Fálkinn


Fálkinn - 29.11.1940, Blaðsíða 3

Fálkinn - 29.11.1940, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 Skradðarabankar. „Lofaðu svo eian, að þú lastir ekki annan.“ Þvi að mannkynið er ekki svo gæðasnautt, að nauðsynlegt sje að stela lieiðri af einum til að auka hróður annars. það þykir ekki heið- arlegt að stela til að verða ríkur og það gildir jafnt hvort sem það er fjemæti eða mannorð, sem stolið er. Og má það lieita enn lakara að stela mannorðinu, því að flestir telja sjer það meira virði en fje. En alt er afstöðunni háð. Fjallið, sem stendur á hálendi, innan uin marga tinda, sýnist ekki eins stórt og hitt, sem skagar fram í sjó, þó það sje í rauninni iniklu hærra. I>að er lika svo, að minna ber á höfðingj- anum, sem býr innan um afreksmenn en hinum', sem er einn í sveit með amlóðum. Hið raunverulega mann- gildi þeirra tveggja verður ekki mælt nje metið af lunhverfinu heldur af þeim sjálfum, á sama liá’tt og hæð fjallsins yfir sjávarmál, en ekki yfir hálendið, sem það stendur á. En dóinar um menn eru að jafnaði mannjafnaðardómar. þessi er meiri en liinn eða minni en hinn. Og til þess að gera þennan sem mestan er hinn gerður sem minstur. En það er sama aðferðin og rífa niður Súlur til að gera Kerlingu hærri eða grafa Kjöl niður í sjávarmál til að hækka Hofs- jökul. Mannjöfnuður þessi er þvi eng- inn mælikvarði, hann er í eðti sínu neikvæður. Til þess að lýsa manni, svo að gagn sje að, verður að gera sjer grein fyrir hvaða meðaltal megi leggja á fjöldann, og athuga síðan að hverju leyti liver einstaklingur fari fram úr því meðallagi, alveg á sama hát’t og menn miða vaxtarlag manna við meðalhæð. Mannlýsingar islenskra fornbók- menta mættu vel vera til fyrirmyndar enn i dag. Þær eru stuttorðar og kjarnyrtar og þar felst i einu orði eða stuttri setningu betri mynd af andlegum og likamlegum eiginleik- um en venja er að fyrirfinna í nú- tíma-bókmentum. Það er nú að visu svo, að þegar mannlýsingar eru rit- aðar nú á dögum — það er aðaltega um eftirmæli að ræða, þá er tæki- færið ekki notað til að rýra aðra. En i munnlegum dægurdómum er það títt að gera samanburð á ákveðnum mönnum og hossa einum en niða annan. Þessi aðferð er tiðust á stjórnmálasviðinu en liefir gripið viða um sig og ruglað mat fjöldans •á einstaklingum og athöfnmn þeirra. Konungur Knattspyrnumaður. Áhugamenn um knattspyrnu í Jugo- slavíu bíða þess með eftirvæntingu, að konungur þeirra, Pjetur annar, verði myndugur. Þá hefir hann nefni- lega lofað að taka þátt í opnberum knattspyrnumótum, en nú fær hann ekki Ieyfi til þess fyrir ríkisstjóran- um, Páli frænda sínum. En liann er eldheitur af áhuga fyrir knattspyrnu VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Aðalskrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6. Blaðið kemur út hvern föstudag. kr. 6.00 á ársfj. og 24 kr. árg. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura inillim. HERBERTSprent. Leikhúsið: ÖLDIJB Leíkrit i 3 þáttum eftir séra Jakob Jónsson frá Hrauni. Gullbrúðkaup áttu 23. þ. m. hjónin Narfi Jóhannesson fyrrum stýrimaður og Sigríður þórðardóttir, Austurg. 43, Hafnarfirði. Brynjólfur Jóhannesson sem Ásmuintur og Gunnþórunn Ilalldórsdóttir' sem Hildur kona hans. Leikfjelag Rcykjavíkur sýndi i fyrsta sinn á föstudaginn var leikrit þetta. Þó er þetta ekki i fyrsta sinn, sem það kemur á leiksvið, þvi það mun hafa verið sýnt áður vestan- hafs, og er samið þar, því að höf- undurinn hefir dvalið meðal íslend- inga í Kanada undanfarin sex ár. Fjekk leikurinn hinar bestu viðtök- ur á frumsýningunni, enda mátti meðferð leikenda heita góð og á köflum ágæt og verður þar eftir- minnilegastur Brynjólfur Jóhannes- son í hlutverki Ásmundar gamla for- manns. Önnur hlutverk ljeku þau Gunnþórunn Halídórsdóttir, Alda Möller, Valur Gíslason, Þóra Borg og Alfred Andrjesson. Fálkinn birtir hjer tvær myndir úr leiknum. T. h. Þóra Borg sem Erla. - Haltgrímur Valdimarsson af- greiðslumaður, Akureyri, varð 65 ára á mánudaginn var. Eins og landfrægt er orðið hefir Hallgrímur gerl manna mest að þvi, -að cfla leiklist og vinna lienni gagn í höfuðstað Norðurlands, og mun hans lengi verða minst fyrir það. Fálkinn ósk- ar honum til hamingju með afmælið og árangurinn af því starfi sem minst var á. Guðmundur Gamalíelsson, bók- sali, varð 70 ára 25. þ. m. Steinþór Guðrnundsson, kenn- ari, Ásvallagötu 2, verður 50 ára i. desember. og æfir sig af kappi og er miðfram- herji í fjelagi sínu og lætur sig ekki vanta á nokkra œfingu, þó að liann fái ekki að leika i opinberum kapp- leikum. Þá verður liann að sitja heima og hlusta á viðureiginina í út- varpinu. og svo les hann alt um knattspyrnu, sem liann kemst yfir. Pjetur er sonur Alexanders konungs, sem myrtur var í Marseille af kró- atiskum fhigumönnum fyrir nokkrum árum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.