Fálkinn


Fálkinn - 12.02.1943, Blaðsíða 5

Fálkinn - 12.02.1943, Blaðsíða 5
FÁLKINN Þ'essir tveir iingu menn voru algjörlega sammála í grundvall- aratriðunum. Þeir skrifuðu í sameiningu undir eftirfarandi ályktun fundarins: „Hlutverk vort er fyrst og fremst að vinna sigur á óvinunum á vígvellin- um.“ Þeir voru einnig sammála þinginu í því að fordæma „ein- veldi og alla fylgikvilla þess“ og lýsa yfir að „Asía, Litla-Asia og Afríka yrðu engu síður en Evrópa að vera frjáls.“ í sam- bandi við hin þýðingarmiklu og flóknu Indlandsmál, var tek- ið fram í ályktuninni: „Hvað viðvíkur sambands- stjórn á Indlandi, þá leggjum vjer til að samningar verði þeg- ar hafnir á ný milli Stóra-Bret- lands og Indlands um að veita indversku þjóðinni stjórnarfars- legt frelsi og fá hana til að vinna við lilið Bandamanna að sigursælum endalokum þessarar styrjaldar.“ Vissir um sig. Mikil alvörugefni og festa ein- kendi allar gerðir jiessa þings. „Vjer erum í yfirvofandi hættu,“ stóð í ályktuninni. En það var bætl við, „vjer þurfum ekki að draga dul á i hve mikilli liættu vjer erum staddir," því að vjer erum „fullvissir um lokasigur vorn, ekki aðeins fyrir sjálfa oss heldur fvrir allar undirokaðar þjóðir í heiminum." Þessi sterka sigurvissa var staðfest með skýrslum um hina hugrökku baráttu stúdenta i herteknu löndunum. Fulltrúar frá þeim þjóðum, sem liafa orðið að þola grimd og harð- stjórn nazista, stigu hver á fæt- ur öðrum upp á pallinn. Þarna, undir hinum sameinuðu fánum Bandaþjóðanna, fluttu þeir hoð- skap ættjarðar sinnar. Hin dökkhærða Nancy Len- keith, sem var formaður sendi- nefndar Frjálsra Frakka, sagði frá því að „99 prósent af frönsk- um stúdentum berðust með Frjálsum Frökkum. Hvernig þeir, sem ekki gætu barist við hlið de Gaulle lieyja látlausa haráttu bak við tjöldin. Ef ein- hver ameríkanskur Lafayetle lenti á meginlandi Evrópu, þá mundu þeir streyma úr öllum áttum til hjálpar.“ Dr. H. T. Chu, sem er að nema þjóðfjelagsfræði við háskólann í Chicago og hefir námsstvrk frá Bandaríkjastjórninni, sagði frá því hvernig Japanar hefðu kappkostað að eyðileggja liá- skóla og aðrar mentastofnanir í Kina. „Þrátt fyrir það.“ sagði hann, „halda. stúdenlar áfram námi sínu. Fimtíu þúsundir af þeim eru við nám i smáhreys- um bak við vígstöðvarnar og búa við dæmalausar hörmungar og skort. Aðrir eru foringjar smáskæruherja, hermenn eða forstjórar fyrir framleiðslufyr- irtækjum. Vjer höfum lært nú, frekar en nokkru sinni áður, að þegar frelsi einnar þjóðar er skert, þá eru allir í hættu.“ Stúdentar Sovjetlýðveldanna berjast. Það leiftaðj eldur úr augum Liudmilla Pavlichenko þegar, hún las upp símskeyti frá stúd- entum í Moskva. „Þetta er ann- að árið, sem stúdentar Sovjet- lýðveldanna berjast í Bauða hernum gegn ofsóknarbrjálæði Hitlers,“ stóð í skeytinu. „Þeir eru að berjast fyrir heiðri og frelsi ungu kynslóðarinnar um heim allan. Þeir fórna lífi sínu til að hefna hundruð þúsunda af mentamönnum í herteknu löndunum, sem hafa verið drepnir og pyntaðir, og þeir liefna háskólanna, sem hafa verið lagðir í rústir í Prag, Brússel og Osló. Vjer vitum að vjer stöndum ekki einir. Vjer vitum að vjer njótum hjálpar og styrks lýðræðislijóðanna. Vjer munum sigra í þessari bar- áttu; og rjettlæti og framfarir munu verða myrkraöflum grimd ar og. eyðileggingar yfirsterk- ari.“ Thomas Maeder, formaðm stúdentanefndarinnar l'rá Hár- vard háskóla og einn af amer- isku fulltrúunum, skýrði frá þeirri stríðs-starfsemi, sem ein miljón af ameriskum háskóla- stúdenluni tæki þátt í. Þeir hafa afsalað sjer öllu skólafríi meðan á stríðinu stendur og leggja alt kapp á að stunda það, sem að gagni getur komið í stríðinu. „Fjórar miljónir af ameríslcu æskunni,“ sagði hann, „hafa nú gripið til vopna. Þær eru ekki eingöngu i lierþjónustu i Banda- ríkjunum heldur einnig í Mið- og Suður-Ameríku, á eyjunum í Atlantshafinu, á Bretlandi og Irlandi, á Afríkuströndinni, í Egyptalandi, í Iraq og Iran, í Bússlandi, i Indlandi, í Kína, í Ástralíu, á Nýja Sjálandi, á mörgum eyjum Kyrrahafsins og á ölliim höfnum jarðarinnar.“ Alan Booth, ritari hins Kristi- lega fjelags breskra stúdenta, dró athygli samkomunnar að því, að eftirtektarverðasta atrið- ið við háskólalíf á Bretlandi væri hve margir slúdentar væru fjarverandi vegna þess að þeir væru í þjónustu landhersins, sjóhersins eða flugliðsins. „Flest ir menn, sem orðnir eru 18 ára og konur, sem komnar eru yfir tvítugt, eru í hernum eða heima- varnarliðinu. Það er ekki nema þriðjungur af hinum vanalega fjölda i skólunum. Háskólarnir hafa verið fluttir upp í sveit. Aðeins unglingar undir 18 ára og menn, sem eru að æfa sig fyrir verkfræðingastörf eða vís- indarannsóknir í hernum, halda áfram i skólunum. Æskan i Bretlandi hefir aðeins eina ósk: að starfa og berjast, þar sem henna þarf með.“ Aldrei gefast upp. Abdul Raden Kadir, stúdent frá Batavia, sem komst undan þegar Japanir rjeðust inn í hollensku Austur-Indlandsevjar, sagði fundarmönnum -að „vjer stúdentar á Indlandseyjum gáf- umst aldrei upp. Vjer munum heldur ckki gefasl upp. Vjer munum snúa al'tur og hvggja upp nýtt föðurland undir merk]- um Bandamanna.“ Cesare Lombrose, sonarsonur liins fræga ítalska sakadómara, og foringi sendinefndar Frjálsra ítala, lýsti yfir að „andúð íl- alsltra stúdenta á íasistastefn- unni færi ört vaxandi. Meira en 1000 ítalskir stúdentar hafa verið teknir fastir. I Róm var háskólanum lokað vegna ó- spekta stúdenla og andúð gegn stríðinu. Skemdarverk færast i aukana. I norðausturhluta ítal- íu hefir verið liafinn smáskæru- hernaður. Vjer hvetjum til þess að þessir uppreisnarmenn í Ital- íu og herteknu löndunum fái vopn í hendur. Sendinefnd ítala hjer á mótinu er aðeins eitt dæmi um hinar mörgu miljónir af ítölum, bæði í Ítalíu og ann- arsstaðar, sem eru að keppa að sameiginlegu marki: sigri Bandamanna vfir fasistastofn- unni.“ Það var eftir þessa ræðu, að fundurinn samþvkti sameigin- lega yfirlýsingu hinnar frelsis- unnandi æsku i heiminum yfirlýsing, sem var á þessa leið: „Vjer viljum tilkynna æsku fas- istaþjóðanna að vjer leitumst ekki eftir friði til að liefna vor. Vjer viljum hyggja upp nýjan heim í samráði við yður. Steyji- ið fasistastjórn yðar frá völd- um. Gangið í lið með oss í hinni sameiginlegu viðleitni vorri lil þess að koma á jafnrjetti og lýðræði.“ Þessii- ungu fulltrúar voru allir sannnála Roosvelt forseta, þcgar hann sagði: „Heimurinn veit að nasistar, fasistar og herveldissinnar Jap- ans hafa ekkert að bjóða æsk- unni, nema dauða.“ „Á hinn bóginn er málstaður Bandamanna málstaður æsk- unnar. Það er sá málstaður, sem hin nýja kynslóð — og hinar komandi kvnslóðir — byggja vonir sínar á — vonir um að fá að lifa við frelsi, rjettlæti og jafnrjetti. Hcilldór Kolbeins, sóknarprestur ad Mælifelli, verð'ur 50 ára 16, þ. m. Frú Roosevelt, kona forsetans, og liæstarjettardómari Bandarikjanna, Robert H. Jackson að tala við rússnesku sendinefndina. Vinstri t. h.: Liudmilla Pavlichenko, liðsforingi, Jackson dómari, Nicolai Krasav- chenko, frú Roosevell og Vladimir Pchelintsev liðsforingi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.