Fálkinn


Fálkinn - 29.11.1940, Blaðsíða 11

Fálkinn - 29.11.1940, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 Þrjár jólagjafir. wmmm Hnífahylki fyrir sex hnífa. Efni: Hvítt og rautt bóniullargarn nr. 10, tveir prjónar nr. 3. Prjónaaðferð: Fjtjið 50 1. með rauða garninu og prjónið bn'ui 1: sex prjónaðir rjettir, siðan er prjón- að með livíta garninu á, svo er prjón- aður rjettur prjónn og tvær rjettar af brugðna prjóninum, og sex brugðn- ir prjónar og endað með tveirhur rjettum. Þessi aðferð er notuð alltaf þegar prjónað er með hvíta garninu. Þegar komnir eru 16 cm. er aftur prjónuð brún 2 með rauða garninu: einn prjónn rjetlur, tveir brugðnir, einn pr. rjettur, einn pr. brugðinn, tveir pr. rjettir, einn pr. brugðinn. Prjónið svo 22 cm. með livíta garninu og prjónið brún 2, prjónið 5 pr. nieð hvita earninu og prjónið þá brún 1 og fellið af. Samansetning: Brjótið hylkið sam- an um C (mynd 1), og saumið rend- urnar saman, svo að myndist hólf fyrir livern hníf (mynd 2). Takið upp lykkjur frá D til A og prjónið 5 pr. rjetta og fellið af. Eins er farið með hina liliðina, og brúnirnar eru síðan brotnar og saumaðar fastar um A. og D. Vindlingahylki. í hylki þetta kemst vindlingapakki með 20 stykkjum, ef lokið er klipt ofan af. Efni: Rjómalitt silkigarn, og grænt og rautt bródergarn, 5 prjónar nr. 7 og 8 cm. rennilás. Aðferð: Byrjið á boln'inum. Fitjið upp 34 1. á pr. 1 með rjómalita garn- inu og prjónið 10 prjóna rjetta. Tak- ið svo upp lykkjur meðfram hinum hliðum stykkisins, sem búið er að prjóna, 33 1. á löngu hliðinni og 4 1. á þeim skemmri. Það verða í alt 75 lykkjur. Síðan er prjónað í hring, fyrst 4 umferðir með rjómalita garn- inu, og siðan byrjað á röndunum, sem eru prjónaðar þannig: 4 1. með grænu, og takið eina rjómalita lykkju lausa og lialdið þannig áfram alla umferðina. Prjónið 3 prjóna á þenp- an hátt og svo eina umferð græna, prjónið eina rjómalita rönd með löngum grænum lykkjum, eina rauða rönd með löngum rjómalitum lykkj- um og eina rjómalita rönd með löng- um, rauðum lykkjum. Byrjið svo aft- ur með grænni rönd og lialdið svona ál'ram þar til komin er 6% cm. Prjónið svo 4 rjómalitar umferðir, síðan eina rjetta umferð og eina brugðna til skiptis: Fyrst tvær rjóma- litr.r umferðir, síðan tvær rauðar, tvær rjómalitar, tvær grænar og þrjár rjómalitar. Fellið siðan fast að. Hylkið er lagt á rakan, mjúkan pappír, þar til það er orðið sljett og rennilásinn saumaður í þegar það er orðið þurt. Hjartalöguð budda. Efni: Dökkrautt og rjómalitt, fjór- þætt garn, 2 prjónar nr. 12, bómull- arefni í fóður, stint ljereft og 8 cm. rennilás. Aðferð: Annar helmingurinn. Byrj- að við oddinn. Fitjið 3 lykkjur upp með dökkrauða garninu og aukið i á miðlykkjunni á rjetta prjóninum. Síðan er aukið á tveim lykkjum á hvorri hlið á hverjum rjettum prjóni, þar til komnar eru 24 1. Svo er að- eins einni lykkju aukið i á hverjmn rjettum pr., þar til komnar eru 30 1. og svo er haldið áfram án þess að auka í þangað til kominn er 6xk cm„ og þá eru feldar af 2 1. í miðjunni og 14 lykkjurnar hvorum megin prjón- aðar eins. Prjónið tvisvar sinnum 'tvær lykkjur sainan hvorum inegin, þar til ,6 1. eru eftir, sem þá eru feldar af. Hinn lielmingur buddunn- ar er prjónaður alveg eins úr rjóma- lita garninu. Saumið i dökkrauða hjartað með rjómalita garninu og i rjómalita hjarjað með dökkrauða garn inu eftir mynd 5. Sniðið ljereftið og fóðrið og saumið siðan budduna sam an og setjið rennilásinn í. Nýja Sjáland tíkist íslandi. Enskir ferðalangar, sem koma til íslands og hafa verið á Nýja Sjá- landi áður, láta oft á sjer lieyra hve þessum tveimur löndum svipi mikið hvoru til annars. Frjósemi Nýja Sjá- lands er að vísu meiri en íslands, þvi að landið —• sem aðallega eru tvær eyjar, Norðurey og Suðurey, auk margra smáeyja — liggur miklu nær miðjarðarlinu en ísland, eða á- lika langt og Italía. Norðurey er 115 þús. ferkm. og Suðurey 152 þús- und, en um tveir þriðju allra eyja- skeggja eða tæp miljón tifa á Norð- urey. Eyjarnar eru að mestu leyti hryggj- ótt hásljetta, kringum 400 metra yfir sjó en hæstu lindar eru á 4. þús- und metra (Afrangi eða Mt. Cook er hæstur: 3768 m.). Þó að forngrýti sje nokkuð á Norðurey (granit og gneis) er mikill hluti eyjanna þó með ununerkjum eldgosa og þar kem- ur fram ættarmólið á Nýja Sjálandi og íslandi. Þar eru hraunflákar og mikið af eldfjöllum, sumum starfandi, þar eru laugar, goshverir, brenni- steinshverir og leirhverir. Og þar eru lika jöklar með stórum skriðjökl- mu, sem falla furðu langt niður, þrátl fyrir liitann — tungubroddurinn á Tasmanbreðanum, sem er um 30 km. langur, kemst t; d. niður i 125 metra hæð yfir sjó. Og þarna eru berg- myndanir, sem svipar mjög til ís- lands, skriður á fjallshliðum, stand- berg i sjó fram, múlar, eggjar og sundurjetnir tindar eins og i Öxna- dalnum. Eyjaskeggjar eru orðlagðir fyrir hve þolnir og fimir jieir eru í fjallgöngum, þeir þjálfast eigi livað síst í smalamenskunum. Fjöllin eru þó ekki versti farartálmi ferðamanna lieldur eru það auravötnin, jökulárn- ar, sem bylta sjer sitt á hvað eins og á söndunum lijer sunnanlands og það þykir góður kostur á fylgdar- manni á Nýja Sjálandi að hann sje góður vatnamaður. . Flest eldfjöllin á Nýja Sjálandi eru þakin snjó eins og hjer, en þó ekki meiri en svo, að hann hverfur að kalla á sumrin. Svo er t. d. um Eg- mont, Ruapeha og Ngauruhoe — liið síðastnefnda hefir að visu verið snjó- laust síðustu árin af því að það hefir verið sigjósandi og rauður bjarmi yfir gljáandi hrauninu þegar myrkva tekur. En það skilur á líkindin við ísland, að á Nýja Sjálandi eru fjöll skógi vaxin upp undir snælínu eða í 1000 metra liæð. Að því leyti svipar landinu til Noregs. Það var Hollendingurinn Abel Tas- man, sem fann eyjarnar árið 1642 og gaf þeim nafn. En Cook, sem kom þangað 1769 (ásamt Josepli Banks) var sá fyrsti, sem kannaði þær að nokkru ráði. Nam liann þar land í nafni ensku stjórnarinnar en hún þáði ekki. Það var ekki fyr en 1840 að Breíar lýstu yfirráðum sínum yfir New Zealand og stofnuðu þar ný- lendu. Þá voru um 2000 hvitir menn alls á eyjunum og fóru þeir fram með hryðjuverkum og ofbeldi gegn innfæddum mönnum, Mairimönnum, næstu 30 árin, svo að þeim fækkaði mjög. Nú er friður koinin fyrir löngu og skipun fjelagsmála á New Zea- land er i flestu fremri því sem gerist í öðrum löndum. Þar hefir til dæmis verið komið á almennum eftirlaun- um fyrir alla frá 65 ára aldri. Kvikfjárrækt er aðal atvinnuvegur New Zealands og það rná segja, að framfarir þjóðarinnar hefjist þegar hún fór að eignast frystihús og kæli- skip. Frá Nýja Sjálandi kemur nefni- lega besta sauðaketið i veröldinni og auk þess framleiða Ný-Sjálendingar nautakjöt, smjör og osta til útflutn- ings. Þessi útflutningur er liáður því, að frys’tihús sjeu til á öllum úl- flulningshöfnum og að nóg sje af kæliskipum til að koma afurðunum á markaðinn, sem eigi síst er i Eng- landi. Áður en frystihúsin komu gátu landsbúar ekki flutt út annað en ull, tólg og timbur. En 1882 komu fyrstu frystiliúsin og síðan liefir útflutn- ingsverslunin farið sívaxandi. Það er mikið gert að því að hæna skemtiferðamenn til Nýja Sjálands og bæði Englendingar og Ameríku- menn ferðast þangað mikið þó leiðin sje nálægt hálfri umferð linattarins. Hjá flestum er ferðinni lieitið til Rotorua, en þar eru kynstur af hver- um, heitum tjörnum og sjóðandi ám, lcirhverirnir eru notaðir lil heilsu- bótar gigtveikum og hafa risið þar upp heilsuliæli. Skamt frá Rotorua eru einnig hinir svonefndu Waaito- mo-hellar, sem eru mjög frægir. Ný-Siálendingar eru miklir Breta- vinir. í heimsstyrjöldinni sendu þeir 100.000 manna her tit Evrópu og af honum fjellu 58.000. Boulder-stíflan i Bandaríkjunum er mesta vatnsvirki í lieimi og tekur langt fram Assuan- stiflunni, sem Bretar settu forðum i Nil. Þessi stífla í Colorado-fljótinu var fyrst og fremst gerð í þvi mark- miði að konia upp áveitum meðfram fljótinu og einnig til þess að fá vatn til Angeles og famleiða rafmagn til stórra landsvæða i vesíurfylkjunum. Sex ár var verið að byggja stifluna og er hún 218 metra há, 360 metra löng og 15.2 metra þykk. Aflstöðin framleiðir 1355 miljón kllóvatt. En lónið, sem myndaðist við stiflulileðsl- una er 185 Kílómetra langt og 13 kilómetra breitt, 59.000 hektarar að flatarmáli og rúmar 36 miljard ten- ingsmetra af vatni. Egils ávaxtadrykkir /

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.