Fálkinn


Fálkinn - 17.03.1944, Blaðsíða 2

Fálkinn - 17.03.1944, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N Guðbjartur Ólafsson hafnsögumaður Framnesv. 13, verður 55 ára 21 þ.m. Þorbjörn Ólafsson, bóndi frá Hraixns- nefi í Norðurárdal, varð seztugur 14. mars s.l. Frú Dagbjörl varð 60 Árnadóttir ára 14. Bíldudal, mars. MXLÖ -et tHÍusájra. Ct' VtM uu*s aJy:.\ HiSiO tt, MM HEH.DSÖ UU B IRfiO IR: ÁRN! JÓNSS O NJ, KA f N A BSr R. 5 R EVKJA VÍK. . Ný Heimskringlu-útgáfa. Það hefir oft verið ymprað á því, að íslendingum væri ekki vansæmdar- laust að vera án góðrar og smekk- legrar útgáfu af Heimskringlu Snorra — þeirri íslenskri bók, sem mesta frægð hefir hlotið í veröldinni. Þó að undarlegt megi virðast gaf Sig- urður Kristjánson hana ekki út í fornritasafni sínu. Mun hann hafa litið svo á, að bókin ætti síður er- indi i þann hóp, en t. d. Sturlunga, sem rak lestina af þvi safni, sem i raun og veru er enn í dag hið merkasta fyrirbæri í allri útgáfu- sögu þjóðarinnar, — vegna þess að Heimskringla fjallaði aðallega um út- lenda sögu. Undanfarið hefir aðeins verið um eina Heimskringluútgáfu að ræða hjer á landi, útgáfu Finns Jónssonar prófessors, sem prentuð var í Kaup- mannahöfn og nú mun vera uppseld, þó yfirleitt hafi íslensk heimili lítið gert að því að kaupa hana. Yfirleitt er það mjög sjaldgæft að sjá þetta frægasta rit Norðurlanda í íslensk- um bókaskáp, nema bókamenn svo- nefndir eigi í hlut. í ættlandi Snorra hefir frægasta rit lians orðið að víkja fyrir „Kapí- tólu“ og öðrum gerfibókmenntum, en öðru máli gegjiir með afstöðu frændþjóðanna til sagnaritarans í Reykholti. Jeg liefi aldrei komið svo á norskt heimili, að jeg hafi ekki sjeð þar litla alþýðuútgáfu af Heimskringlu, í þýðingu prófessors Bugge. Bókin er í litlu broti og var seld innbundin eingöngu, ýmist í mórauðum shirting eða alskinni með sama Jit. Þó að ekki væru til nema 4-5 bækur í hillunni gat maður jafnan verði viss um að tvær þeirra voru: Heimskringla og Biblian. — í Danmörku og Svíþjóð er Heims- kringla að vísu ekki bók almenn- ings í jafn ríkum mæli og með Norð- mönnum, en þó býst jeg við, að nær því hver einasti Dani, sem gengið hefir á lýðliáskóla, eigi „Snorra" En undir því nafni gengur bókin i Noregi og um Norðurlönd. Það var laust fyrir aldamótin sið- stuu, sem Norðmenn hófust handa um sína stóru Snorra-útgáfu. Fyrir- tækið fór til sex frægustu mynd- listarmanna Noregs, árið 1896, og fól þeim að gera myndir af ýmsum atburðum, sem sagan hermir frá, og gaf þeim þriggja ára frest til verksins. Meðal þeirra voru hinir frægu málarar Chr. Iírog og Erik Werenskjold, og enn ber að nefna Gerhard Munthe, þann mann, sem ef til vill liefir verið norrænastur i eðli sínu allra norskra málara. Þeg- ar Krog átti að mála mynd af Snorra sjálfum, er kæmi framan við bókina var liann um stund í vandræðum, þessi mikli og lierðibreiði öldungur — þangað til hann fann úrræðið, að nota sjálfan sig að íyrirmynd að Snorra. Werenskjold teiknaði allar myndirnar af Ólafi Tryggvasyni, og notaði Friðþjóf Nansen sem fyrir- mynd að honum. — En allir eiga þessar — nálega 300 — teikningar það sameiginlegt, að þær eru gerðar í norrænum, þjóðlegum stil. Nú er í uppsiglingu ný útgáfa af Heimskringlu. Er ráðgert að hún verði í tveimur binduin, og sem best vandað til hennar. Áðurnéíndar myndir úr norsku útgáfunni verða allar í útgáfu þessari Það eitt mætti að bók þessari finna, að hún verður nokkuð dýr — of dýr til þess, að komast „inn á livert heimili,“ sem kallað er. En þó kostar hún ekki meira en ýmis- legt af því, sem kallað er bókmennt- ir, en kafnar undir nafni. — Þegar hin nýja Heimskringla Snorra er komin út, verður væntan- Iega meira gaman að (koma á ýms heimili í landinu en áður var. — Sjálfsagðasta bókin, hámark þess, sem hægl er að segja á íslensku máli, verður þá í fleiri bókahillum en áður. Miklð úrval fyrirllggjandi: Loffskermum Borðlampaskermum Leslampaskermum Skermabúðin Laugavegi 15

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.