Fálkinn


Fálkinn - 04.02.1944, Blaðsíða 14

Fálkinn - 04.02.1944, Blaðsíða 14
14 F Á L K 1 N N SEYÐISFJÖUÐUR. Frh. af bls. 3. hreyfinguna. Voru stofnaðar tvær stúkur, sem störfu'ðu í nokkur ár, og „Bindindisfjelag Seyðisfjarðar,“ sem kvað þó enn meira að. Samkomuhús var ekkert tii á Seyðisfirði og skip- aðist svo til að það varð lilutverk þessa bindindisfjelags að gangast fyrir byggingu sliks húss. Hinn 21. apríl eru kosnir menn í nefnd til að gangast fyrir fjársöfnun til þess- arar húsbyggingar og hrinda lienni í framkvæmd. Mun þessi nefnd hafa gengið ötullega fram, því að tveim árum síðar var bygt hið svonefnda „Bindintlishús“ og vígt 20. október 1894. Var það síðan aðal samkomu- liús Seyðisfjarðar langt fram yfir aldamót. Aðal frumkvöðlar þessa húsbyggingamáls munu hafa verið þeir Snorri Wiium pöntunarfjelags- stjóri og Stefán Th. Jónsson úrsmið- ur, (síðar útgerðarmaður og kaup- maður.) Var liann þá ungur maður nýlega „sigldur“ og þcgar farinn að láta til sín taka. í sambandi við fjársöfnunina til lu’iss þessa, er í fyrsta sinn getið um söngfjelag, sem þá hafði starfað um skeið. Var það að uppistöðu blandaður kór og hjet „Freyja“. Kór þessum stjórnaði Árni 'JóJiannsson, faðir minn, sem þá stundaði kenslu og verslunarstörf, og var sungið i fyrsta sinn opin- berlega 9. april 1893 (að ])ví er „Austri“ segir) til ágóða fyrir bygg- ingarsjóðinn. Áheyrendur höfðu ver- ið hátt á annað luindrað og ágóðinn — 50 krónur. En sungið var í vöru geymsluhúsi. Annars var söngurinn jafnan mik- ill þáttur i fjelags- og skemtarfaiífi Séyðfirðinga, og auk blaudaða kórs- ins mun hafa veriö til iílill karla- kór og kvartett, og er til mynd af aðal forsprökkum þessara söngiðk- ana á þessuin árum. Síðar kom svo til Seyðisfjarðar (vorið 1897) Krist- ján læknir Kristjánsson og hann kom upp og stjórnaði karlak. „Braga“, sem enn er til. Enn má geta þess, í þessu sambandi, að veturinn 1896— 97 dvaldi sjera Geir Sæmundsson, síðar vígslubiskup, á Seyðisfirði og hjelt þar guðsþjónustur í Bindindis- húsinu, að tilhíutun einskonar fri- kirkjusafnaðar á Fjarðaröldu, en fólk ið þar undi því illa að þurfa að sækja kirkju út á Vestdalseyri. En sjera Geir var söngmaður mikill og lærður og ljet oft til sin heyra. Og eina opinbera söngskemtun mun hann hafa lialdið, áður en hann fór til embættis síns í I-Ijaltastað um vorið. En eflir að Kristján læknir kom til Seyðisfjarðar kom sjera Geir oft ofan yfir heiði, og liöfðu þeir þá stundum söngkvöld saman og sungu m. a. „Glunta.“ Eftir að bindindislnisið var kom- ið upp varð fjelagslif og skemmtana- lif brátt miklu fjölskrúðugra en áður hafði verið i plássinu, einkum hjelt unga fólkið á Fjarðaröldu og Búðar- eyri vel saman, og kom þá í ljós að það kunni að skemta sjer. Farið var að sýna sjónleiki í Bind- indishúsinu nokkru eftir að það var fullgert, og voru þeir lífið og sálin í því starfi Eyjólfur Jónsson klæð- skeri og ljósm. (síðar útibússtj.), Axel Scliiöth bakari og Andreas Rasmussen kaupmaður — allir ung- ir menn og fjörugir. Kom það brátt á daginn, að ýmsir piltar og stúlkur þarna höfðu nokkra leikarahæfileika og fór þeim sumum svo fram, að meðferð á .sumum leikritum sem sið- ar voru leikin var talin prýði- leg. Mjer er það einkum minnis- stætt, að það var haft eftir mönnum, „sem margt höfðu sjeð“ — og mark var tekið á, að Leikfjelag Seyðis- fjarðar hefði skilað „Æfintýri á gönguför“ og „Drengurinn minn“ með ágætum. Jeg man vel eftir báð- um þessum leikjum, og þó sjerstak- lega „Æfintýrinu“, sem oft var leik- ið, og eru mjer minnisstæðastar 3 persónur: Birkidómarann ljek Eyj- ólfur Jónsson, Rolf Johansen ljek hinn glaða stúdent — en Sigurður prentari Grímsson Skrifta-Hans. — Leikstarfseminni var síðan haldið uppi óslitinni langt fram yfir alda- mót. Og smámsaman mun þetta hafa víxlast svo að að það urðu ungu stúlkurnar, sem báru þetta starf uppi. Þær stofnuðu með sjer fjelag, sem „Ivvik“ nefndist, og hafði tvenns konar lilgang: að skemta og gleðja. Ekki man jeg nú lengur öll þau nöfn, sem þar komu við sögu, en jeg læt hjer fylgja mynd af fjórum blóma rósum úr „Kvik“, á þeim árum, sem mikið kvað að þeim fjelagsskap. Einkum man jeg að Guðrún Gísla- dóttir (forstöðukona klæðskeraverk stæðis Eyjólfs Jónssonar) var mjög athafnamikil. Annað kvenfjelag var og til á Seyðisfirði, þar sem voru hinar fullorðnari konur. Mun verkefni þess aðallega hafa verið góðgerðar- starf. Efndu þær konur, meðal ann- ars til jólatrjes-skemtunar fyrir börn in i kaupstaðnum á hverjum vetri. Dáir Þorsteinn skáld Erlingsson mjög fyrstu skemtunina sem hann var viðstaddur af ]>ví tæi, er hann var ritstjóri „Bjarka“. Þetta kven- fjelag gekkst síðar fyrir samskotum til kirkjubyggingar á Fjarðaröldu og er þar nú hin veglegasta kirlrja. Auðvitað voru svo haldnar veisl- ur og efnt til dansleikja i Biridind- ishúsinu, öðru hvoru, og var orð á því gert af aðkomumönnum, liver myndarbragur var á slíkum mann- fundum hjá Seyðfirðingum. Á sumrum höfðu menn sjer það helst til skemtunar að bregða sjer á liestbak, á sunnudögum, þvi að margir áttu sæmilega hesta. — Og venjulega var farin ein hói>ferð á sumri hverju upp á Hjerað, venju- lega upp í Egilsstaðaskóg, og var hægt að komast það, fram og aftur á einum degi, ef snemma var af stað farið á sunnudagsmorgni. En stund- um var farið alla leið upp í Iiall- ormsstaðaskóg. En sú leið var það löng, að það þurfti að gera ráð fyr- ir tveimur dögum til fararinnar. — Vildu allir sem vettlingi gátu valdið vera með í slíkum skemtiferðum, og voru því löngu fyrirfram, pant- aðir hestar ofan af Iljeraði. Hittust þá oft liópar fólks af öðrum fjörð- um í skóginum, og var þetta mjög mikil og góð skemmtun, að margir hlökkuðu til „skógartúrsins" alt árið. Leiðrjetting í siðasta tbl. Fálkans bls. 11 3ja dálki, 19. línu að ofan, er orð: ,mest‘ en á að vera „mæst“ (mætst, þ. e. lokið kláða niðurskurði í Borgar- firði 1779). HVALFJÖKÐUR. Frh. al’ bls. 11. lendi ekkert. Og yfir höfuð er slrjál- byggt og afskekkt víðast livar við tjörðinn, þó stórum hafi batnað síðan akvegir koinust á. Mega rækl- unarskilyrði leljast góð frá Saúrbæ vestan með firðinum (Kalastöðum, Kalastaðakoti og Miðfellunum, eystra og vestra.) Þá er og einn ókostur við Hval- fjörð, og það er, live veðrasamt er þar í öllum áttum, þó einna lakast í norðaustanátt, er hann stendur af Skarðsheiði. í hinni nýútkomnu ferðabók Eggerts og Bjarna er Ilval- fjörður kallaður „veðrakista og svip- vindar ákaflegir .við innfjörðinn sjerstaklega". Fer þá af gamanið og fegurðin, en svo er nú víða. Það er tvennt ólíkt að sjá lijeruð landsins NÝfí SIGUfí LÆKNAVÍSINDANNA. Prófessor Ian M. Heilbron er mað- ur nefndur og er meðlimur kgl. vís- indafjelagsins enska. Hefir stjórn þess fjelags nýlega sæmt liann Davy- inedalíunni svonefndu fyrir rann- sóknir hans og uppgötvanir viðvikj- andi svonefndu „penicillini“, en það er meðal, sem varnar fjölgun drep- andi sóttkveikja i mannslíkamanum og hefir það bjargað fjölda manns frá dauða, ekki síst særðum hermönn um í Miðjarðarhafslöndunum. Hefir prófessorinn verið ráðinn til að framleiða þetta meðal, en það var fyrst framleitt af sjúkdómsfræð- ingnum Fiemming prófessor. Marg- ir aðrir kunnir vísindamenn liafa átt þátt í að endurbæta lyf þetta, og nú hafa verið reistar sjerstakar efnagerðir til að annast framleiðsl- una, því að þörfin er mikil fyrir það, í „sumarsólar loga“ eða stormi og hríð. Sjera Matthías kveður: „Eyjafjörður finst oss er, fegurst bygð á landi hjer“. Fagurt er að sjá af Vaðlalieiði yfir Eyjafjörðinn í fögru veðri, eða að sigla inn fjörðinn i blíðviðri .— Þá hefir Gunnari á Hlíðarenda þótt Fljótshlíðin fögur elns og niörgum fyr og siðar. Saina er og að segja um að standa upp á Skarðsfjalli í Landssveit og njóta hins dýrðlega útsýnis, er þar blasir við augum. Búrfell vestan Þjórsár, Heklu, Tindafjallajökuls og Eyja- fjallaökuls, auk margra smærri byggðafjalla, svo sem Þrihyrnings, Vatnsdalsfjalls og Vestmannaeyja i hafi. Sagt er og injög fagurt á Fljótsdalshjeraði. Einnig er og víðr mjög fagurt í Borgarfjarðarhjeraði (vestra) og er svo víða á okkar fagra lan di. ekki síst á yfirstandandi stríðstím- um. Heilbron hefir verið prófessor í lífrænni efnafræði við alríkisvísinda stofnunina ensku síðan 1938 og jafn- framt hefir liann verið ráðunautur rannsóknarstofnunar birgðamála- ráðuneytisins síðan 1939. Nú á liann sjerstaklega að starfa að þvi að framleiða penicillin á efnarann- sóknarstofunni. Hingð til liefir efni verið unnið úr jurtum. En það er seinleg' og erfið aðl’erð og fram- leiðslan með henni hrekkur livergi fyrir eftirspurninni. — Er búist við glæsilegum árangri af þessu starfi próf. Heilbrons og fjclaga lians, og lalið að þess muni skamt að bíða, að hann geti framleitt nægilega mik- ið af þessu „undursamlega vopni gegn dauðanum“, sem hann kallar svo, þannig að tæknarnir hafi nóg af því handa á milli. Allt með ísleiiskiim skipnni!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.