarstórum svæðum í frumskóg- unuin við Tabajozána í Brasiliu, samtals 2 miljón ekrum að flatar- máli og varið til þeirra 20 miljón- um dollará. Þó er þetta enn tilrauna- starfsemi, en gert er ráð fyrir all- mikilli uppskeru í ár. Tabajoz rennur út í Amazonfljótið. Alt í kringum plantekrurnar og eru frumskógar, sem ekki hafa verið rannsakaðir ennþá, en í plantekrun- um sjálfum eru risin upp þorp með strætum, skólum, sjúkrahúsum og íbúðarhúsum handa 8000 manns. Ford ætlar að brjóta á bak aftur yfirráð þau sem Bretar hafa á framleiðslu gúmmís með þessari tilstofnun sinni. Gúmmitrjeð er ættað frá Brasilíu, en Englendingar fóru að rækta það i Austur-Indlandi og þar hefir aðal framleiðsla heimsins á þessari mikil- vægu vöru verið síðan. Hafa Bretar stórgrætt á gúmmí framleiðslunni og eigi óverulegan liluta af því fje sem þeir græddu af herskuldunum frá 1914—18, fengu þeir fyrir gúmmí, sem Ameríkumenn urðu að kaupa af þeiin. Símon gat ekki borgað! Sænska blaðið „Försikringsinspek- tören“ segi reftirfarandi sögu úr dag- lega lífinu og segist ábyrgast að hún sje sönn: Gamall bóndi, Simon Klavén að nafni, keypti sjer 4000 króna lífsá- byrgð árið 1917. Iðgjöldin borgaði hann ávalt skilvíslega þangað til núna i vor. Lifsábyrgðarfjelagið sendi þá Símoni kurteislegt brjef og minti á, að iðgjaldið væri fallið í gjald- daga. Nokkrum dögum siðar fjekk fjelagið svolátandi svar: „Heiðraða tryggingarfjelag! Jeg bið yður mikið að afsaka, að nú get jeg ekki greitt iðgjaldið lengur, því að jeg er efna- laus manneskja og hann Símon er dáinn fyrir 6 mánuðum. Með virð- ingu. Maren Klavén.“ — Skömmu síðar fjekk Maren sendar 4000 krón- ur. Hún liafði ekki hugmynd um livað lífsábyrgð var. En nú segir hún að þessir lifsábyrgðarmenn sjeu besta fólk. — Hafið þjer nokkurntíma orðið fyrir bifreiðarslysi? — Já, jeg kyntist konunni minni í bifreið. (V/V(V/V(V Nokkrar góðar bæknr. Nýútkomnar: Áraskip, eftir Jóhann Bárðarson, með formála eftir Ólaf Lárusson pró- fessor og fjölda mynda af for- mönnum, skipshöfnum, bátum og fiskimiðum frá Bolungarvík. Bókin um litla bróður, eftir Gustaf af Geijerstam. Gunnar Árnason frá Skútustöðum þýddi. Sumar á fjöllum, eftir Hjört Björns- son frá Skálabrekku. íslensk fræði: Hrafnkalla eflir Sig. Nordal og Guðmundar saga dýra eftir Magnús próf. Jónsson. íslenskir sagniaþættir og þjóðsögur, eftir Guðna Jónsson. Uppruni og áhrif Múhameðs trúar, eftir Fontenay. Skrítnir náungar, eftir Huldu. Ljóð eftir Höllu á Laugabóli. Skíðaslóðir, eftir Sigmund Buud. Hótelrottur, eftir Guðmund Eiriks- son. Latnesk málfræði, eftir Kristinn Ár- mannsson. Goðafræði Norðurlanda, eftir Ólaf Briem. Fyrstu árin, eftir Guðrúnu Jóns- dóílur. Itauðskina Jóns Thorarensens, IV. hefti. Myndir Ásmundar Sveinssonar. íslensk úrvalsljóð: Einar Benedikts- son. Ritsafn Jóns Trausta. Áður komnar: Björn á Reyðarfelli, ljóðabálkur Jóns Magnússonar skálds. Carmina Canenda, söngbók stúdenta. Daginn eftir dauðann. Einstæðingar, eftir Guðlaugu Bene- diktsdóttur. 160 fiskrjettir og Grænmeti og ber alt árið, eftir hina vinsælu og ágætu matreiðslukonu Helgu Sig- urðardóttur. Frá Djúpi og Ströndum. Frá San Michele til Parísar, eftir Axel Munthe. Glaumbæjar Grallarinn. Grand Hotel, eftir Vicki Baum. Gæfumaður eftir E. H. Kvaran. Hannes Finnsson, Meistari Hálfdán og Jón Halldórsson, æfisögur eftir Jón Helgason biskup. íslensk úrvalsljóð I—VII. Ljóðasafn Guðm. Guðmundssonar. Rit Jónasar Hallgrímssonar. Neró keisari. Nýr bátur á sjó. Og árin líjða, eftir Sig. Helgason. Ráð undir rifi hverju, efiir Vode- hause. Rit um jarðelda. Saga Eldeyja Hjalta. Samtíðarmenn í spjespegli. Sumardagar, eftir Sig. Thorlacius skólastjóra. Sögur eftir Þóri Bergsson. Undir sól að sjá (Jakob Smári). Tónlistarmenn (Þórður Kristleifsson) Upp til fjalla, ljóðabók Sigurðar Jónssonar frá Arnarvatni. Virkir dagar, eftir Hagnlin. Þorlákshöfn (Sig. Þorsteinsson). Þroskaleiðir og Leikir og Leikföng, eftir Simon Jóh. Ágústsson dr. Þráðarspottar, sögur eftir Rannveigu Sigbjörnsson. Allar þessar bækur og margar fleiri fást í Bókaverslnn Isafoldarprentsmiðjn Sleðaferðir barna Eftirtaldir staðir eru leyfðir fyrir sleðaferðir barna: AUSTURBÆR: 1. Arnarhvoll. 2. Torgið fyiir vestan Bjarnaborg milli Hverfisgötu og Lindargötu. 3. Grettisgata milli Barónsstígs og Hringbrautar. 4. Bragagata frá Laufásvegi að Sóleyjargötu. 5. Liljugata. 6. Túnblettir við Háteigsveg beggja megin við Sunnu- hvolshúsið. VESTURBÆR: 1. Bráðræðistún sunnan Grandavegs. 2. Vesturvallagata milli Holtsgötu og Sellandsstígs. 3. Blómvallagata milli Sólvallagötu og Hávallagötu. 4. Hornlóðin við Garðastræti sunnanvert við Túngötu. Bifreiðaumferð um þessar götur er jafnframt bönnuð. LÖGREGLUSTJÓRINN. * Allt meö íslenskum skipum! fi Fálkliin er be§ta lieiinilifiblaðið. - >r©^r©-^r©-*».©-Nh. •-'IU. O-nilrO ^BirO.-m. • -%r ©■"%, '•■"!». • -'l^ •-«*"•-*» ^=3 DREKKIÐ-'ESILS-ÖL

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.