Fálkinn


Fálkinn - 13.08.1943, Blaðsíða 11

Fálkinn - 13.08.1943, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 TVEIR BÆKLINGAR. Frh. af bls. 9. hergagnagerð. Fjárþörf ríkisstjórn- arinnar tH þess að standa straum af kostnaðinum við ríkisreksturinn all- an liafi forgangsrjett til tekna þjóð- ríkjanna og sje þeim kostnaði jafn- að niður á þau eftir skattþoli þeirra. en skattþotið er gert ráð fyrir að alþjóðleg skattanefnd, mynduð af sjerfræðingum landanna. ákveði fyr- irfram fyrir þrjú ár i senn. Þó skal árleg rannsókn á skattþolinu fara fram ártega, svo að ætið sje farið svo nærri hinu rjetla, sem unt er að komast. En því vill liann velja leið beinnar rikisskipunar að banda- lag getur, eins og hann glögglega sýnir, eðlis síns vegna aldrei orðið svo traust að á þvi megi byggja. Að öðru leyti en því, að hjer er um miklu stærri ríkishugniynd að ræða, er þetta, eins og menn sjá, alveg hið sama og Bretar buðu Frökkum upp á þann 16. júní 1940. En því boði hafnaði franska stjórn- in með 13 atkvæðum gegn 10, enda vár þá allt komið á ringulreið þar í landi. Um hugmynd þessa reynda, vitra og ágæta manns getur vitanlega eng- in dæmt eftir þeim fáu orðum, sem jeg hefi hjer ritað til þess að skýra frá henni. Áðurgreindir tveir bæki- ingar, sem gera grein fyrir lienni, eru samtals 267 blaðsiður og þó eng in ónytjumælgi í þeim. Það sen; hjer er sagt, er aðeins til þess að benda á þá, ef svo skyldi vera að einhver vildi kynna sjer málið. Að gera svo, væri ef til vill ekki óráð, þvi að sá kemur tíminn, að eitthvert skipulag verður að gera á heimin- um, og í honum erum við nú, livort sem við viljum kannast við það eða ekki. Og einliversstaðar verða vond- ir að vera. En einu varnaðiarorði verð jeg við að bæta: Lionel Curtis ger- ir, eins og Churchill, Roosevelt, Halifax og flestir stjórnvitringar Engilsaxa, ráð fyrir að til sje guð- leg forsjón, sem ekki láti kjör mann- kynsins ineð öllu afskiftataus, og að við, þessar lítilmótlegu mann- verur, eigum um það að velja, að vinna með lienni eða móti. Lesend- ur mínir geta skorið úr því hver fyrir sjálfan sig, hvort það sje sam- boðið islenskum vitsmunum og is- lenskri stórmensku að hlýða á mál þess manns, sem liefir svona fornfá- legar skoðanir og hikar ekki við að játa þær. Að endingu er það eitt enn, sem jeg vildi minnast á. Um hin miklu úrlausnarefni, sem þjóðirnar verða að reyna að ráða fram úr eftir styrj- öld þessa, kemur nú sí og æ út fjöldi merkisrita á ensku, austan hafs og vestan. Öllum þorra manna lijer á landi kemur ekki fremur til hugar að sökkva sjer niður i þau mál, en að reisa stiga upp i tungl- ið. En þó eru, guði sje lof, þeir menn til, sem leita vilja skilnings á þeim. Mundi það nú vera úr vegi að þessi litli liópur myndaði með sjer fjelagsskap til þess fyrst og fremst að afla merkisrita um þessi efni og helst einnig að ræða skoð- anir höfundanna? Jeg vil i þessu sambandi geta þess, að Ásgeir Sig- urðsson konsúll sagði mjer eitt sinn frá því, að l'yrir lians forgöngu bundust á sínum tima ýmsir menta- menn hjer í bænum í fjelagsskap til þess að ná í hin merkustu rit, er þá komu út á Englandi. Ekki Hver samdi leikinn, og hvert er efni hans? UJ. ShakespzarE JÓNSMESSUDRAUMUR Shakespearefræðngiurnn Will- am Winter telur að þessi leikur hafi verið sýndur á Globe Theater 1592, en En- cyclopaedia Britannica telur hann frumsýndan 1595—6. — Hann gerist í Aþenu og í skógi skamt frá borginni. ÍAÞENU fornaldarinnar voru það lög, áð það varðaði dauðahegn- ingu, ef dóttir neitaði að giftast manni þeim, sem faðir hennar kaus henni. Þessum iögum ætlaði Egeus hinn ráðríki að beita gagnvart Her- miu dótlur sinni, sem unni elskhuga sinum, Lysander, en vildi ekki þýð- ast Demetrius þann ,sem faðir henn- ar vildi fá fyrir tengdason. Hún af- sakaði sig með því, að Helen, besta vinkona hennar var heitin D.emet- riusi- og að liann hefði játað ást sína til hennar. Til þess að umflýja dauðann aftal- ar Hermia að hitta Lysander úti í skógi, en þaðan ætla þau að komast til frænku hans, sem á heima utan- bæjar, og giftast þar á laun. En Her- mia er það flón að trúa Helenu vin- konu sinni fyrir þessari ráðagerð, og hún blaðrar þvi óðar í Demet- rius. En skógurinn, sem þau ætla að hittast í, er dvalarstaður álfakon- ungshjónanna Oberons og Titaniu. Þau voru ósátt um þessar mundir, því að Titania vildi ekki Játa kong- inn fá fyrir liirðsvein lítinn umskift- ingshnokka, sem hún hafði tekið sjer fyrir kjörson. Oberon bað nú töfra- púkan Puck að útvega sjer svo magnað töfralyf, "*að ef það væri borið á augun á sofandi manni yrði liún eða liann bráðástfanginn í fyrstu verunni, sem hún sæi, er hún vaknaði. Puck fór að ná í meðalið, en á meðan sá Oberon hina ástsjúku Helenu, sem hafði farið með Demet- riusi út í skóginn. Þegar Puck kom man jeg lengur live hátt árstillagið var, en nokkuð liátt mun það hafa verið eftir þeirrar tíðar húgmynd- um um fjárliæðir. Þó útvegaði Ás- geir þau kjör, að hinn enski bók- saJi, sem þeir skiftu við. keypti bækurnar aftur fyrir tiltekinn hluta bókhlöðuverðs. Taldi Ásgeir að þetta liefði verið gagnlegur fjelagsskapur, og af öllum fjelagsmönnum sagði hann að þeir Klemenz Jónsson og Magnús Stephensen liefðu lesið mest (sennilega liefir liann þó sjálfur iesið mest þeirra allra). Er ekki ó- sennilegt að einhver úr þessu fje- Jagi sje enn á lífi lijer í bænum. En livað sem þvi líður, sýnir þetta, að það er ekkert liræðilega frum- legt í minni tillögu. aftur bað Oberon hann um að finna „unglinginn í Aþenubiiningnum" og nota meðalið á liann, þegar hann sofnaði næst, í þeirri von að Ilelena yrði fyrsta manneskjan, sera hann sæi þegar hann vaknaði. Næst gerði Oberon sjer ferð i lauf- skála Titaniu og notaði ástalyfið á hana með svo góðum árangri að liún varð óstjórnlega ástfangin af leiktrúð með asnahöfuð. Og með brigslyrðum gat liann fengið liana til að láta umskiftinginn af hendi við sig, og þau lijónin sættust. Bráðlega komust þau að raun um, að Puck liafði ekki farið vel úr hendi erindið, sem Oberon liafði fal ið lionum. Hann hafði af vangá lát- ið töfralyfið drjúpa í augu Lysand- ers, en ekki Demetriusar. Helena var ávalt á vakki þarna til að hitta Demetrius, en liittir nú Lysander, og vekur liann. Verður hann undir eins bráðástfanginn af Helenu. En Oberon tekst að nota gagnverkandi Jyf á aUjgu Lysanders, þegar liann sofnar næst og þá lifnar ást lians til Hermiu á ný. Og samtímis ber hann ástalyfið i augu Demetriusar, eins og upprunalega hafði verið til ætlast. En nú kemur Egeus ráðríki lil sögunnar, þarna úti i skóginum, en þangað er hann kominn, til þess að leita Helenu dóttur sinnar. Þegar liann lcemst að raun um að Demetrus er orðinn afhuga Hermiu, en vill ólmur giftast Helenu, þá felst liann á, að þau Lysander og Hermia skuii eigast. En livorltveggja hjónaefnin eru þeirrar skoðunar, að atburðirnir í skóginum hafa ekki verið annað en „Jónsmessudraumur“. STEININGER SKEGGPRÚÐI. Á liægri bakka Innfljótsins, ná- lægt landamærum Bayerns, stend- ur lítill bœr, sem 'Braunau heitir og er einkuin kunnur fyrir það nú á þessuin síðustu og ^erstu timum, að þar fæddist Adolf Hitler. F.r Braunau innan landamæra Austui- ríkis og kunn frá fyrri öldum fyrjr vefnað, pappírsgerð og bátasmiðar. En þó er þessi gamli bær kunnast- ur fyrir það, að þarna var mað- urinn með eitt lengsta skegg ver- aldarinnar, Hans Steininger, ráð- herra og borgarhöfuðsmaðut' í kirkju bæjarins er legsteinn hans enn til sýnis með áhögginni lág- mynd af honum í fullri stærð og nær skeggið góðan spöl niður fyr- ir tærnar. Skeggið var 207 senti- metra iangt og er enn geymt i safni bæjarins, enda var það stolt bæjar- ins og eigandans, meðan liann iifði, en að lokum varð það honum áð bana, árið 1567. Atvikaðist það svo að Steininger steig i skeggið á sjer eitt sinn er hann var að ganga upp stiga, og datt og meiddist svo illa, að hann ljest nokkrum dögum síð- ar. LÁTIÐ RINSO YÐAR ENDAST LENGUR Til þess að hjálpa Rinso- notendum til þess að láta Rinso endast betur, hafa þvotta-tilraunastöðvar Rinso fundið upp nýja þvotta- aðferð. Með þessu nióti getið þjei sparað að ininsta kost.1 þriðjung af þvi Rinso, sem þjei notuðuð venjulega aður og þvotturinn verður prýðilegur. Þjer lirærið fyrst þvottalög úr Rinsoog heitu vatni beint úr krananum. Hafið eigi meiri lög en svo, að hann rjett nái yfir þvöttinn þegar honum er þjappað saman. Því rninna vatn sepi þjer notið, því minna þurfið þjer af Rinso. Leggið svo tivíta þvottinn I balann f 12 mínútur. Þó að Gamli Mátinn Nýi Mátinn _ lögurinn sje ekki meiri en þetta,, þá verður þvotturinn skínandi livítur. IJegár þier haiið þvegið hvita þvottinn feggið þjer þann mislita í þvottalöginn i 12 mínútur. Hitinn (handvolgur) er alveg haofilegur fyrir hann. Þegar þjer lítið á árangnrinn —hvíta þvottinn mjall-livítan og þann mislita tandurhreinan —munuð þjer ekki láta á yður standa að viðurkenna, að þessi Rinso-sparandi aðferð hrfiur f raun og veru. Auö- vitað sjer Rinso fyrir öllum þvottinum yðar og hreingeni- mgunum líka. X-R 20J/I-I5I Sn. J.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.