Fálkinn


Fálkinn - 29.11.1940, Blaðsíða 12

Fálkinn - 29.11.1940, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N Leyndardómar ' ~s 2________MATSÖLUHÚSSINS SPENNANDI SKÁLDSAGA EFTIR E. PHILIPPS OPPENHEIM. Báðir mennirnir sátu nú þögulir um stund. Frida, sem næstum á móti vilja sínum, hafði horft á þá úr hinum enda herbergisins, snex-i sjer að Leqgton. „Jeg get ekki haft augun af þeim,“ ját- aði hún. „Þeir hafa elcki talað um jómfrú Clewes allan þennan tima. Jeg held, að yður þætti gaman að kynnast Rudlett. „Jeg vildi gjarnan kynnast honum,“ sagði Lengton, „auðvitað hef jeg sjeð nafn hans i blöðunum.“ Luke og förunautar hans sýndu á sjer fararsnið. Frida leit á Luke um leið og þeir fóru fram hjá. ♦ „Herra Luke, sagði húii afsakandi, „vi.n minn, Lengton majór, langar mjög mikið til að hitta lögreglufulltrúann. „Með mikilli ánægju,“ svaraði Luke. „Herra Rudlett, má jeg kynna yður vin okkar ungfrú Medlincott? Lengton nxajór — Rudlett lögregluumsjónarmaður.“ Þeir tókust í liendur. „Mjer er sönn ánægja að því að kynnast yður, herra Rudlett,“ sagði Lenglon. „Jeg fylgdist vel með Oxford-málinu í fyrra.“ Rudlett var rólegheitamaður og h'ann at- hugaði hinn nýja kunningja sinn gaum- gæfilega áður en hann svaraði. „Hafið þjer áhuga fyrir slíku?“ spxirði hann. „Ekki í atvinnuskyni,“ svai’aði Lengton, „en jeg skrifa stundum lejTni’.ögreglusögur.“ Rudlett sneri sjer skjótlega frá honxun, en hrosti þó vingjarnlega. „Þjer verðið að afsaka majór,“ sagði hann, „en jeg hefi ímugust á þessum skrif- finnum." Hann kvaddi Fi’idu Medlincott og hjelt síðan áfram með Luke. „Mjer líst piýðilega á þennan lögi-eglu- mann yðar,“ sagði Lengton. „Hann hefir kímnisgáfu, sem er sjaldgæf í þeiri’i stjett.“ XXVII. Jómfrú Sússanna Clewes hikaði ekki við að taka heimboði Lukes, sem hann fylgdi fast eftir. Hún átti að koma í dagstofu hans fyrir miðdeeisverð. En þó var liún engan veginn leiðitöm. Hún settist í hæg- indastól Luke, tók upp prjónana og hlust- aði á hann með kyrlátu brosi. „Þetta er alt gott og blessað, herra Luke,“ hagði hún, er hann hafði lokið máli sínu. „En hversvegna leyfðu þeir mjer ekki að segja sannleikann í hinum þjettskipaða rjettarsal, ef þeir i rauninni kæra sig um að vita hann, Hversvegna stóð rjettarþjónn- inn við hlið mjer allan timann, svo að jeg vissi, að hann mundi leggja krumlurnar á munn mjer, áður en jeg freistaði þess að tala gegn skipun dómarans! Þannig ber ekki að haga sjer gagnvart konu, sem fús- lega vill láta mikilsverðar upplýsingar í tje. Jeg efa stórkostlega, að jeg láti mig þetta mál nokkru skifta framai’. „Heyrið mig nú, jómfrú Clewes,“ sagði Luke,“ eruð þjer nú ekki að gera þetta að einkamáli. Þjer liafið vonda aðstöðu; ef þjer haldið fast við að segja lögreglumann- inum ekkert, mun liann láta handtaka yður.“ „Það væri heimskule,gt,“ sagði hún og lijelt áfi’am að prjóna. „Jeg gæti auðveld- lega sloppið aftur í varðhaldinu. Jeg þyrfti ‘ekki annað en segja þeim einhverja vit- leysu, sem jeg alls ekki hefði sjeð. Einmitt það, hugsaði Luke með sjálfum sjer. Þetta er þá konan, senx í’eynt hafði verið að halda franx að væri ekki með öll- um mjalla. „Hversvegna berið þjer ekki traust til mín, jónxfrú Clewes, sagði hann. „Hversvegna ætti jeg að egra yður að trúnaðarmanni mínum?“ spurði hún. „Mjer leikur enginn hugur á að koma upp um hinn seka.“ „Hversvegna í-eynduð þjer þá að segja hið sanna í rjettarsalnum, fyrst nú er ekki hægt að toga orð út úr yður?“ spurði hann uppgefinn. Súsanna hætti snögglega að px-jóna og leit beint frarnan í hann. „Hen’a Luke! Systir mín og jeg höfum lifað kyrlátu lífi og án nokkurra stórvið- burða. Það hefði veitt æfintýraþrá minni nokkra svölun að standa þarna fyrir full- um sal og segja þeinx vísu mönnum það sem jeg vissi, en þeir ekki.“ „Lögi’eglumaðurinn svipti mig þeirri á- nægju. Yður finst jeg eflaust kátleg kerl- ing, h>r. Luke, en þjer báðuð mig að segja sannleikann og þetta er hann. Umsjónai’- maðurinn vildi ekki að jeg segði frá þegar mjer sýndist sjálfri og nú ætla jeg alls ekk- ert að segja.“ „Já, en setjuni nú svo, að einhver saklaus verði gx-unaður?“ sagði Luke. ,,Þá mundi jeg auðvitað strax snúa við blaðinu,“ sagði hún. „En ekki vei’ður það umsjónarmaðurinn, sem jeg sný mjer til.“ Luke reyndi nú á annan hátt. „Jeg geri ráð fyrii’, að þjer hafið heyrt hvað umsjónarmaðurinn segir?“ spurði hann. „Jeg hefi heyrt, að hann taki lítt eða ekki mark á mjer,“ sagði jómfrú Súsanna róleg. Luke drap höfði til samþykkis. „Og þjer vitið af hverju. Hann fór upp i herbergi yðar og sagði, að það væri ómögulegt, að þjer hefðuð getað sjeð lxvernig morðið var framið, vegna múr- veggsins.“ Prjónarnir iðuðu hraðar en nokkru sinni fyr. Það eitt var til marks um það, að jóm- frú Clewes var reið. „Umsjónarmanninum er velkomið að halda það, ef hann hefir gaman af því,“ sagði lxún. „En jeg hefi nú lika komið upp á her- bergi yðai’,“ sagði Luke vingjarnlega, „mjer er ómögulegt að skilja, hvernig þjer hafið átt að sjá morðið.“ „Það kemur mjer ekkert við,“ sagði jórii- frú Súsanna, „jeg get svo sem ósköp vel búið sjálf yfir því senx jeg sá.“ Luke revndi að fara aðra leið. „Þjer vei’ðið að minnast. þess,“ sagði hann, „að þegar komist hefir upp um moi’ðið og orsakir þess, finnast gimstein- ai’nir fljótt. Það er heitið tíu þúsund punda verðlaunum þeim,- sem greiðir fyrir fundi þeirra. Bæði eru þeir mjög verðmætii-, þess- ir gripir og svo óskar eigandinn þess mjög ákveðið, að þeir konxi lieinx i landið. Þjer gætuð gert kröfu til þessara launa eða hluta af þeim, ef þjer ættuð þátt í að finna þá.“ „Þakka yður upplýsingai’nar, herra Luke. En við systurnar fáum hvor þrjú hundruð níutíu og fimm pund á ái-i, það er nóg fyi’ir okkui’.“ Þegar borðklukkan gall gafst Luke alveg upp á jómfrú Súsönnu. Floi’a Quayne kallaði Roger að borði sínu. Hann var í nýja smókingnum sínum og hafði pantað sherryglas handa sjálfum sjer. „Ekki komuð þjer samt inn til mín fyrir matinn,“ sagði hún i ásökunartón. „Ekki get jeg þó komið á hverju kvöldi,“ sagði hann. „Það mundi vera mjer mjög kært, ef þjer gerðuð það,“ sagði hún. „Cocktailarnir mínir fara •belur með yður en sherryið, sem þjer fáið hjer. Snúið yður við. Mikið eruð þjer í fallegum fötum." Hann hló, ánægður með sjálfan sig. „Yður að segja,“ sagði hann, „erum við, jeg og fjelagi minn, boðnir til eins af for- stjórum Mállorys annað kvöld, og þar sem jeg liefi aldrei fyr verið i smóking taldi jeg rjett að æfa mig.“ „Hann er ágætur, — fer prýðilega. En jeg skal binda á yður hálsbindið, ef þjer lítið inn til mín á morgun.“ „Kærar þakkir, jeg er nú ekkert sjer- staklega fimur við það.“ „Og ungfrú Packe?“ „Hún býr ennþá hjá frænku sinni,“ svar- aði hann. Hún ætlar að koma hingað til miðdagisverðar í kvöld, en hringdi, að hún væri svo þreytt eftir búðarferðir." spurði Flora afbrýðissöm. „Hvenær verður veislan?“ „Frú Dewar hefir lagt til að hún verði á föstudaginn. Coctailar í dagstofunni kl. 7, — verulega góðir cocktailar — þjer vitið.“ „Já, jeg veit það,“ tautaði hún. „Luke hefir ráðið mann úr klúbb sinum lil þess að koma hjer fyrir bar.“ > ,,Það er fallega gert,“ sagði Roger, „mjer liefir verið tilkynt, að við eigum að konxa stundvíslega kl. 7, og svo borðum við auð- vitað miðdegisverð á eftir.“ XXVIII. „Það má nú segja, frú Dewar,“ sagði Luke, „að leigjendur yðar liafa ágæta matarlyst, ekki síst þegar á það er litið, að þeir eru grunaðir fyrir gimsteinastuld og morð.“ „Já,“ viðurkendi hún, „matarlyst þeirra virðist vera í góðu lagi. Þeir borða og þeir tala, en samt sem áður — sjáið þjer til, mjer finst eitthvað nýtt vera á seyði. Jeg held að það sje vegna alls þess, sem yfir

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.