Fálkinn


Fálkinn - 13.12.1940, Blaðsíða 6

Fálkinn - 13.12.1940, Blaðsíða 6
H. L. Hadfield: Siðferðileg stoð DUNCAN var hættur að óttast stýrimanninn. Litla skammbyss- an, sem hann hafði gripið í hásetaklefanum, þegar allir hlupu í björgunarbátana, gerði hann djarf- an. Ekki svo að skilja, að hann ljeti stýrimanninn sjá þá breytingu, sem á honum var orðin. Hann sagði enn- þá: „Já, sir!“ Hann var litugur í snúningum og safnaði sprekum á eldinn og stritaði tímunum saman við að hlaða grjóti í einskonar hróf, sem stýrimaðurinn hafði skipað honum að byggja, er þeir náðu landi í leif- unura af björgunarbátnum. En það var samt þægileg tilfinning, að vita af skammbyssunni í vasanum. Til að sjá var Duncan ennþá sami gerðarlitli væskillinn og hann hafði verið, þegar hann vann sem mat- sveinn á skonnortunni og var hunds- aður og fótumtroðinn af yfirmönn- um og undirgefnum. En nú fann hann þrótt og kraft í sjálfum sjer, þrátt fyrir hungur og þorsta. Stýri- maðurinn var oft að liorfa á hann í laumi, eins og hann væri hissa á sjálfum sjer, að hafa dregið þenn- an amlóða með sjer úr brimgarðin- um, þegar björgunarbátnum hvolfdi. En Duncan brosti bara. Hann hafði líf stýrimannsins i hendi sjer. Jafnvel þó að stýrimaður- inn hefði hundsað hann fram úr öllu hófi, þá langaði hann samt ekk- ert að drepa hann. En tilhugsunin um, að hann gæti sent þennan stóra og sterka mann inn í eiiífðina, hve- nær sem honum byði svo við liorfa, var eins og vermandi eldur í sál hans. Margsinnis hafði honum legið við að segja: „Hvað eruð þjer að glápa á? Mjer er ómögulegt að liorfa á yður, þjer eruS svo ljótur.“ Þann- ig atvikaðist það, að Duncan varð þess visari í fyrsta skifti á æfinni, livað vald var. Og valdið var unaðs- legt, jafnvel þó að maður beitti því ekki. En þó að stýrimaðurinn væri sterk- ur eins og naut, var hann samt eng- inn bjálfi. Hann tók bráðlega eflir breytingunni, sem orðin var á Dun- can. Og honum fanst breytingin vera tii batnaðar. Siðan hann hafði bók- slaflega dregið sig upp úr skítnum, og var orðin sjómaður með stýri- mannsprófi, þótti honum gott að sjá duglega menn kringum sig, en var lílið um liðljettinga. Þegar einhver af áhöfninni hafði sett sig upp á móti honum hafði liann umsvifalaust bar- ið hann niður, en jafnframt dáðist hann að manninum fyrir dirfskuna. En hann liafði jafnan fyrirlitið Dun- can því að hann svaraði höggum og sparki altaf með bænaraugum. Það er að segja þangað til þarna á eyjunni. „Þessi matsveinspisl er að verða að manni,“ tautaði hann og horfði á Duncan, sem var að bisa við stein- ana i hrófsveggnum, er hann hlóð kringum tjaldið, sem þeir höfðu gert sjer úr seglaslitrunum tf björgunar- bátnum. „Skipstrand gerir súma menn að skepnum. Hver veit nema það geri þessa moldvörpu þarna að manni?“ Stýrimaðurinn brosti móti vilja sinum. „Þykir þjer gaman að bera grjót, Duncan?“ spurði hann. „Ekki get jeg nú sagt það, sir. Hversvegna spyrjið þjer, sir?“ „Mjer sýnist liggja svo vel á þjer.“ „Er það?“ svaraði Duncan hásum rómi. Honum hafði orðið órótt við orð stýrimannsins. Hann mátti, hveriu sem tautaði, ekki láta s'.ýrimanninn taka eftir breytingunni, sem á honum var orðin. Því að þá færi hann senni- lega að spyrja ög hnýsast, svo að upp vist yrði um skainmbyssuna. „Það er engu hkara, en aö það geti orðið maður úr þjer ennþá,“ hjelt stýrimaðurinn áfram. Duncan þorði ekki að líta upp. Þessi stóri klunni ælti bara að vita, að jeg get skotið hann eins og hund, liugsaði hann með sjer. Hann þrýsti skammbyssunni að brjóstinu með ol- boganum. .Geturðu ekki iyft þessum steini?" spurði stýrimaðurinn. „Ef þú ert þreyttur þá máttu livíla ])ig í fimm mínútur.“ „All rightl“ svaraði Duncan liás. „Og meðaii þú ert að kasta mæð- inni geturðu farið upp á hólinn og sett meiri sprek á eldinn. Það rýkur ekki af honum eins og þarf, og þetta er eini vegurinn til þess að vekja at- hygli skipa sem lijá fara, á ok.kur.“ „Já, sir,“ svaraði Duncan og fór af stað. Þetta var einmitt það sem hann þurfti — að komast á burt frá stýri- manninum sem snöggvast. Hann varð að jafna sig og herða sig. Eitt var að fínna til liugdirfsku vegna þess að maður liafði á sjer skammbyssu. En annað var það að láta stýrimanninn taka eftir því. Leyndarmál lians var of dásamlegt til þesss, að það giat- aðist fyrir handvömm. Það liðu tveir timar þangað til Duncan kom aftur niður í víkina, sem hjörgunarbátinn hafði rekið í. Hann gat ekki stilt sig um að tefja tímann, og nú bjóst hann á hverju augnabliki við að heyra stýrimann- inn öskra. En stýrimanninn var hvergi að finna. Duncan greikkaði sporið. Stýrimað- urinn hafði þó eklci gert við bátinn og sigll sinn sjó og skilið liann eftir? Hann fór að hlaupa við þessa til- hugsun. Hann hljóp svo hratt gegnum pálma kjarrið, að honum vanst ekki tími til að snúa við, er hann sá tvo rrtenn við tjaldið. Duncan þekti þá vel — það voru brytinn Brent og Foss segla- saumari, báðir erkifan'ar, sem oft höfðu barið hann og sparkað í hann. Þeir voru að bogra yfir stýrimann- inum, sem lá við fæturna á þeim, al- blóðugur í andliti. Það var auðvelt að gera sjer í hugarlund hvað gerst hafði. Eftir strandið höfðu þeir bjargast í land annarsstaðar á eyjunni. Og svo höfðu þeir fundið tjaldið og ráðlst á stýri- manninn, til þess að hefna gamalla misgerða. Og vitanlega var það tii- gangur þeirra, að ná í björgunar- bátinn. Mennirnir litu við og koniu auga á hann. Brent hafði gripið í hand- legginn á honum áður en hann gat flúið. „Jæja, svo að matsveinninn er hjer líka? Nú skaltu bráðum fá ráðningu fyrir að þú smjaðraðir altaf fyrir skipstjóranum. Er það ekki, Foss?“ Foss brosti lymskulega. „Jú, það skaltu bölva þjer upp á.“ En þá skeði nokkuð furðulegt. nokkuð sem Duncan furðaði sig meira á, en nokkru öðru, sem fyrir hann hafði borið á lífsleiðinni. Hægri linefinn á honum tók viðbragð og hitti beint á kjálkann á Brent. Dun- can var vist ekki eins máttlaus og hann hafði verið talinn. Því að Brent hneig niður eins og drusla. Duncan fjekk skinnsprettu á hnú- ana þegar hann hitti kjálkabarðið á Brent, en honum óx ásmegin við sárs- aukann. Hann ralc upp öskur og rjeðst á Foss. Sló hann óvísindalegu en sterku vinstrihandar höggi undir augað. Seglasaumarinn tók báðum höndum um andlitið og datt aftur á bak og reif tjaldið með sjer í fallinu. og nú skreiddist stýrimaðurinn á fæt- ur og náði góðu taki á barkanum á lionum. _ Hálftíma síðar sátu auðsveipur seglasaumari ^og lúpulegur bryti skamt frá tjaldinu og nöguðu hver sína kexköku. Tjaldið var lcomið upp aftur og þar stóð stýrimaðurinn og var að vefja rýju um hnúana á Duncan. „Þ^ta var laglega af sjer vikið,“ sagði stýrimaðurinn með aðdáun. „Þeir rjeðust aftan að mjer og slógu mig i hnakkann og munu víst hafa ætlast til, að það riði mjer að fullu. Þú bjargaðir lífi mínu Duncan. Rjettu mjer hendina.“ Eftir dálitla stund hjelt stýrimað- urinn áfram: „Það var líklega tii góðs, að þú tókst ekki upp litlu skammbyssuna, sc-m þú greipst um borð og hefir borið á þjer síðan. Það er ekki ómögu- legt, að þeir hefðu sjeð, að það var leikur.“ Duncan starði gapandi á stýri- manninn. „Leikur — hvað eigið þjer við, stýrimaður?‘“ stamaði hann. „Þetta var skammbyssan mín,“ sagði stýrimaðurinn brosandi. „En af því að jeg hefi altaf haft meiri mætur á hnefunum en skotvopnum, þá var engin kúla í henni.“ Hjer sjest einn af drekum loftins, ein af flugvjelunum, sem hella sprengjunum yfir andstœðingana. Það er veriö að koma i hana sprengj unum áður en hún leggur í ferða- lagið, en sjálf vjelin falin undir limi í skógarjaðri, svo að hún sjáist ekki úr loftinu. ofl kom það fyrir, að kornið skemd- ist á ýmsan hátt og misti næringar- gildi sitt að meira eða minna leyti. Nú hefir verið við þessu sjeð og kornhlöðunum er þannig hagað, að hægt er að halda korninu óskemdu og í því ástandi, að það missi sem minst næringargildi. Myndin sýnir mann i þýskri kornlilöðu, sem er að mæla hitastigið niðri í kornbingnum. (V/V/V/ViV Það smálagast í Noregi með mann- frelsi og sjálfstæði. Að þvi er dönsku „Finanstidende" frá 16. okt. segja, var gefin út tilskipun þ. 9. okt. um, að ekki mætti nefna nöfn konungs- fjölskyldunnar framvegis. Þann 10. var tilkynt að 'utanríkisráðuneytið og hervarnaráðuneytið væru lögð niður. Og þann 11. var skipað að svifta alla embættis- og sýslunar- menn starfi, ef þeir játuðu ekki trú sína á nasismann.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.