Fálkinn


Fálkinn - 15.10.1943, Side 11

Fálkinn - 15.10.1943, Side 11
F Á L K I N N 11 Hver samdi leikinn? Framhald af bls. 6 höfðu verið að hennar ráði; varð hún liugsjúk og dó eltir nokkurn tima, en Macbeth stóð eftir og vant- aði nú sinn örugga og einbeitta ráðunaut. Þegar sóknarher Malcolms nálgaðist höll hans, kom einn af varðmönnunum hlaupandi á fund lians og sagðist ekki geta betur sjeð, en að Birnam-skógurinn vœri á hreyfingu í áttina til hallarinnar. En þetta var her Malcolms, sem hann bar fyrir sjer greinar svo hann sœist ekki. Macbeth þóttist skilja á hverju hann ætti von. í örvænt- ingu sinni reyndi hann að flýja, í þeirri von að hann gæti bjargað lífi sínu, þó að liann misti ríkið. En á flóttanum hitti hann hersirinn af Macduff, sem drap hann og liefndi þannig konu sinnar og sona, sem Macbeth hafði látið taka af lífi. En Macduff hafði verið „tekinn fyrir tímann úr kviði móður sinnar,“ og rættist þannig seinni spáin. — Þannig lauk liinni blóðugu sögu um valdagræðgi Macbeths, en hinn rjetti konungur, Malcolm sonur Duncans gæfa, endurheimti riki föður sins. hafa mikið að gera. Allar æfðar hjúkrunarkonur í Bretlandi hafa veriö kvaddar til starfa fyrir þjóðina, því að auk venjulegra starfa verða þær nú að sjá um dagheimili barna, sem eiga mæður sínar starf- andi í verksmiðjum, og ennfremur hafa störf- in á ungbarnaheimilunum aukist (fæðingar voru hlutfallslega fleiri í Bretlandi árið 1942, en þær hafa nokkurntíma verið síðan 19S0). í vor sem leið var almenn skrásetning á lærðum hjúkrunarkonum um alt Bretland og voru þá skráðar yfir 300.000 hjúkrunarkonur. Margar þeirra voru giftar konur, sem ekki hafa gegnt hjúkrunarstörfum í mörg ár, en taka nú til starfa á ný. En til þess að verða fullgild hjúkrunarkona i Bretlandi þarf þriggja ára strangan skóla, munnlegan og verklegan. — Hjer er mynd af hjúkrunarlærlingnum Evelyn Phillips, sem er á þriðja námsári sínu að gegna verklegum störfum á Middlesex Hospital. Á þessum spitala eru 290 hjúkrunarnemendur og 195 lærðar hjúkrunarkonur. Er þessi hjúkrun- arkvennaskóli talinn einna fullkomnastur og best í samræmi við kröfur tímans, allra hjúkr- unarkvennaskóla í Englandi. Leirkerasmíði í Norður - Carolina Frá fornu fari hefir leirbrensla verið mikið stunduð i Norður-Caro- linafylki í sunnanverðum Bandaríkj- unum, og enn er þessi handiðn stunduð þar og mikil rækl lögð við hana. Hafa margir þessa iðn að lifsstarfi og leirgripir frá Carolina sjást á heimilum um öll Bandarik- in. Ágætur leir er þar í jörðu, svo að gripirnir verða sjerlega áferðar- fallegir. Og fyrirmyndirnar, sem einkum eru notaðar, eru fengnar að erfðum frá leirkerasmiðum, sem komu frá Staffordshire í Englandi á 18. öld, og settust að í Piedmont- hjeraði í Norður-Carolina. Margt af þessum skálum, könnum og kerum er með upphleyptum myndum, eins og Wedgewood-postulín. Milli húss og hlöðu á bæjunum gefur viða að líta, glitrandi i sól- inni, hundruð leirgripa, rauðra, brúnna, grárra, mógulra, grænna og blágrænna, nýkominna úr brenslu- ofnunum. Heilar leirkersmiðafjöl- skyldunnar vinna í sameiningu verk- ið — móta munstrin, renna leirinn og setja gljáhúðina á. Áhöldin eru ofur einföld — hverfihjólið og skef- illinn, sem mótar leirinn. Ofninn cr oftast gerður úr steini, sem brend- ur er úr leir á staðnum. Leirinn er malaður í gamaldags kvörnum, sem knúðar eru áfram af múlösnum. — Ekkert er sótt langt að nema leir- inn i vönduðustu gljáhúðartegundir. En einnig er aska af ýmsum harð- viðartegundum notuð í gljáhúðina, blönduð úrvals leir. Þegar ofninn er opnaður eftir leirbrenslu biður öll fjölskyldan þess með eftirvæntingu, hvernig hún hafi tekist. En þessi viðburður skeður að jafnaði einu sinni i viku alt sum- arið. Börnin þyrpast kring um ofn- inn. öll börn i þessum leirbrenslu- sveitum bera skyn ú sköpunarsögu leirmunanna og sjá hvað illa hefir tekist og hvað vel. Börnin móta lika ýmsa leirmuni sjálf. Leirinn og timbrið kemur frá bæjum i sveitinni. O. L. Bachelder, sem var leirbrenslumaður í 60 ár, sagði skömmu fyrir andlát sitt, árið 1905: „Akrar fjallanna hafa bygt heimili okkar og iðn. Náttúran hefir barið að dyrum hjá okkur." Hann hefir fengið verðlaun liststofnunar Chicagoborgar fyrir verk sín og náð miklum heiðurssessi meðal am- erískra leirgerðarmanna. Smíðar hans voru gerðar af mikilli vand- virkni. Leirinn var harður og sterk- ur, og gljáhúðin falleg. Hann hafði tvær kvarnir og tvo ofna, og rak „Omar Khaýyam Art Pottery" skamt frá Waynesville í Norður Carolina, %• Leirkerasmiður í Norður-Carolina við vinnu sína. Hann notar fyrir- myndir frá forfeðrum sínum, sem fluttu inn i landið á 18. öld frá Staff- ordshire. og verk hans voru annáluð fjær og nær fyrir fegurð og haldgæði. Einn af nánustu vinum hans, W. B. Stephens, fylgir sömu starfsregl- unni i leirbrenslu sinni við Ashville, og hefir tekist ágætlega að ná hinum blágræna lit á gljáann, sem er svo sjerkennilegur fyrir Wedgewood- postulín. STÓR LEIRKER. D. P. Brown, leirkerasmiður, sem vinnur uppi í fjöllunum í Norður- Carolina hefir gert stærsta leirkerið, sem nokkurntíma hefir verið búið til i Suðurríkjunum. Það er 9 fet og 9% þumlungur að ummáli og 5 fet Þessar leirkönnur eru báðir frá Norður-Carolina. og 9% þumlungur á hæð. Sonur hans, níu ára gamall, og dóttir hans, sjö ára, móta smámyndir úr leir, af svínum og kúm, sem mikið er selt af. Margir leirkerasmiðir nota á- kveðnar fyrirmyndir ,sem aðrir nota ekki, Sumir búa til leirkörfur og englamyndir, sem seldar eru á sveita mörkuðunum. Aðrir tertuföt, sem húsmæður nota mikið. Sumir gera salt- og piparbauka, eins og hænu- unga i laginu. Aðrir búa til vegg- flísar. Leirsmíðagripir, sem annars- staðar mundu þykja fágæti, sjást víða í eldhúsunum í Norður-Caro- lina. Sumsstaðar vinna alt að niu systkini að þvi að gljábera leirsmið- ar i sveitum. Egils ávaxtadrykkir X-V 407/4-786 A LEVER PRODUCT

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.