Fálkinn


Fálkinn - 13.12.1940, Blaðsíða 3

Fálkinn - 13.12.1940, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Aðalskrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6. Blaðið kemur út hvern föstudag. kr. 6.00 á ársfj. og 24 kr. árg. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millim. HERBERTSprent. ! ------------------------------------------- Skraddaraþanfear. Bókaútgáfa íslendinga hefir stór- aukist hin síðustu ár og aldrei orðið meiri en i ár. Má heita, að nú fyrir jólin komi út ný bók á hverjum degi — flest fallegar bækur og eigulegar, íslenskar eða íslenskaðar. Um þetta er ekki nema golt eit't að segja. Það er þjóðarsómi, að ís- lenskir rithöfundar, livort heldur eru visindamenn eða skáld, láti sem oft- ast til sin heyra, ef þeir hafa and- leg verðmæti fram að bera. Og það er þjóðar gagn, að sjóndeildarhring- ur íslendinga sje víkkaður með því, að koma góðum ritum erlendum á íslenskt mál. En það er of einhæf fæða, sem bókþyrstum sálum er boðin. Það eru skáldsögui', ferðalýsingar, æfisögur erlendra kvenna og karla — og svo islensk ljóð. En fræðandi bækur i alþýðlegu formi eru látnar sitja á hakanum. Það er vitanlega mjög fróð- legt, að lesa bækur um Maríu Anto- inettu og Frú Curie og jafnframt skemtilegt, þegar þær eru jafn snild- arlega ritaðar og æfisögur þær, sem þýddar hafa verið um þessar konur á islensku. En hefði ekki verið rjett- látara að fresta t. d. annari hvorri bókinni og gefa út í staðinn alþýð- lega bók um einhverja grein nátt- úrufræðinnar, t. d. um himingeim- inn, uin jarðsögu eða þvi um líkt. Eða t. d. um helstu uppgötvanir mannsandans fyr og síðar. í öllum greinum almennrar náttúrufræði, 1 eðlisfræði og efnafræði hafa gerst svo stórmerkar nýjungar, að þær kollvarpa gersamlega eldri skilningi manna á þessum vísindum — jafnvel undirstöðuatriðum þeirra. Og unr þessi efni er til fjöldi bóka, svo að- gengilega og blátt áfram skemtilega skrifaðra, að hverjum manni með sæmilega unglingaskólamentun hlýt- ur að vera unun að lesa þær. Þessi tegund bóka má ekki verða útundan á íslenskum bókamarkaði. Við lifum í landi, sein hefir sjer- kennilegasta jarðsögu og myndun allra landa Evrópu, en okkur vantar bók, sem spegli það almenningi, hvernig náttúru landsins er í raun og veru háttað. Vantar lykil að náttúru landsins. Við lifum á undra- öld efnafræði og eðlisfræði og þess- ar fræðigreinar grípa æ meira inn í daglegt líf vort. Stúlkurnar ganga í sokkum úr gerfisilki, en hvað margir vita, hvað gerfisilki eiginlega er. Fatnaður úr mjólk (ostaefni) liefir verið fluttur í landíð frá Ítalíu, en hvað veit fólk um, hvernig þetta undur skeður. Litirnir á fatnaði okk- ar, sem áður voru gerðir úr jurt- Hljómleikar Tónlistaríjelagsins, Þriðju hljómleikar Tónlistarfjelags- ins voru haldnir í Fríkirkjunni á sunnudaginn var. Þar var troðfult hús enda var mikið í boði: Messíasar-ora- toríum Handels, eitt frægasta verk kirkjulegra tónsmíða, æfisaga Krists í tónum, alt frá spádómum Gamla testamentisins um komu hans til upprisu hans og sigurs yfir dauð- anum. Þættirnir eru nefnilega: Ad- venta, Jólaþáttur, Páskrþáttur, Hvíta- sunnuþáttur og Dómsdagurinn, og er verkið talið ná hámarki í Hvítasunnu- þættinum, sem endar a Hallelúja- kórnum, en hann hefir oft heyrst áð- ur hjer í bænum. Það var í mikið ráðist af Tónlistar- fjelaginu að flytja þetta stórmerki- lega verk og munu margir hafa efast um það fyrirfram, hvort fjelagið reisti sjer ekki hurðarás um öxl. En þarna var allur kvíði ástæðulaus. Hljóm- leikarnir urðu óblandin unun þeim sem á hlýddu og vonandi verða þeir endurteknir hið bráð;sta, því að svona list þurfa allir að heyra. Og þökk eiga þeir skilið, allir, sem eitt- hvað lögðu þar til málanna, kórarn- ir tveir (Tónlistarfjelagsins og „Kát- ir fjelagar“), einsöngvararnir (Guð- rún Ágústsdóttir, Dívina Sigurðsson, Guðrún Þorsteinsdóttir, Daníel Þor- kelsson og Arnór Halldórsson), hljóð- færaleikararnir: (Páll ísólfsson, Árni Kristjánsson, Björn Ólafsson, Heinz nm, eru nú unnir úr tjöru. Og þannig mætti lengi telja. Það er margt í tækni nútímans, sem fróðlegt er að kynnast. Edelstein og Karl Runólfsson, en þó öllum fremur hinn ágæti stjórnandi Victor Urbanschitsch, sem með veru sinni hjer hefir lyft tónlistarlífi bæj- arins um stóra skör upp á við og gelið sjer almennar vinsældir.-------- — Þegar Tónlistarfjelrgið var stofn að var það mjög dregið i efa, að slíkt fjelag gæti þrifist, ef það væri vanl að virðingu sinni og reyndi að bjóða almenningi góða tónlist. Árin, sem Þorleifur V. Sigurbrandsson, uerkstj. hjá Hinu íslenska stein- olíuhlutafjelagi, verður 50 ára Í7. þ. m. jiað hefir lifað, hefir það unnið mark- vist að því, að kenna fólki að meta það rjett sem gott er og þroska skiln- ing almennings á tónmenntinni. Við- liorfið í tónlist er orðið alt annað en það var og örðugasti lijallinn er yfirstiginn, því að nú er sá hópur orðinn stór, sem hefir áhuga fyrir þvi, sem fagurt er í ríki hinnar göf- ugustu listar, og kann að greina hism- ið frá korninu. Þeir menn, sem starf- að hafa að þessari breytingu, eru ef til vill þeir hollustu „siðbótarmenn", sem verið hafa uppi á landi hjer á þessari öld. Myndirnar að ofan eru af dr. Ur- banschitsch og Handel. Að neðan: Söngflokkar og hljóðfæraleikarar i kórdyrunum. — Ljósm. Vigf. Sigurg. Um lif og dauða. Sigurður Nordal: Líf og dauði. — Sex útvarpser- indi með eftirmála. Þessi erindi Sigurðar Nordal þóttu, að maklegleikum, bera af flestu því, sem lilustendum barst til eyrna frá ríkisútvarpinu í veiur sem Ieið. Þau vöktu umtal og umhugsun, frek- ar en gerist um útvarpsefni, enda snerust þau um spurninguna miklu, vsem ávalt skýtur upp í huga hvers skynjandi manns: Er annað líf lil efíir þetta — og hvernig á jeg að búa mig undir það lif? Það kitlaði forvitni margra, sem annars ekki hugsa nema sem minst um eilífðarmálin, að háskólaprófessor í norrænum fræðum skyldi verða til þess, að taka þessar spurningar til meðferðar — að leikmaður skyldi slíga í stólinn. Þessvegna lilustuðu fleiri á erindin en ella hefði orðið, og á Sigurður Nordal þó jafnan marga hlustendur vísa, er hann talar. Fjöldi lilustenda um alt land hefir óskað þess að eiga erindin sex í bókarformi, hafa þau við hendina og rifja þau upp fyrir sjer. Og nú eru þau komin út — og dálítið meira. Þvi að liöfundur hefir fylgt þeim úr hlaði með eftirmála, sem er rúmar 70 bls. á lengd. Þar árjettar liann ým- islegt, sem han hafði orðið að fara fljótt yfir í erindunum og rökræðir ýmsa nýja þætti málsins, með þeirri andagift viturs manns, sem honum er í brjóst borin. öll efnismeðferð og form er á þann veg, að hverjum sæmilega skynbærum manni lilýtur að vera unun að því að lesa bókina hvort sem hann er sámmála höf. eða elcki. \ /

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.