Fálkinn


Fálkinn - 13.08.1943, Blaðsíða 14

Fálkinn - 13.08.1943, Blaðsíða 14
14 F Á L K 1 N N Signrvegarar Hvanneyrarmótsins Á landsmóti Ungmennafjelagasambandsins, sem aö þessu sinni var haldiö að Hvanneyri, varö íþróttamannaflokkur sá, sem sjest hjer aö ofan, hlutskarpastur, en hann var frá Ungmenna- og íþróttasambandi Austfjaröa. Nöfn íþróttamannanna eru þessi, talin frá vinstri: Garöar Stefánsson frá Mýri, Tómas Árnason frá lláeyri, Guttormur SigurÖsson frá Gilsárteigi, Borgþór Þórhallsson frá Breiöavaöi, Björn Jónsson frá Seyðisfiröi, Jón Ólafsson úr Hamarsfiröi, Björn Magnússon frá Rangá, Guttormur Þormar frá Geitagerði, ÞorvarÖur Árnason frá Háeyri og Siguröur Jónsson frá Vopnafiröi. — Iljeraösmót ungmennafjelaganna hafa veriö fleiri og meö betri árangri i ár en nokkru sinni fyr, og bendir þaö á vaxandi áhuga fy>ir íþróttum. Sigurður Birkis söngmálastjóri fimmtíu ára Fimtiu ár eru að sönnu ekki hár aldur á manni, sem enn er í fullu fjöri og virðist eiga ennþá eftir að Ijúka engu minna starfi en menn hafa þegar afkastað. En þegar afmælis- barnið á jafn mikið og merkilegl starf að baki sjer og Sigurður Birkis, þá er sannarlega ástæða til að minn- ast afmælisins vel og vandlega, þótt aldurinn sje ekki hærri en þelta. Sigurður Birkis er Skagfirðingur að ætf og uppruna, fæddur 9. á- gúst 1893. Hann var ekki gamall þeg- ar það kom í ljós, að liann var með afbrigðum sönghneigður og liafði auk þess góða tenórrödd. Þessi bæfileiki og ást hans á sönglistinni urðu til þess, að Sigurður kleii' þrítugan hamarinn til sönglistar- náms. Ilann stundaði nám í Tóniistar háskólanum í Höfn og lauk þar prófi, og síðan lagði liann stund á söngnám víðar erlendis, þar á með- al i hinu útvalda landi söngsins, Ítalíu. Þegar Sigurður Birkis sneri heim aftur til ættlands síns gerðist liann söngkennari hjer í liöfuðstaðnum, og það kom brátt í ljós, að þar var rjettur maður á rjettum stað. Það er orðin mesti sægur manna, sem lofar Sigurð Birkis fyrir það, sem hann hefir kent þeim. Hann er maður, sem er furðu laginn á það að eygja listaneistann i fólki og glæða hann, svo að liann deyr ekki aftur. Sumir af nemendum Sigurðar til dæmis óperusöngvararnir Stefán Guðmunds- son og Einar Kristjánsson, sem báð- ir hófu söngnám undir handleiðslu hans. Síðar gerðist Sigurður Birkis starfsmaður Sambands íslenskra karlakóra. Ferðaðist þá um landið þvert og endilangt og kendi karla- kórunum og þjálfaði þá. Ber öllum saman uin það, að hann hafi leyst þetta erfiða starf af tiendi með mikilli prýði. Fyrir tveimur árum var Birkis skipaður söngmálastjóri þjóðkirkj- unnar og hefir þegar orðið mikið ágengt í því starfi, og á þó áreið- anlega eftir að vinna þar enn meiri afrek, ef honum endist lieilsa. Loks hefir hann kent fjötda prestsefna tón og kirkjusöng. Sigurður Birkis er rómaður fyrir prúðmensku og tipurð í hvívetna, en er þó hráðduglegur maður og fylginn sjer. Hann er enn maður á góðum aldri og á því vonandi eftir að afkasta miklu góðu starfi. FLOGIÐ YFIR PANTELLARIA. Eftir aö Tunis fjell i hendur Bandamanna hófust árásir á þetta eyvirki Möndulveldanna í Miöjarðarhafi, og lauk þeim þannig, aö eyjabúár gáfust upp, fyrir hinum lállausu árásum úr lofti og af sjó. Myndin hjer aÖ ofan er tekin úr ameríkanskri Liberator- flugvjel, en margar þeirra voru aö verki, er Þantellaria var tek- in, og jusu sprengjum yfir eyjuna. Sjest hjer á myndinni hvern- ig reykjarmekkirnir standa upp af virkjunum á eyjaroddanum. eftir aö sprengjuflugvjelarnar hafa veriö í heimsókn. BANDAMÖNNUM FAGNAÐ í TUNIS. Svo viröist sem Bandamenn hafi verið aufúsugestir margra ibúanna i Tunis, enda munu Frjálsir Frakkar hafa veriö jyar í meiri hluta meðal hvítra manna, en Arabar í Afríku voru yf- irleitt lillir vinir Mussolini og þaö ekki aö ástœöulusu. — Hjer sjást innfæddir menn i Tunisborg fagna BandamannaliÖs- sveit, sem er að koma inn í borgina. MÖNDULFANGAR KOMA TIL ENGLANDS. Fjöldinn allur af föngum þeim, sem handteknir voru í Tunis, en þeir voru hátt á þriðja hundrað þúsund, voru sendir í fanga- búöir í Englandi. Hjer sjást nokkrir þeirra vera aö ganga í land úr skipi í enskri höfn, en þaðan lá leiö þeirru i fangabúðirnar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.