Fálkinn


Fálkinn - 17.03.1944, Blaðsíða 5

Fálkinn - 17.03.1944, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 Viðskiftasalúrinn hjá Lloyds i núverandi húsakynnum. í baksýn sjesl hin fræga Lutine-klukka. fóru, árið 1800, að gefa út aðra skipaskrá fyrir sig. Komu skrár Jiessar út hver fyrir sig til 1883, en þá varð „Lloyds Register of Shipping“ sjerstök stofnun og voru þá ákveðnar reglur um flokkun skipa. Hið alkunna flokkunarmerki „A.l“ sem sást fyrst í skránni fyrir 1775-76, og átti vitanlega við trjeskip, er enn notað uin þau. Þegar farið var að nota járn- og stálskip voru þau merkt „100 A.l“, en það táknaði að þau væru smíðuð samkvæmt reglum stofnunarinnar og hefðu við ná- kvæma rannsókn reynst vera i „færu og fullkomnu standi“. Nú á dögum er meginið af skipum í heiminum smíðað sam- kvæmt ákvæðum Lloyds og eft- ir þeim farið allt fra þvi að teikingin er gerð og tii þess að reynsluferðinni er iokið. - - í hverri höfn, sem nokkru varðar og mörgum borgum inni i landi um allan heim eru umboðsmenn frá Lloyds, sem safna upplýsing- um um skip og siglingar, að- stoða útgerðarmenn og skip- stjóra og' meta skemmdir og sjótjón. Lloyds helir um 30 stöðvar í Bretlaiuli og miklu fleiri erlendis, sem sifellt að- stoða við siglingamá!, en það starf er vandameira nú en nokk- urntíma áður. Lloyds styður næmum fingri á slagæð heims- siglinganna. En þó að Lloyds sje stofnun í sifelldri framför, þá virðir hún mikils allar erfðavenjur. Heiðurspeningar Lloyds fyrir hetjudáðir á sjó eru kunnar og i heiðri hafðar um allan heim. í hinni fögru byggingu Lloyds við Leadenhall Street er svo- nefnt Nelson-herbergi, þar sem geymd eru verðlaun frá Lloyd til enskra skipstjóra fyrir af- rek i þágu ættjarðarinnar, sjer- staklega í orustunni við Trafal- gar; þar er aðgöngumiði að út- för Nelsons í St. Paulskirkjunni í London 8. janúar 1806, brjef frá lafði Nelson, þar sem hún kvittar fyrir gjöf frá „Patrio-i, tic Fund“, skipunarbrjefi handa Collingwood vara-aðmírál til [>ess að vera yfirforingi á lier- skipinu „Royal Sovereign“, sem hann stýrði við Trafalgar; orðu- handið er fylgdi Bath-orðunni, sem Nelson fjekk, og' dagbók skipsins „Euralus" bundin í segldúk, og blasir sú opna við, þar sem skráð er dagskipan Nelsons: „England væntir þess að hver maður geri skyldu sína“ Þarna eru líka toppveifurnar af „Victory“ og „Royal Sovereign“ og meira að segja hluti af skutn- mn á „Victory“. í bókasafninu og gripasafninu eru merlcilegar minjar um jarðskjálftanna í San Francisco og Tokio, en í sambandi við þá varð Lloyds að greiða miklar upphæðir. Þar er líkan af járnbrautarvagni, sem smíðaður var til þess að hægra væri að dæma um skaða- bótakröfu, sem kom fram í án- kveðnu máli. I stóx-a salnum er hin fræga Lutine-klukka. Er hún úr frönsku freygátunni „La Lutine“ og var vaktakluklca þar. En „La Luline“ gai’st upp fyrir Bretum í Toulon árið 1793. — Árið 1799 fórst skipið við Ter- sclielling og hafði þá um hálfr- ar annarar miljón sterlings- punda virði innanborðs, í gulli og silfri. — Nú er klukkunni hringt i Lloyds-salnum þegar tilkynna skal mikil tíðindi. En Lloyds hefir eins og Horaz NÝ-SJÁLENDINGAR Á VELLA LAVELLA. .4 Kyrrahafseyjum berjast Ný-Sjálendingar ötullega við hlið Bandarikjamanna að þvi að hrekja Japana á burt úr eyjunmn, sem þeir ýmist hafa náð undir sig síðan þeir hófu stríðið, eða höfðu umráð yfir siðan siðustu heimsstyrjötd. Meðal annars tóku Ný-Sjálendingar öflugan þátt i orustunni um Vella Lavella, á Salómonseyjum, gerðu þar innrás og áttu mestan þáttinn í að þessi ey var tekin af Japönum i oktöber i vetur. ■— Hér sést einn innrásarbátur þeirra við Vella Lavella. Kunnir kvikmyndalEikarar 2. UOBERT TAYLOR. Kvennagullið Robert Taylor er fæddur í Nebraska 11. ágúst 1911 og hefir um tiu ára skeið verið einn af vinsælustu leikurum Ameríku. Hann hugðist í fyrstu að ganga menntaveginn og verða læknir, en svo varð það úr að hann rjeðist til Metro Goldwyn og hefir leikið flest blutverk sín hjá því fjelagi og Fox. reist sjer annað minnismerki, sem „endist lengur en bronse“, með því að gæta hinnar ítrustu- varkárni i viðskiftum og sýna lieiðarleik i hvivetna, eða „deal fairly with all who fairly deal“. IJoyds hefir ekki aðeins orðið hreskt stórfirma heldur bresk fyrirmynd. Annars er liann ekki við eina fjöi- ina felldur. Ilann liefir t. d. mjög gaman af tónlist og leikur ágætlega á cello. Um eitt skeið ljek hann í strengjahljómsveit. Hann hafði líka tekið þátt í skólaleikjum sem ung- lingur. Hann fluttist til Californiu með tippáhaldskennara sínum og stund- aði nám . hjá honum við Pomona College. har bar svo við, að honum var falið að leika hlutverk Stanhopes kapteins í „Journeys End“. Það kvisaðist, að umboðsmaður frá Metro Goldwyn væri viðstaddur frumsýninguna til þess að reyna að komast yfir leikaraefni. En ekkert gerðist þangað til kvöldið eftir aðra sýninguna, er Taylor fór á veitinga- stað til þess að fá sjer að borða. Þá sagði veitingamaðurinn bonum, að umboðsmaðurinn befði sagt um liann að liann væri afbragðs leikari. Og tveimur dögum siðar fjekk hann simskeyti þess efnis að liann væri beðinn að koma til Metro Goldwyn og reyna sig fyrir kvilcmyndavjel- inni. Sú tilraun gekk að ósku'm og viku síðar var honum boðið hlut- verk. Undir eins og liann hafði lokið prófi fór hann að leika í liverju lilulverkinu eftir annað, en hann var ekki ánægður með árangurinn. Og honum leist ekki á blikuna þegar hann var settur í smálilutverk í leiknum „Handy Andy,“ sem Will Rogers stjórnaði, sá sem síðar fórst í flugleiðangri með Wiley Post. En úr því fór hagur lians vaxandi. í Watertoo Bridge þar sem hann Jjek á móti Vivian Leigli, vann einn sinn mesta sigur. En áður hafði hann leikið á móti lienni í Englandi í leik sem nefndist „Yank of Oxford“. Og varð fyrstur manna til þess að spá lienni glæsilegri framtíð. — Iljer á landi er Taylor einna vinsælaslur allra kvikmyndaleikara, eins og nú standa sakir. Hann kvæntist hinni frægu leik- konu Barbara Stanwyck í San Diego 14. rríai 1939.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.