Fálkinn - 15.01.1943, Blaðsíða 6
6
I
- LITLfl SflQflfl -
Rex Beach:
Veiðimaðurinn
og hundurinn hans.
r
ARUM saman hafa dýravinir sagt
þessa sögu úr norðugskógun-
um upp aftur og aftur, og þó að
sumir þeirra fullyrði, að þeir hafi
lesið hana þá virðist enginn geta
munaS, hver hafi skrifaS hana eSa
hvar hún hafi veriS birt. Hver veit
nema þú getir þaS.
Peter Dobley lijet ungur maSur,
sem lifði af loðdýraveiSum, aleinn,
einhversstaðar langt fyrir norðan
alla aðgæslu. Hann var einsetumað-
ur, það er að s'egja þegar frá er skil-
ið, að Prins var hjá honum, en
Prins var stór sleSahundur, sem var
líkari úlfi en venjulegum hundi. Á
hverju hausti komu þeir Peter og
liinn þögli, grái fjelagi lians til
mannabygða norðan úr sk’ógunum
og keyptu sjer vistir lil vetrarins
og hurfu svo aftur. Og á hverju vori
komu þeir með skinnin sín — eft-
irtekjurnar af atvinnunni.
Prins fylgdi húsbónda sínum jafn-
an og tók þátt í öllum ferðum hans
og var liáSur sömu hættunum og
liann. Svo framarlega sem húsbóndi
hans var nálægur þá stóð honum á
sama, þessum stóra úlfhundi, livort
hann svaf á snjónum undir köldum
stjörnum, eða í þægindalitlum kof-
anum þeirra. Úr gulum augum
hundsins skein jafnan sama aðdá-
unin og hollustan. Hún brann þar
sífelt, eins og kerti á altari, og að-
eins þegar hætta virtist vofa yfir
Peter, vaknaði úlfseðlið í hundin-
urn. Þá fitjaði liann upp á trýnið
og Jjet skína í vigtennurnar, en
drápsfýsnin logaði úr augunum.
Sumir hundar geta aðeins orðið
elskir að einum manni, en Prins
átti meira hjartarúm— Hann varð
tíka elskur að Margaret, þegar Peter
giftist lienni. Og vorið eftir, þegar
litli Peter fæddist, og þau voru orð-
in þrjú i stað tveggja, sem Prins
liafði að gæta, þá var eins og hann
gleddist yfir þvi að fjölskyldan var
orðin svona stór.
En liinum óblíSu goSum norður-
skóganna þótti nóg um þelta meðlæti
og þau urðu afbrýðisöm. Margaret
náSi ekki lieilsu eftir barnsburðinn.
Og þegar fyrsti snjórinn fjelt um
haustið á nýja gröf undir furutrje
við kofann, þá hjelt þar vörð sár-
hryggur maður og þögutl hundur
hans.
Einlivernveginn gat Peter gert
Prins það skiljanlegt, að hundurinn
mætti nú ekki fara út i skóg með
honum framvegis, til þess að vitja
um gildrurnar og njóta útilífsins.
Annar fjelaginn várð að vera heiina
og gæta barnsins meðan liinn vitj-
aði um gildrurnar og aflaði fæðis.
Upp frá því stóð Prins við glugg-
ann og horfði á eftir Peter þegar
tinnn hvarf út í skóginn á morgn-
F Á L Ií I N N
Theodor Ánrnson:
Merkir tónsnillingar
ana. Svo andvarpaði hann og sneri
frá glugganum og lagðist fram á
lappir sjer tijá barninu. Þegar þaS
vaknaði og fór að kjökra, þá var
loðfeldur hundsins altaf einhvers-
staðar nærri lit þess að orna þvi,
og heit tunga til að þægja því.
Einn daginn skall á bylur meðan
Peter var úti i skógi. í einu vetfangi
var allur skógurinn i einu snjókófi.
Peter tók upp áttavitann og lagði
af stað héim. Honum miðaði seint
áfram og nóttin kom yfir liann. En
hann hugsaði sem svo, að Prins
mundi áreiöanlega sjá um, að barn-
inu yrði ekki kalt.
Bylnum slotaði í dögun og
skömmu siSar kom Peter í rjóðrið
kringum kofann sinn. Hann blístr-
aði. Þegar hann gaf þetta merki var
Prins altaf vanur að koma út í
gluggnn og gella ákaflega, en í þetta
sinn sást liundurinn eklci og heyrð-
ist ekki gelta.
Peter varð órótt; hann tók sprett
heim að dyrunum, og sá þá að
hurðin stóð i hálfa gátt.
Barnsvaggan var tóm. Ábreiðan var
rauð af blóði og stórir blóðpollar
á gólfinu. Meðan faSirinn stóð þarna
steini og harmi lostinn kom Prins
skríðandi fram undan rúminu. Hann
var blóSugur um trýnið. Hann horfði
ekki á manninn og gerði enga til-
raun til aS nálgast liann, en lá þarna
eins og slytti, liengdi hausinn og leit
undan. Peter skyldi þegar í slað
hvernig í öllu lá. ÚlfseÖliS var ekki
dautt í hundinum! HungriSliafði vakið
hina frumstæðu hvöt hans. Peter rak
upp öskur, þreif öxina sína og ralc
hana af alefli í hausinn á lionum.
All í einu lieyrðist grátur eih-
hversstaðar fyrir aftan hræið af
Prins. Faðirinn laut niður og með
skjálfandi höndum dró liann barn-
ið fram undan rúminu. Föt barnsins
voru rifin og blóðug, en það var
alveg óskaddað. Nú svipaðist Peter
í skyndi um í kofanum, og þá kom
hann auga á liræ af stórum úlfi úti
í horni, ög var hann bitinn á bark-
ann. í kjaftinum á lionum voru enn
ftygsur af gráu liári, sem liann hafði
slitið af hálsinum á Pete.
ERNEST J. KING
afimlváll ev hœstváðundi liins mikla
sívaxandi flota Bandaríkjanna. Hann
buvjaði hevmenskufevil sinn, sem
bátsmaðuv á hevskipi í stvíðinn við
Spánvevja, um Cuba. Fjövutíu og
fimm áva gamall, ev hann liafði vev-
ið kapteinn á hevskipum í fimm áv,
gevði hann það, sem óvenjulegt ev
nm menn á hans aldvi: hann tók
flugmannspvóf.
flossini
1792—1868.
„Svanurinn frá Pesaró“ var hann
oft nefndur, þessi glæsilegi og glað-
lyndi ítalski tónsnillingur. Bendir
þaS tit þess, að fagur hafi mönnum
þótt söngur hans, eða tónsmiðarnar,
sem hann gladdi með samtíS sína,
—• og enn lætur jafnvel í eyruni
okkar er nú lifum, það sem geymst
hefir af þessum tónsmíðum, og er
haft í hávegum, þrátt fyrir allan
þær byltingar, sem orðið liafa á
„bragnrháttum“ tónskáldlanna, að-
ferðum og tækni, — og smekk á-
heyrenda, frá því, er Rossini var á
ferðinni, siglaður og syngjandi.
■ Hann var glæsilegur tónsnillingur
og glæsilegur maður, — og lislarfer-
ill hans var glæsilegur. En þar átti
liann mikið að þakka þvi, hvernig
skapgerð lians var háttað, hversu
ljett honum var um að lilæja. því að
ekki fór hann varhluta af því, frem-
ur en aÖrir miklir menn, að eiga ó-
vildar- og öfundarmenn, sem sátu
um að gera honum „grikki“, þegar
því varð við komið, og setja út á
tónsmíðar lians. Yfirleitt hló hann
að öllu slíku og ljet það ekkert á
sig fá, — nema í eitt skifti, en það
var þegar hann lieyrði „Hugenotta"
Meyerbeers (29. febr. 183C). Þá varð
honum svo mikið um liinn glæsilega
sigur keppinautar síns, að hann
strengdi þess heit, tiátt og í hljóði,
„að opna ekki sinn munn framar“,
Og' þetta lieit lijelt hann um nokk-
urt skeið. Annars var liann talsvert
ógætinn eða jafnvel ófyrirleitinn
um það, að gefa liöggstað á sjer á
þann liátt t. d. að „endurtaka sjálf-
an sig“, taka upp í ný verk lieila
kafla úr eldri verkum, sem ef til vilt
liöfðu mistekist að einhverju leyti,
eða í lieild, — og sveifst þess jafn-
vel ekki, að „taka að láni“ liitt og
þetta frá Öðrum tónskáldum. T. d.
tók hann þannig traustataki á Alle-
gvetto schevzando úr ájtjtundu sým-
fóniu Beethovens í söngleik sinn
„Le comte Ory“. Hann var þá að
stúdera Beethoven i sambandi við
annan söngleik, sem hann hafði þá
á prjónunum, sem síðar reyndist
eilt lians besta verk (Vilhjálmur
Tell) og þótti mönnum hann verja
þeim tíma vel, sem liann notaði til
að kynna sjer verk hins alvöru-
gefna íneistara.
Hann lijet futlu nfni Gioacchiano
Antonio Rossini, og var fæddur í
Pesari í Ítatíu (sem liann var síðar
kendur við, eins og að framan seg-
ir), hinn 29. febrúar 1792. Faðir
hans lijet Giuseppe Rossini, um-
komulítill maður, en músík-hneigð-
ur og æstur stjórnmálamaður. Var
hann einskonar katlari eða lúður-
þeytari (trombadóre) borgarinnar
og umjsónarmaður sláturhúsa. Þeg-
ar Gioacchiano var á fimta árinu,
var faðir lians hneptur í varðhald
vegna stjórnmálaskoðana sinna.
Varð nú þröngl í búi tijá húsfreyj-
unni. En hún mun vcrið hafa rögg-
semdar kona. Hún hafði fagra söng-
rödd og hugðist nú að notfæra sjer
það. Tók hún sig upp frá Pesaro
og fór með litla drenginn sinn til
Bologne og fjekk von bráðar, og að
Itfs 00 liðnir:
því er virðist undirbúningslitið,
tækifæri til þess að syngja gaman-
söngva opinberlega, þar i borg og
þótti takast svo vel, að henni var
síðar auðvelt að fá atvinnu við leik-
liús. Og þegar manni hennar var
slept úr varðhaldinu, fór hann lika
til Bologne og útvegaði konan hon-
um liljóðfæraleikara-stöðu i leikliúsi
þar sem hún var ráðin. Siðan fóni
þau til annara borga, en skildu
drenginn eftir í Bologna i fóstri hjá
svínaslátrara einum. Var vel tit lians
gert og meðal annars fenginn lianda
honurn lcennari á slaghörpu (harpis-
cord). Hjet sá Prinetti og var kend-
ur við Novara, sem kendi honum
þessa list þrjú árin fyrstu. En síðar
naut liann tilsagnar sjerlega fjöt-
hæfs kennara, Angelo Tesei að nafni,
sem meðal annars byrjaði að kenna
honum stafróf hljómfræðinnar og
æfði hann í kirkjusöng. Fór dreng-
urinn brátt að syngja í kirlcjum og
leika undir söng annara.
Þrettán ára gamall fór Rossini að
syngja í leikhúsum, og þess á milli
ljek hann á túður í hljómsveitum,
við hlið föður síns. En uni þær
mundir bar svo við, að liginn mað-
ur einn og miklu ráðandi, Giusti að
nafni, kyntist drengnum og leist svo
vel á hann fyrir margra hluta sakir,
að hann tók að sjer að menta liann
á ýmsa lund og vildi lijálpa honum
til að komast til manns. Las hann
t. d. fyrir drenginn og útskýrði fyr-
ir honum ýms hin merkustu rit
ílalskra skálda og má segja að hann
hafi i raunverulega vakið listargáfu
hjá Rossini og lagt góðan grundvötl
að mentun lians. Vorið 1807 fjekk
lt. aðgang að tónlistarstofnuninni
Liceo Communale í Bologne og naut
þar um sinn tilsagnar Padre Mattei
í kontrapunktfræði og lagöi þá
jafnframt stund á að læra á knje-
fiðlu hjá ágætum kennara (Caveda-
gni). Áður en þelta var hafði liann
verið búinn að semja talsvert af
tónsmiðum, og jafnvel einn söng-
leik (Demetrio). Tilsögnin lijá Padre
Mattei mun hafa verið miðuð við
meðalmensku og hann látið eitt yfir
alla ganga „í bekknum", — eða ekki
gert sjer neitt far um að taka tillit
til þess, þó að þar væri einliver
fjöldanum fremri að gáfum, sem hug
hefði á að komast eitthvað áleiðis
í þessum fræðum. Og þannig var
um Rossini. Hann undi lítt seina-
ganginum í kcnslunni í þessum
„bekk“, og einhverntíma, þegar
Padre Mattei liafði látið orð falla í
þá átt, að i sjálfu sjer þyrfti ekki
svo ýkja mikla kunnáttu lil þess að
vera tónskátd „í hinum frjátsa stíl“,
en til þess að geta fengist við kirkju-
tónsmíðar úheimtist hinsvegar mjög
ítartegt og skipulagsbundið íiám, tók
Rossini hann á orðinu og spurði
hispurslaust: „Er það þá álit yðar,
að jeg sje búinn að læra nógu mikið
til að geta samiö söngleilci?“ „Auð-
vitað!“ hafði þá sá frómi karl svar-
að. „Þá vil jeg ekkert meira læra,
því að jeg óska mjer einskis annars,
en að geta samið söngleiki.“ Hætti
liann þar með þessu námi, enda stóð
þá svo á fyrir foreldrum lians, að
þeim var það full þörf að hann
ljetti undir með þeim. Tók hann þá
tit við sína fyrri iðju, um sinn, að
Fvh. á bls. II.
t/