Fálkinn


Fálkinn - 13.12.1940, Blaðsíða 4

Fálkinn - 13.12.1940, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN SATO-HYSKIÐ BORGAR! 1 40 ár hefir Japan verið að byggja upp heimsveldi sitt, Prússaveldi Asíu. Hver borgar? Það gerir Sato, og hans líkar — japanski almúginn þrælkaði og kúgaði, segir höfundur eftirfarandi greinar, JIM MARSHALL. St.TO FJÖLSKYLDAN telur fjögur höfuð, eða fimm, er Emiko litla er talin með, brúðan með svarta hárið’, í rósótla kjólnum. Sex, reynd- ar, ef maður telur Kenji líka. En nú hefir enginn talið Kenji í tvö ór, nema fangavörðurinn. — Kenji var svarti sauðurinn í hópnum — það var hann, sem barðist við japönsku fasistana, “Dg hann var einn af for- sprökkunum í uppþolinu i Nagano órið 1934, þegar stjórnleysingjafje- lagið „Æskulýðssamband bænda“, gerði örvæntingaratlöguna að þræla- haldinu, sem kvelur lífið úr miljón- um bænda og sjómanna. Árið 1935 gerðu bændur uppreisn í tuttugu af fjörutíu og sjö fylkjum Japans, með vopnum, sem þeir höfou smyglað frá Shanghai. En þá var járnhæl hersins sparkað og 390 bændaforingjar lentu i fangelsi. Það stóð ekki ein lína um þetta i jap- önsku blöðunum og ekki eitt orð var símað um það. Það eina, sem Sato-hyskið vissi var þetia, að Kenji fór á fund eitt kvöld og kom ekki aftur. Og Sato fanst það einlivern- veginn á sjer, að hann mundi ekki koma aflur. Svo var það Jiro líka, næstelsti bróð'irinn. Jiro kemur aldrei aftur heldur. Hann varð fyrir bys:sukúlu, sem mandsjúiskur uppreisnarmaður skaut í snjónum fyrir vestan Hsin- king i Mandsjukuo. Sá, sem skaut, var uppreisnarmaður gegn sömu þrælkunarböðlunum, sem höfðu tek- ið Kenji og voru nú að seigdrepa hann í fangelsinu. Jiro og þúsundir annara sveitapilta voru teknir og settir í einkennis- búning, þeir lærðu að halda á byssu og standa rjettir í fylkingarröð, og svo voru þeir sendir vestur á sljelt- urnar í Mandsjukuo, til þess að sjá um, að herrum þjóðarinnar væri lilýtt og að virðing væri borin fyrir þeim. Alt, sem nú var eftir af Jiro var lítill, ferhyrndur trjestokkur með ösku í og trjespjald með nafninu hans á. Þetta s’óð í mustérinu. Hitt Sato- fólkið fór í musterið við og við og færði Búdd^prestunum offur, svo að sál Jiro skyldi finna frið. Þegar þau fóru í musterið, tóku þau sporvagn- inn frá Omya, þar sem þau áttu heima, yfir þvera Tokio, og heim fóru þau með hellisbrau’inni, sjer til tilbreytingar og gamans. Hver er Sato-fjölskyldan? Fvrst skal frægan telja Taro, frumbur'ðinn og heimilisföðurinn og þá Shizuko, konu hans. Emiko litla er dóttir þeirra. Svo er það Saburo, þriðja barnið, næst eftir bræðrunum, sem áour voru nefndir, og Hanako systir hennar. En Hanako þýðir blóm. Hið rauða bál heimsveldisins, sem þegar hefir brent Jiro og Kenji Sato, brennur enn. Og það brennir misk- unnarlaust Upp Taro og Shisuko, Saburo og Hanako — og síðar brenn- ir það líka Emiko litlu upp til agna. Meðan Japan berst upp á líf og dauða fyrir yfirráðunum i Asiu skul- um við heimsækja Sato og kynna okkur, liverskonar mannsafl (það er lijer liliðstætt hestöflum) það er, sem er þrælkað svo miskunnarlausl fyrir svo svíðingslega borgun. Það eru tíu miljón fjölskyldur i Japan, sem búa við sömu kjör og Sato-hyskið, og fórna lífi sínu fyrir heimsveldið, hvort þær vilja eða ekki. Taro Sato er vjelamaður á járn- brautasmíðastöð ríkisins í Omiya. Hann fær 55 cent í kaup á dag, fyrir átta stunda vinnu — eða tíu eða tólf. Saburo vinnur tólf tíma á dag í klæðaverksmiðju og fær 50 cent. Hanako er ein i tólf manna flokki, sem hefir gát á þúsund snældum í silkispunastöð. Pabbi hennar lenti einu sinni í skuld, þeg?r hrísgrjónin fjellu niður úr öllu valdi, og seldi þá spunaverksmiðjunni Hanako fyr- ir 30 dollara. Hún fjekk ekki að fara úr vistinni fyr en skuldin væri að fullu borguð, með afborgunum af þessu smóræði, sem hún fjekk í kaup ineðan hún var lærlingur. En nú er hún.ekki lærlingur leng- ui og hún fær 30 cent á dag. í fyrra fjekk hún 28, en eigendurnir urðu hræddir, þegar fólkið fór að mögla yfir, að alt hækkaði i verði, og svo liækkuðu þeir kaunið um tvö cent. Shizuko, kona Taros, kemur Emiko litlu fyrir hjá nágrannanum á hverj- um morgni, áður en hún fer til vinnu sinnar í leikfangagerðinni, þar sem framleidd eru vjelaleikföng handa s'órverslunum í' Ginza. Ásamt sjö öðrum konum situr hún allan dag- inn við að búa til smá liunda. Þegar liundurinn er dreginn upp, dinglar hann rófunni og hristir bein, sem hann hefir í kjaftinum. Eigandinn fær 60 cent fyrir tylftina af liundunum. Fyrsta konan setur sigurverkið inn í klump af pappakvoðu, sem á að verða búkurinn á hundinum. Næsta setur ó hann rófuna, þriðja hausinn og svo límir Shizuko bjórinn á hann .... Sú áttunda seiur liundinn í pappaöskju. Þúsundir af svona leik- fangagerðum hafa verið til í Japan í hundruð óra — löngu áður en leik- fangagerð hófst i Evrópu og Amer- íku. Shizuko vinnur ákvæðisvinnu og getur haft tvo dollara ó viku upp úr því, ef vel gengur. Sato-fjölskyldan á heima í einum bás í svonefndum nangayaj það eru löng einlyft hús, með ógagnsæjum pappírsrúðum og skotveggjum. Sex aðrar fjölskyldur eiga heima i sama liúsinu. liver fjölskylda hefir tvö herbergi, eina ''sex-mottu stofu og aðra 4t4-mottu, Flatarmálið er mælt í hálm-mottunum, sem legið er á, en moltan er tveggja metra löng og met- er á breidd. En enginn má hafa tvö sex-motu lierbergi — þvi fylgir ó- gæfa. Og enginn getur lifað í 4- inottu herbergi, því að fjórir er tala dauðans. Á sjúkrahúsum er engin stofa með númerinu fjögur, Fyrir þennan 21 fermetra gólfflöt borgar Sato 3% dollara á mánuði. Við eitt þilið í stærra herberginu, 3x4 metra, er ofurlitill pallur. Á honum stendur kyrkingsleg dvergfura í leir- lcrukku. Til hliðar við hana lágt borð, með litmynd af Janet Gaynor. Á veggnum vatnslitamynd af brú við Nara. Á vetrin eru þessi tvö herbergi hit- úð upp með viðarkolum, sem borin eru inn í glóðarkeri. Og maturinn er soðinn við viðarkolaglóðina. Rís, fisk- ur og te. Einstöku sinnum sjest saké, rísgrjónabrennivín á heimilinu. En þegar hart er í ári og maturinn dýr, eða Saburo eða Hanako hafa ekki vinnu, eða Shizuko kemst ekki í leikfangagerðina, er oft ekki annað á borðum en takuan, gular og daun- illar lireðkur, sem er skolað niður með sjóðheitu tei. Sato-fólkið er hreinlegt fólk og fer á hverjum degi i baðhúsið þarna skamt frá, í þriggja metra breiðu götunni, sem það á heima i. Þau hafa með sjer handklæði og sápu og fá að þvo sjer úr heitu vatni fyrir tvö sen. Þegar þau hafa þvegið af sjer liggja þau um stund í lauginni og lala saman. Á kvöldin eftir mat, eru þunnar hálmrýjur lagðar á gólf- ið, vekjaraklukkan er dregin upp og allir leggjast til livíldar. Ef einhver verður veikur á heim- ili verð’ur hann að fara marga kíló- metra á næstu ókeypis lælcningu og bíða þar þolinmóður tímunum sam- ari, jiangað til uppgefinn læknirinn lítur á sjúklinginn. Afar fáir af þeim 40 miljónum, sem teljast til verka- mannastjettarinnar í Japan, hafa efni ó að fara til læknis, sem þarf að borga. Þeir sem byggja upp heims- veldið verja svo miklu fje til vopna og annars vígbúnaðar, að það verður lítið afgangs til þess, að hlúa að heilsu þjóðarinnar. Raftsekjaiðnaðarmennirnir i Japan framleiða ódýrustu raftæki í ver- öldinni. Konoye prins. Sato-fólkið liefir ekki altaf lifað á 4 iðnaði. Fyrir nokkrum árum átti fjölskyldan svolitla jörð í Nagano, silkiormahjeraðinu. En þau urðu að flýja þaðan undan sultinum, eins og þúsundir annara bænda. .Törðin lenti hjá bankanum í Marounouchi, sem hafði lánað út á hana. í fjörutiu ár hefir Japan verið að hyggja upp heimsveldi, með sama liætti og öll lieimsveldi eru bygð — með ofbeldi og kúgun. Japan telur þrjár ástæður til, að þetta sje óhjá- kvæmilegt: 1. Japan verður að hafa rúm fyrir fólksfjölgun sína í þeim heimi, sem nær einróma neitár Japunum um landvist í öðrum ríkjum. 2. Japan verður að tryggja sjer nægileg liráefni til iðnaðar. 3. Japan verður að ná tangarhaldi á nægilegum markaði fyrir þá fram- leiðslu, sem það hefir aflögu. í þessi 40 þensluár liefir Sato-fjöl- skyldan og miljónir henni líkar, ver- ið helsta vopn Japana. Auðveldið í Japan, stóriðjan og sumir herforingjarnir, hafa grætt of fjár á þessari þenslu. En Sato hefir enga hlutdeild fengið í ágóðanum. Það sem Sato-fjölskyldan framleiðir fyrir sultarlaun, er selt um allan lieim og til verkamanna annara þjóða, sem eru betur settir en Sato og hafa fengið hlutdeild í arði framleiðsl- unnar. Amerikumenn geta keypt það, sem Salo býr til, en Sato getur ekki keypt það, sem Ameríkumenn búa til. Ef ameríkanskur verkamaður heldur, að honum komi ástæður japönsku þjóð- arinnar ekkert við, þá er svarið þarna. Ef Taro og Hanako og Saburo og Shizuko Sato og 40 miljónir, sem líkt eru settar, fengi eins mikla borgun fyrir vinnu sína og þau eíga skilið, mundu vinnandi sljettir Ameríku og Ilala stjórnmálamaður. Hann og Konoye hafa ráðið mestu i Japan undanfarin ár.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.