Fálkinn - 15.01.1943, Blaðsíða 9
FÁLKINN
9
liárið fór ágætlega við hörundslit-
inn.
Um kvöldiö náði jeg í hana, í
því að liún var að skjótast inn.
„Hvað varstu að gera uppi á hús-
þaki í morgun?“ spurði*jeg.
„Jeg var að athuga á hvaða áti
hann væri.“
„Hversvegna?“
„Lukkan kemur með vindinum,“
sagði hún og brosti.
„Hvar lærðir þú vísuna sem þú
söngst?“
„Hvergi. Þegar mig langar að
syngja þá syng jeg það, sem and-
inn blæs mjer í brjóst.“
„Og hvað heitirðu?“
„Það veit sá sem skírði mig.“
Mjer fanst hart að láta svara mjer
úl úr og jeg ákvað að hræða liana.
„Jeg veit hvar þú varst i nótt,“
sagði jeg.
Hún ypti öxlum og jeg gat ekki
sjeð að henni brygði.
„Þjer hafið ef til vill sjeð eitt-
hvað, en þar fyrir er elcki vist að
þjer vitið nokkurn lilut,“ sagði hún
í-ólega. „Og það sem þjer hafið sjeð
segið þjer ekki neinum.“
„Setjum svo að jeg segði setuliðs-
■stjóranum það?“ sagði jeg.
Hún söng nokkrar hendingar úr
gamalli þjóðvísu og hljóp hlæjandi
á burt.
Jeg slangraði um garðinn þangað
lil skuggsýnt var orðið og fór svo
inn að fá mjer te. Meðan jeg sat
yfir öðru glasinu heyrði eg að það
marraði í hurðarlömunum og ljet
fétatak heyrðist inn gólfið bak við
mig. Jeg hrökk við og leit aftur
fyrir mig.
Það var unga stúlkan. Hún kom
fast að mjer og settist hjá mjer.
Lengi sat hún þegjandi og starði í
augun á mjer. Jeg get elcki útskýrt
livernig á því stóð, en á þessari
stundu fanst mjer hún vera falleg-
asta stúlka i heimi. Alt í einu spratt
luin upp og tók báðum hiýidum um
hálsinn á mjer og jeg fann brenn-
andi kossa á vörunum á mjer. Mjer
sortnaði fyrir augum og jeg var að
þvi kominn að sleppa mjer. Jeg
jirýsti henni að mjer, með öllu
æskuafli mínu.
„Hittu mig í fjörunni i nótt ])egar
allir eru sofnaðir," hvíslaði hún og
vatt sjer eins og höggormur úr
faðmlögum mínum. Svo hvarf hún
eins og elding út úr dyrunum en á
slrokinu velti hún um stjakanum og
jamóvarnum.
,,Hó — hó!“ kallaði þjónninr.
minn. Þá fyrst áttaði jeg mig.
Tveimur tímum siðar gtakk jeg
skammbyssunni minni á mig og
sagði þjóninum að liann mætti ekki
sofna. Ef hann heyrði skot þá ætti
hann að koma sem fljótast ofan i
fjöru.
„Já!“ svaraði hann en það brann
forvitni úr augunum.
Jeg skundaði niður i fjöruna. Jeg
gat sjeð hana á löngu færi, þar sem
hún beiö. Hún var mjög ljettklædd,
aðeins klæði sveipað um mittið.
„Koindu,“ sagði hún og tók í
liendina á mjer. Hún fór sama ein-
stigið sem jeg hafði farið þegar jeg
læddist á eftir blindingjanum.
Tunglið var eltki komið upp og öld-
urnar ultu rólega fram og vögguðu
bát, sem lá upp við einn klettinn.
Hún stölck upp i bátinn — ljett
eins og köttur. Jeg var hálf úrræða-
laus, en fanst orðið of seint að
hörfa undan aftur. Við rjerum út
— langt út. Jeg fór að verða óró-
legur.
„Hvað á þetta að þýða?“ sptirði
jeg önugm-.
Hún settist á þóptuna hjá mjer,
hallaði ungum og heitum líkaman-
um upp að mjer.
„Það þýðir að jeg elska þig.“
Jeg heyrði skvett. Eitthvað hal’ði
dottið i sjóinn. Jeg tók til beltisins
og fann nú, að skammbyssan mín
var horfin. Blóðið steig mjer til
höfuðs og ósegjanlegur kviði fór
um mig. Það var langt til lands og
jeg kunni ekki að synda. Jeg reyndi
að ýta lienni frá mjer, en hún hjelt
í mig dauðahaldi. Alt í eiuu reyndi
hún að hrinda mjer útbyrðis. Bát-
urinn rambaði og lá við að hvolfa,
en jeg gat rjett hann við.
Nú hófst ákafur bardagi. Hún var
viðbragðsfljótari en jeg, en mjer
óx afl af því að ;jeg varð svo reiður.
Jeg kreisti og kleip á henni hend-
urnar, svo að brakaði í þeim, en
hún skrækti ekki.
„Hvað viltu?“ öskraði jeg.
„Þú hefir sjeð — |þú ætlar að
kjafta frá,“ stundi hún. Og með
afli, sem jeg hafði ekki haldið oð
luin ætti til, spyrnti liún mjer út
að borðstokknum, en jeg hjelt fast
i hana og eitt augnablik hölluðumst
við bæði út úr bátnum. Jeg náði
taki á hálsinum á lienni og kreysti
að. Smátt og smátt losnuðu krampa-
tök hennar og hún leið ofan í sjó-
inn.
Það var svo dimt, að jeg sá að-
eins óljóst, að liöíuðið á henni kom
tvívegis sem snöggvast upp úr sjón-
um og hvit froða í kring. Jeg fann
brotna ári i bátnum og tókst að
komast í land. Þegar jeg loksins
skreið upp brekkuna, alveg mátt-
vana, kom jeg auga á eitthvað hvitt
í fjörunni. Mig furðaði ekkert á j)ví
að liafmeyjan mín hefði bjargað
sjer á sundi i land.
Hún vatt mittisskýluna sína og
batt hana svo um grannar mjaðm-
irnar. Innan skamms sást bátur
koma að landi — það var sami tart-
arinn og kvöldið áður.
„Nú er úti um alt, Janko!“ snökti
hún en nú varð samtalið svo hljótt,
að jeg gat ekkert heyrt. Þegar radd-
irnar urðu greinilegri aftur, var
Janko að spyrja iim blindingjann.
„Jeg sendi hann eftir i>ví,“ sagði
liún stutt. Þau þögðu dáiitla stund.
Svo kom strákurinn og rogaðist með
stóran böggul, sem þau ljetu út í
bátinn.
„Heyrðu,“ sagði Janko og sneri
sjer að stráknum. „Þú verður að
gæta vel að staðnum — þú skilur
-— þvi að það er afar verðmætt
sem við geymum þar. Og segðu svo
henni . ...“ liann nefndi nafnið svo
ógreinilega að jeg skildi það ekki,
„að jeg komi ekki aftur. Það er of
hættulegt. Þú getur sagt þeirri
gömlu, að hún deyi bráðum svo að
hún verði að vera án okkar hvort
sem er.
„En hvað verður þá um mig?“
segði blindi strákurinn grátandi.
„Jeg þarf ekki meira á þjer að
halda,“ svaraði Janko ruddalega og
stakk silfurdal i lófan á stráknum.
Hann studdi stúlkuna út í bátinn
og ýtti frá.
Blindi strákurinn ljet peninginn
detta og það glamraði í lionum við
grjótið. Hann gerði ekki tilraun tii
afj íinna hann aftur, en gekk nokk-
ur skref upp einstigið. Svo settist
hann á stein, Sluddi andlitið fram
a liendurnar og fór að gráta. Hann
sat svona lengi. Jég læddist hljóð-
lega á burt.
Þegar jeg kom lieini að húsinu aft-
ur og fór inn, var kertið að heita
mátti útbrunnið. Jeg sá þjóninn
minn sitja með byssuna þvers um
hnjen — jirátt fyrir skipunina liafði
liann steinsofnað. Jeg fór að legu-
bekknum minum. Og fyrst nú tók
jeg eftir, að taskan min, hnifurinn
minn, dýra loðkápan mín og sverð-
ið fagra var horfið. Og þá vissi jeg
hvað hafði verið í stóra bögglinum,
sem blindi drengurinn rogaðist mcð
ofan í fjöruna.
BROOKLYNBKÚIN
í New York hefir löngu vakið mesta
eftirtekt allra hinna mörgu brúa
þessarar heimsborgar. Hún er yfir
East River, milli New York og
Brooklyn, og er hengibrú, 1820
metra löng, og svo há er liún, að
stærstu skip geta siglt undir hana.
Tveir risavaxnir turnar lialda brú-
arstrengjunum uppi, en þeir eru
fjórir talsins og liver um sig um %
meter í þvermál. Talið er að um
40 miljón manns fari yfir brú liessa
á ári, og eru þó fjórar aðrar brýr
yfir East River, milli New York
og Brooklyn.
DÓMKIRKJAN í ULM
í Wiirtenberg er einkum fræg fyrir
það, hve turninn á henni er liár. Er
hún í gotneskum stíl, reist árin
1377—1494. En turninn var eklci
fullgerður fyr en 1890. Hann cr 161
meter á hæð, eða ofurlítið hærri en
turninnar dómkirkjunnar í Köln.
Maður á að roðna þegar maður
gerir villu, en ekki þegar maður
leiðrjettir hana
(Rousseau).
Versta villan, sem hjón gera sig
sek um, er að gleyma að sýna
hvort öðru nærgætni.
(Mme de Pussieau).
Hin sanna lieiðurslöngun er miklu
fremur í j)vi l'ólgin, að langa til að
gera sig lieiðurs verðan, en í j)ví að
fá heiðursvottinn.
(Mme de Lumbert)
Til eru margar steinrunnar sálii'
í saffiansbandi og giltar á kilinum.
(II. C. Andersen).
Hver veit nenia jörðin sje ekki
annað en helvíti einhverrar annarur
plánetu.
(Aldous Huxley).
ABNI JÓNSSON,
HAFNABSTR-5 fiíVKJAVIK. ,
I