Fálkinn


Fálkinn - 13.12.1940, Blaðsíða 14

Fálkinn - 13.12.1940, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N Sigurður Þ. Jónsson, kaupmað- ur, Laugaveg 62, verður 70 ára 16. þ. m. lngunn Einarsdóttir frá Dverga- steini á Stokkseyri, nú til heim- ilis á Þórsgötu 5 hjer í bæ, verð- ur 80 ára 18. þ. m. Þrjár barnabækar. Núna í vikunni sendi ísafoldar- prentsmiðja frá sjer þrjár barna- bækur. Það nýstárlegasta um þær er, að þær eru allar islenskar, en ekki þýddar nje soðnar upp úr útiendum barnabókum. Ein bókin er æfintýr, önnur huldufólkssaga og sú þriðja þjóðsaga. Æfintýrið er um Trölla litla Trölla- son, sem fæddist i helli í Hallmund- erhrauni, upp við Eiríksjökul. Hún segir frá leikjum þessa þursasonar með stóra nefið og stuttu lappirnar, og frá því, er hann sá hreindýr og tófur — og hund og stúlku. Þau síðastnefndu urðu Trölla litla minn- isslæðust, því að hundurinn heit hann, en stúlkan var svo falleg. Þá kemur huldufólkssaga um Guð- rúnu ljósmóður i Stöðlakoti, sem átti hann Óla litla, fimm ára dreng, blindan. Hún var sótt til huldukonu, sem gat ekki fætt barn, og bjargaði henni og barninu frá dauða, og fjekk minjagjafir fyrir. En hún stal frá huldufólkinu augnsmyrslum, sem hún rauð á hvarma Óla síns og þá fjekk hann sjónina — og meira en það. Hann varð skygn og var öllum stund- um með huldubörnunum inni i Öskjuhlíð og seinast giftist hann stúlkunni, sem mamma lians hafði tekið á móti og flutti búferlum í álfheima. Höfundur að báðum þessum sög- um er Árni Óla blaðam«ður. Þær eru einkar ljóst og skemtilega skrif- aðar og munu verða skæðir keppi- nautar ýmra eldri barnabóka, ekki hamla iingu stiilkununi. 5 TVÍBURASYSTURNAR. Isak Jóns- 5 son kennari þýddi. Bókin er þýdd úr sænsku. Þegar hún kom fyrst út, vakti hún svo mikla athygli, að hún ; var talin besta bókin handa ungum stúlkum, sem út kom á því ári. ■ Jeanne Otherdahl skrifar urn hana: ■ „Litlu smábæjarstúlkurnar tvær, sem ■ með snarræði og dugnaði bjarga sjer 5 úr öllu kröggum, sem að þeim steðja * i höfuðstaðnum, ljóma af heilbrigði ■ og lífsgleði“. Gurli Linder segir: „Djarfar og snar- ! ráðar, glaðar og kvikar, gæddar með- ■ fæddum yndisþokka og aðlaðandi ■ framkomu, eru þessar stúlkur ljóm- ! andi fyrirmynd ungra nútíðar- ■ stúlkna“. Þetta er JÓLABÓKIN handa ungum stúlkum. Bókaverslun ísafoldarprentsmiðju. Jólabokiu MIKIÐ URVAL. VANDAÐAR VÖRUR. Hvar á jeg að kaupa GÓÐAR VÖRUR SANNGJARNT VERÐ. Jólagjafirnar? En í LfFSTlKKJAItf Bimi. þarfæ jeg góðar og nytsamar vörur, svo sem: Hálsklúta, Tedúka, Kaffidúka, Slifsi, Hanska, Lúffur, Skinnhúfur, Vasaklúta, Nærföt, Slæður, Náttkjó'a, Tösk- ur, Kragaefni. — Barna-, Dömu- og Herra-sokka. Og þá má ekki gleyma hinum viðurkendu og ágætu Lífstykkjum, Beltum, Brjósthöldum og Corselettum, sem þið fáið hvergi betri eða ódýrari en í Lífstykkjabúðinni j Hafnarstræti 11. S síst fyrir það, að Atli Már teiknari, sonur höfundarins, hefir prýtt þær niörgum ágætum myndum. Það er vafalaust, að krakkarnir kunna að meta t. d. myndirnar af honum Trölla litla. Þriðja barnabókin heitir Sæmund- ur fróði. Þar er í upphafi dregið saman í eitt ýmislegt, sem menn vita með sannindum um æfi þessa merkis klerks, og sagðar i samhengi ýmsar þær þjóðsögur, sem skapast liafa um viðureign hans og kölska. Fólkið vissi, að Sæmundur var lærð- ur og vitur, en þjóðtrúin hefir jafn- an gert Kölska að hálfgerðum aula- bárði og þessvegna þarf ekki að spyrja að leikslokum. Sæmundur snerí jafnan ó Kölska, alt frá þvi að hann slapp skikkjulaus og skugga- laus frá honum úr Svartaskóla í Paris. Þessari sögu fylgja margar myndir, eftir Jóliann Briem málara frá Stóra- Núpi. Þar er Sæmundur á blöðrusel, þar er Kölski að toga skikkjuna og sauðarlærið af Sæmundi í efsta þrepinu upp úr Svartaskóla, þar ber Iíölski vatn í meis, en Sæmundur hringir i klukknaportinu, þar sleikir Kölski dyrahelluna við kirkjudyrnar í Odda og þar megrast púkinn í fjós- inu og tryllir beljurnar. Þessi litla bók gerir eflaust sitl til að kynna börnum, sem ekki þekkja þjóðögurnar nema af afspurn, klerkinn lærða, sem jafnan var of- jarl þess vonda. Marco Polo bragðaði fyrst ísrjóma árið 1275, er hann var ó ferðalagi í Kína. Arið 1696 smalckaði Lúðvík XIV. grænar baunir í fyrsta skifti og þótti þær svo góðar, að hann heimtaði meira, þó að hirðmönnum hans of- byði þetta og reyndu að sýna hon- um fram á, að grænar baunir væru ekki boðlegar öðrum en alþýðufólki. Árið 2011 f. Kr. uppgötvuðu Kín- verjar, að ferskjur voru ætar. — Fyrirgefið þjer að jeg get ekki fylgt yður til dyra læknir, en það er yður sjálfum að kennal sagði hermaðurinn við læknirinn, sem var nýbúinn að taka af honum fótinn. iVi^AÍ/ViV Eins og víða annarsstaðar þurfa menn, sem lifa á opinberum laun- um í Englandi að senda voítorð um, að þeir sjeu á lífi, ef launin eiga að fást greidd. Einu sinni bar svo við, að enskur liðsforingi var á ferð í Indlandi. Hafði hann verið uppi í Himalaya- fjöllum í júni og júli, en þegar hann kom til Simla í ágúst, sendi hann lífsvottorð til Englands. Löngu síð- ar fjekk hann brjef- þess efnis, að launin væru greidd fyrir ógústmánuð, en ekki fyrir júní og júli, af því að ekkert vottorð hefði komið um, að hann hefði verið lifandi þá mánuð- ina.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.