Fálkinn


Fálkinn - 12.02.1943, Blaðsíða 14

Fálkinn - 12.02.1943, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N SKOTASÖGUR. Frh. af bls. 3. vel með fje að fara. En það kann nirfillinn aldrei — ekki freinur en flottræfillinn, svo að jeg noti ann- að ágætt nýyrði, og þó eldra. Sá einn kann vel með fjármuni að fara, sem bæði er sparsamur og nýtinn, en þó laus við þann löst, sem Byron taldi einkenni þræla, að dýrka fjeð. Nýtni, sparsemi og örlæti eru kostir, sem Skotar eru —■ alment talað — ríkulega búnir, og einn vottur örlætis þeirra er sú hin frábæra og alúðlega gestrisni, sem allir þeir liafa kynst, er eitt- bvað liafa á Skotlandi dvalið. Aðeins eitt er við þær vinsæld- ir að athuga, sem Skotasögur hafa náð á íslandi. En það er, að hinir fávisari kunni að lokum að fá þá hugmynd inn i sig, að smásálar- slcapurinn sje i rauninni þáttur í eðlisfari skosku þjóðarinnar. Það væri hörmulegt, ef jafnvel liiuir fá- fróðari á meðal íslendinga fengju svo fráleitan skilning á þessari grannþjóð okkar. Um hina betur mentuðu er ekki að óttast i þessu efni. Ósviknar ‘ Skotasögur geta ekki aðrir búið til en Skotar sjálfir. Hjá öðrum verða þær bragðdaufar. Og engan liefi jeg heyrt segja þær veru- lega vel nema Skota sjálfa, enda þarf oft að kunna til þess skoskan framburð til hlítar. Meginþorra þeirra er ekki viðlit að þýða, og jafnvel þær, sem þýddar verða, tapa sjer nálega altaf. Eigi að síð- ur getur þó svo mikið orðið eftir að vel sje. Það sanna ótvírætt liin- ar miklu vinsældir þeirra i íslensku gerfi. Þessar línur eru fyrir þá sök skrifaðar, að jeg varð þess eitt sinn var, að ritstjóri Fálkans óttaðist að Skotasögur gætu valdið lijer nokkr- um misskilningi á grannþjóðinni. Sá misskilningur mundi að visu al- drei fara út yfir þau takmörk, er að ofan greinir; en eigi að síður er allur varinn góður. Sn. J. Fjelao íslenskra iðnrekenda átti tíu ára afmæli 6. þ. m. Byrjaði starfsemi sína með 12 fjelagsmönn- um, en það er til marks um þróun íslensks iðnaðar síðan, að nú eru 71 iðnrekendur í fjelaginu og fram- leiðslan að sama skapi fjölbreytt. Meðal þeirrar iðnvöru, sem fram- leidd er nú lijer á landi, má nefna: Fatnað allskonar, ytri og innri, og efni í hann, skó, olíuföt, fiskilínur, öngultauma, botnvörpur, hreinlætis- og snyrtivörur, stáltunnur, fiskmjöl, niðursoðið fiskmeti og ketmat, sæl- gæti, öl, gosdrykki, málningu og lakkvörur og umbúðir úr pappa og trje. Um 1300 manns starfa nú hjá meðlimum fjelagsins og giæiddi það laun til þessa fólks, árið 1941, sem námu um fjórum miljónum króna, en í skatta og útsvör greiddu þessir iðnrekendur um 1.2 miljón króna það ár. Hjer er því um að ræða all- verulega byrjun að íslenskum iðn- aði, i venjulegri merkingu þess orðs, og telur fjelagið það vitanlega fyrsta hlutverk sitt að hlúa að honum og gæta hagsmuna iðnrekenda þannig að íslenskur iðnaður fái þrifist og staðist samkepni við útlendan. í lög- um fjelagsins er tilgangur þess tal- inn sá: 1. Að reyna að hafa áhrif á lög- gjöf þjóðarinar og gera tillögur um þau málefni, er snerta innlendan iðnað og vera ávalt viðbúið að svara fyrirspurnum, er þvi kynnu að berast viðvíkjandi allskonar iðn- aði, og á þann hátt tryggja iðnrek- endum, að rjettur þeirra sje ekki fyrir borð borinn, hvorki af lög- gjafarþingi þjóðarinnar nje öðrum. 2. að vinna að þvi að koma á sam- ræmi meðal iðnrekenda, er starfa á likum grundvelli. 3. Að standa saman um það, að innlend framleiðsla verði látin ganga fyrir um notkun, sjerstaklega þeg- ar hið opinbera, rikisstjórn eða stofnanir þær, sem styrktar eru af rikinu, gera innkaup sin. Sama gild- ir um bæjarfjelög og þær stofnan- ir, sefh styrktar eru af þeim. 4. Að fylgjast með þeim breyting- um, er verða á iðnaðarlöggjöf ann- ara þjóða, er kynnu að hafa áhrif á islenskan iðnað. 5. Að vinna að því að auka þekk- ingu íslendinga á innlendum iðnaði, t. d. með vörusýningum. 6. Að vinna að því að tryggja sem best vinnufrið í öllum iðnaði í landinu o. fl. -----Fjelagið stefnir að þvi tak- marki, að sem flestar vörutegundir verði framleiddar hjer á landi, og að iðnaðurinn aukist í rjettu hlut- falli við aðrar atvinnugreinir, svo og þvi, að sem best verði vandað til allrar innlendrar iðnframleiðslu. Ennfremur að því, að landsmenn sjái hag og sóma sinn í því, að kaupa fremur innlenda framleiðslu en erlenda. Núverandi stjórn fjelagsins skipa: Sigurjón Pjetursson á Álafossi, for- maður, Sigurður B. Runólfsson frkv.- stjóri, ritari, J. B. Pjetursson frkv.- stjóri Stáltunnugerðarinnar, gjald- keri, Sigurður Waage og Jón Kjart- ansson. Sigurjón á Álafossi hefir ver- ið formaður fjelagsins frá öndverðu. STAFUR MÓSESAR. Hitler stóð sunnan við Ermarsund og horfði eftirvæntingaraugum'norð- ur yfir. Hann fann að hann gat ekki ráðið fram úr vandanum sjálfur og fór þvi til elsta gyðingalæriföðurs- ins i nágrenninu, sem hann hjelt að gæti gefið sjer heilræði. Hitler út- skýrði hvað fyrir sjer vekti og læri- faðirinn sagði: „Þetta er hægðar- leikur. Hann Móses rjeð fram úr þessu fyrir þrjú þúsund árum.“ „Og hvað gerði Móses þá?“ spurði Il^Ier. „Það var ofur einfalt,“ sváraði Iærifaðirinn. „Hann gerði ekki ann- að en taka upp staf og snerta sjóinn í Rauðahafinu og þá var vandinn búinn.“ „Þetta var einmitt það, sem jeg þurfti að vita,“ hrópaði Hitler. „En hvar er stafurinn?" „í British Museum?“ svaraði læri- faðirinn. Síðast á sunnudaninn var nýrri bifreið bjargað frá algjörðri eyðileggingu, af þeirri einni ástæðu, að aðvífandi bifreið hafði meðferðis eldslökkvitæki. Hvernig mundi yður verða innanbrjósts, ef bifreiðin, sem þjer hafið haft svo mikið fyrir að ná í, brynni til kaldra kola, þannig að þjer gætuð sjálfum yður um kent. Eða þjer sem búið í timburhúsum, liafið þjer íhug- að að lítilfjörleg ikviknun getur orðið til þess að þjer standið húsnæðislaus á götunni. Hafið þjer gert yður grein fyrir, að í dag er ekki nóg að vá- tryggja hluti gegn eldsvoða, hifreið yðar endur- heimtið þjer tæpast og því síður húsnæði yðar. Tryggið yður því gegn slíkum áföllum með því að fá yður slökkvitæki þegar í dag. Höfum nú íyrirliggjandi mjög hentug og fyrirferða- lítil slölckvitæki í tveim stærðum, fyrir bifreiðar og hús. Verslunin Brynja Laugavegi 29. Garðeigendnr og bændur. Munið að allar áburðarpantanir verða að vera komnar í vorar hendur fyrir febrúar- lok. Von er á þesum tegundum: BRENNISTEINSSÚRU AMMONÍAKI AMMOPHOS 16% + 20% * KALÍÁBURÐI 60% og TRÖLLAMJÖLI. ibnrðarsala ríkisins *

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.