Fálkinn


Fálkinn - 04.02.1944, Blaðsíða 3

Fálkinn - 04.02.1944, Blaðsíða 3
F Á L K 1 N N 3 Theodor Árnason: Seyðisfjörður í gamla daga FrumkvÍJÖlar sönc/starfs á Segðisfirði (1892): I fremri röð: Ánii Jóhannsson kennari (söngstj.) og Lárus Tómasson skólustj. í aftari röð: Pjetur Jóns- son, Andreas Rasmussen og Rolf Johansen. Fjörur blúmarósir lir ,,Kvik“: Guðrún Kristjánsclótt- ir, 'Karen Wathne, Guðrún Gisladóttir og (sitjandi > Kris t ín Þárarinsdótt ir. VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hialtested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Síini 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-0 Blaðið kemur úl hvern föstudag Allar áskriftir greiðis fyrirfram HERBERTSpre/i/. SKRADDARAÞANKAR Reykjavík dregur! Þangað vill allur lýðurinn liæði úr kauptún- unuin og sveitununi. Þar er gullið, Bretagidl og Bandarikjagull, togara silfur og braskarakopar. !>ar eru bíó og kaffihús, jnir er alll upplýst með rafmagni, meira að segja göturn ar um iiádegið, þó að rafmagnið sý 'iú eiginlega of lílið, eins og sakir stknda. Og jiar er hitaveita. sem salnkvæmt þvi, sem altalað var i Yfesturbænum um nýárið, er svo viðfeðm að hvorttveggja hefir skeð, að hún hefir kveikt í húsi og hins- vegar frosið á lienni á öðrum stað. Ekki fylgir sögunni livort þetta gerð- ist samtimis. En það er víst alls ekki fortakandi ! ! íslenska þjóðin hefir fengið vatn á heilann. Þegar ungbörn eins og hún fá þennan sjúkdóm stækkar höfuðið ferlega, svo að það ber búk- inn gersamlega ofurliði. Og svo er komið fyrir hiuu islenska barni meðal þjóðanna, að höfuðið er nú orðið þriðjúngur alls likamans. Það fylgir undantekningarlaust þessum sjúkdómi, að börnin, sem eru svo ólánsöm að fá hann verða algjörir fábjánar, en oftaslnær deyja þau ung og er það lán i óláni. Ráðanienn þjóðarinnar eru sak- lausir af því að hafa gerl nokkurn hlut til þess að afstýra þessum sjúk- dómi. Þá sjaldan þeim liefir dottið í hug að fikta við að lækna hann. hefir það jal'nan reynst verra kák en lijá ljelegasta hómopata, sem heldur við fingurmeini í missiri, sem liægt er að lækna á liálfum mánuði. Reykjavík lieldur áfram að vaxa, höfuðið fer sistækkandi. Allur vaxtarauki þjóðarinnar fer í höfuðið en búkurinn og útlimirnir svelta og visna eins og heimulun- njóli á haustdegi. Margt hefir að visu verið gert til að gera sveitirnar byggilegar og bæta afkomu bænda, svo að þeir geti búið búi sinu í sæmilegum húsa- kynnum og sem frjálsir menn en ekki þrælar. En jió reynist svo, að afurðir þeirra verða ekki samkeppn- isfærar við samskonar afurðir, sein búið er að leggja á flutningskostnað langa leið milli heimsálfa. Er ekki eitthvað bogið við þetta? Jeg veit ekki — að minsta kosli þarf það rannsóknar við. Sú rann- sókn getur skorið úr því, sem okkur er holt að vita: hvorl ísland er í raun og veru byggilegt eða ekki. II. Fjdags- og skemtanalít' o. fl. Mjer skilst, að svonefnt „Austfirð- ingafjela‘g,“ sem starfað hefir hjer i bæ um alllan'gt skeið — þó að ekki hafi það átt sjer lög eða starfs- reglur fyr en nú alveg nýlega — sje að hefjast handa um það, að safn- að verði lil og gefín út einskonar ,,Austfirðingabók“, þar sem skráðar venf.'i nieðal annars sögur liinna ehi- stöku fjarða og lijeraða í Austfirð- inghfjórðungi. Kemur mjer það svo fyrir sjónir, að þar muni Seyðis- fjörður verða merkur þáltur, og mjer er það Ijóst, hæði af persóuulegum kynnum minum al' fólki þar og liátt- um á bernskuárunum, og þó sjer- staklega af þeim upplýsingum, sem jeg hefi síðan getað aflað mjer, að það verður vandaverk ekki alllítið að semja þá sögu, svo að vel sje, og að ekki er seinna vænna fyrir Seyðfirðinga að liefjast lianda um það sjálfir, að halda til liaga t. d. öllum þeim gögnum og upplýsing- um, sem enn er hægt að komast yfir, um tvo síðustu áratugina fyrir aldamötin sjerstaklega. Jeg á von á því, að mörgum þyki það ein- kennileg saga. „Gullinu“ var mokað upp úr sjón- um (þ. e. sildinni) á næst síðasta áratuginum —úr kistu, sem þá virt- ist vera ótæmandi, inni á „kringl- unni“ eða höfninni, ár eftir ár. Það voru auðvitað Norðmenn, sem að þessu stóðu og kúfinn hirtu af gull- inu, en landsfólkið virtist hafa slað- ið höggdofa og liorfl á — lengi vel, og litið aðhafst sjálft, annað en þ.að að þiggja daglaunavinriu lijá Norð- mönnunum. En þegar tillit er til þess tekið, hvernig veiðarfæri voru þá og hversu lágt var verðlag, er það Ijóst að „náman“ hefir v^rið l'ádæma auðug, því að þá var til dæmis á einu ári (á þessu tímabili) flutt út Seyðisfjarðarsíld fyrir rúmlega eina miljón króna, og að langsamlega mestu leyti frá einni útgerð. En þá fengu þeir „innfæddu“ 2 -3 krónur á dag i vinnulaun. Að vísti v'ar þá „ódýrl að lifa“, en fáir urðu þó bjargálnamenn af laridsfólkinu á þessum áratug (1880-’90), þó að gullið væri tekið upp við bæjardyr þess. Og ekki voru þarna fram- kvæmdir aðrar en þær, sem hinum norsku útgerðarmönnum voru til sjerstaks hagræðis, og þeir önnuð- ust sjálfir, t. d. skipahryggjur og birgðaskeminur á Búðareyri (sunnan fjarðarins). Þar var aðdjúpt mjög og tiltölulega kosnaðarlítið að gera þar skipabryggju. Þó að náman væri gjöl'ul um sinn, þá var það um sildina, þá sem endra nær, að liún var hrekkjótt. „Síldar- spekúlationirnar“ brugðust þá eins og síðar, og sumar útgerðinar urðu gjaldþrotá eða lieltust úr lestinni. Sildin brást lika -—kom þá upp í öðrum fjörðum. Og um 1890 má heita að Otto Wathne sje svo að segja einn um hituna á Seyðisfirði, þá orðinn stórefnaður maður. Sildin kemur að visu enn inn á fjörðinn, en nú er ekki um uppgrip lengur að ræða. Er nú öllu meiri stund lögð á þorskveiðar, og eru það þá einkum Færeyingar, sem mikið kapp leggja á þær veiðar. Koma þeir i tugatali með báta sina á vorin og rjeru frá verstöðunum sem voru út með firðinum. Seyðisfjörður var þá einn lirepp- ur, frá Fjarðarseli, (undir Fjarðar- heiði) og út á Dalstanga. Sjálft kaup- túnið er i þrennu lagi: A Fjarðaröldu (fyrir fjarðarbotninum) er aðalbygð- in, og þar er ein dönsk selstöðuvérsl- un, ein norsk verslun, (Norska búð- in), og einliverjar smá-búðir'. A Búðareyri fer mest fyrir útgerð Wathne og verslun, en norðan fjarð- arins er Vestdalseyri tæplega V-± milu vegar frá Öldunni. Þar er Gránu- verslunin gamla, og ein smávers) un að ininsta kosti og þar er kirkjan -— en preslsetrið ■ Dverga- steinn, er enn utar. Þeim megin fjarðarins er verstöðin Brimnes, enn utar, og Þórarinsstaða- og Hánefs- staða-eyrar hinumegin. Það er éiginlega ekki fyrr en komið er logn og kyrrð cftir sildar amstrið og ysinn, að hið svokallaða — „uppgangstímabil“ Seyðisfjarðar hefst. Fara þá ýmsir urigir efnis- menn, bornir og barnfæddir Seyð- firðingar, til útlanda til þess að mannast og menntast, og var þá eirikum um það liugsað, að læra þörf „liandverk“ sem að gagni gæti komið heiina fyrir. Þessir ungu menn, settu svo nýjan svip á kaup- túnið, smám sanian, þegar þeir vorif búnir að konía sjer fyrir, að loknu námi. Yar mikið spunnið í suma þessa nienn og fór brátt að þeim að kveða. En heima voru svo jafnaldr- ar þeirra, sem margir lóku vel undir við þá, bæði heimamenn og aðkomn- ir. Mjer skilst þó að óvænlega liafi horft um fjelagslíf fyrstu ár hins siðasta áratugs nítjándu aldarinnar Ber ]>á feinkum á illdeilum milli prestsins á Dvergásteini og Öldubúa, og er eflaust best nð hafa um það sem fæsl orð. Fyrstu ljelagssamtökin, sem að kveður virðast vera um bindindis- Frh. á bls. U.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.