Fálkinn


Fálkinn - 13.12.1940, Blaðsíða 8

Fálkinn - 13.12.1940, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N [ ITLU stúlkurnar eru aleinar í barnaherberginu. Siökt á lampan- um! Rólegur andardráttur barn'anna er það eina, sem heyrist í stóru, dimmu stofunni. Hvítu rekkjurnar tvœr koma óljóst sjálflýsandi fram úr myrkrinu. — Heyróu! Ertu sofandi? þú--------- Það er sú yngri, tólf ára, sem er að leita varlega fyrir sjer í myrkrinu. — Já, hvað var það? svarar syst- irin úr hinu rúminu. Hún er ári eldri. — Ertu sofandi? — Nei. — Það var gott. Af því að jeg æíla að segja þjer nokkuð. Ekkert svar. Að eins þrusk í yfir- sænginni. En litla systirin er sest upp og augun loga af áhuga. — Veistu — hefirðu .... heyrirðu hvað jeg segi? Hefirðu sjeð, að það gengur eilthvað að ungfrúnni .... Stóra syslir þegir enn. Svo kemur — hægt og íhugandi: — Já, jeg hefi tekið eftir því, en jeg skil ekki hvað það getur verið! Hún liefir ekki sömu gætur á okkur og áður. Hefirðu tekið eftir því? Jeg hef ekki lesið lexiurnar mínar tvo daga í röð, og hún hefir blátt áfram gleymt að inna eftir.því, Og svo er hún .... svo .... já, jeg veit ekki .... Hún er hætt að fylgj- ast með. Að minsta kosti ekki eins og hún gerði áður. Þá segir litla systir: — Jeg lield, að hún hafi einhverjar áhyggjur, sem hún komi sjer ekki til að segja frá. Hún er hætt að leika á hljóðfæri lika. Þær þegja báðar um stund. Svo seg- ir sú eldri: — Þú sagðist ætla að 'segja mjer nokkuð .... — Já, en þú verður að lofa, að segja það ekki neinum. Ekki mömmu. Ekki vinstúlkunum .... ekki nokkr- um lifandi manni! — Nei, jeg skal lofa því .... En hvað var það svo? — Já, heyrðu nú. í kvöld, rjett áð- ur en við fórum að há.ta, mundi jeg að jeg hafði gleymt að bjóða ung- frúnni góða nótt. Jeg var búin að taka af mjer skóna .... en það gerði ekki neitt til, — það var einmitt svo gaman að læðast inn til hennar á sokkaleistunum og koma henni á ó- vart. Fyrst sá jeg hnna ekki. Ljósið brann. En svo hreyfðist eitthvað á sófanum. Og það var ungfrúin. Hún grúfði sig ofan í svæflana. Og luin var að gráta. Hún hágrjet! Þú hefðir bara átt að heyra hvernig hún grjet. En hún heyrði ekki til min. Og jeg iæddist út aftur og hijóp hingað. Löng þögn. Svo segir sú litla: — Aumingja ung- frúin — og röddin er þrungin af innilegustu samúð. Hún leggur alla hiýju sálar sinnar í þessi tvö orð. Og raddhljómurinn fyllir loftið veik- um titringi sem heldur áfram löngu eftir að orðin voru sögð. — Geturðu liugsað þjer — — — það er sú yngri, sem heldur áfram -----Geturðu hugsað þjer hversvegna liún var að gráta? Ekki höfum við þó rifist eða gert neitt ilt af okkur siðustu dagana. Og mamma liefir ekki verið sem verst við hana heldur. Af henni að vera. Hversvegna i ó- sköpunum getur hún hafa grátið svona .... af hverju .... ? — Jeg get ósköp vel s°gt þjer það. Rödd s^óru systur var alt í einu orð- in svo þroskuð og fullorðinsleg .... Mig grunar nokkuð. Jeg .... jeg held að hún sje .... ástfangin! — Ástfanqin? Litla systir sýpur liveljur, hún er svo hissa. — En .... í hverjum þá? — Hefir þú ekki tekið ef'.ir neinu? Þjer er þó varla alvara .... þú meinar ekki .... í Ottó? — Hver ætti það annar að vera. Hefirðu ekki sjeð hvað hann er orð- inn öðruvisi við okkur en áður? Nú hefir hann átt heima hjerna í þrjú ár. En hefir hann nokkurntíma verið með okkur, þangað til ungfrúin kom. Nú er hann altaf að væflast fyrir okkur, hvar sem við förum. í skemti- garðinum, á Austurstræti .... og hjerna í garðinum hjá okkur. Finst þjer það ekki dálítið .... dálitið skrítið? — Jú, jú .... auðvitað .... Jeg hefi bara ekki .... en þegar þú segir það .... þá .... Hann heldur auðvitað, að við sje- um svo litlar og vitlausar, að við skiijum ekki neitt. Báðar þegja. Málið er útrætt .... eða .... er það bara hugsunin, efinn og draumarnir, sem starfa áfrain i þcssum ungu sálum? Alt í einu heyrist vandræðalega úr horni litlu systur: — Heyrðu, en jeg skil bara ekki .... hversvegna grætur hún þá? Þegar lionum þykir vænt mn liana. Jeg hefi altaf heyrt, að það sje svo unaðslegt, að vera ástfangin! — Já-------jeg veit ekki -----Jeg hefi líka lieyrt það. Stóra systir er vel á veg komin að sofna. En frá rúmi litlu systur heyr- ist enn einu sinni angurvært kvein svefnhjúpaðrar raddar eins og and- varp frá myrkrinu: — Aumingja — aumingja — ungfrúin. Og svo sofna þær. F)AGINN eftir situr Ottó við mið- degisborðið. Ottó, sem hefir set- ið þar í öll þessi ár. Og þó ekki. í dag er hann söguhetjan hjá frænk- um sínum. Þær hafa gát á hverri hreyfingu hans, undirleitar og spyrj- andi í senn. Rannsaka hvert augna- tillit hans. Getur það hugsast? Skyldi eilthvað vera milli hans og ungfrú- arinnar? Litla systir er alveg forviða yfir þessari tilhugsun og er í miklum vafa ennþá. Um kvöldið spyr hún eldri og reyndari systur sina: — Heyrðu, gastu sjeð nokkuð á þeim í dag við borðið? Á honum til dæmis? — Nei. Það liggur við að eldri systirin sje afundin þegar hún svarar. Og sú yngri, ,sem ber mikla virðingu fyrir þessu eina ári, sem er á milli þeirra, iætur málið niður falla. Þær minn- ast ekki á þetta í tvo langa daga. En þeim mun betur nota þær augun og eyrun. Og hefði fólkið á heimilinu látið sjer detta i hug, að þeim væri mikið niðri fyrir, þá hefði það ekki komist hjá að taka eftir, að þær voru órórri en þær áttu að sjer. Loksins skeður nokkuð við mið- degisborðið. Ottó „filmar“ greinilega með augunum yfir borðið til ung- frúarinnar og hún fer hjá sjer og gónir á pentudúkinn. Báðar litlu stúlkurnar hafa sjeð þetta samtímis, og sú yngri verður svo ringluð, að hún gripur í handlegginn á stóru systur. 1 sama bili stendur ungfrúin upp og segir. Farið þið upp í herbergið ykkar, telpur, og finnið ykkur eitthvað til að dunda við. Jeg er slæin i höfðinu og ætla að leggja mig svo sem hálf- tíma. Þær standa hlýðnar fyrir framan hana og horfa niður í gólfið. '— Já, ungfrú. En varla er hún horfin fyr en sú minni sagði: — Jeg þori að veðja um, að hann Ottó fer líka. — Já, það gerir liann náttúrlega .... en hvernig .... Hvernig eigum við að fá að vita eitthvað? — Jeg ætla að hlera við dyrnar. — En ef einhver kemur? — Hver heldurðu að komi? — Hún mamma, til dæmis. Litla systir fölnar af ákafa og axl- irnar siga. — Já, en heyrðu nú, segir sú eldri. — Veis’tu hvað við getum gert? Jeg hlera við dyrnar, en þú stendur á verði fremst í ganginum. Ef einhver kemur þá gefurðu hljóð frá þjer. Sú litla er óánægjuleg á svipinn. — En, heyrðu — ætlarðu að iofa, að segja mjer alt sem þú heyrir? — Já, jeg skal sverja það. — Sverðu það! — Jeg er búin að lofa því. Og þú — þú hóstar ef þú heyrir einhvern umgang. Nú kemur einhver i stiganum. Þær takast í hendur og liverfa eins og svipur bak við hurðina í barnalier- berginu. Blóðrásin er eins og i hita- kasti. Er það .... ? — Jú, liað er Ottó, sem fer inn í Iierbergi ungfrúarinnar. Eldri systirin er komin að dyrun- um i einu vetfangi. Sú litla liorfir öf- undsjúk á eftir lienni. Ef hún efndi nú ekki loforðið? Hún trítlar óþolinmóð fram og aft- ur á sama staðnum, gægist og bíður. Eilífð, finst henni. Þetta er svo spenn andi, að hún þolir það varla. Nú — jiarna kemur tinhver upp stigann! Og hún hóstar ákaft, stendur á önd- inni. En þá tekur stóra systir utan um liana og þær stökkva eins og þeytispald inn i barnaherbergið. Augun eru starandi og hver taug þanin og þær heyra að fótatak fer hjá. Og svo segir litla systir: — Þú manst vist, hverju þú lofaðir? Stóra systir starir igrundandi út í bláinn. Svo segir hún: — Jeg — jeg skil þetta ekki. — Hvað skilurðu ekki? — Það er svo merkilegt. — Hvað er svo merkilegt? Stóra systir segir eins og hún sje að tala við sjálfa sig: — Jeg hafði ekki hugsað mjer þetla svona. Jeg hafði hugsað mjer — ja, jeg þóttist viss um, að h :nn faðmaði hana og kysti hana og segði .... Ja, þú veist livað fólk segir undir þeim kringumstæðum .... En jeg heyrði bara rödd ungfrúarinnar og hún sagði: — Vertu ekki að þessu. Jeg þarf að tala við þig um alvörumál. — Nú veistu, að jeg gat ekki sjeð neitt, því að lykiilinn stóð í skráargatinu. En jeg heyrði það alt greinilega. Og Ottó svaraði: — Er eitthvað að þjer? Og liann Ottó, sem er vanur að tala svo hátt og borginmannlega — mjer heyrðist hann hræddur, röddin skalf .... Og ungfrúin hefir víst tekið eft- ir því, af því að hún sagði, hálf ergi- leg: — Þú veist Jiað, Ottó, sagði liún. Og liann sagði: Hvað veit jeg? En svo sagði hún, og hún sagði það svo skelfing raunalega: Hversvegna snýr þú við mjer bakinu. Hversvegna viltu aldrei sjá mig, nú orðið? — Þú hefir ekki talað við mig i heila vikú. Þú ert alveg hættur að koma til okkar þegar við erum í garðinum. Þú forð- ast mig þegar þú gelur. Og svo máttu ekki segja, Ottó, að þú skiljir mig ekki .... En hversvegna ætti Jiað, að fæla lng frá mjer? A!t þetta sagði ungfrúin. Og svo varð dálítil þögn þangað til Ottó sagði: — Jeg á að taka próf eftir tvo mánuði og jeg hefi ekki tíma til að hugsa um neitt annað. Og þá fór hún að gráta. Og meðan hún grjet sagði hún: — Jeg krefst einskis af þjer, Ottó. En jeg þoli ekki, að þú standir þarna og látir eins og þú vitir ekki .... Viti hvað? stam- aði Ottó þá. Og liann liafði svo lágt, að jeg lieyrði það varla .... Nú fór stóra systir að skjálfa. En litla syst- ir tekur fast í liendina á henni og segir með brennandi vörum: Hvað sagði hann .... hvað þá? Hvað sögðu þau meira? Svo sagði ungfrúin. Og hún sagði það skýrt og greinilega: — AS jeg á barn í vonum meö þjerl Og litla systir gripur eldfljótt fram í: Barn! Sagði hún barn? — Já, hún sagði það. — En þú skilur víst, að þjer hlýtur að liafa misheyrst! — Nei, mjer misheyrðist eklci. Hún sagði: barn. Og Otló hrópaði hátt og í skelfingu: Barn! En ef þú ert svo lýðileg, að trúa ekki því sem jeg segi, þá er best að jeg segi ekki meira. — Æ, nei — vertu ekki slæm .... — Það er heldur ekki meira að segja .... Hún sagði bara: Hvað eig- um við að gera við Jiað, Ottó? Og röddin var svo skelfing raunaleg — — þú veist hvernig. — Og svo — liverju svaraði Oltó? — Nei, — svo hóstaðir þú .... Litla systir veit ekki sitt rjúkandi ráð. — Barn! Það er alveg ómögú- legt. Hún hefir engau stað, að hafa barnið á. — Nei, það er nú einmitt meinið. Þessvegna sagði jeg, að jeg skildi ekkert i þessu. — Kanske liún ætli að hafa það heima hjá sjer. Þvi að það væri líkt henni mömmu, að banna henni að hafa það hjerna. Þessvegna er hún þá svona raunamædd. — Nei, nú ertu að bulla. Hún þekti ekki Ottó þá. Litla systir veit ekki hverju hún á að svara. Hún er mát. — En — barn, byrjar hún aftur. Það er ómögulegt .... annars .... Hún er ekki gift. Og það eru ekki nema frúr, sem eiga börn. — Kanske hún hafi verið gift, seg- ir stóra systir ígrundandi. Þegar .. — Hvaða bull er þetta. Ekki honum Ottó, að minsta kosti .... — Nei, jeg gleymdi því alveg .... Þær setjast báðar á rúmstokkinn hjá litlu systur og segja ekkert um stund. En litla systir hugsar og hugs- ar. Forvitni, samúð og ást á ung- frúnni bærðist í senn í sál hennar. Hún andvarpar og segir: — Aumingja ungfrúin, finst þjer það ekki líka? .. Heldurðu að Jiað sje strákur — eða stelpa? — Hver heldurðu að geti vitað það, segir hún önug. Því að ekki gat hún vitað alt. — Já, en livað heldurSu, ineina jeg! Ætli það sje óhætt .... svona ofur varlega .... að spyrja liana sjálfa? — Ertu gengin af göflunum? — Yertu ekki svona vond. Ungfrúin svarar altaf svo vingjarnlega þegar maður spyr hana. — Jeg er ekkert vond, eins og þú segir. Og jeg er alveg eins góður vin- ur ungfrúarinnar og þú. En þú hefir víst tekið eftir; að fullorðið fólk tal- ar aldrei við börn um svoleiðis. 'I hvert skifti, sem við koinum inn í stofu og verið er að tala um „það“ þagna allir og eins og fara lijá sjer. Og ef vjer spyrjum þau þá Ijúga þau einhverju til, eða fara að tala um eitthvað annað. — Já, en mig langar svo skelfing til að vita meira um barnið. Stefan Zwely: Aumingja ungírúin -

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.