Fálkinn


Fálkinn - 12.02.1943, Blaðsíða 10

Fálkinn - 12.02.1943, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N YNGftlf l»E/&NMRNIR Egg og „Nú förum við út í víða veröld,“ sagði Jói við köttinn sinn, þegar hanii varð að fara að heiman, eftir að foreldrar hans voru báðir dánir og höfðu ekkert látið eftir sig handa honum. „Vertu óhræddur, okkur slcal ganga vel,“ sagði kisa. Þetta var fyr- irmyndarköttur, því að hann gat talað, og svo var hann líka göldr- óttur, því að hann hafði alist upp hjá galdrakarli. Þess vegna hlýddi Jói altaf ráðum hans. Þetta var um sumar og það rigndi mikið þennan dag. Jói og lcisa höfðu gengið lengi og voru hæði vot og soltin. En þau voru stödd í skógi og gátu hvergi sjeð nokkurn bæ. „Ef þú finnur ekki hæ bráðum, kisa, þar sem við fáum eitthvað að eta, þá legst jeg niður og fer að bíta gras — jeg er svo soltinn,<* sagði Jói. „Líttu þangað,“ sagði kisa og benti, „Þarna er liús — og finnurðu lyktina? Jeg er viss um, að það er verið að steikja flesk og egg þarna,“ „Það er besti maturinn sem jeg fæ,“ sagði Jói og sleikti út um. „Jeg er viss um, að jeg gæti etið fullan disk af steiktu fleski og eggj- um með miklu hrauði og glasi af öli. Hvað segir þú um það, kisa?“ „Flesk og egg — já, það er gott, en þó vildi jeg heldur skál af mjólk »'.ð lepja,“ svaraði kisa og sleikti ut um. „Við skulum nú flýta okkur þang- að og sjá hvað við fáum,“ sagði Jói, og það gerðu þau. Þetta var laglegl hús og í eldhúsinu stóð myndarleg kona og tvö lítil börn. Þau liefðu átt aS-vera glaðleg fannst Jóa, en það var nú eitthvað annað. Þau voru (ill svo alvarleg og raunaleg. „Góðan daginn,“ sagðf Jói og tók rennblautan hattinn ofan. „Meg- um við koma inn fyrir? Við erum blaut og soltin, við kisa. Ætli það væri liægt að fá eitthvað að borða hjá þjer?“ „Við eigum ekki annað en þurt brauð,“ sagði konan og leit á elda- vjelina. Þar stóð panna með eggj- um og fleski — að minsta kosti 5— (i egg og ógrynni af flesksneiðum. — „Þetta sem þið sjáið þarna á jeg ekki, við börnin mín og jeg brögð- um nærri því aldrei annað en þurt brauð, en það er skógarhöggvarinn, sem etur allt fleskið mitt og eggin.“ „Skógarhöggvarinn — hvaða mað- ur er það? Og hvers vegna fær hann það, þegar þú hefir ekkert handa þjer og börnunum?“ spurði Jói. „Það er nú saga að segja frá þvi,“ sagði konan og fór að gráta. „Jeg átti hjerna heima með börnunum mínum og var svo glöð yfir að eiga þetta hús, og mörg hænsni og nokkra grísi. Maðurinn minn fór i annað land og sagði, að jeg skyldi vera róleg hjerna, og þegar hann kæmi aftur ætlaði hann að kaupa handa okkur stórt hús' fyrir pen- flesk. ingana, sem hann græddi á ferö- inni.“ „Það er ekki ástæða til að skæla út al' því,“ sagði Jói og klappaði konunni. Eh kisa hringsnerist og fór að mala, lil þes að liugga kon- una. „Jeg er ekki að gráta þess vegna, lijelt konan áfram. En eftir nokkurn tínia kom skógarhöggvarinn og sagði, að maðurinn minn væri í varðhaldi hjá galdramanninum, sem liann vinnur hjá -—• það er hann sem á skóginn — og að að- eins einn maður gæti bjargað hon- um úr prísundinni." „Og var liað skógarhöggvarinn sjálfur?“ spurði Jói. „Já, það sagði hann, og svo sagði hann líka, að ef jeg gerði ekki alt, sem hann segði mjer, þá skyldi hann reka mig úr húsinu, og að jeg skyldi þá aldrei fá að sjá manninn minn framar,“ sagði konan. „Mikill hrappur er þessi skógar- höggvari,“ sagði Jói. — „Og hvað heimtaði hann svo?“ „Hann kemur hingað á hverjum degi og lieimtar fulla pönnu af fleski og eggjum. Fái hann ekki nóg, þá verður hann vondur, og hótar öllu illu.“ „Þetta er auma meðferðin,“ sagði Jói. „En bíddu nú hæg. Ætli jeg og hún kisa mín getum ekki bætt úr þessu.“ Konan var dauf, og Jói sá, að hún treysti þessu ekki meira en svo. En þá fór kötturinn að tala og konan varð mállaus af undrun, því að hún hafði aldrei sjeð kötl, sem gat lalað cins og maður. ..Trúðu ekki ])ví, sem skógarliöggv- arinn segir,“ sagði kötturinn. „Mað- urinn þinn er ekki í fangelsi, lield- ur kemur hann bráðum heim, og þá skaltu sjá, livað þú ert orðin rik! En nú skal jeg refsa slæma mannin- um, sem hefir verið svo vondur við þig og börnin þín.“ Og svo fóru þeir Jói og kötturinn út i hænsnahúsið og kötturinn saði þar töfradufti i hænsnamalinn. — Síðan fóru þeir í svínastíjuna, en þar var bara einn gris. Hann fjekk líka duft — og svo — — „Hvað er þetta?“ heyrðist sagt með ruddaraust inni í stofunni. Þar stóð skógarhöggvarinn með öxi sina og góndi á pönnuna. „Ætlarðu að bjóða mjer svona litið? Jeg vil meira!“ „Hænsnin verpa svo lítið núna,“ kveinkaði konugarmurinn. „Það gildir mig einu,“ sagði vondi maðurinn. „Flýttu þjer að koma með meira — annars .... “ Hann gleymdi hvað hann ætlaði að segja meira, þvi að nú opnuðust dyrnar og griðarstór hæna — eins stór og strútur — leit inn. Hænsn- in höfðu etið töfraduftið og voru orðin svona stór, og grisinn var eins og flóðhestur. „Eltið þið hannl“ kallaði Jói og nú varð heldur en ekki aðgangur. Skógarhöggvarinn tók til fótanna, en stóru hænsnin og grísinn eltu, en •Jói, konan og börnin hennar vissu ckki hvorl þau áttu að gráta eða hlæja. En nú komu þeir inn, kötturinn og Jói og settust að snæðingi með konunni og börnunum. Þarna sátu þau i mestu makindum, þegar bar- ið var á dyrnar. „Æ, skyldi skógarliöggvarinn ekki vera kominn aftur, til þess að reka mig út,“ sagði konan og var hrædd. En það var nú eitthvað annað. Því að þarna var þá maðurinn henn- Flísamaja kom einu sinni i apó- tekið og sagðist ekki hafa frið fyr- ir flóm i rúminu sínu, — jæja, og svo væri ekki laust við að önnur kvikindi væru þar, ennþá leiðari. Hvdrt hún gæti ekki fengið eitt- livað meðal til að útrýma þessum óþverra. Lyfjafræðingurinn kom með mó- grátt duft, sem hann sagði að væri bráðdrepandi og Maja spyr, hve mörg kvikindi mundi vera hægt að drepa fyrir tíu aura virði af duftinu. — Jeg býst við að hægt sje að drepa um þúsund með 10 aura skamti, segir lyfjafræðingurinn. Maja tekur upp budduna sina og týnir úr lienni mikið af smápening- um og segir svo: Það er þá best að jeg fái fyrir eina krónu og fimtiu! Skrifstofustjórinn: — Heyrið þjer, ungfrú Gerður. Þjer hafið víst ekki gert yður ljóst hvenær vinnutíminn byrjar hjer á skrifstofunni á morgn- ana? Síúlkan: — Nei, sannast að segja ekki. Það er altaf byrjað að vinna áður en jeg kem. NS-rithöfundurinn Finn Halvor- sen hitti annan rithöfund i Hallar- garðinum i Osló og gekk hann hjá án þess að heilsa. Halvorsen sneri við og tók í handlegginn á hinum. „Heilsarðu mjer ekki?“ sagði hann ógnandi. „Dettur það ekki í hug. Jeg vildi ekki einu sinni pissa á þig.“ „Er þjer ljóst hvað þú átt á hættu? Jeg kæri þig fyrir þetta, og þá verðurðu sjálfur að taka afleiðing- unum. Hann þagði dálitla stund og virt- ist vera að hugsa sig um. Loks seg- ir hann: „Jæja, jeg verð þá likast til að pissa á þig, garmurinn." Hróöugur faðir: — Hverjum finst þjer að hann sonur mmn litli sje líkur? — Mja, jeg veit ekki hvað segja skal. Jeg þekki svo fáa hjerna í bænum. ar, kominn heim úr langferðinni. Hann hafði eignast dýran fjársjóð, svo að nú gat hann l'lutt konuna sína og börnin á stórbýlið, sem liann hafði keypt handa þeim. — Og nú þurftu þau aldrei að hræðast galdra- manninn, nje vonda skógarhöggv- arann framar. Jói og kötturinn urðu eftir i litla húsinu fyrst um sinn, en eftir nokkurn tíma hjeldu þeir áfram út í víða veröld, og lentu í mörgum fleiri æfintýrum. SKOTASÖGUR. I þessu blaöi byrjar safn af Skota- sögum, sem helclur áfram i nokkrum nœstu blööum, i Skrítliulálkunum. Maður nokkur kom inn í versl- un í Aberdeen og keypti sjer skjala- tösku. „Á jeg ekki að búa um hana?“ spurði búðarmaðurinn. „Nei, það er óþarfi,“ svaraði liinn. „En takið þjer umbúðapappírinn og seglgarnið, og leggið það innan í töskuna.“ Einu sinni voru strælisvagnagjöld- in i Aberdeen sett niður, og þó undarlegt megi virðasl, .þá vakti þetta ekki ánægju nema hjá suin- um. Einuin sparsömum manni varð að orði, er hann heyrði um lækk- unina: „Áður sparaði jeg mjer þrjá pence með því að ganga í stað þess að fara í strætisvagni, en nú spara jeg ekki nema einn penny.“ Strákurinn var píndur til að taka lýsi tvisvar á dag, en við hverja inntöku var látinn einn penny í sparibyssuna lians. — Þegar búið var úr flöskunni opnaði faðir lians sparibyssuna, liátíðlegur á svip og taldi innihaldið: „Tveir sliillings og tíu pence,“ sagði liann. „Það er einmitt nóg fyr- ir nýrri lýsisflösku handa þjer.“ Slátrari í Aberdeen fjekk svo- lálandi skilaboð frá einum viðskifta- vini sínum: „Sendið enga lifur í dag. Köfturinn okkar liefir veitl mús.“ Hótelgestur (við gest frá Aber- deen) þar sem þeir standa i snyrti- klefanum: „Afsakið þjer, en þetta er tnnJmrstinn minn, sem þjer eruð að nota. Jeg gleymdi lionum hjerna.‘ „Ekkert að afsaka." (Rjettir hon- um tannburstann). „Jeg hjelt að hótelið ætti hann.“ r S k r í 11 u r. J

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.