Fálkinn


Fálkinn - 12.02.1943, Blaðsíða 3

Fálkinn - 12.02.1943, Blaðsíða 3
F A L K I N N 3 Vetrarheræfingar á íslandi. VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: ^ Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-G Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSprent. Sökum hinnar vaxandi umferðar í Reykjavík hafa verið settar nýjar umfer.ðareglur og nokkrar aðalgötur bæjarins teknar út úr þeim smærri, til þess að tryggja betur slysalausa umferð á þeim og jafnframt til þess að greiða fyrir umferðarstraumnum. Enginn mun neita þvi, að hver sú ráðstöfun, sem gerð er til umbóta á umferðinni á götum bæjarins og til þess að draga úr slysahættunni, sje þörf ráðstöfun, því að varla líð- ur svo sá dagur, að eigi verði um- ferðaslys og sum þeirra svo alvar- leg, að þau kosti líf einstaklinga. Maður skyldi nú ætla, að ekki væri svo aumur maður til í öllum höfuð- staðnum, að hann tæki þessu ekki með fögnuði og gerði sjer far um að hlýða settum reglum. En hvað skeður? Naumast eru götuskiltin, sem eiga að leiðbeina um hvar hlið- argötuakstur eigi að víkja fyrir að- algötuakstri, komin á sinn stað, fyr en þorparalýður bæjarins kemur á kreik og fer að mölva niður skiltin. Það er sama innrætið, sem lýsir sjer í þessu, eins og kemur fram þegar brunaboðar eru brotnir til að gabba slökkviliðið, eða þegar menn fara inn í garða til þess a§ mölva niður trje, eða gera sjer leik að því að mölva rúður í liúsum. Hjer hafa staðið í nokkur ár tvö minnismerki um þessa tegund bæjarmenningar, þar sem eru auglýsingaturnarnir, sem settir voru upp á Óðinstorgi og inn við Vatnsþró fyrir mörgum ár- um. Auglýsingarúðurnar voru fljót- lega brotnar úr þeim, en eftir standa ryðgaðar járngrindurnar. Það mun vera tilætlunin, að þær sjeu auglýs- ingar upp á sinn máta, um háttsemi vissrar tegundar bæjarbúa, og er ekki um það að sakast, þó að varla geti heitið bæjarprýði að þvi. Ef bæjarbúar hefðu augun opnari fyrir háttsemi þeirra einstaklinga, sem temja sjer þennan verknað, mundi öðruvísi fara. En það er svo,. að fjöldi manna, sem hefir skömm á þessu athæfi, vanrækir samt að kæra sökudólgana, svo að þeir verði látnir sæta hæfilegri hirtingu. Þeir vanrækja að gera lögreglunni að- vart um spellvirki á götum úti, þeg- ar tækifæri gefst, eru að vissu leyti meðsekir spellvirkjunum sjálfum. Það þykir ekki tilhlýðilegt að hylma yfir með þjófum, en i rauninni er það engu betra að horfa þegjandi á aðfarir spellvirkja þeirra, sem gera bæjarfjelaginu skömm og setja á það skrílstimpilinn. Uni síðustu helgi hafði Banda- ríkjaherinn sýningu fyrir blaða- menn á því, hvernig æfður er við- búnaður til að uppræta vjelbyssu- hreiður andstæðinganna og taka stöðvar þeirra. Var æfingin einkum hugsuð með tilliti til þess, að óvin- irnir hefðu komið liði á stöðvarnar með því að láta fallhlífarhermenn siga til jarðar. Ákveðin staður var hugsaður sem bækistöð þessa óvinaliðs. Komu nú fyrst orustuflugvjelar á vettvang, sem sóttu að bækistöðinni og vörpuðu sprengjum yfir „hreiðrið“. Þvi næst flugu þær aftur yfir bækistöðina og ljetu nú fallbyssuskothriðina dynja á henni. Þegar þessum atlögum flugvjel- anna var lokið voru skriðdrekarn- ir sendir fram til árásar og skutu af fallbyssum og hriðskotabyssum á bækistöðina, en loks tóku fallbyss- urnar að spúa eldi og stáli á óvina- stöðina. Milli fallbyssanna og óvina- stöðvarinnar var hæð, svo að ekki var hægt að sjá á milli. En tæki þau, sem notuð eru til að skjóta á ósýnilegt mark, eru hin margbrotn- ustu og yrði of langt að lýsa því, hvernig þau starfa. En útsýnisstöð- in, sem starfar í sambandi við fall- byssustöðina getur sagt til um, með fullri nákvæmni, hvernig kúlan hitt- ir, og sendir lýsingu á.því simleiðis til fallbyssustöðvarinnar. — Einnig var sýnd sjerstaklega atlaga með sprengjuvörpurum, sem einkum eru notaðir gegn vjelbyssu- hreiðrum og fótgönguliði, en eigi í viðureign við viggirtar stöðvar nje skriðdreka. Heræfing þessi fór fram i viður- vist Bonesteel hershöfðingja og ýmsra annara yfirmanna hersins. Snjór var allmikill á æfingarsvæð- inu og var þetta þvi i fylsta máta vetrarheræfing. Þótti blaðamönnum, sem það mundi vera „köld ánægja“ að liggja hálfgrafinn i snjó við vjel- byssurnar, algerlega skýlislaus. Efri myndin sem hjer fylgir sýnir slikt vjelbyssuhreiður i fönninni. En sú neðri er tekin við eina fallbyss- una, sem verið er að skjóta af. Flest- ir af mönunum, sem sjást á mynd- inni, eru blaðamenn úr Reykjavik. Drekkið Egils ávaxtadrykki Jón J. Dalmann, Ijásmyndari, verð- ur 70 ára lb. þ. m. Frú Steinunn Hallvarðsdóttir, Báru- götugötu 22, varð 70 ára 2. þ. m. Jónas Hieronýmusson, skipasmiður, Vesturgötu 65 varð 70 ára 6. þ. m. Skotasðgnr Nafnið „Skotasaga“ er nýtt í mál- úvu, svo að varla mun meira en ára- vigur síðan jeg sá það fyrst eða heyrði. Það er ekki hliðstætt orð- inu íslendingasaga, nje heldur fleir- tölu þess. Það merkir kýmnisögu, sem lætur það i veðri vaka, að hún lýsi eðlisfari skosku þjóðarinnar, og þó ávalt á einn veg, sem sje sjer- stökum nirfilshætti. í sjálfu sjer eru þessar Skotasög- ur oft næsta broslegar, svo að þær eru hin besta skemtun, en hálfu broslegri verða þær fyrir. þá sök, að nirfilsháttur er liklega engri þjóð fjarlægari, en Skotum. Þeir eru mik- ilhæf þjóð, og ein af þeirra ágætustu þjóðdygðum er sú, að kunna einkar Frh. á bls. U.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.