Fálkinn


Fálkinn - 13.08.1943, Blaðsíða 8

Fálkinn - 13.08.1943, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N ILVi JOHNSTON: Sagan af Mike prins af rússnesku keisaraættinni, sem var um skeið mesti svika- hrappur Bandaríkjanna, en „fór f hundana“ og gerðistheiðarleg- ur veitingasali í Hollywood TWÍ ICHA’pL ROMANOFF -*-v-“-„prins“, mesti svikahrapp- ur 20. aldarinnar, er farinn í hundana. Marglitasti vandræða- maður vorra tíma hefir breyst í duglegan atvinnurekanda, sem á og stjórnar Romanoff’s Rest- aurant í Beverley Hills í Cali- fornia. Mike, sem nú er 53 ára, hefir verið frændi Nikulásar keisara, lijálconusonur Alexanders III., maðurinn, sem drap Rasputin og sonur mannsins, sem drap Rasputin. Hann hefir verið Obo- lensky prins, liann hefir verið Dmitri höfuðsmaður, hann hefir heitað Wiilliam Rockefeller, Willougliby de Burke, Fergus- son, Gerguson og margt fleira. Hann hefir verið „í vist“, eins og hann kallar það, í tugthús- unum í Paris, Cannes, New York, Kansas City, Los Angeles og viðar. I dag hefir Mike heimsókn af fleira hefðarfólki í veitingasöl- um sínum en liinir ættleiddu forfeður hans af Romanoff- ættinni höfðu nokkurntíma í höllum sínum í Rússlandi. Og skráin yfir mennina, sem stutt hafa hann til þess að stofna veitingahús sitt, er ef til vill hið glæsilegasta samsafn frægra nafna, sem nokkurntíma hafa sameinast um ekki stærra fyr- irtæki. En flestir af ábekingum hans lögðu nú reyndar ekki nema 50 dollara í fyrirtækið — eða and- virði eins hlutabrjefs. Meðal hlutliafanna má nefna Robert Benchley, John Hay White, Jam- es Cagney og Charley Chaplin. Áhugi Chaplins fyrir Mike er auðskilinn. Persónan sem Mike skóp úr sjer og litli umrenning- urinn, sem Chaplin skóp úr sjer i kvikmyndunum eru í raun rjettri andlegir tvíburar. Þeir eru svipaðir að líkamsburðum og þeir eru álíka úrræðagóðir, þolnir og kærulausir. Aðal keppikefli beggja virtist vera það að ná fótfestu í þjóðfjelagi, sem óaflátanlega var að fleyja þeim fyrir borð. Mike seldi hlutabrjef fyrir 6000 dollara og samdi við húsa- smið um að byggja handa sjer veitingaskála. En svo varð hann ' uppiskroppa með peninga. — Hann var ósmeikur við að gera sjálfum sjer vansæmd og prýddi þess vegna veitingaskálana að- allega með ýmsum myndum af sjálfum sjer. Hann keypti borð- búnaðinn i skriflabúðum, fjekk nokkrar flöskur af áfengi til láns og sló sjer 250 dollara til einnar nætur til þess að freista gæfunnar. En fyrsta kvöldið, er hann hafði opið fór mjög að ósk um, og síðan liefir Hollywood- fólkið flykst að samkomustað hans. Nú verslar hann fyrir 25.- 000 dollara á mánuði. Þeir, sem fylgst hafa með ferli hans eru steinhissa á hve vel Mike stundar þessa nýju atvinnu sína. Hann er ágætis veitingamður, að öðru leyti en því, að honum hefir ekki lærst að sýna gestum sínum þá kurt- eysi, sem vera ber, í hlutfalli við frægð þeirra og álit. Fyrir sjónum þess, sem einu sinni hefir verið keisaralegur prins, er engin munur gerandi á film- stjörnu og öðrum. Elstu kunn- ingjar Mike prins fá bestu horð- in, hvort sem hátt er á þeim risið eða ekki. Eitt kvöldið kom einn þjónninn másandi til Mike til þes að láta hann vita að Jack Benny, Robert Taylor og Bar- bara Stanwick væru að biða eftir að fá borð. Þjónninn bjóst við að prinsinn ryki upp til handa og fóta og færi til þeirra, bukkandi og beygjandi. „Fari þau til helvítis,“ sagði Mike. I Hollywood er litli prins- inn talinn fremsti maður sinn- ar stjettar, Clark Gable fremst- ur meðal leikara, Louis B. May- er fremsti peningamaðurinn, en Mike Romanoff fremsti svikahrappurinn. Engin er svo öfundsjúkur að liann geri grein- armun á verksviði þessara manna, hvers um sig. Sumir af aðdáendum tzar-lingsins segja honum það til hróss, að hann geri orður og titla hlægilegt. Þeir telja það heilbrigt að smygl prins úr lægri hverfunum í Austur-New York skyldi geta orðið frægari og eftirsóttari maður en ósvikinn, innfluttur aðalsmaður. Af útliti Mikes er ekki hægt að ráða neitt rnn ætterni hans. Hann er dimmeygur, hörundið skorpið, nefið langt og hnútótt. Röddin er dimm og' framburð- urinn eins og hjá Oxfordstúd- entum, en af þessu öllu er ekk- ert liægt að ráða um uppruna mannsins; nje heldur af lima- burðinum. — Mike þrannnar klunnalega, álútur og niðurlút- ur, lætur handleggina slettast framundan sjer, alveg eins og sjá má af kvikmyndum af Ge- orge V. eða Nikulási öðrum. I Hillsboro í Illinois vita menn einna mest um hinn dular- fulla Romanoff-fursta. Prins- inn, sem þá gekk undir nafn- inu Harry Gerguson, kom þang- að árið 1904, í munaðarleys- ingjahópi móður- og föður- lausra barna frá New York, sem var komið fyrir á ýmsum sveitabæjum. Fjölskylda eftir fjölskyldu tók drenginn að sjer, án þess þó að gera hann kjör- son sinn á lagalegan hátt, en altaf slitnaði upp úr þeim sam- vistum og þóttust báðir aðiljar verða illa úti úr þeim. í Hillsboro gekk hann í sjö- unda belck barnaskólans og fór orð af því hve gaman honum þótti að landafræði. Hann hjelt þessu námi áfram og varð sann- kölluð alfræðiorðabók um alt það, sem að ferðalögum vissi, og fólk, sem reyndi að veiða Mike í gildru með því að spyrja hann í þaula er liann sagði frá ævintýrum sínum í framandi löndum, komust að raun um, að það var ekki auðveldara að reka hann á stampinn, en sjálfa ferðabók Baedekers. Loks var Mike sendur á mun- aðarleysingjaheimili í New York og þaðan fór liann 19 ára. Hann hafði komist að raun um, að ekkert vopn var jafn óbrigðult til þess að koma sjer á fram- færi i samkvæmislífinu og það að tala ensku með Oxford-fram- burði, og þess vegna tók hann sjer fari til Evrópu með nauta- skipi, til þess að læra Oxford- mál. Hann dvaldi árum sam- an í Englandi og lagði stund á málið og mannasiði. Árið 1915 reyndi hann að kynna sig heldra fólki í Englandi undir nafninu Willougliby de Burke, en lenti í tugthúsinu. Árið 1921 var liann gerður landrækur úr Englandi fyrir að hafa gengið undir fölslcu nafni, en nokkru síðar skaut honum upp á Ritz Bar í Paris. Svo lenti hann í ávísanaklandri í Frakkalndi og þess vegna varð hann að flýja til Bandarikjanna. Nokkrum dögum eftir, að hann kom þangað hreyttist hann i Obolensky prins. Blöðin x i New York birtu kurteyslegar greinar um og viðtöl við Obol- ensky og lýstu erfiðleikum þeim sem aðalsmenn, er mist höfðu aleigu sina ættu við að stríða, er þeir reyndu að leita sjer at- vinnu. Þessi viðtöl urðu til þess, að hann var hoðinn í gleðskap um helgar, en ekki fjekk hann neina atvinnuna. Einn af hin- um riku velunnurum hans lcost- aði hann á lista- og vísindahá- skólann í Harvard. Hann tók þátt í skákmóti fyrir hönd há- skólans og vakti einglyrni hans og pípuhattur ferlega athygli á mótinu, þangað til þvi var flett ofan af honum, að liann hefði sviksamlega talið sig vera stú- dent frá Oxford. Eftir stutta velgengni í New York komust nýjir prettir upp um hann, en auðmenn við Hudson-fljótið skutu skjólshúsi yfir hann lengri eða skemri tíma. Nokkru eftir 1920 gerðist liann Michael Romanoff prins. Á þeim árum flæddu rússnesk- ir aðalsmenn landflótta yfir New York, ýmist sviknir eða ósviknir og fjekk Mike það trúnaðarstarf að skera úr livei-j- ir væru sviknir eða ósviknir og hverjir ekta. Hann var einskon- ar yfirdómari á smyglknæpun- um í New York og „löggilti“ suma af keppinautum sínum, sem sögðust vera prinsar, en útskúfaði öðrmn. Um það leyli sem prinsar voru fluttir inn frá Kákasus til þess að fá gott gjaf- orð ríkra stúlkna var Mike einu sinni kvaddur til að skera úr úm stóran hóp, hvort liann væri ekta. „Þeir eru liáekta,“ sagði Mike. „Allir í Kákasus, sem eiga tvær beljur eru prinsar. Þetta er full- gildur titill, alveg eins og ráð- herratitill hjerna hjá ykkur.“ En þegar Mike fjeklc lausn í náð frá heimboðum miljóna- mæringanna lifði hann á svita sjálfblekungsins sins. Eftir að hann hafði stráð ónýtum ávis- unum um New York þvera og

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.