Fálkinn


Fálkinn - 04.02.1944, Blaðsíða 4

Fálkinn - 04.02.1944, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N Vísindin í þágu enska landbnnaðarins Tilraunastoðin i Rotbamstead Eftir Williara Allison Tilraunastö&in í Rotliamstead í Hertfordshire, sem undanfarin 100 ár liefir starfaö að landbúnaðarvísindum og uiuiið eigi aðeins breskum heldur og annara þjóðá landbúnaði úmetanlegt gagn, en þó aidrei orðið eins vel ágengt og á síðnstu árunnm. EGAR HITLER hcfir verið sigr- aður og skriðdrekar og fallbyss- ur verða að víkja fyrir dráttarvjeluni og plógjárnum verður Bretland enn að hafa forustuna í orustu þeirri, sem öllum orustum er meiri; að gegna liinu víðtæka lilutverki, sem enga bið þolir — að flytja iífsnauð- synjar til hinna sveltandi miljóna víðsvegar í Evrópu. Herir hinna sameinuðu þjóða verða eigi aðeins að koma með frelsið; þeir verða einnig að koma með brauðið. Það lærðum við á Sikiley. Hátt yfir köllin, sem buðú lierlið okkar velkomið heyrðist ann- að óp: „Gefið okkur mat!“ og það óp mun bergmála hvar sem er í Evropu, eftir að Þjóðverjar hafa yerið hraktir úr löndum þeim, sem þeir hafa lagt undir sig. En að baki því hlutverki að bæta úr brýnasta fæðuskortinum er ann- að miklu stórfelldara, sem sje það að annast um að akrar og býli Ev- ropu, niðurnídd og rænd af nas- istum, fái nýja áhöfn og komist aftur í rækt eins fljótt og unnt er. Sjer- fræðingar í Bretlandi, Canada, Banda rikjunum og Rússlandi starfa nú þegar að því að tryggja það, að hin liræðilegu óp „hungursneyð“ verði ekki útgönguvers nasistakúgunar- innar. Sir John Russel er fremstur allra þeirra bresku visindamanna, sem vinna að þessu markmiði. Ilann er löngu heimsfrægur maður i land- búnaðarvisundum og liefir í 31 ár verið forstöðumaður stofnunar, sem er enn frægari: tilraunastöðvarnar í Rothamstead, etia„Rothamstead Ex- perimental Station". Á hinu kyr- láta sveitabýli i Hertfordshire og tilraunabúum þar i kring, hefir 'sir John og samverkaménn hans eflt þau undirstöðuvísindi, sem mörgu öðru frennir urðu til Jæss, að draum- ur Hitlers um að svelta Bretland inni og Jjröngva því þannig til upp- gjafar rættist ekki. Eldmóði Jjessara manna og striti á enska Jjjóðin það að Jjakka, að lnin hefir miljónir t ekra af ræktuðu landi, er liafa gefið ‘ svo mikla heimafengna uppskeru, að þjóðin liefir lifað við sæmilegt viðurværi undanfarin ófriðarár. Sá furðulegi árangur, að breskum bændum skuli hafa tekist á stríðs- árunum að framleiða mestu upp- skeru, sem nokkurntíma hefir Jjekst á Bretlandscyjum, hefði aldrei getað orðið mögulegar án aðstoðar vís- indamannanna i Rothamstead. Hjer verður talið sumt af J>vi, sem þeir liafa kennt bændunum: 1. Nýjar aðferðir til J>ess að verj- ast eyðileggingu og sýkingu, sem á friðartimum ónýtti um 10% allrar uppskeru i landinu, Þeir aðhyllast það, í Rolhamstead, að sýkingarvörn sje betri en lækning og Jjar sem ekki er liægt að drepa sýklana hafa fundist ráð til að verjast eyðileggingunnni, sem Jjeir unnu áður. 2. Þráðormurinn (wire worm) er t. d. einn af skaðlegustu erki- fjendum breskra bænda. Fyrir stríðið eyðilagði þetta kvikindi oft fimtung hveitiuppskerunnar í sumum hjeruðum; var þetta al- varlegt mál þá, en liefði verið eyðileggjandi á ófriðartíma. Ein- hvernveginn varð að þjarma að þessu ófjeti eða útrýma Jjví, ef Bretar átlu að fá sitt daglega brauð á styrjaldarárunum. Þá tóku Jjeir sig til í Rptliam- stead og fundu aðferð til að mæla nákvæmlega hve margir ormar væru að meðaltali i ákveðnum fleti aktirs. Afleiðingin var sú að ef mikið var af ormum (mikið var Jjað talið ef yfir lVi miljón orina voru í hverri ekru, eða 4.05 dekar) var bændum ráðið frá að rækta hveiti eða kártöflur á Jjví landi, lieldur að sá ljar baunum eða liör, sem er ónæmt að kalla má fyrir Jjráðorminum. Ef ormafjöldinn var í meðal- lagi var akurinn sáður byggi, en ef hann var undir ákveðnu lá- marki var þorandi að sá hveiti. Þessi rannsókn ein hefir sparað 10—20% uppskerumissi, á undan- förnum árum, en ekki skýrði sir John Russel frá árangrinum fyrr en í haust, er nýtt met varð í upp- skeru Breta. 3. Aukin þekking á notkun áburð- ar. Með Jjví að rannsaka allskon- ar jarðveg á rannsóknarstofunum í Rothamstead liefir verið hægt að finna hverskonar áburður hæfi lionum best. Nú geta bú- fræðingar, hvar sem er á landinu fljótlega fundið upp á liár, hve mikið eigi að bera á Jjennan eða þennan akur, af kalki eða fosfati. Felst í Jjessu mikill sparnaður af dýrmætum og torfengnum á- burði, sein ella liefði farið í súginn. Hjer er eitt dæmi enn um ráð- leggiúgar Rothamsteadmanna. — Þeir hafa komist að raun um, að salt eykur mjög vöxt sykur- rófna. Þeir sýndu fram á, að fyrir liver 500 tonn af salti, sem borið var á, óx sykurrófnavöxturinn um somú Jjyngd af sykurrófum. 4. Vísindamennirnir i Rotliam- stead tóku sjer fyrir hendur að Broadbalk Field heitir þessi friegi tilraunaakur í Rothcunstead, en þar hef- Búvisindamenn frá ýmsum hinna sameimiðu þjóða heimsœkja Rothamstead ir verið rækiað hveiti i heila öld. Til vinstri hefir verið borinn húsdýra- til þess að kgnna sjer þar nýjustu rannsóknir og uppgötvanir. Eftir stríð áburður á akurinn, en til hægri hefir aldrei vcrið borinn húsdýraáburður. ið eiga þessir menn að notfæra sjer kunnáttnna þaðan, heima hjá sjcr.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.