Fálkinn


Fálkinn - 13.08.1943, Blaðsíða 9

Fálkinn - 13.08.1943, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 endilanga fór liann vestur og dreifði samskonar pappírum um Hollywood og gerði Roman- off-nafnið svo óbrúklegt á þeim slóðum að annar falskur prins, sem einnig kallaði sig Michael Romanoff, drekti sjer. Hann kom aftur til New York árið 1934 og gat mætt á frum- sýningu kvikmyndarinnar „Kat- rin mikla“, sem United Artists höfðu tekið. Auglýsingastjóra þessa firma fanst, að frumsýn- ingin á þessari Romanoff-mynd gæti ekki orðið fullkomin, nema hinn alræmdi Rom'anoffhrapp- ur væi'i þar viðstaddur. Mike fjelst á að koma á frumsýning- una, ef fjelagið sæi sjer fyrir forkunnar fagurri ljóshærðri mey til föruneytis, ásamt 150 dollurum fyrir góðgerðir eftir sýninguna og Rolls Royce hif- reið með einkennisbúnum bíl- stjóra og fylgdarmanni. Eftir frumsýninguna fór prinsinn á- samt fylgdarkonu sinni í „Tlie Stork Club“ og „E1 Morocco“ og drakk þar minni langa- langa-langönnnu sinnar Katrín- ar þangað til hann hafði eytt peningunum öllum saman nema 30 dollurum, sem hann gaf þjón- uiium, bílstjóranum og fylgd- armanninum i þjórfje Þegar bann kom heim varð hann þess vísari að gistiliúsið liafði troð- ið upp í skráargatið á herberg- inu lians, svo að liann kæmist ekki inn. Hann var í vanskil- um með húsaleiguna. Og um nóttina gisti hann í sinni gömlu Vetrarhöll, biðsal á neðanjarð- arbrautinni. Mike er líklega eini svika- hrappurinn i mannkynssögunni sem hefir gott af því, að svik- um hans sje ljóstað upp um hann. Þeir, sem hafa orðið fyr- ir svikum af hans hálfu, fella sig betur við hann, en við Gerguson og Ferguson, Einu sinni fjekk hann vinnu, sem aðstoðargarðyrkjumaður á landsetri við Hi.dsonfljótið, og vakli Oxford-framburður hans og fyrirmannlegt látbragð ó- skifta atliygli á heimilinu. Ein vinnukonan sýudi húsmóður- inni silkiskyrtu af Mike, en i hana var saumað skjaldarmerki Romanoffættarinnar. Og litli garðyrkjumaðurinn varð að meðgang'a að hann væri Michael prins allra Rússalanda, og var fluttur í snatri i eitt gestalier- bergið. Siðar komst það upp að þetta voru svik, en húsmóðir hans var orðin svo lirifin af lionuin að liún vildi hafa hann áfram samt. Mike hvarf aftur til Holly- wood árið 1936 og sóttist fólk svo eftir fjelagsskap við hann þar, að einn af veitingamönn- ununi bauð honum 75 dollara á viku fyrir að koma með fólk til sin til þess að setja svip á veitingastaðinn. En litli prins- inn hafnaði þessu boði og sagði að starfið væri of bindandi. Mike tókst smámsaman að auka sjer lánstraust í kvik- myndaborginni. Hann dró ekki dulur á, að bann hefði verið viðsjálsgripur í peningamálum, áður en honum tókst að fá klæð skera til þess að lána sjer fatn- aði, sem urðu þess valdandi, að vegur lians óx hraðan i Holly- wood. Hann stóð í skilum með afborganirnar. Dave Chasen veitingamaður ljeði Mike stund- um að jeta og drekka mánuð- um saman í eihu, en prinsinn borgaði í slumpum við og við. Og Mike borgaði meira að segja kunningjum sínum gömul lán öðru hverju. Lánstraust hans var því komið í sæmilegt horf, þegar hann opnaði veitingastað sinn árið 1940. Þó að Mike ætli sjer ekki framar að komast aftur á veld- isstól Romanofffanna hefir hann þó ekki að fullu afsalað sjer tign sinni. Ókunnugt fólk spyr hann oft hvort hann sje prins í raun og veru. Hann svar- ar: „Það liefir verið mjög mik- ið um það deilí.“ Kvikmynda- stjóri í Hollywood, sem vinnur fyrir 7500 dolluruni á viku sagði nýlega kunningja sínum, að hann vissi um að Mike væri í raun og veru ósvikinn rúss- neskur prins. „Hvernig veistu það?“ spurði kunninginn. „Hann Mike sagði mjer það i fylsta trúnaði,“ svaraði kvik- myndastjórinn. Mike verður líklega Romanoff til æviloka. Þegar hann átti lieima í smáskonsu, þá hengdi hann altaf fjölda mynda af Nikulási II. og fjölskyldu hans á alla veggi. Á einni þessara mynda sjást keisarahjónin í hóp af ættingjum sínum. Mike var vanur að benda á eitt ó- þekkjanlegt andlit í hópnum og segja: „Lít jeg ekki skringi- lega út þarna?“ Þegar Wendell Willkie kom til Chungking i Kínaför sinni i fyrra bauð horgarstjórinn þar gestunum upp á ísrjóma, í veislu, sem hann hjelt þeim. „í langan tima liefir verið bannað að neyta rjóma hjer,“ sagði borgarstjórinn við Willkie, „en við námum bannið úr gildi yð- ur til heiðurs þennan eina dag. Á morgun fær enginn ísrjóma.“ Drekklð Egils-ö! TVEIR BÆKLINGAR Alment mun ekki um það talað, að dýrin lifi andiegu lifi, heldur sje það maðurinn einn, sem þ'áð gerir. En um það mun þó mega deila, hvort það geri allir menn. Úr öllum þeiin mörgu liugvekjum og prjedikunum eftir Pjetur biskup, sem jeg hlýddi á í æsku, hefir ekk- ert orðið mjer i minni fast annað en það, að þá menn, sem ekki liugsi um annað en þarfir líkamans, legg- ur þessi hófsami og á sínum tíma mikilsmetni guðsmaður að jöfnu við „skepnuna, sem grúfir sig niður i fóður sitt“. Það er með öðrum orð- um, að til þess að standa skepnunni skör hærra, verði maðurinn að vera liugsandi. Og þegar jeg skrifa þetta, vekst upp fyrir mjer það, sem nafn- kunnur kennimaður sagði eitt sinn við mig fyrir mörgum árum. Hvar sem hann kæmi, kvað liann sjer verða það fyrst fyrir að svipast um eftir bókum (sumir prestar athug- uðu bókaeign hvers heimilis á hús- vitjunarferðum sinum); sumstaðar sæi hann þá kostuleg húsgögn og dýra skrautgripi, en enga bókina. Og þá fyndist sjer hann vera stadd- ur í peningshúsi. Mjer þótti skiln- ingur prestsins merkilegur og næsta andlegur. Jeg held að bóksalar hljóti að liafa nokkuð sjerstaka aðstöðu til þess að mynda sjer skoðun um það, að hve rniklu levti þjóðin mugi teljast hugsandi og hver sjeu helstu hugðarefni hennar. Sje þetta rjett, þá hefi jeg nú um sextán ára skeið notið þessarar sjerstöku aðstöðu. Skemtilegt væri það og vinsælt mundi það verða, svo golt sem Is- lendingum þykir lofið, að geta nú sagt að sú væri niðurstaða mín, að þjóðin hugsaði mikið og djúpt og að hún liugsaði sem mest um hin alvarlegustu málefni mannkynsins. En það er skylda mín við sann- leikann að bera vitni um hið gagn- stæða. Þannig er það reynsla mín, að tilgangslaust megi lieita að sýua lijer bækur um andleg mál, jafnvei eftir hina djúpvitrustu leitendur, ])á sem annars allur heimurinn hlustar á þegar þeir tala. Þau efni lætur þjóðin sig engu skifta. Ekki vill hún heldur vita neitt um þau bin knýjandi úrlausnarefni stjórnspek- innar, sem allar frjálsar þjóðir heims glima nú við. Svei því rugli, það kemur okkur ekkert við. Hafi ein- liver á meðal okkar sjalfra viljað tala við okkur um þessi mál, eins og hent hefir t. d, þá Guðmundana, Finnbogason og Hannesson, þá höf- um við stungið fingrunum i eyrun. Þegar hinir frægu Oxforcl Pamphlets hófu að koma út sumarið 1939, gerði jeg þá barnalegu ályktun, að þess- ar frábærlega grunduðu ritgerðir um mál, sem allan heim varðaði, gætu íslendingar ekki látið ólesnar, eink- um þar sem hver bæklingur kost- aði þá ekki nenia 00 aura. En þarna skjátlaðist mjer. Það leit varla nokk- ur maður við þeim, og jeg man ekki eftir nema tveim eða i hæsta lagi þrem mönnum, sem tekið hafa þá alla fram á þennan dag. En ritgerð- ir þessar eru nú orðnar nær sjö- tíu. Einhver kynni nú samt að ætla að við ljetum okkur einhverju skifta hvað liugsað er og rætt um skipulag heimsins, þegar styrjöldinni ljettir. Þetta mun þó vart vera svo. Okkur dreymir líklega helst um að komasl ú ný undir verndarvæng Danmerk- ur, þegar hún verður aftur frjáls til þess að breiða liann yfir okkur. Varnaðarorð rikisstjórans um að vera við því búnir að taka á okkar eigin herðar einhverjar skyldur, þegar farið verður að skipa málum þjóðanna. Þau ljetum við inn um annað eyrað og út um liitt. Það er bara til óþæginda að vera með slík- ar hugsanir, og það einmitt núna, þegar við höfum tækifæri til að njóta lífsins. Hvað ættum við líka að vera að lilusta á mann, sem vill taka Fjallræðuna alvarlega. Óþægilegast er, að þeir eru fleiri, sem það vilja gera. Hún er inntak alls kristindóms. Og um fjögurra ára skeið hefir það nálega verið heróp um allan liinn engilsaxneska heim, að þjóðfjelag framtiðarinnar uerði að grundvallast á kenningum Jesú frá Nazaret; ella sje því ófarn- aður vis. En ekki er nóg að tala um slikt út i bláinn. Finna verður þjóðfjelaginu fast og skipulagsbundið form. Um það form hafa gert tillögur hinir spakvitrustu menn báðumegin At- lantshafsins og ritað merkar bækur til þess að gera þjóðunum grein fyr- ir hugmyndum sínum. Bækur Vest- urheimsmanna — miklar og ágætar — eru mjer ólcunnar, neina af um- sögn. En merkustu og' bestu rök- studdu tillögurnar, sem mjer er kunnugt um að fram hafi komið á Englandi, eru skýrðar í bæklingum tveim, sem Oxford University Press liefir gefið út; og það eru þeir, sem jeg á við með fyrirsögn þessarar greinar. Bæklingar þessir nefnast Decision and Action og Faith and Works, en höfundur þeirra er Lionel Curtis, maður sem fyrir vilurlega meðal- göngu sina átti víst meir en lítinn þátt í því, að Búastríðið, sem leitt var til lykta 1902, endurtók sig ekki eftir nokkurra ára bið. Hann hefir ritað marjgar bækur, miklar og merk- ar, um stjórnvísindi, en lika um trúarleg efni, og hann liefir mörg trúnaðarstörf af hendi leyst fyrir bresku stjórnina, einkum þau er lotið háfa að sambandinu við Ind land og samveldislöndin. Það er þvi ekki neinn viðvaningur, ser.i hjer talar. Niðurstaðan, sem Lionel Curtis kemst að í þessum ritgerðum sín- um og færir rök fyrir, er sú, að eina leid'in til þess að tryggja frið í heiminum sje, að þjóðleg riki af- sali sjer fullveldi (sovereignty) sínu að þvi er til landvarna og utanrík- ismála keniur, og myndi um þessi mál alþjóðaríki. Verði þetta ekki gert, sje ný heimsstyrjöld viss og óumflýjanleg. Stjórn liins alþjóð- lega ríkis sje, eftir tillögum hans, kosin af almennum kjósendum þjóð- rikjanna, og eigi þau hvert um sig sína fulltrúa í henni. Þeirri stjórn eiga svo lierir og flotar þjóðríkjanna að lúta og undir hana heyri öll Framhald á bls. 11.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.