Fálkinn


Fálkinn - 29.11.1940, Blaðsíða 2

Fálkinn - 29.11.1940, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N - GAMLA BÍÓ - Einmanalegt hus, rökkur og skugg- ar, skógurinn þögull og dimmur, einu fuglarnir sem láta til sín heyra, eru uglurnar, — fuglar næturinnar, fugl- ar húmsins og galdranna, Þorir nokkurt ykkar að ganga inn i slikt hús? Þar sveima svipir lið- inna kynslóða yfir vötnunum, þar er æ’ttardraugurinn alltaf á næstu grös- um. Það er ekki algengt, að íslendingar fái siíka landareign í sin hlut þegar erfðabúum er skipt. En við höfum hinsvegar oft haft fregnir af slíku. Það er eimnitt þeita, sem gerist í kvikmyndinni „Kötturinn og kanarí- fuglinn", sem Gamla Bíó sýnir innan skamms. Það er gamlasagan um gamlan sjervitran mann, sem ekki vill gera erfingjunum það til geð að selja þeim strax í hendur öll völd yfir pening- um, sem þeir hafa ekki haft fyrir að afla. Til þess að erfðaskrá hans verði enn áhrifameiri og láti ef.ir sig þau merki, sem höfundurinn óskar, á- kveður hann, að erfðaskráin sje les- in upp í gamla húsinu, þar sem allir draugarnir og vofur ættarinnar geta hlustað á. Eina lifandi veran, sem lifað hefir í þessu ömurlega húsi er ráðskonan, Miss Lu, sem ekki lætur á sig fá dauða og tómleik. Hún er leikin af Gale Sonderland, og er það hlutverk, sem áhorfendur ætlu sist að gleyma þegar þeir liorfa á þessa kvikmynd. Við íslendingar höfum altaf verið hneigðir fyrir dulræn fyrirbrigði, hví ættum við að vera það síður nú? Hjer er draugamynd, sem jafnast fyllilega á við gömlu draugasögurn- ar okkar. Og ekki ætti það að spilla fyrir, að þau Paulelte Goddard og Bob Hope leika aðallilutverkin. Þið verðið áreiðanlega myrkfælin fyrst, þegar þjer horfið á þessa mynd. En fyrst og fremst er hún spennandi. «v/ /V<V/V(V/V/V/V/V/V(V<V/V/V/V/N/ (VIVIV (V /V/V /V/W ÍV - NÝJA BÍÓ - Suður-Ameríka er eitt af æfintýra- löndum þessa heims. Þar eru þjettir skógar, erfiðir yfirferðar, fullir af villidýrum og ægilegustu hæ.tum. Þar eru vatnsmestu fljót veraldar, þar eru Indíánar. Alt það sem lokkar unga æfintýramenn og þeir sjá i hillingum dramna sinna, birtist þeim í Suður-Ameríku. Og á þessum slóðum finnast menjar hinnar elstu menning- ai' Vesturálfu. Allir sem lært hafa eittlivað í landafræði og sögu kann- ast við ríki Inkanna í Peru, sem lifðu sjálfstæðu menningarlífi áður en Evrópumenn lögðu þessi lönd und- ir járnhæl sinn með grimd og skiln- ingsskorti — oftast nær. En menjar um forna frægð má enn sjá í Perú. Þar eru jafnvel heilar borgir, geysi- miklar rústir, sem segja frá löngu liðnum öldum, horfnum kynþætti. Ipn í öll þessi æfintýri leiðir kvikinyndin, sem næst verður sýnd í Nýja Bíó okkur. Hún heitir Græna vítið (Green Hell), amerísk kvik- mynd frá Universal Film. Myndin hefst i Tabatinga í Bras- ilíu. Þar er verið að búa út leið- angur, sem hefir það markmið að leita uppi musteri Inkanna í Perú. En þar búast leiðangursmenn við að finna dýra fjársjóðu. Annar aðal- maðurinn í leiðangri þessum er Keith Brandon, ungur æfintýramað- ur, þaulvanur hitabeltisferðalögum. En leiðangursmenn lenda í liinum mestu æfintýrum og hættum. í skóg- unum leynast Indíánar, sem leggja fæð á ferðamennina og gera þeim alt til bölvunar, sem verða má. Um síðir finna þeir þó musterisrústir og taka til óspiltra málanna. En Indí- ánarnir eru enn á hnotskóg eftir þeim og tekst þeim að særa einn leiðangursmanna, Richordson að nafni, lil ólifis. Ekki reynist gerlegt að bjarga lífi hans og deyr liann. En ekkja hans, Stephanie, kemur nú á vettvang og þá hefst annar þáttur leiksins. Leiðangurmennirnir hafa ekki sjeð kvenmann í langan tíma og getur ekki hjá því farið, að eiithvað af þeim verði skotið í heiini. Þar á meðal er sjálfur Brondon, annar for- ystumaðurinn. Nú er ástandið ekki gott, leiðangur í hættulegu umhverfi og leiðangurs- menn skotnir í einni, ungri ag fall- egri ekkju, en ekki verður meira rakið lijer úr myndinni. Brandon, liinn unga fullhuga, leik- ur Douqlas Fairbanks yngri, sem er góður og skemtilegur leikari eins og liann á kyn til. Einkum læ'.ur honum vel að leika æfintýramenn, sem mik- ið reynir á og komast í liann krapp- an. Stephanie Richardson, hin unga ekkja, er leikin af hinni frægu leik- konu Joan Bennett. Leikstjóri er James Whale. Fjaðrafok. W31 1 Egill Vilhjálmsson tilkynnir: KOMINN HEIM FRÁ AMERÍKU. Hefir nú fengið mikið úrval af varahlutum í flestar tegundir bíla, til dæmis: Kveikjuhluta. Fram- og afturfjaðrir. Stimpla og hringa. Bremsuborða. Spindilbolta. Þurkarate'na og blöð. Bolta og rær allsk. Rafgeyma. Rafleiðslur. Fóðringar allsk. „Dýnamóa“. Dýnamóbursta. L Þetta er aðeins lítið sýnishorn, komið eða hringið í síma og spyrjist fyrir um verð. Dtvega einnig flestar tegnndir varahluta. Alt á §ama §tað. EGILL VILHJÁLMSSON H.F. LAUGAV. 118 sími un Jk Slagæð fullorðinna slær að meðal- tali 72—76 slög á minútu, en ný- fæddra barna 130—140 slög. Hárið vex nálægt 12 millimetra á mánuði, og er 1/16 úr millimetra i þvermál. Hárið er endingarbest allra hluta mannlegs líkama, en „lifir“ þó ekki nema eitt til fjögur missiri. Þá delt- ur það af, en nýtt hár kemur i stað- inn. Þýskir fallhlífarhermenn hafa fjaðr ir neðan á stigvjelahælunum til þess að koma betur niður, þar sem hart er undir. Mesta dýpi sem kafbátur getur kaf- að — og komist upp úr aftur — er rúm fjögur hundruð fet. Tuttugu og átta miljón hænur þarf til þess að sjá íbúum Lundúnaborgar fyrir eggjum. Fæturnir vinna meira starf en nokkur annar hlut likamans — og eru að jafnaði verst hirtir. llottan eyðileggur verðmæti fyrir 12—13 krónur á ári. Og i heiminum eru helmingi fleiri roltur en menn. Silkiormurinn spinnur um kílómet- ei af þræði á þremur dögum. Giftust á landamærunum. Við Kornsjö, á landamærum Noregs og Svíþjóðar, fór einkennileg hjóna- vígsla fram i vor. Sænskur pillur átli unnustu í Noregi og vildi fá hana heim til sin eftir að styrjöldin var skollin á i Noregi. En sem norskur þegn fjekk hún ekki vegabrjef yfir landamærin. Þau mæltu sjer því mót við landamærin i Kornsjö og Sviinn hafði með sjer prest, sem gaf þau saman á landamæralínunni. Síðan fór nýja frúin yfir landamærin, sem sænskur ríkisborgari. Zogu og loðkápurnar. Fulllrúi loðskinnaverslunarinnar „Horowits“ í Wien kom lil Paris í vor og stefndi Zogu Albaníukonungi fyrir skuld. Hann hafði keypt loð- kápur handa systrum sínum og Ger- aldínu drotningu í Wien í fyrra fyrir 20.000 sterlingspund og látið „skrifa" þær. Engin sætt varð í málinu og það fór til dómstólannn. En mála- flutningsmnður Zogu hefir mótmælt málshöfðuninni með þeim rökum, að konungum verði ekki stefnt fyrir dómstóla og að Zogu sje enn kon- ungur. Nú verður franski dómstóll- inn að skera úr málinu og þar með er kveðinn um lagaúrskurður um hvort Zogu Albaníukonungur lialdi enn rjetti sinum. Frakkar liafa ekki enn viðurkent yfirráð ílala yfir Albaníu, og getur farið svo, að Zogu græði 20.000 pundin á þessu. /W/W/W/W/W/W/W/W/W/W/W/W/W/W/W/W/W/W/W/W/W/W/W/W/W Geymdi líkið í sjö ár. Það hefir orðið uppvíst um enska stúlku,Violet Rita Howard, að hún liefir geymt lík móður sinnar í húsi sinu í sjö ár, fyrst í kassa og síðan í poka. Þegar það komst upp var ekki eflir nema beinagrindin. Dótt- irin sagði lögreglunni að inóðir sín liefði dáið 10. október 1933, 84 ára gömul, en hún hafi ekki „timt að sjá af líkinu.“ Nú liefir líkið verið jarðað en Violet sett á geðveikraspit- ala.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.