Fálkinn


Fálkinn - 13.08.1943, Blaðsíða 3

Fálkinn - 13.08.1943, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Liankastr. 3, Reykjavik. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 BlaðiS kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSpre/ií. Skraddarabankar. Sumri er tekið að halla og meiri hluti kaupstaSarbúa, sem liafa átt kost á því að njóta sumarleyfis, hafa nú notiö þess. En þó eru nokkrir eftir, eSa fast aS fjórSungi. MeS löggjöfinni um sumarleyfi opnast raunverulega miklu fleirum leið til aS njóta þess en áöur var. En þó hafa margir þeir, sem þessi leiS opnast, eigi notaS liana og ber margt til. Sumpart er það beinlinis skortur á farartœkjum þeim, sem nauSsyn- leg eru til þess aS geta notaS leyfiS til að ferðast — og eingöngu til aS ferðast, en sumpart er það líka vöntun á henlugum dvalarstað, við hœl'i þess, sem aS honum spyr, hvort hcldur viðkomandi vill spara eSa eyÖa. — Stundum er þaÖ smekkur þess og líkams og sálar- hæfni, sem í lilut á. Því aS sumir vilja kjósa sjer hvíldina eina, hæSi líkamlega og andlega, aörir vilja leita sjer hvíldar fyrir líkamann eingöngu, og enn aörir fyrir sálina eingöngu. Sumir vilja ekki nota sumarleyfið til aö bregSa sjer neitt aS heiman, lieldur aSeins til að njóta lífsins í ró og næði heima hjá sjer. Og þannig mætti lengi telja — og æra mætti það óstöðugan aS telja meiri hlutann af óskum fólks, hvað sumarleyfum viðvíkur. Því að margvísieg er skapgerð einstaklings- ins, en margvíslegri verða j/ó ósk- irnar, þar sem aldur, uppvaxtavenj- ur, Jífshættir og ýmislegt fleira, hef- ir áhrif á meðfædda skapgerð. Þessvegna er það allsendis ómögu- legt að gefa fólki ráðleggingar um hvernig það eigi að nota sumarleyf- ið. Það verður að svara sjer sjálft, en verður þó í vandræðum — nema unga fólkið — vegna þess, að það hefir svo lítið gert að því að fara í sumarleyfi. Unga fólkið er ekki í neinum vandræðum, guði sje lof. Það hefirjært að nota sumarleyfið, og flest lært að nota það vel. Það notar það til að læra að þekkja iandið og veita líkamanum holla þjálfun i göngu og útilegu. • Hvorttveggja styrki'r líkamann jafnt, gangan og útilegan. Og ekkert styrk- ir sálina eins mikið og það, sem gangan og útilegan veitir. Því að það fegursta og það, sem mestan unað gefur sálinni, fæst ekki gegnum rúðu í bifreið. Það er afgreitt undir beru lofti, þar sem liæst er á fjöllum. Það næstbesta er þetta, sem fólk Sjö stríðsfangar ÞjóÖverjar eru aitaf við og við að heimsækja okkur, bó að sjald- ‘gœft þgki að lieyra loftvarnarmerki nú orðið. Eru það að jafnaði Focke-Wulf flugvjeiar, sem gerðar eru út til þessara ferða, en þær munu frekar mega teljast njósnarferðir en til úrása. Ein þeirra var skotin niður nú í sumar, og bjargaðist þar einn maður úr vjelinni, svo sem kunnugt er. 1 síðustu viku rákusl orustuflugvjelar, sem bækistöð hafa hier á landi, á þýska Focke-Wulfvjel og eltu hana uppi og skutu hana niður. Sjö menn úr flugvjelinni komust lífs af og tókst að koma sjer fyrir í gummíbátum þeim, sem flugvjelin hafði meðferðis. Bresku varðskipi lókst að ná i þessa menn og taka þá til fanga. Voru þeir fluttir til hafnar norðanlands. Þess má geta, að þýska flugvjelin var skotin niður á sömu slóðum og hin minnisstæða fúlmenskuárás var gerð á ,,Súðina“ í sumar, er varð tveim mönnum að bana en olli sárum fimm manna. Ef til vill hefir þessi fljúgandi erindreki Hitlers verið í likum erindagerðum. — Hjer sjást sjö menn úr flugvjelinni, þeir sem komust í gúmmíbátana og var bjargað, en yfir þeim stendur varðmaður úr Bandarikjahernum. — ‘í neðri myndinni sjást fangarnir yfir mat sínum. Myndirnar tók U. S. Arm'y Signal Corps.f nær með þvi að ,,hleypa á fáki frá- um.“ Og það getur miðaldra fólkið gert. En bíllinn annast einkum „hreppaflutning". Og hvar komum við svo. Vikjurn að því í næsta þanka. Ráðsetta konan: — Hvað held- urðu að liann pabbi þinn mundi segja, strákur, ef hann lieyrði þig segja svona ijót orð, eins og þú sagð- ir áðan? Stráksi: — Hann mundi verða ákaflega glaður. Konan: ;— Blygðastu þín, dreng- ur að tala svona! Stráksi: —- Nei, mjer er alvara. Hann pabbi er nefnilega vita lieyrn- arlaus. Jón Guðmundsson er staddur i Róm og er að skrifa konunni sinni heirn: — .... var einmitt að koma frá því að skoða Colosseum í tungls- ljósi. En hvað jeg hugsaði til þín, þegar jeg sá þessar gömlu, hrika- legu rústir. Sveinn Jónsson frá Vopnafirði, Týsgötu 1, verður 70 ára 16. þ. m. Theodóra Guðrún Bjarnadóttir, Spít- atav. 9, Akureyri varð 80 ára 1. þ. m. Frú Ingunn Eyjólfsdótlir, Laugu- vatni, varð 70 ára 2. þ. m. Jón Tómasson, Framnesveg 34, verð- ur 65 ára 13. þ. m.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.