Fálkinn


Fálkinn - 13.12.1940, Blaðsíða 12

Fálkinn - 13.12.1940, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N Leyndardómar Nr. 25 Frh. MATSÖLUHUSSINS SPENNANDI SKÁLDSAGA EFTIR E. PHILIPPS OPPENHEIM. „Hver datt yður svo í hug, Ferx-ison?“ Roger hristi höfuðið. „Það væi’i ekki rjett af mjer að svara spurningu yðar, herra Rudlett. Þetta voru aðeins stundaráhrif og áður en jeg hafði lokið samtalinu var rnjer ljóst, að mjer hafði skjátlast.“ „Eruð þjer kunnugur í Bartels Street, Ferrison?“ „Mjer finst jeg hafa sjeð nafnið einhver- staðai’, en ekki man jeg livar.“ „Þá skal jeg segja yður svolítið um þá götu. Þar eru þrjár eða e. t. v. fjórar búðir og nokkur veitingahús. En þar er engin lögreglustöð til —“ „Þjer haldið, að —“ „Þar er engin lögreglustöð,“ tólc Rudlett fram í. „Þessvegna hefir heldur aldrei neinn lögregluþjónn vei’ið þar á verði. Þetta var eingöngu blekking til að fá yður til að sækja frú Dewar og sennilega hefir þetta verið fyrirfram ákveðið merki til þess að hún gæti vitað hver var í símanum. Viljið þjer ekki nú segja mjer hver yður datt í hug þegar þjer heyrðuð i'öddina?“ „Eitt andai’tak fanst mjer það vera rödd Lukes,“ svaraði Roger. „Og það var lykill hans, sem fi'ú Dewar hengdi á sinn stað eftir að hún hafði talað í símann,“ sagði Rudlett stríðnislega. „Þjer þurfið ekki að kvíða fyrir samkvæminu i kvöld, við skulum sjá um, að einn okkar duglegustu manna verði meðal gestanna.“ Síðan fór Roger. Rudlett hringdi á aðra deild. Frá þeiri'i deild var hringt til Cambridgeleikhússins og talað við ungfrú Medlincott. Síðan var öllu komið fyrir eins og best var auðið. Það var auðsjeð, að hjer var þaulvanur heimsmaður að verki við undirbúning veisl- unnar, sem Luke var. Annar endi stofunn- ar, þar sem dyrnar voru inn í framleiðslu- herbergið var afgirtur með tjöldum. Á bak við þau átti barinn að vera. Um kl. 7 voru allir komnir lieim úr bæn- um. Ennfremur voru þar komnir nokkrir gestir, — frænka ungfrú Packe, Jimmy Shark, fjelagi Rogei’s og Lengton major, sem fylgt hafði Fridu Medlincott heim úr leikhúsinu. Clewes-systurnar sátu dálítið afsíðis eins og vant vai’, en þær ljetu prjónadótið liggja óhreyft í kjöltunum. Lengton majór gaf sig brátt á tal vrð jóm- frú Súsönnu. „Er það satt, sem mjer hefir borist til eyrna, að þjer hafið sagt, að einn af íbú- unum hjerna hafi myrt Dennet ofursta?“ „Og það eina, sem jeg hafði upp úr því var, að þeir höfðu næstum dembt mjer inn á vitlausra spítala,“ sagði hún. „Nú mun jeg steinþegja, — en jeg veit það sem jeg veit.“ „Segið mjer það,“ bað hann. „Já, svo mikið get jeg sagt yður, að ef jeg væri í sporum ungfrú Packe mundi jeg ekki hafa komið í þetta samsæti.“ Lengton varð mjög forviða. „Vitið þjer hvað þjer eruð að segja, jómfrú Clewes?“ „0, sei, sei, það er svo sem ekki mikið,“ svaraði sú gamla, „Það hlustar livort sem er enginn á það, sem jeg segi.“ „Jú, það geri jeg og það með miklum á- huga,“ sagði Lengton ákveðinn. „Hvað ætti að geta komið fyrir, ungfrú Packe.“ „Moi-ð,“ svaraði jómfrú Clewes stuttlega. „Annaðhvort veit hún eitthvað um húsið hjer, sem þeir eru liræddir um, að hún ætli að koma í hámæli, eða einhver er lijer, sem leggur fæð á hana. Það er mesta óráð fyrir hana að koma hingað. Jeg reyndi að fá kærastann liennar til að skilja það, en liann vildi ekki lilusta á mig. Frída Medlincott kom þjótandi inn, liljóp til Lengtons og hvíslaði einhverju að hon- um. Hann stóð strax upp og þau fóru út bæði tvö. Luke horfði á eftir þeim og linyklaði brýrnar. „Það lítur út fyrir, áð eitthvað dularfult sje á seyði,“ sagði hann við Padgham, sem stóð hjá honum. „Mjer var sagt, að ungfrú Medlincott og vinur hennar, majórinn, hafi undirbúið skemtiatriði, sem koma eig'i gestunum á ó- vart,“ sagði Padgham. “Það verður sjálfsagt gaman að þvi, en mjer finst nú mál til komið, að þeir fari að opna barinn. Hvað er skenkjarinn yðar að gera, Luke? „Jeg lield jeg fari nú út að gæta að hon- um,“ sagði Luke óþolinmóður. „Jeg sagði, að hann ætti að byrja að skenkja klukkan sjö stundvíslega.“ Luke gekk til dyranna. En alt í einu heyrðist hringla í hringjunum, þegar dvra- tjöldin voru dregin til hliðar. Barinn hafði verið afhjúpaður — fullkominn að öllu leyti. I barnum stóð Lengton majór í hvít- um skenkjaraslopp og Frida Medlincott við hlið honum. Lengton stóð álútur, og afsök- unarbros ljek um varir hans. „Herrar mínir og frúr,“ hóf hann máls. „Mjer finst viðeigandi, að við ungfrú Med- lincott gefum yður nokkrar skýringar, áður en hafist er lianda. Okkur langaði svo ákaf- lega mikið til að gleðja ungfrú Packe og lierra Ferrison á einhvern hátt. Og atvik, sem gerðist fyrir nokkrum stundum síðan hjálpaði okkur til að velja, hvernig það ætti að vera. Ungfrú Medlincott hefir leyft mjer að tilkynna yður, að við höfum farið að dæmi vina okkar tveggja — ungfrú Medlincott hefir heitið mjer eiginorði? Fagnaðarlætin kváðu við. Frú Dewar, sem stóð fyrir aftan fólkið og var líkari vaxmynd en nokkru sinni fyrr, rjetti út höndina og studdist við stól. Luke var vin- gjarnlegur á svipinn, en virtist ekki hafa áttað sig á hlutunum. „Þessvegna gerðist þessi óvænti atburður * eiginlega af sjálfu sjer hjá okkur,“ sagði Lengton majór. „Þetta er mjög vel hugsað hjá yður, Lengton major,“ sagði Luke, „en jeg hefi þegar ráðið hingað skenkjara. Jeg hjelt að hann hefði komið fyrir stundu síðan.“ „Ójá, það skal jeg skýra út fyrir yður,“ sagði Lengton og hætti að hrista drykkinn. „Jeg tók á móti honum í dyrunum og sagði honum, að tilhöguninni hefði verið breytt og ljet liann fá sæmileg ómakslaun. Sko, ungfrú Medlincott talaði við frú Dewar fyr í kvöld og' fjekk leyfi til að hafa þessa óvæntu tilhögun." Eftir örskamma þögn smaug rödd frú Dewar, hvíslandi en þó skýr, út í stofuna. „Jeg var alveg grandalaus fyrir því, að það væri þetta, sem gerast ætti,“ sagði hún. „Ef við liöfum hlaupið á okkur,“ sagði Lengton major glaðlega, „þá biðjum við auðmjúklega afsökunar. Jeg lofa því, að cocktailarnir okkar skulu verða þeir bestu í allri London.“ Lengton gerði lika sannarlega alt, sem i lians valdi stóð til að dreifa óánægju þeirri, sem uppátæki lians og Fridu hafði valdið, og þegar tilkynt var, að miðdegisverðurinn væri til reiðu voru allir komnir i ágætt skap. Lengton og aðstoðarmær hans urðu eftir til að loka barnum. Hinir g'estirnir voru koninir í nokkra fjarlægð. „Heldurðu að þetta hafi ekki verið mis- skilningur?“ spurði Frida. „Hvorki frú Dewar eða Luke virtust taka þessu mjög illa.“ Hann hristi höfuðið alvarlegur á svip Síðasta cocktailinn liafði liann hrist handa þeim sjálfum og dreypti nú í liann. „Jeg er liræddur um, að þetta hafi ekki verið nein blekking,“ sagði liann alvarlegur. „Maðurinn, sem þau liöfðu ráðið til að blanda drykkinn var Malaji af verstu teg- und. Hann er eflaust snjall í sínu starfi, en jeg þurfti ekki að segja nema eitt orð til þess að hann liypjaði sig. Jeg þekti piltinn frá Singapore.“ Frida setti glasið tómt á borðið, tók arm unnusta síns og leiddi hann inn í borðstof- una. „Jeg vildi óska, að jeg skildi livað það eiginlega er, sem stendur fyrir dyrum,“ sagði liún í mæðutón. „Þú munt bráðlega komast að raun um það,“ sagði liann dularfullur á svip. XXX. „Jæja, hvernig finst þjer veislan, elskan mín?“ hvíslaði Roger að Andrey. „Ágæt,“ svaraði hún. „Finst þjer þetta ekki sniðugt með þau Fridu Medlincott og Lengton majór?“ Hann kinkaði kolli. „Það er mjög hyggilegt hjá þeim að fylgja góðu fordæmi. Annars er jeg ekki eins viss um, að Luke sje ánægður með, að tilhögun hans var breytt.“ „Nei, það er satt,“ sagði Audrey. „En iiann tók því bara vel.“ Flora Quayne hallaði sjer fram á borðið. „Finnast yður cocktailar Lengtons maj- órs vera eins góðir og mínir, Ferrison?“ spurði hún. „Þeir eru nokkuð þurrir,“ svaraði hann.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.