Fálkinn


Fálkinn - 17.03.1944, Blaðsíða 6

Fálkinn - 17.03.1944, Blaðsíða 6
6 F Á L K I N N - LITLfl SfiGfiH - kona byltlngarforlngjans Meöal íornarlamba hinnar miklu frönsku byltingar var fjöldi kvenna. Sumar voru gamlar og gráhærðar aðalsfrúr, aðrar almúga konur. Sum- ar voru virkir þátttakendur, svo sem Chárlotte Corday er drap Marat. Nokkrar vissu ekki liversvegna þær voru íeiddar á höggstokkinn. Einstaka konur verða ógleyman- legar þeim er les um hina rniklu byltingu. Þar á meðal er liin blóð þyrsta Theroigne de Mercourt, er kom Parisarbúum til þess að ráðast á Tuilerihöllina, og hin blíðlynda, yndislega og gáfaða kona Lucile Desmouliees, kona byltingarforingj- ans, Camille Desmoulins: Lucile var dóltir stórefnaðs kaup- manns. Hann liafði um 20 þúsund franka árstekjur. Þótti það mikið i þá daga. Duplessis faðir Lucile var konungssinni og afturhaldssamur. — Hann fyrirleit byltinguna sem braust út 1789. En þó fann liann að um- bætur þurfti að gera á hinni frönsku þjóð. Lucile fæddist árið 1771. Sumarið 1790 mætti hún hinum unga bylt- ingarsinnaða stúdent, Camille ’Des- moulins. Þau hittust i Luxembourg garðinum. Þau feldu strax ást hvort til annars. -— Camille flutli bylting- arræður i Palais Royal. Hann var eignalaus. En móðir Lucile, sem vildi gera dóttur sina hamingjusama, hvað sem það kostaði, ljet þau giítasl 29. desember 1790, þrátt fyrir mót- spyrnu föðursins. Robespierre var tneðal giftingarvottanna. Hann var sjálfur ástfanginn í Lucile, og var hann allt annað en ánægður með að sjá hana ganga úr greipum sjer. — Þetta hjónaband vakti reiði margra. Konungssinnar álösuðu Dup- lessis fyrir að gifla dóttur sína bylf- ingarmanni. — En byitingarmenn skömmuðu Desmoulies fyrir að ganga að eiga yfirstjettarkonu. Og töldu hann hafa gifst peningunum aðallega. Hjónaband þeirra var mjög ham- ingjusamt. Lucile geklc smátt og smátt inn á skoðanir manns sins. En hún óttaðist að þetta fárviðri, er hann og fjelagar hans hleypta af stað, mundi leggja þau að velli. Og hún bar harm i brjósti yfir þvi, að Desmoulines fjarlægði smám sam- an hina hægfara „Girondina“ en hallaðist að hinum róttæku, svo sem Morat, Robespierre, Danton og St. Just. Maður hennar vann að ó- sigri Girondina, og samþykkti dauða dóm yfir foringjum þessa flokic.-, En eftir jiað blóðbað var eins og mesti vígamóðurinn rynni af honum. Hann snjeri við blaðinu. Rjeðist nú Desmoulins heiflarlega á þessa fyr- nefndu menn og hið óstöðvandi lial- ur þeirra og morðfýsn í blaði si.'iu og ræðum. Hann predikaði um misk- uarsemi og sagði, að þeir skildu hvíla fallöxina við manndrápin. Robespierre og St. Just urðu bál- reiðir. Vinir Desmoulins vöruðu hann við þesari mótspyrnu við þessa bloð- þyrstu menn. En Lucile sagði mann sinn fara með rjett mál og dró ekki úr honum kjarkinn, lieldur effdi hann. Aftur aðvöruðu vinir þeirra þau á því að mæla ekki á móti bloö- hundunum. Þá sagði Desmoulies: „Látum oss eta og drekka í dag og vera glöð, því að á morgun látum við lífið.“ Og Lucile bætti við: „Látum hann gjöra skyldu sína, halda áfram við hlutverk sitt og frelsa landið.“ En Lucile leið mildar sálarkval r um þessar mundir. 1 brjefi er hún reit Freron vini sínum, segir húrr: „Augu min eru full af tárum. Eri jeg reyni að vera hugdjörf svo Camille lialdi kjarki sínum.“ Nóttina milli 30. og 31. mars 1794 Ijet Robespierre flokksrnenn sina taka Desmoulies fastan. Desmoulies faðmaði konu sina og Horatio son sinn. Svo var lrann fluttur í Loux embourghallarfangelsið. Lucile varð örvingluð af liarmi. Hún gekk daga og nætur umhverfis fangelsið. Hún gerði tilraunir til þess að koma af stað gagnbyltingu móti „septembermorðingjunum.“ Hún ritaði brjef til Robespierre og St. Just. En þeir svöruðu ekki. Og 4. apríl var Desmoulins leiddur fyrir „blóðráðið“ og dæmdur til lífláts 5. april. Var liann svo hálsliöggvinn. Hann stóð á höggpallinum með lokk af sinni heittelskuðu konu i liend- inni. Síðustu orðin lians voru þessi: „Lucile, elskaða, hjartkæra konan mín! Og barnið mitt.“ Lucile lifði aðeins eina viku eftir dauða mannsins síns. Sumir álíta að ást Robespiérre lil Lucile liafi nú verið snúið í liatu’, og það hafi verið hans verk að hún var tekin föst. Lucile hafði ritað Dillon hers- höfðingja brjef, þar sem liún fór þess á leit, að liann frelsaði mann hennar með vopnavaldi. í þetta brjef náði St. Just. Töldu þeir fjelagar að brjef þetta væri uppreisn gegn frelsinu og lýðveldinu. Lucile var handtekin og varpað í L’Abbaye-fangelsið. Móðir Lucile reyndi árangurs- laust að frelsa dóttur sina. Hún skrifaði Robespierre hrjef. í því voru þessar setningar: „Ófreskja, illmenni! Er ekki nóg að þú myri- ir Camille, sem var besti vinur þinn? Þú hefir látið liinn opinbcra ákærenda, taka dóttir mína höndum og að likindum verður hún innan skamms dregin að fallöxinni. Ef þú ætlar að myrða Lucile þá komdu og rifðu mig og barnabarn miR, Horatio, í tællur með þinum blóð- ugu höndum. Þeim höndum sem blóð Camille er ekki rokið af eða þornað. Robespierre svaraði frúnni ekki Lucile og Dillon liershöfðingi er lnin hafði ritað brjefið fyrnefnda, voru leidd fyrir „blóðráðið." Lucile var mjög vel mentuð kona víðlesinn og gáfuö. Fyrir ráðinu stóð hún með stakri rósemi, eins og ein af hetjum gullaldarinnar. Hún gerði enga tilraun til þess að verja sig. Hún liorfði aðeins með kaldri fyrirlitningu á dómarana. En eftir að dauðadómurinn var kveðin upp sagði hún: „Þið illmenni og þið liuglausu morðingjar! Nú út- hellið þið hlóði konu eítir að liafa myrt manninn liennar.. En jeg ska1 minna ykkur á sögu sem skal endur- taka sig. — Það var eitt sinn kona i Róm. Hún hjet Lucretia. Harðstjór- ar úthelltu blóði hennar. En sú ætt, sem stóð fyrir því, Tarquinaættin, varð að flýja Róm vegna blóðs Lucretiu. Blóð liennar hefndi. Og þannig mun mitt blóð stöðva djöful- æði ykkar. Mitt elskaða föðurland; bráðum mun lausnarstund þín upp renna.“ Nóttina áður en aftaka Lucile skyldi fram fara, skrifaði lnin móður sinni langt og lijartnæmt brjef. í því stóð þetta: „Góða nótt elsku mamma! Mín síðustu tár tileinka jeg þjer, Camille og Horatio. Bráðum er allt búið, og jeg mun fá livíld í landi friðar og sakleysis.“ Hinn 13. apríl 1794 var aftökudag- ur Lucile. Er liún fögur og tígulleg stóð á „kerrunni" illræmdu, litu margi.' meðaumkunnaraugum á hana. — Franska þjóðin var búin að fá.nóg af blóðsúthellingunum, og liræðslu um líf manna. En enginn dirfðist að tala máli Lucile. Fólkið mundi að árið áður liafði Adam Lux sagt er Charlotte Corday var flutt á af- tökustaðinn. „Sjáið, liún er meiri en Brútus“ Og fyrir þessi orð var Adam Lux líflátinn. Kerran, með Lucile, ók til aftöku- staðarins. Lucile gekk yndisleg og virðuleg upp á höggpallinn. Hún lagði hið fagra og yndislega höfuð sitt undjr fallöxina. Eftir augnablik var lijervistarlífi licnnar lokið. Fáum vikum síðar fuku á sama stað höfuð blóðhundanna Robes- pierre og St. Just. Hinu hryllilega timabili var lokið. En sem eitt af saklausustu fórnar- lömbum, þessa voðalega tíma, er Lucile Desmoulins. Lucile var gáfuð. fögur, rjettsýn, blíðlynd og elskaði mann sinn afar heitt. Hún var mikii kona og ógleymanleg, ein af þeim, sem saklaus fórst í hinu mikla blóð- baði er fylgdi hinni ægilegu frönsku byltingu. Jóh. Schcving. ThEodóp Rrnason: Merkir tónsnillingar MHKETflU 1870 — 1834 Vorið 1930 brá fyrir i Austur- stræti hjer í bæ ókunnum, öldruð- um manni, sem menn hlutu að veita sjerstaklega atliygli, enda kom það ó- sjaldan fyrir, að menn sem mættu honum snjeru sjer við á götunni og liorfðu á eftir honum. Hann var meðalmaður á vöxt, og vel á sig kominn og fríður sinum, svipur- inn hreinn og göfuðmannlegur og andlitsdrættirnir fíngerðir og livit- ur var maðurinn fyrir hærum. Hann bar sig vel og tígulega, og eitthvað hafði liann það við sig, að mönnum datt ósjálfrált í liug að lijer væri á ferðinni mikill maður, um það var eklci að villast, — sumir hjeldn að þetta mundi vera konungborinn maður, sem lijer væri á ferð „in- cognito.“ í stuttu máli, maður hlaut að hera lotningu fyrir honum. hver sem liann var. Skömmu áður hafði verið frá því skýrt í hlö’ðum, að von yasri á heimsfrægum fiðluleikara hingað, Marteau að nafni. En maður vissi engin deili á honum, og kom vist engum i hug að setja hann í sam- baiid við þennan höfðinglega mann. En það kom svo á daginn, að þctta var einmitt Marteau. Hjelt hann hjer nokkra hljómleika og var fagn- að ágætlega. En þá var M.irteau kominn af ljettasta skeiði, og var jiess nokkuð vart, að hann þreylt- ist þegar leið á liverja liljomieika. En leikur hans var dásamlega fágað- ur, göfugur i „innblástri“ og leikn- in glampandi. Þótti R'íykvíki.ngum Marteau góður gestur, og munu hljómleikar hans lengi verða minnis- stæðir jieeim, sem á liann htyd-.lu. Henri Marteau var fæddur 13. mars 1874 í Rlieims. Var íaðir lians „amatör“ fiðluleikari og forseti Fil- harmoniskafjelagsins í Rheims, en móðir hans ágætur píanóleikari — (liafði meðal annars notið tilsagn- ar frú Schumann). Merkur tónlistarmaður, Sivori að nafni, er talinn hafa „uppgQtvað“ snilligáfu Marteau, að minsta kosti var það hann, sem eggjaði foreldr- ana á að láta drengnuin i tje sem fullkomnasta tilsögn á fiðlu, þvi að hanii mundi vera snillingsefni, og gaf hann Henri jafnframt ágæta fiðlu. Var ráðum Sivoris lilýtt og til fengnir bestu kennarar, sem völ var á, lianda drengnum. Kom það og hrátt í Ijós, að Sivori liafði lialt á í’jettu að standa, því að ekki leið á löngu áður en fiðlan Ijek í hönd- um Henris, og voru framfarir ó- trúlega og óskiljanlega örar Hann var sannkallað undrabarn, því að 10 ára gamall Ijek Iiann með Fil- harmónisku hljómsveitinni í Vínar- borg við ágætan orðstír, og hjelt síðan sjálfstæða hljómleika í ýms- um borgum Þýskalands og Sviss og ]iótti liinn mesti sníllingur. Árið 1888 kom liann fram i Lund- unum og fjekk þar liinar alúðleg- ustu viðtökur. Stundaði Marteau nú nám við tónlistarskólann í París i nokkur ár og 1892, þegar liann var að Ijúka námi, lilaut liann þar fyrstu verð- laun. En önnur verðlaun lilaut hann þá einnig, sem honum mun ekki síður liafa þótt vænt um, en skóla- verðlaunin. Hi.ð dáða franska tón- skáld Marsenet, var svo hrifinn af hinum unga snillingi, að hann samdi „konsert" sjerstaklega fyrir hann og lionum tileinkaðan. Fór Marteau nú í hljómleikaleið- angur, fyrst til Vesturheims (1893) og um Rússland ferðaðist hann ár- in 1897-’99, og var dáður sem snill- ingur hvar sem hann kom. Talsvert fjekkst Marteau við samn- ingu tónSmiða, sem vel var tekið, Frh. á bls. 11

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.