Fálkinn


Fálkinn - 15.01.1943, Blaðsíða 4

Fálkinn - 15.01.1943, Blaðsíða 4
4 f ALKINN Hver ern liin siö furOuverk veraldarinnar? Talan sjö hefir Jaótt þýðingarmikil síðan í forneskju. MeS Gyðinguni var sabbatsúrið 7 almanaksár, júbil- árið var 7x7 ár, gullstjakinn í must- erinu var með sjö greinum, og há- tíðarnar miklu stóðu sjö daga, eins og sköpun veraldarinnar, að hvild- ardeginum meðtöldum. Grikkir lögðu einnig dulræna merkingu í töluna sjö. Þeir töluðu til dæmis um „sjö vitringa“, og um sjö furðuverk ver- aldarinnar. Þetta voru byggingar og listaverk, sem sakir frábærrar prýði, stærðar eða annara einkenna báru af öllum öðrum ágætum mannaverk- um, sem fornöldin átti í svo ríkum mæli. Elsta og merkilegasta furðu- verkið var Keopspýramídinn mikli, í Egypta- landi. Faraóinn Keops ljet hlaða hann fyrir 5000 árum, og hann er hið eina af sjö furðuverkum forn- aldarinnar, sem varðveist hefir til vorra daga. Hann stendur enn, litt skemdur, skamt frá Kairo, sein ó- brotgjarn minnisvarði yfir menn- ingu Forn-Egypta.. Hann er 140 metra hár, en var þó hærri í fyrsíu, vegna þess að grjót hefir verið tek- ið úr toppinum á lionum og notað tii húsagerðar í Kairo. Keops reisti þennan mikla varða til þess að verða grafhýsi hans sjálfs, en þó vita inenn ekki hvar þessi faraó var grafinn, og steinkista sú, er fanst í grafhýsinu, eða „Konungaklefanum“ svonefnda, var tóm þegar að var komið. Á miðöldunum tókst kalif- anum Mamun að brjótast inn í graf- hýsið, með miklum erfiðismunum. Hann hafði lieyrt sagnir um, að gíf- urleg auðæfi væru fólgin í pýra- mídanum, en varð fyrir miklum vonbrigðum. Hengigarðarnir í Babýlon voru annað furðuverkið, og lágu utan endimarka Grikklands, eins og pyramidinn. Þjóðsagan sagði, að Semiramis drotning hefði látið gera þessa garða, en sannleikurinn er sá, að það var Nebúkadnesar gamli, sá er kunnur er úr Biblíunni, sem ljet gera garðana. Það var skömmu áður en Babýlóníuríki leið undir lok. Er sagt að liann liafi látið gera garða þessa til vegsemdar og unaðar drotn- ingu sinni, en hún var prinsessa frá Medeu, og leið ávalt af heimþrá þárna á flatneskjunni, enda hafði hún alist upp í fjallalandi. Ekki voru garðar þessir nú „hangandi“, heldur var þetta bygging með stöll- um, að sjer dregin eftir þvi sem ofar dró, og voru trje og annar gróð- ur á stöllunum. Garðar þessir eru nú fyrir löngu horfnir, en dágóðar lýsingar eru til af þeim, svo að menn geta gert sjer í liugarlund hvernig þeir hafa litið út. Þarna spruttu meðal annars aldintrje, en dælur voru settar upp í garðinum til þess að vökva gróðurinn. Undir bogunum, sem hjeldu görðunum uppi voru gangar og klefar, þar sem hirðfólkið gat dvalið í forsæl- unni, þegar hiti var undir beru lofti. Allir sem til Babylon komu undr- uðust mjög garðana og þótti stórum meira til þeirra koma en hins mikla musteris, sem kent var við Bel Mar- duk, og öðru nafni hefir verið kall- að Babelsturninn, eða liinnar miklu hallar Nebukadnesars. Hengigarð- arnir eru fyrir löngu horfnir en við uppgröft hafa menn hitt fyrir ýms- ar leifar af hleðslunum, sem talið er að sjeu úr þeim. Zeus-styttan mikla, eftir Fidias var í Olympíu í Grikklandi, en þar var einskonar miðdepill Grikklands og þar voru Olympsleikarnir háðir. Þetta risalikneski er nú fyrir löngu glatað, en nokkra liugmynd geta menn gert sjer um útlit þess af myndum af því, sem mótaðar liafa verið á forn-gríska peninga. Þetta mikla líkneski var gert úr gulli og fílabeini, en innan í því var l>ó bolur úr viði. Var Zeus sýndur silj- andi i hásæti sínu og hjelt hann á lílilli mynd af sigurgyðjunni í liægri hendi, en i vinstri á veldissprota, með erni á sprotahúninum. Hásætið var skreytt gimsteinum, gulli og fíla- beini og útskorið með myndum. Litlu menn mjög upp til þessa lista- verks Fidiasar. „Sá sem sjer það gleymir öllum raunum sínuin,“ segir gamall höfundur. Sagt er að Caligula Rómverjakeisara hafi dottið i hug að ræna þessari Zeus-mynd í Olymp- íu óg flytja liana á Capitolium i Róm, en setja á hana nýjaii liaus, sem bæri andlitsfall Caligula sjálfs. En sagan segir, að þegar sendimenn keisarans snertu á stytlunni heyrð- ist svo ferlegur tröllahlátur innan úr musterinu, að þeir flýttu sjer eins og fætur toguðu og varð jiví ekkert úr flutningnum. En eigi vita menn með hverjum hætti hún hefir eyði- lagst. Önnur sögn segir, að þegar Fidias liafi verið búinn að fullgera listaverkið, hafi hann beðið Zeus um, að gefa sjer merki um, hvort honum líkaði styttan vel eða illa. Og að vörmu spori laust niður eld- ingu skamt frá styttunni, en skemdi liana þó ekki. Þó merkilegt megi virðast er Zeus- styttan liið eina furðuverkið af sjö, sem var i Grikklandi sjálfu, þau fjögur, sem enn eru ótalin, voru i skattlöndum Grikkja. ArtemismusteriÐ í Efesos á sjer injög gamla sögu, og á sama stað og það stóð höfðu áður staðið mörg musteri, hvert eftir annað, þegar borgarbúarnir í Efesos, sem þá stóð á hátindi blóma síns, ákváðu að byggja þarna nýtt musteri, sem bæri af öllum hinum fyrri að fegurð og prýði. Krösus hinn auðgi, Lydíu- konungur, sendi musterinu ríkuleg- ar gjafir, og svo stórt og dýrðlegt varð þetta musteri, að Heródót jafn- ar þvi til pyramidanna. En árið 356 kveikti þorparinn Herostratos í musterinu. Ætlaði hann að gera nafn sitt ódauðlegt með þessum verknaði og tókst það, því að enn er það kallað að vinna sjer „herostratiska frægð“ er menn verða alræmdir af endemum. Ákveðið var að endur- reisa musterið i enn dýrðlegri mynd en áður. Konurnar í Efesos seldu dýrgripi sína og gáfu andvirðið til musterisbyggingarinnar. Konungur og höfðingjar gáfu stórgjafir, og Alexander mikli bauðst til að greiða allan kostnað af byggingunni, ef nafn hans fengi að standa á henni, en að því vildu þeir Efesosmenn ekki ganga. Undir þaki þessa mikla musteris voru 127 súlur, og sjálft var musterið hið mesta listaverk frá húsagerðarsjónarmiði, en auk þess voru þar geymdii* hinir ágæt- ustu dýrgripir. „Dýrasafn allrar Asíu“ var musterið kallað. Yoru þarna saman komnir allskonar verð- mætir munir og listaverk. Róm- verski rithöfundurinn Plinius segir, að ekki mundi veita af mörgum bók- um, ef lýsa skyldi höggmyndunum einum í musterinu. Þarna var lika hið fræga málverk Apeliesar af Al- exander mikla ríðandi. Er sagt að Alexander liafi ekki verið sem á- nægðastur með myndina af sjer, en að liestur lians liafi farið að hneggja þegar hann sá liestmyndina á mál- verkinu, og auðsjáanlega haldið, að málaði hesturinn væri lifandi. Þá á Apelles að liafa sagt: „Iíonungur! Ilesturinn þinn hefir auðsjáanlega betra vit á list en þú.“ Kringum ár- ið 250 e. Kr. rændu Gotar musterið og brendu það, en eftir það var það ekki bygt upp aftur. Grafhýsið í Halikarnassos. Orðið Mausoleum, sem þýðir grafhýsi, er ættað frá bænum Halikarassos i Litlu-Asiu. Þar bjó forðum Mausolos konungur og Artemisia drotning hans. Þegar Mausolos dó, árið 353 f. Kr. syrgði drotningin hann mjög, og ákvað að reisa honuin veglegt grafhýsi. Kvaddi hún til sín fræg- ustu húsagerðarmeistara og mynd- höggvara — þar á meðal liinn fræga Skopas — og fól jieim verkið. Arte- misia dó af liarmi tveimur áruin síðar, en listamennirnir bundu enda á verkið. Eigi vita menn með vissu hvernig þetta mausoleum hefir litið út, en líklega liefir það verið svip- að gildum kirkjuturni. Neðst var grafhýsið en þá kom flatt þak, bor- ið uppi af 36 jóniskum súlum, en uppi á þakinu brattur pýramídi með 24 stöllum, og ofan á honum högg- mynd af Mausolosi og drotningunni, sitjandi á vagni, sem fjórum hestum var beitt fyrir. Þetta grafhýsi var lengi við lýði, því að á 12. öld er liað talið dável útlítandi, en úr því fór því að hrörna, og árið 1522 not- uðu Jóhannesarriddarar grjótið úr þvi til húsagerðar. Árið 1857 fann fornfræðingurinn Newton staðinn, sem grafhýsið hafði staðið á og fann þar ýms listaverk. Faros-vitinn við Alexandríu. Faros er litil eyja við strendur Egypa- Iands, en nafnið hefir færst yfir á liinn fræga vita, sem jiar var reistur, og síðar var farið að kalla vila yf- irleitt faros. Faros-vitinn við Alex- andríu var alls ekki elsti vitinn í heimi, en hann varð allra vita fræg- astur og talinn eitt af sjö furðuverk- um veraldar. Hann var reistur i stjórnartíð Ptolomeusar Philadelph- os konungs (285—47 f. Iír.) og hjet byggingarmeistarinn Sostratos frá Iínidos. Segir Plinius sagnritari, að konungurinn liafi verið svo „göfug- ur“ að leyfa byggingameistaranum að setja nafn sitt á vitann. En aðrir höfundar halda því fram, að öðru- visi hafi hagað til um þessa nafn- ritun. Sostratos vissi vel að kon- ungurinn — að þeirra tíma sið — vildi hafa allan heiðurinn af bygg- ingunni, og gerði því þessa áritun nafns síns á laun og setti þvi næst þunna múrhúð yfir. En á múrliúð- ina setti hann nafn Ptolomeusar konungs. En eins og hann hafði vit- að fyrir þá veðraðist þessi liúð von bráðar og kom þá í ljós nafn meist- arans, sem liafði reist vitann. 1 gömlum skrifum eru til lýsingar á þessum vita, en ekki er kunnugt, hve hár hann hefir verið. Þó vita menn að hann var fjórar hæðir, og var efri hæðin jafnan minni um sig en sú næsta fyrir neðan. Efstu hæð- irnar voru hringmyndaðar en liinar neðri í ferhyrning. Efst á vitanum logaði bál nætur og daga, „eins og eldstólpi á nóttum en skýstólpi um daga“. Hvernig hagaði til inni í vit- anum þekkja menn lítið, en sagt er að þar hafi verið 300 lierbergi. Efst á vitanum kvað liafa verið spegill einn mikill, sem kastaði birlunni í ákveðna átt. í fornöld voru speglar gerðir úr fægðum mélmi, en speg- illinn i Faros-vitanum kvað liafa verið úr „gagnsæum steini“ og er liklega átt við gler. Arabar hjeldu áfram að nota vitann, eftir að þeir höfðu tekið Egyptaland, en með því að vitinn kom nú fjand- mönnum kristninnar að gagni, þá ákvað gríski keisarinn að reyna að leggja hann í rústir. Gerði hann út flugumenn til kalífans og tókst þeim að vinna traust hans. Þeir töldu honum trú um, að miklir fjár- sjóðir væru fólgnir í leyniklefum í vitanum, og loks ljet kalífinn brjóta hann niður til þess að leita að fjársjóðunum. Þegar hálfur vitinn liafði verið mölvaður fór kalífann að gruna, að ekki væri alt með feldu, og reyndi hann nú að láta endurbyggja vitann. En þetta mis- tókst, og er verið var að koma undraspeglinum mikla fyrir á rjeLt- um stað þá dalt hann niður og fór í mjel. Loks gereyðilagðist vitinn í jarðskjálfta árið 1375. Um Risann á Rhodos fóru miklar sögur í fornöld, þó ekki byggi lengi að honum. Þetta var tröllaukin brons-standmynd af Helios, sólguðn- um, en hann var verndargoð Rliod- os-búa. Þeir gerðu þessa miklu styttu til minningar um, að þeir liöfðu staðið af sjer hættulega um- sát, og lá við að eyríki þetta glataði sjálfstæði sínu. Málmurinn i stytt- unni var úr vígvjelum þeim, sem óvinirnir urðu að skija eftir er þeir hættu umsátinni. Myndhöggvarinn Cliares gerði standmynd þessa, en um liann er sú saga, að hann hafi framið sjálfsmorð er hann var að Ijúka verkinu, því að þá uppgötv- aði hann að honum hefði skjátlast í útreikningunum á burðarþoli stytt- unnar. Menn vita annars lítið um þessa miklu standmynd, og þekkja ekki einu sinni staðinn, sem hún stóð á. Það var einhversstaðar við innsiglinguna að höfuðborginni, en hitt er vitanlega Iygisaga, að stand- myndin hafi verið svo stór, að hún hafi staðið sinum fæti livorumegin við höfnina. Innan í styttunni var hringstigi neðan úr fæli og upp í höfuð, og sumar sagnir lierma, að liún hafi verið notuð sem viti, á þann hátt, að eldur hafi brunnið i augunum. Talið er að hún hafi ver- ið 45 metra há, en það var ekki liæðin ein heldur hið listræna form styttunnar, sem gerði hana fræga. En hennar naut ekki lengi við. Mun hún hafa verið reist á árunum 292 —80 f. Kr. en árið 224 f. Kr. hrundi hún í jarðskjálfta.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.