Fálkinn


Fálkinn - 13.12.1940, Blaðsíða 2

Fálkinn - 13.12.1940, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N - GAMLA BÍÓ - Allir kvikmyndahússgestir kannast við Ginger Rogexs, hina frœgu dans- mey, sem svo oft hefir leikið í mynd- um með Fred Astaire. Hún er altaf sprellfjörug og fáar eru henni slyng- ari í að bera til fæturna. Myndir hennar hafa oft verið afar íburðar- miklar og skrautlegar. Nú er Ginger búin að fá nýjan mótleikanda. Það er David Niven, ungur maður með skemtilegt andlit, og mjótt, svart yfirskegg, aðeins rönd á efri vörinni eins og nú tíðkast svo mjög. Þau David og Ginger eru aðalleikar arnir i kvikmyndinni, sem næst verð- ur sýnd í Gamla Bíó. Hún heitir „llver er faðirinn", bráðskemtileg mynd, full af fjöri og spennanda at- burðum. Ginger leikur unga búðar- stúlku, sem heitir Pollg Parrish, og cr starfsstúlka til bráðabirgða lijá stórri verslun, sem David Merlin á. Nú gerist sá merkilegi viðburður, að Polly finnur böggul á þröskuldinum lijá sjer og innan í lionum reynist vera — barn. Polly er gæða mann- eskja og tekur munaðarleysingjann að sjer og elur önn fyrir honum. En ekki bætir þetta mannorð hennar, þvi að allir hakla að hún eigi barnið sjálf og vflji leyna fuðerninu. Það er þvi síst að furða þótt kunningjarn- ir spyrji: Hver er faðirinn? enda gera þeir það óspart. En Merlin, liús- bóndi hennar reynist henni hið hesta í þessum vanda. Ginger Rogers er að sögn allra viðkunnanlegasta stúlka i umgengni. Þegar hún var að æfa undir þessa mynd kom blaðamaður til hennar í búningsherbergið. Þau rabba svo sam- an góða stund. Alt í einu segir Ging- er: „Það verður býsna skrýtinn hatt- ur, sem jeg verð með í næstu mynd.“ „0, það eru allir kvenh ttar skrýtnir nú á timum,“ sagði maðurinn. „Minn verður þó allra skrítnastur', sagði Ginger kýmin, „þjer sitjið nefnilega á honum. Nú skulum við taka eftir því hvort Ginger er með skrýtinn hatt í mynd- inni! Fimburarnir á pejrsniðtum. Um allan heim hefir á undanförn- um árum verið gert mikið veður út af canadisku fimmhurunum, og það svo, að Shirley iitla Temple liefir nærri verið í skugga þeirra. Vöru- tegundir í tugatali liafa verið látnar bera nafn þeirra og pílrgrímar hafa streymt frá öllum rikjum Vesturálfu til þes sað sjá þá. Þeir hafa verið hafðir í svo strangri gæslu, að eng- inn óviðkomandi hefir mátt koma nærri þeim, til þess að varðveita heilsu þeirra, og þjónustulið þeirra er konungshirð likt. Lítið hefir birst hjer á landi af myndum af þessum litlu stúlkum, en nú hefir verið búið til skemtilegt leikfang handa íslensk- um telpum. Fimmburarnir eru þar klæddir íslenskum búningi. Er þetta gert meðfram til þess að glæða ást á íslenska búningnum, sem nú er mjög að liverfa hjer á landi. Er ekki ólíklegt, að margur hafi gaman af þessum myndum og muni gefa telp- um þetta í jólagjöf. Utbreiðið Fálkann Næsta blað Fálkans er JÓLABLAÐIÐ! Jólablað Fálkans hefir á undanförnum árum átt meiri vinsældum að fagna en nokkurt íslenskt blað og að jafnaði selst upp á svipstundu. í ár verður jólablað Fálkans 'vandaðra og skemti- legra en nokkru sinni áður. Af efninu má nefna: Jólahugleiðing eftir dr. Jón Helgason biskup. Fimm sögur, útlendar og innlendar. Greinar með myndum um: Bessastaði, Þoxmóð Toi-fason, Yalamo-klaustur í Ladogavatni, Sveiix Pálssoxx læknir, einn merkasta náttúrufræðing ís- lands, og Barnum, frægasta auglýsingaskrumara vex-aldar, auk fjölda greina um ýmislegt efni, að ógleymdu Jólablaði barnanna. Um 80 myndir eru í heftinu, sumar litprentaðar. Náið í jólablaðið undir eins og það kemur út, því ann- ars getur það orðið of seint. VIKUBLAÐIÐ FÁLKINN. Bókin nm litla bróðnr. Eftir Gustaf v. Geijerstam. Gunnar Árnason þýddi. ísafoldarprentsmiðja, 1940. Bókin um litla bróður, eftir sænska góðskáldið Guslaf von Geijerstam, er með talsvert öðrum blæ, en flest- ar þær, sem út eru gefnar þessi árin. Hún lætur lítið yfir sjer, persónur hennar tala i hálfum hijóðum og æpa ekki þótt á móti blási. Foreldrarnir og drengirnir þeirra þrír eru að kalla einu persónurnar í sögunni. Faðirinn er rithöfundur og hefir skrifað bók um eldri drengina sína tvo, en þegar sá yngsti fer að vitkast vill liann láta föður sinn skrifa bók um sig — „bara um mig“, segir hann. Þessi sami drengur veikist og deyr. Og í harminum yfir missinum skrif- ar höfundurinn bókina. Bókina um litla bróður. Þar er ekki leitað til slórviðburða, til þess að halda les- andanum við efnið. En sálarlifi fjölskyldunnar og þó einkum föður- ins sjálfs, riíliöfundarins, er lýst með svo mikilli snild, að það er óblandin ánægja, að lesa þetta ágæta listaverk. Bókin er prýdd mörgum myndum, sem gert hefir frú Barbara Árnason málari — teikningum af litla bróður, fallegu barnsandliti með ýmsum svipbrigðum. Það væri synd, ef Bókin unx litla bróður kafnaði i þeim mikla bóka- flaumi, sem nú fyllir glugga bóka- verslananna. Þó að hún tali lágt, á hún samt fremur skilið að lifa í hugum íslenskra lesenda, en margt af því, sem hærra hrópar. Styrbjörn, sem var alkunnur flakk- ari á öldinni sem leið, hafði farið beiningaferð um Bárðardalinn. Á leiðinni þaðan mætir hann öðrum búsgangi, sem ætlar í sömu erindum í dalinn. Hann liafði ekki verið þar fyr en spyr Styrbjörn tíðinda og livernig fólkið sje. Styrbjörn svarar: — Fólkið er ágætt, en þú verður að bera þig hörmulega. IÍAFBÁTUR LEGGUR ÚR HÖFN. Þó að nú sje mest um hernað talað í sambandi við flugvjelar þá kveð- ur samt eigi lítið að athöfnum lier- skipa og kafbáta. Eins og í síðustu styrjöld hafa kafbátarnir reynst Þjóð- verjum sjersiaklega hið skæðasta vopn gegn hafnbanni enska flotans. Hjer sjest þýskur kafbátur leggja i víking. — Jeg skal segja þjer sögu af þvi, hvað hann Magnús kaupmaður er vandaður í viðskiftum. Þegar fluga sest á lóðaskálina á voginni hans, þá blæs hann hana burt, svo að ekki misvegist. — Guð hjálpi mjer — en til hvers er það — jeg verð að fara til hans Arngrims míns Ijáasmiðs, sagði karl- inn, þegar hann rak spíkina sína í stein og braut hana. Á skytningi: — Heldurðu að þú finnir skráar- gatið, þegar þú kemur heim I kvöld? — Skráargatið — skráargatið. Ertu alveg vitlaus. Jeg kalla mig heppinn, ef jeg finn húsið. - NÝJA BÍÓ - Þið hafið eflaust flest heyrt söguna um Gamla Togga. Hann labbaði inn í borgina og seldi mörgum mönnum sama kálfinn. Auðvitað keinst hann í hálfgerða bölvun fyrir þetta til- tæki, en sleppur þó sæmilega frá öllu saman. Svipað gerist í kvikmyndinni Sak- legsinginn úr sveitinni (Kid from Kokomo), sem er skemlimynd frá Warner Bros. Biliy Murphy er um- boðsmaður linefaleikarans Curly Bender og hefir hann selt eigi færri en fjórum mönnum „hlut“ í Curly, svo þegar hann verður meistari á Billy einskis annars úr kosta en hverfa úr borginni með vinkonu sinni, Doris Harvey. En nú vantar hann nýjan linefaleik- ara. Þá rekast þau á sveitadreng einn, Homer Baston, sem er bæði heljarmenni að burðum en auk þess fimur vel. Þeim skötulijúunum líst prýðilega á þennan pilt og vilja fá liann til að gerast linefaleikari að starfi. En liann reynist þeim ekki þægur ljár í þúfu, fyrst í stað. Svo stendur á unx Homer, að hann var ó- skilabarn, fanst eftir skilinn við dyrnar á bóndabæ einum. Þar liefir lxann alist upp, en ber altaf þá von í brjósti, að móðir hans komi og vitji uin hann. Þessvegna vill hann vera þarna á þessum sama bæ, svo að móðir hans geti gengið þar að hon- um vísum. Samt lætur hann tilleiðast að fara með þeim og gerist atkvæða- mikill linefaleikari. Þau fá uppgjafa- leikkonu til þess að látast vera móðir Homers. Trúir hann því eins og nýju neti, en kerlingin er misindis mann- eskja og notar illa það vald, sem hún fær yfir honum. Eru þau Billy og Doris komin í slæma klipu............ Billy Murphy er leikinn af Pat O'Brien, Homer Baston af XVayne Morris. En það er Joan Blondell, sem leikur Doris. Is Þórður á Sporði var glímumaður mikill á yngri árum en hæglátur jafnan. Á efra aldri kom liann eitt sinn þar, sem menn voru að glíma. Nokkrir gárungar neyddu liann til að glíma við sig og leið ekki á löngu þangað til hann hafði skelt þeim öllurn. Settist liann þá á þúfu, hristi lxöfuðið og Sagði: — Þóttust menn, en voru ekki, vildu glíma, en kunnu ekki! ávaxtadrykkir

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.