Fálkinn


Fálkinn - 13.08.1943, Blaðsíða 4

Fálkinn - 13.08.1943, Blaðsíða 4
4 f F Á L K I N N I Eugene Tillinger MESTI LISTAVERKAÞJÓFNAÐUR VERALDARSÖGUNNAR Þjóðverjar hafa sjerstakar deildir til þess að rannsaka lista- söfn þeirra landa, sem þeir hafa hernumið. Hafa þeir á burt með sjer alt það, sem þeim þykir verðmætast og lend- ir það ýmist í þýskum listasöfnum eða hjá höfuðpaurum nazista. Einkum Hitler og Göering. En þau listaverk, sem eigi falla í þeirra smekk, eyðileggja þeir. Aldrei í sögu mannkynsins hefir verið framinn jafn stórfeldur lista- verkaþjófnaður og nazistar hafa framið síðustu árin — þvert ofan í fyrirmæli Haag-samþyktarinnar. ETTA var minisvert augna- blik (skrifuðu nazista blöð- in). Menningarmál Hermanns Goerings iðaði af ofsakæti. — Þetta var í fyrsta skifti, sem bann bafði komið á Louvre- listasafnið i Paris og liann stóð máliaus af undrun fyrir fram- an hið fræga líkneski Nilce frá Samothrace —„Vængjaða sig- urinn“ — hina tignarlegu gall- ionsmynd úr steini, sem hafði svo lengi sett svip á inngöngu- salinn í Louvre. Þetta skeði sumarið 1940. — Heinrich Hoffmann, hinn út- valdi Ijósmyndari Hitlers, flýtti sjer að ljósmynda þetta sögulega augnablik, svo að mynd af við- burðimim gæti geymst öldum og óbornum, og síðar sá jeg þessa mynd í þýsku mynda-frjetta- blaði. Nokkru síðar sagði eitt af blöðunum í Vichy frá því, að Nike frá Samothrace prýði nú höll Goerings Karinhall-kast- ala í Schorfheide, skamt frá Berlin. Það liefir verið afar erfitt verk að flytja Nike frá Louvre í Paris til Berlinar. Það var þyngd þessa líkneskis að kenna, að myndin var enn í Paris, þeg- ar Þjóðverjar komu þangað, því að Frakkar, sem höfðu sjeð fyr- ir, að Þjóðverjar mundu fara ránshendi um söfnin í Paris, höfðu fermt marga fljótabáta dýrmætustu listaverkum sínum og flutt þau suðureftir Signu- fljóti til Mið-Frakklands. En Nike hafði verið þyngri en svo að þeir gætu flutt hana. En hún var ekki þyngri en svo, að Goer- ing, hinn listelskandi maður, gat flutt liana alla leið til Ber- lin. Þó að þetta megi virðast of- boðslegur skrælingjahátlur, er það aðeins eitt lítið dæmi af mörgum, um það hvernig „lista- verkasöfnun“ Þjóðverja er hag- að í hernumdu löndunum í þessu stríði. í fyrsta sinn í sögu veraldar liefir rán frægra lista- verka verið skipulagt sem á- kveðinn þáttur í hernaðinum. Listsögufræðingar og háskóla- kennarar hafa fengið liernað- arlegt umboð og ótakmarkað vald til þess að velja ránsfeng- inn úr söfnum hernumdu þjóð- anna. Þessi heildsölurán — sem sum eru framin undir gagnsæu yfirskyni þess, að þau sjeu framin á „löglegum“ grundvelli — fara langt fram úr því, sem nokkurt skáld gæti hugsað sjer að bjóða lesendum sínum í skáldsögu. T ÖLLUM þeim löndum, sem Þjóðverjar hafa hernumið hafa þeir gramsað í listasöfn- unum og flutt listaverk á burt — ýmist til að selja þau öðr- um, setja þau á þýsk söfn eða auka með þeim einkasöfn naz- istaleiðtoganna, — eða þá að þeir hafa eyðilagt listaverkin. A sama hátt og þeir liafa upp- rætt heilar þjóðir hafa þeir rif- ið upp rætur listmenningarinn- ar, — Frá Frakklandi til Grikk- lands, frá Austurríki til Rúss- tands. Málverkum, höggmgnd- um, mgndvefnaði - öllu er rænt. Þetta hófst eftir að Austur- ríki hafði verið innlimað í Þýskaland. Þá rændu Þjóðverj- ar meiri hluta hinna óviðjafn- anlegu krúnugimsteina Aust- urrikis úr gimsteinahúri Hahs- borgaranna, Schatzkammer í Wien og höfðu á brott með sjer. Nazistar skiftu þýfinu milli ýmsra safna í Þýskalandi. Hitler valdi banda sjálfum sjer gaml- an flæmskan og franskan myndvefnað úr Belvederekast- ala í Wien, flutti liann til Ber- lin og notaði hann til að skreyta veggina í liinni nýjn kanslara- liöll sinni. Skipulagið, sem Þjóðverjar höfðu notað við að ræna lista- verkum var ekki opinbert fyr en haustið 1942, þegar Rússar. tóku liöndum di\ Norman nokk- urn Foerster, sem var S.S.-for- ingi. Við yfirheyrslurnar játaði Foerster, að hann stjórnaði æfðu listaverkaþjófnaðarliði, einni deild af fjórum, sem stofn- aðar hefðu verið, sem sjerstök starfssveit innan hersins. Fyrsta deildin hafði verið menntuð sjerstaklega i egypt- skri listsögu og listþekking, og var hún send til Afríku með Afríka-Korps Rommels hers- höfðingja. Þegar Rommel var hrakinn til baka eftir að liann liafði komist inn fyrir landa- mæri Egyptalands, var þessi list- fræðingasveit send lil Neapel. Það er óráðin gáta, sem marg- ir munu ef til vill brjóta lieil- ann um, hvaða erindi æfðir listaverkaþjófar eiga til ítaliu. Önnur deildm starfar í Vestur- Evrópu. Þriðja deildin fylgir setuliði Þjóðverja á Balkan- skaga, Og sú fjórða var þessi, sem áður er getið og var með Foerster í Rússíandi. Öllum þessum deildum er stjórnað frá aðalstöðvunum, er hafa bækistöð sína í Hermann Goeringsstræti nr. 6 í Berlin. Þarna starfar fjöldi af æfðum listsjerfræðingum og listsögu- fræðingum að rannsóknum að staðaldri; þeir sitja þar yfir sjerstökum uppdráttUm, sem gerðir liafa verið af hernumdu löndunum og löndum þeim, sem enn er í ráði að hertaka, at- lniga söfnin þar. listasöl'n, bóka- söfn og aðra menningarfjár- sjóði, gera skrár yfir það, sem þeir ætla sjer að liafa á burt með sjer, og senda fyrirskipanir til deildanna, sem sendar liafa verið á staðinn og eru með hernum. Þar er tekið fram hvað senda skuli til Þýskalands og hvað skuli eyðilagt, til þess að þurka megi út grundvöll þann, sem list og menning landsins bygðist á. „Listin er göfugasta varnar- tæki þjóðanna,“ sagði Ifitler einu sinni í tveggja klukku- stundu froðuræðu á ársfundi nazista í Niirnberg árið 1937. Þannig er það auðsær tilgangur hans með þessum listaverka- þjófnaði og listaverkaeyðilegg- ingu og gera þetta vopn að engu með því að ræna eða eyða lista- fjársjóðunum, sem átlu að end- urnæra sálir allra annara þjóða en Þjóðverja sjálfra. En Þjóðverjar sem samkvæmt skgrslum „Board of Economic Warfare“ hafa rænt Evrópu- þjóðirnar sem svcirar 36.000 miljónum dollcira virði í gms- um vörum, egðileggja ekki mik- Iistusafnið í Osló eftir heimsókn Þjóðverja. Hitler skoðar listasafn í París.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.