Fálkinn


Fálkinn - 13.12.1940, Blaðsíða 13

Fálkinn - 13.12.1940, Blaðsíða 13
F A L K I N N 13 „Mjer er farið að lítast bara vel á þenn- an Lengton,“ sagði Padgham og helti í glös þeirra hjóna úr kampavínsflösku, sem Joseph var að enda við að færa þeim. „Mjer hefir altaf litist vel á hann,“ sagði frú Padgham. „Jeg vildi bara, að hann hefði tekið meira eftir mjer.“ „En ekki skil jeg, hvervegna liann kom hingað,“ hjelt Padgham áfram. „Mjer hefir altaf fundist hann vera að leita að ein- hverju. E. t. v. hefir það verið ungfrú Medlincott.“ „Sennilega,“ svaraði kona hans. „Jeg hjelt að hann ætlaði sjer aldrei neitt al- varlegt með hana.“ „Hann kom okkur á óvart i kvöld,“ sagði hann og drakk hægt úr kampavínsglasinu. „Annabel,“Jijelt hann áfram. „Þú tekur eftir öllu. Jeg talaði við Luke áðan. Sýnist þjer hann ekki eitthvað öðruvísi en vant er?“ „Stundum finst mjer eitthvað skrítið við hann,“ svaraði hún. „Jeg hefi aldrei sjeð hann svona áður,“ sagði Padgham. „Við höfum líklega treyst honum full mikið og tylt á tæpt vað. Rejmd- ar höfum við altaf sloppið vel, en mjer finst nú, að liann búi yfir einhverju — annaðhvort Burlington Gardens-málinu eða einhverju í sambandi við Dennetsmorðið. Þú veist, að, að við hittumt sjaldan úti við. Það er samkvæmt ráði Lukes. 1 morgun kom Maurice Bernascon til mín á skrif- \ stofuna, þegar jeg var þar fyrir siðasakir, og hann stóð á þvi l'astar en fótunum, að honum væri stöðugt veitt eftirför. Annars er Maurice ekki taugaveiklaður, eins og þú þekkir.“ „Ef þú hefir einhvern slíkan grun, Tom,“ sagði konan áköf, „hversvegna kallarðu þá ekki saman fund. Svo getum við hlaupist á brott. Þú gerðir ráð fyrir, að fyrir utan gripi Dennets væri jafnvel nær þvi hundr- að þúsund pund á mann.“ „Það tekur nú tíma að di’aga það sam- an,“ tautaði hann. „Það er dreift út um allan heim. En jeg get lagt það til við Luke.“ Clewes-systurnar drukku leifar úr rauð- vínsflösku, sem hafði verið tekin upp fyrir þrem dögum. „Það gengur eitthvað að þjer, Súsanna," sagði systirin. „Þú snertir ekki síðasta rjett- inn, sem var þó ágætur og þú prjónar ekki heldur. Það er óvenjulegt.“ „Jeg er líka að liugsa um óvenjulega hluti í kvöld,“ svaraði hin dularfull á svip. „Jeg er að velta fyrir mjer hvað jeg á að gera. Hjer er maður í kvöld, sem jeg ber fult traust til og er þá mikið sagt. Hann er einn af oss.“ „Áttu við Lengton majór?“ „Jeg á við Lengton majór, já, svaraði Súsanna. „Jeg vildi óska, að jeg hefði hitt þann mann fyrir fjórum árum síðan. Þá hefðu allir þessir leiðu dagar, sem við höf- um lifað, líklega orðið eitthvað öðruvísi.“ „Ekki tjáir að æðrast um orðinn hlut,“ sagði Amelia. „Enginn kærir sig um að vera skuggamegin í lifinu, en nú liafa forlögin einu sinni ákveðið, að þeim megin skyldum við vera.“ „Jeg hefi ákveðnar skoðanir á því, hvað vakir fyrir Lengton majór,“ sagði Súsanna. „Hann liefir mikinn áhuga fyrir þessu húsi og það er ekki eingöngu vegna Fridu Med- lincott. Jeg hefi ákveðið, að skifta mjer ekk- ert meir af morðmálinu, vegna þess, að eng- inn vildi hlusta á mig, en nú ætla jeg að segja Lengton alt af ljetta, ef hann spyr mig í kvöld.“ „Væri það hyggilegt, Súsanna?“ „Líf okkar væri i stöðugri hættu,“ sagði Súsanna, „ef þeir vissu hvað jeg sá, en það vita þeir ekki. Þeir halda, að jeg sje bara gömul kerling, hálf-elliær, það getur verið, að svo sje stundum, en nú er það einu sinni svona, að jeg sá Dennet ofursta myrt- an.“ Amelia hafði nú lokið við að borða og tók nú að prjóna. „Við fáum ábætinn víst ekki strax, >ið fengum þennan rjett svo snemma, að við fáum ábætinn líklega síðastar. Þú verður að ákveða þig, Súsanna.“ „Jeg hefi ákveðið mig. Jeg hefði auðvitað átt að fá að tala í rjettinum, en það var mjer bannað, og' nú ætla jeg að segja Leng- ton majór það.“ „Hvenær?“ spurði Amelia. „1 kvöld.“ XXXI. Clewes-sj^sturnar sátu í sínum gamla, af- skekkta krók. Amelía prjónaði af kappi, en Súsanna hafði tekið sjer hvíld til þess að gefa Lengton merki þvert yfir stofuna. Hún flutti sig lengra inn í hornið, þegar hann kom. „Gerið svo vel, Lengton majór,“ sagði hún, „viljið þjer ekki sitjast hjerna á milli okkar systranna. Jeg þarf að segja yður dálítið. Jeg vona, að þjer heyrið vel?“ „Auðvitað heyri jeg hvert orð, sem þjer segið, jómfrú Clewes.“ „Jeg ætla að hefja frásögn mína með því að víkja að atriði sem er alger'ega persónu- legt. Það var talið mjög leyndardómsfult í rjettarhöldunum, að jeg skyldi hverfa hjeð- an í átján klukkustundir. Jeg fór huldu höfði af því að jeg vildi ekki að sökudólgarnir hjerna gætu engin afskifti haft af mjer. Það var mjög einfalt. Jeg skildi eftir hvert tang ur og tetur, sem bent hefði getað á livar jeg væri. Jeg tók með mjer nóga peninga, gekk svo rakleitt hjerna út um aðaldyrnar og inn á sjúkrahús hjer í grendinni. Jeg bað um viðtal við forstöðukonuna og kvaðst vera veik, hafa mist minnið. Jeg myndi ekki hvar jeg ætti heima. Þær voru ágætar og reyndust mjer vel. Næsta morgun klæddi jeg mig og settist upp i herbergi mínu, át morgunmat með bestu lyst og bað svo um símaskrá. Jeg' sagði, að jeg gæti kanske eitt- hvað rankað við mjer, ef jeg kannaðist við eitthvert nafn þar. Klukkustund áður en yfirheyrslurnar áttu að hefjast mundi jeg alt í einu, að jeg var jómfrú Súsanna Clew- es, og líka að jeg hafði nú þegar mikils- verðum störfum að sinna! Jeg þakkaði for- stöðukonunni, borgaði lækninum og þakkaði öllum fyrir mig. Svo pantaði jeg bíl og ók í rjettinn. Þjer sjáið, Lengton majór, að það var ekkert dularfult við hvarf mitt.‘ „Þetta var ágæt hugmynd,“ svaraði Leng- ton. „Nú langar mig til þess, Lengton majór,“ hjelt hún áfram, „að segja yður, það sem jeg fjekk ekki að segja í rjettinum, nefni- lega það sem jeg veit um dauða veslings ofurstans. I rjettinum sagði jeg, að það væri á minu færi að varpa ljósi yfir atbUrðinn. Umsjónarmaðurinn heimsótti mig daginn eftir og bað um upplýsingar. Jeg ætlaði þegar að segja honum sögu mína, en alt í einu bað hann mig að hætta og fór að rannsaka herbergi mitt. Að því loknu var hann sýnilega sannfærður um, að ekki væri hægt að sjá úr glugganum staðinn, sem lík Dennets ofursta fanst á. Það var alveg rjetl hjá honum. Þessvegna hjelt hann, að frá- sögn mín væri markleysa ein. Hann hjelt, að jeg væri bara móðursjúk og ímyndunar- veik kerling, af því að jeg gat ekki sagt honum það, sem liann bjóst við að jeg myndi segja honum. Staðarrannsóknir hans voru á rökum reistar, en annað, sem liann giskaði á var alveg út í loftið. SannleikuI•- inn er sá, að morðið var alls ekki framið á þeim stað, sem líkið fanst á. Það var framið beint framan við bakdyrnar. Jeg stóð við gluggann áður en jeg gekk til hvílu, og liorfði út. Klukkan var stundarfjórðung gengin í þrjú, og það var kolamyrkur. Við systurnar erum vanar að sofa við alopna glugga, og þar sem jeg stóð heyrði jeg skýrt, að snúið var tykli í hurðinni, sem er á milli garðsins og stígsins. Dyrnar voru opnaðar og þeim læst aftur. Jeg heyrði fótatak, en gat ekki sjeð neitt fyr en Dennet ofursti, — því að þetta var hann, kom inn i breiðan ljósgeisla frá litla rafmagnsljóskerinu á horninu. Þjer getið hvaða kvöld sem er komist að raun um að þetta er rjett hjá mjer.“ „Gleymdu ekki að auka þessar tVær lykkjur í, Súsanna,“ sagði systir hennar og laut áfram. „Þú ert komin á enda á prjóninum.“ „Já, jeg mundi eftir því,“ sagði Súsanna. „Dennet ofursti kom þarna inn í ljósgeisl- ann og drap hljóðlega á þvottahúsdj'rnar. Það var ekki svarað strax. Hann barði aftur. Þá voru dyrnar opnaðar og það sem nú gerðist gerðist mjög fljótt. Jeg sá hönd og úlflið koma út um dyrnar og höndin hjelt á skammbyssu. Það kom blossi og lágur hvellur. Dennet ofursti hneig niður. Jeg heyrði ekkert óp, enga stunu. Svo virt- ist sem hann hefði dáið samstundis.“ „Og hvað svo ?“ spurði Lengton ákafur. „Venjulega hefi jeg fult vald yfir sjálfri mjer,“ sagði Súsanna, „en jeg titraði svo, að mjer var ómögulegt að æpa. Örstutt stund leið, en svo kom Joseph i augsýn á skyrtunni, en í buxum. Hann laut yfir ofurstann, rótaði í vösum hans og fór með það sem hann fann inn í eldhúsið. Svo kom hann út aftur. Hann lyfti Dennet ofursta upp og bar hann að dyrunum, sem eru i múrnum, opnaði þær með lyklum, sem hann hafði tekið af ofustanum, og bar lík- ið þangað, sem það fanst síðar, að því er jeg geri ráð fyrir. Svo kom hann aftur út, Jokaði dyrunum og gekk inn í þvottahúsið. „Það liefir þá verið Josepli, sem skaut Dennet ofursta,“ sagði Lengton með eftir- væntingu. Niðurlyg nœst.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.