Fálkinn - 15.01.1943, Blaðsíða 14
14
rAL&lNM
I
STÚDENTAFJELAGIÐ.
Frh. af bls. 3.
hvort þeir horga það eða ekki.
Er þaS bersýnilegt aS þetta
kostar mikiS fje, og aS sá stuSn-
ingur, sem fyrirtækinu er veitt-
ur, er til þjóSþrifa.
Þá hefir og veriS hafist lianda
um þaS meSal íslenskra stúd-
enta, sem notiS lflafa GarSstyrks
i Kaupmannahöfn, aS þeir safni
nokkru fje, er renni lil Stúdenta
garSsins hjer, og hafi danskur
stúdent forgangsrjett aS her-
bergi því, sem þannig safnaSist
til á Nýja GarSi. Er þetta hugs-
að sem lítill þakklætisvottur
fyrir styrk þann, er ísl. stúdent-
ar nutu í Kaupmannahöfn
þangaS til sambandslögin gengu
í gildi áriS 1918.
ÞaS væri þess vert, í sam-
bandi viS hálfrar aldar afmæli
Fjclags íslenskra stúdenta i
Kaupmannahöfn, aS rifja upp
ýms atriSi úr sögu þess, en því
miSur leyfir rúmiS "Tþað ekki
nema aö litlu leyti i þetta sinn.
Væntanlega verSur þó tækifæri
til þessa síSar, því aS heimild-
irnar eru aS mestu leyti til, en
sumar þeirra „undir lás“ nil.
austur á FlúSum, en aSrar i
Khöfn. Hjer verSur lítilsháttar
sagt frá stofnun fjelagsins óg
æfi þess, fyrstu fimm árin. Skal
þá fyrst birt boSsbrjef þaS eSa
FundarboS til undirbúnings-
fundar, sem enn er til i frum-
riti. ÞaS hljóSar svo:
.,í Kaupmannahöfn eru yfir 70 íslenskir stúdentar nú seni stendur. Það
teljum vjer ugglaust, að þessir menn sje allir sammála og samhuga um
að nauðsyn beri til að halda uppi almennum fjelagsskap meðal ís-
lenskra stúdenta. Þessvegna skorum vjer á alla íslenska stúdenta að
koma á fund 23. þ. m. (Þorláksmessu) kl. 8 e. h. Þar verður rœtt um
stofnun islensks stúdentafélags. Fundarstaður: Skindergade 9.
Kaupmannahöfn 20. des .1892.
fijarni Jónsson, Steingr. Jónsson, Guðm. Björnsson, Þorlákur Jónsson,
Gisli Isleifsson, Sigurður Pjetursson, Eggert Briem, Þorst. V. Gíslason,
Sæm. Bjarnhjeðinsson, Magnús Sæbjörnsson, Sigfús B. Blöndal,
Bjarni Sæmundsson, Helgi Pjetursson, Helgi Jónsson.
Af þessum 14 fundarboðend-
um munu nú aðeins þrir vera
á lífi, dr. Helgi Pjeturss, Sig-
fús Blöndal yfirbqkavörður, sem
er eini maðurinn, sem verið
hefir fjelagsmaður í öll þessi
50 ár, og Steingr. Jónsson fyrv.
bæjarfógeti.
Á undirbúningsfundi þessum
var kosin nefnd til lagasetning-
ar handa fjelaginu og voru í
henni Bjarni Jónsson (frá Vogi),
Steingr. Jónsson, Eggert Briem
(síðar hæstarjettardómari), Sig-
urður Hjörleifsson (Kvaran) og
dr. Jón Þorkelsson. Samþykt
var með 24 atkvæðum gegn 9
að stofna fjelagið, en 42 stúdent-
ar voru á fundinum.
Stofnfundurinn samþykti laga
frumvarp nefndarinnar nær
breytingalaust og umræðulítið.
Þessi fundur var haldinn í
Skindergade 9, eins og sá fyrri.
Lögin voru i 8 greinum, og seg-
ir um tilgang fjelagsins i 2.
grein laganna að hann sje m.
a. sá „að gefa fjelagsmönniun
kost á að kynnast og temja sjer
ræðuhöld, vekja og glæða á-
huga þeirra á bókmentum og
öðrum almennum málum, en
þó einkuní þeim málum, sem
varða ísland.“ Ákveðið var að
halda fundi í hverjum mánuði,
en þvi var breytt ári síðar í þá
átt, að fundir skyldu ekki haldn-
ir í júlí og ágúst, en þá var all-
ur þorri stúdenta ekki í Khöfn.
-— í fyrstu stjórn fjelagsins voru
kosnir: Bjarni Jónsson frá Vogi,
formaður, Guðmundur Björns-
son (siðar landlæknir) ritari og
Bjarni Sæmundsson gjaldkeri.
Tólf íundir voru haldnir
fyrsta árið og má sjá af fundar-
gerðunum hvaða mál fjelagið
tók til meðferðar á þessu ári. Á
2. fundinum var rætt um „Laga-
skólann og Læknaskólann“ en
ekki vanst tími til að ræða nema
um Læknaskólann á þeim fundi,
og hafði Guðm. Björnsson fram-
sögu. En á næsta fundi var rætt
um lagaskóla; framsögumaður
var Sigurður Pjetursson l'rá
Sjávarborg. Á 3. fundi flutti dr.
Helgi Pjeturss erindi um jarð-
fræði íslands, en á 4. fundi tal-
aði Bogi Melsted um: „Hverjir
ráku verslun íslands á þjóðveld-
istímanum?“ Á fimta fundi var
rætt um „Framtíð íslands“ og
tóku 9 lil máls af 10 mættum.
Þá var rætt um „Skemtiferðir
útlendinga til fslands“ (frsm.
Þorlákur Jónsson frá Gaut-
löndum), „Vesturheimsferðir“
(Þorst. Gíslason), Finnur Jóns-
son sagði ferðasögu frá Noregi,
Þorsteinn Erlingsson flutti fram-
söguerindi um ættjarðarást,
Þorlákur Jónsson hóf umræður
um Háskólamálið, en það var
oft til umræVi á fundum síðar,
og loks flutti Finnur Jónsson
prófessor erindi um „Sögu ís-
lenskunnar“. — Þarna eru talin
aðalmálin á fundum fjelagsins
fyrsta árið og gefa þau hug-
mynd um, hversu fjelagið hafi
viljað efna loforð þau, sem gef-
in voru í 2. grein fjelagslag-
anna.
Árið 1894 var kosin þessi
stjórn: Þorlákur Jónsson, Magn-
ús Sæbjörnsson og Sigurður
Pjetursson, en 1895 var Sæ-
mundur Bjamhjeðinsson kosinn
förmaður í stað Þorláks, en hin-
ir endurkosnir. 1896 skipuðu
stjórnina Knud Zimsen, Björn
Bjarnarson (frá Viðfirði) og
Sigfús Blöndal, en 1897 Ágúst
Bjarnason, Björn Bjarnarson og
Steingrímur Matthíasson. Árið
1888 var Ágúst Bjarnason end-
urkosinn og sátu Árni Pálsson
(síðar prófessor) og Halldór
Gunnlaugsson (síðar hjeraðs-
læknir) í stjórn með honuin það
ár.
Fundarstaður þessi fimm ár
var (að undanteknum 2 fyrstu
fundunum og einum fundi, sem
haldinn var i skógarferð) í
Östergade 232 á 1. lofti, „hjá
Kúcker“ eða „á Hamraendum“
sem oftast er kallað í fundai’-
gerðum. En á aðalfundi 1898 er
það upplýst, að „Kúcker á
Hamraendum“ er orðinn gjald-
þrota. Þessi aðalfundur var hald-
inn á Vatnsenda, eða Söpavilli-
onen.
Hjer verður að brjóta blað. En
væntanlega fær Fálkinn færi á
því síðar, að segja nánar frá Fje-
lagi íslenskra stúdenta og starf-
semi þess.
VARÐMAÐURINN Á MYNDINNI
með kíkirinn fyrir augunum og tvlhleypta Brenbyssu fyrir
framan sig, hefir það starf á hendi að hafa gát á ef óvinir
nálgast. Liðsmenn hans eru að leggja síma i nágrenninu, og
verða að hafa vinnufrið og fá að vita um ef hættan náigast,
því að þeir eru óvarðir við vinnu sína. Þeir verða því að
vera fljótir að komast á stöðina til sinna manna, ef hætta
steðjar að.
INDVERSKIR HERMENN.
Þessir hermenn eru úr hinni frœgu Sihka-herdeild, sem gat
sjer mikinn orðstir i slðustu styrjöld. Eru Sihkar og Gurhkar
taldir bestu hermenn Indverja. Gátu Sihkarnir sjer mikinn
orðstír i baráttunni um Eritreu og Ausur-Afríku, en að þvi
loknu sameinuðust þeir her Breta í Líbyu. Á myndinni sjást
nokkrir sihkar með vjelbyssur. Búningur er þannig, að það
ber furðulítið á þeim innan um grjótið í eyðimörkinni.