Fálkinn - 31.07.1942, Qupperneq 5
FÁLKINN
ö
Þessi mynd er úr. litlti þorpi, skamt frá Doncaster. Börnin ern að dansa
kringnm maí-stöngina, en kenslukonan þeirra leikur á píanó undir dansinum.
sálna ganga“. Þá ganga ungar
stúlkur hús úr liúsi og syngja
gamlan sálm, og biðja uin köku.
Húsmæðurnar baka sjerstaka
„sálnaköku“ fyrir þennan dag
og gefa stúlkunnm og hverjum
sem bafa vill. Er kakan eins og
venjuleg bolla og svipar þess-
um sið talsvert til „bolludags-
ins“, sem enn er við lýði á
Norðurlöndum.
Fáar atbafnir eru fallegri og
skemtilegri lieldur en hin svo-
nefnda „well dressing“, sem
enn er við lýði í liinu afskekta
þorpi Tissington i Derbysliire.
Hinar finnn .lindir eða brunnar
í þorpinu, Ilelga-lind. Líkkistu-
lind (hún nefnist svo, vegna
' þess að lnin er eins og líkkista
í laginu), Hands-lind (var forð-
um eign fjölskyldu, sem hjet
Iland), Bæjar-lind og Ýviðar-
lind cru allar skreyttar með
blómum, berjum og mosa á
Skirdag, þannig að helgimynd-
ir og táknræn þýðing komi
fram i skreytingunni. Eftir að
guðsþjóniista hefir farið fram
í kirkjunni ganga allir bæjar-
búar, sem vetlingi geta valdið,
til lindanna í röð, og við hverja
lind les presturinn upp ritn-
ingarstaði og blessunarorð. ■
Það er engum vafa bundið,
að þessi siður stafar frá Svarta-
dauða. Þegar þeirri plágu ljetti
af í Englandi, árið 1350, kom
það á daginnn, að sjötiu og átta
af 108 klerkum alls í greifa-
dæminu höfðu látist i sóttinni.
En Tissington hafði komist hjá
plágunni og hörniungum henn-
ar. Er það ekki talið neinum
vafa undirorpið, að þetta átti
þorpið fyrst og fremst því að
þakka, að vatnsbólin í bænum
voru svo hrein og ,góð — djúp-
ar lindir með aðrensli ofan úr
fjöllum. Þessvegna liefir jiessi
athöfn farið fram ætíð síðan
1350, i þakklætisskvni við for-
Hjgt er dansleikur fólks á götum úli í þorpinu Tliaxted í Essex. Allir eru
i gömlum þjóðbiiningnm og höfuðfötin skreytt blómum.
sjónina fyrir hin góðn vatnsból.
„Tólftu nótt“ (Epifaníu, eða
á Þrettándanum) er víða talið,
að byrja skuli að plægja jörðina.
En áðnr en aktýgin eru lögð á
heslana, eru tvö bál kveikt,
annað stórt og liitt lítið. Stærra
bálið er helgað almáttugum
Guði en hið síðara Júdasi l'rá
Kariot. Er eldsneyti hætt á fvr-
nefnda bálið i sífellu, en eng-
inn bætir á litla bálið, svo að
það lognast út af og drepst að
kalla má undir eins.
Þessi siður er mjög rótgróinn
með þjóðinni, og þó að styrj-
öldin geti orðið til þess, að eitt-
livað verði út af honum brugð-
ið — því að þegar myrkvanir
eru fvrirskipaðar um ait Eng-
land má ekki liafa brennnr
jiá gleymist hann elcki
fyrir jiví. Þjóðtrú og Jijóðsiðir
lifa stríðið af í þetta sinn, eins
og jiað liefir lifað áfram á lvrri
vand ræða tímuni j>j óð a ri n n ar.
Verndun móðurmálsins.
eftir Vigfús Guðmundsson.
Mentámenn fáeinir liafa nú að
undanförnu hreift þvi nokkrum
sinnum, bæði í ræðum óg ritum,
hversu nú sje orðin brýn þörf á
því, að vernda móðurmál vort og
menningu þjóðar vorrar. Og þá
jafnframt minst á nauðsyn samtaka
eða fjelagsskapar með þessu mark-
miði. En hvað dvelur „Orminn
langa“?
Hvernig má það vera, að þeir
skuli sofna á verðinum, sem hafa
lært málfræðina, og þar með nuk-
ið þekking sína og áhrifavald út
frá sjer? Þeir ættu þó að finna
sárast til þess, hversu móðurmáli
voru er spilt, og hversu mjög það
er nú vanmetið. Þeir liljóta að sjá
betur en ólærðu aularnir, hverja
jiá aurslettu, sem daglega atar rit-
mál vort. Og heyra betur hvert
jiað hneyxli, ósóma og endemis bull,
sem nú í sjerhverju samtali flýtur
af vörum fjölmargra ungra manna
og kvenna. Ef nú verður ekki þegar
hafist lianda til þess að uppræta
þennan ósóma, þá er mál vort á
hröðum glötunarvegi. Nú er þegar
farið að brydda á þvi, að roskna
fólkið skilur ekki unga fólkið. Hjá
því eru ekki svo margir hlutir, ann-
að hvort „voðalega sætir og smart",
eða „agalega púkkó og sveitó“. Lag-
legt og fallegt, eða liálfljótt og óvið-
feldið, jiykir nú ekki nógu fögur
íslenska. Fari slíku fram óhindrað
ennþá um nokkra áratugi, hætta
mæðurnar að skilja börn sín, af því
að þau tala þá ekki móðurmálið.
Gagnvart þessum grjótþunga tal-
spjallanna iná þó enn telja algeng-
asta ritmál vort gullvægt, eða því
sem næst.
Fyrir áhrif Fjölnismanna og
margra ágætra rithöfunda síðar,
hafði rituð íslenska (ásamt talmáli)
tekið miklum breytingum til bóta,
um marga áratugi. En nú á jiessari
öld, er aftur tekið að spilla rit-
hætti, með nýjum dönskuslettum,
og orðafjölda útþynningu. Alt þess-
háttar illgresi þarf að uppræta áð-
ur en það festir djúpar rætur.
Hvað mundi nú henta best að
gjöra, máli voru til viðreisnar?
Skortur er nú siður en ekki á
lesmáli, blöðum, timaritum — og
skáldsagnarugli, eins og á dögum
Fjölnismanna. Þjóð vor hefir langt-
um meira en nóg til að lesa af
sumu slíku góðgæti. Langtum meira
en nóg af Jivi, sem fjöldinn allur get-
ur ekki keypt eða komist yfir að
lesa, eða vill sjá óg lieyra. Og út
kemur langt um meira rusl, óþverri,
illindi og eitur, en sænit getur sið-
aðri þjóð, eða varðveitt sjálfstæði
hennar og sannleiksást.
Skortur er nú eigi fremur á nýj-
um fjelögum, nýjum nefndum og
stjórnum. Þjóð vor liefir fengið
nægju sína og meira en það, bæði
af ráðríkum sjergæðingum og „dauð-
um“ meðlimum. Þekkja mætti lijóð
vor fjelagslyndi jieirra manna, sem
aldrei vilja greiða tillög sin. Svo og
nytsemi og afrek þeirra l'jelags-
lieilda og fjelagsmeðlima, sem aldrei
vilja kosta neinu til annara fram-
kvæmda en skemtana, eða að jeta,
drekka og dansa. En nokkuð margt
fólk, bæði ungt og roskið virðist
nú óþarflega auðugt af jafn ófrjó-
um liugsunarhætti. Eru þó — sem
betur fer — margar undantekningar
lieiðarlegar. Og nú ættu Æskulyðs-
fjelögin um land alt, að efna til
framkvæmda, metnaðar og sam-
kepni um það, að varðveita móður-
mál sitt. Betra ráð þekki jeg ekki,
en að hugsa um hvert orð áður en
það er talað eða ritað, og hafa
Jieim svo eftir því, sem vit og þekk-
ing leyfir.
Annars lield jeg nú, að best gæl-
ist til almennra málsbóta: samtök
fárra mentamanna. Þeir ættu að
skifta með sjer verkum, rita fá orð
í senn (örstutta grein) i sjerhvert
tímarit, og ekki sjaldnar en einu
sinni í mánuði í hvert blað, sem
gefið er út lijer á landi. Og þar að
auki láta lieyrast til sín í útvarp-
inu við og við. Með því móti næðisl
best til allrar þjóðarinnar. Fáein
orð í senn, einföld og augljós um
það, hvernig ekki á að tata og rita,
með leiðbeiningum um það, sem
betur fer. Það held jeg vafalaust
áhrifaríkara en stórt fjelag, heilt
timarit eða langar og vísindalegar
greinar um málfræði og það annað,
sem almenningur kann lítt að kafa i.
Dæmi vil jeg sýna hjer um það,
livað fyrir mjer vakir, og hvað jeg
tel alþýðu — mjer og mínum lík-
ufn — mætti koma að notum lil
leiðbeiningar: Þú átt ekki að ávarpa
kunningja þinn með þessum orðum:
Hvernig hefurðu það? — Ætlarðu
ekki að kikja inn? — Hafðu það
gott. Vertu ékki að apa þetta eftir
Dönum. Talaðu hreina íslensku, og
mæltu heldur við kunningjann:
Hvernig liður Jijer? — Ætlarðu ekki
að koma inn? — Líði þjer vel.
Þessi og þvílíkar málleysur héyrast
oft í höfuðstaðnum, sem á að vera
fyrirmynd alls landsins í öllu fögru
og góðu.
Nú sjest lika prentað iðulega, að
einhver hafi gert góð innkaup (keyi)t
góðu, eða lágu verði). Að þessi eða
hinn hafi n/iplifað eitthvað. Þetta
„upp“ og „gert—inn“, eru dálag-
legir danskir skartgripir á yfirlæt-
islausum íslenskum orðum. Svipað
má segja, og reyndar heldur verra
um það, sem lærðir menn jafnt og
leikmenn liafa nú um sinn kepst
við að leiða inn í íslenskuna „i
stórum stil“. Horfir það til Jiess að
svæfa, ef ekki drepa, a. m. k. þrenns-
konar aögrening vors auðuga máls:
. .. . í ríkum mæli, — mikilli mergð,
Frh. á bls. U.