Fálkinn


Fálkinn - 17.03.1944, Blaðsíða 12

Fálkinn - 17.03.1944, Blaðsíða 12
12 F Á L K 1 N N Tígrisdýrið Stutt skáldsaga eftir PEARL BUCK <► < ► MOLLIE CHU lá í dúnmjúku rúm- inu sínu; liún vissi, að tími var kominn til þess að fara á fætur. Klukkan var bráðum tólf. Svo Iieyrðist skellandi fótatak á marmaragólfinu — það var þernan hennar, sem kom með te og kex handa Iienni, áður en hún færi að klæða sig. Hún lá ofurlitla stund enn. Alt í einu dauðlangaði hana i góða, ameríkanska undirstöðumáltíð, eins og hún hafði van- ist þegar hún var í heimavistarskólan- um. Appelsínusafa, hafragraut með þykk- ipn rjórna, flesksneiðar með eggi, steikt brauð og kaffi. Hún fann beinlínis ilm- in af heitu, sterku kaffi. — Á jeg að liella í tebollann lianda ungfrúnni? sagði Orcliid, hljóð og blíð. í þessu húsi, en þar var Mollie einka- barn, varð aldrei neinn til þess, að vekja hana með hárri og hvellri röddu. Faðir hennar hafði keypt Orchid fyrir mörg- um árum, og látið hana fá þannig upp- eldi, að liún gæti orðið herbergisþerna dóttur hans. Orchid var aðeins tveimur árum eldri en Mollie, og hún hafði beðið þess í fjögur ár, að Mollie kæmi heim aftur frá Ameríku. Og á meðan á þeirri hið stóð liafði liún útsaumað lianda henni undurfalleg nærföt úr þykku mjúku silki og ameríkönsku vinstúlkurnar hennar Mollie höfðu ekki átt orð til að dáðst að þeim. Ó, Mollie, en hvað þetta er ljómandi fallegt. Þessi fingerði útsaumur —- blóm, hlöð og fiðrildi. Svei mjer að jeg öfunda Ihg. En Mollis hafði aðeins hrosað, henni fanst ekkert við það að athuga þó að Orc- hid saumaði sig hálfhlinda hennar vegna. Einstöku sinnum fann hún til heimþrár þegar hún hugsaði til Orchid, þar sem hún sæti og væri að sauma i sólríkum garði. En hún liafði aldrei þjáðst af heim- þrá það var svo margt til dægrastytt- ingar þarna í Ameríku. . . . Æ, þetta iðju- leysi, eftir að hún kom heim, það lá við að það væri óbærilegt. Foreldrar hennar gálu ekki skilið hve erfitt það var að hafa ekkert fyrir stafni. Hún opnaði ekki augun, því skyldi hún vera að því? Það gilti alveg einu livorl hún færi á fætur eða ekki. Því að þarna var ekkert til að taka sjer fyrir hendur, í þesum litla rólega liafnarbæ, þarna í Suður-Kíua. Sv/o þreifaði Orchid varlega á hláa sænguráklæðinu liennar. — Ungfrú góð, móður þína langar til þess að þú farir með henni í muslerið. — Hún er ferðbúin. Jeg er með dálítið handa þjer — þú sjerð það þegar þú opnar aug- un.... Orchid þagnaði og beið átekta. Orchid gat jafnan vakið þá tilfinningu Jijá Mollie, að hún væri ofurlítil eftirlæt- isdrós — hún, sem hafði verið duglegasti nemandinn í sinni deild á lieimavistar- skólanum foringinn í bekknum. — Þjer eruð prýðilega stjórnsöm, höfðu kennararnir sagt við hana. En hógværð og auðmýkt Orchid liafði gert Mollie kenj- ótta og þráa. Hún opnaði augun og sá að á áklæðinu lá ofurlítil grein með smágerðum vax- gulum hlómum. — Lamay-blóm! hrópaði Mollie glöð og settist upp i rúminu. — Jæja, svo gamla trjeð í bamhusskóginum er farið að blóm- ast. — Það er í einu blómskrúði, sagði Orc- hid og brosti. — í gær sá jeg að það mundi hlómgvast i dag. Og i morgun leit það út eins og það væri allt úr gulli. — Vorið! sagði Molliev og vatt sjer fram úr rúminu. — Þegar lamay-trjeð har hlóm var veturinn liðinn hjá. Hún þvoði sjer í flýti úr ilmblandaða vatninu i messingfatinu, og á milli saup hún teig af heitu tei. Orcliid liafði stungið greininni ofan í grænan hikar með glerj ugshúð, og Mollie gat. varla haft augun af lienni meðan hún var að þvo sjer. Það hlutu að vera þessi hlóm sem gerðu liana svo eirðarlausa og óþolinmóða í dag datt henni í hug. Hún skammaðist sín fyrir sjálfa sig. ITana langaði til að flýta sjer — og hana langaði líka til þess að reka á eftir móður sinni. ... Höfum við allt með okkur? sagði móðir hennar. Reykelsið silfurskóna, sem á að brenna, gjafirnar handa must- erishæsnunum — vasaklútinn minn. Hef- ir þú sett tekörfuna út í burðarstólinn, Orcliid? Og litlu, viðsmjörssteiktu kökur- ar — steiktar i aldinoliu en ekki smjöri ef við kynnum að verða svangar? Mollie fann að það var flónslegt að verða ergilegur við liana móður sína hless- aða, fyrir óðagotið og masið, þarna sem hún stóð riðandi á litlu vansköpuðu fót- unum, Mollie þótti undur vænt um hana. En nú kom þráinn upp í Mollie: — En hvað mjer leiðist — —hundleiðist að eiga að fara í musterið og eiga að hlusta á allt hlaðrið í lienni mönnnu. Hún hjálpaði móður sinni upp í burðar- stólinn og sagði með þráa: — Jeg hefi sagt þjer mamma, að það er flónslegt að trúa á þessa gömlu og heimsku guði. — Gættu tungu þinnar, harn, sagpi móðir hennar skelfigu lostin. — Þú veist ekki hvaða andar sveima i kring um okk- ur í loftinu. — Hlustaðu nú á, mamma. í Ameriku — Þar liafa þeir sina guði, sem koma frá vindunum, sænum og jörðinni. — Jeg liræðist ekki neinn þeirra, sagði Mollie og dró gluggatjaldið fyrir, til þess að skýla andliti móður sinnar fyrir auglili forvitins fólks. Engri konu í Changchow liefði dottið í hug að fara um göturnar þannig, að ahnenningur gæti sjeð þær síst konu, sem átti son elslu og ríkustu fjöl- skyldunnar í bænum fyrir mann. En frú Clui dró tjaldið frá aftur til að segja okkur orð enn við hana stóru og státnu dóttur sína. Þegar þú ert í Ameríku þarftu ekki að óttast guðina þeirra þar. En þegar þú kemur heim aftur, ertu á valdi okkar guða. Svo dró hún tjaldið fyrir aftur og kallaði til burðarmannanná: Af stað. Og þeir sveifluðu burðarstöngunum upp á axlirnar. Mollie sat linarreist og lceik i .sínum eigin burðarstól. Hugsum okkur ef amerík- anska kunningjafótkið sæi liana núna? í lok skólaársins í júnimánuði höfðu stall- systurnar sagt við hana: — Skrifaðu okkur, Mollie. Ef við förum í hringferð um lmöttinn stöldrum við í Kina lieita viku og heimsækjum þig. — Já, skrifið þið okkur fyrir alla muni, tiafði hún svarað. — Þið skuluð vera hjartanlega velkomnar. Hún skammaðist sín sannarlega ekki fyrir heimitið sitt. Salirnir í gamla, faíl- ega iiúsinu voru að minsta kosti eins stórir og i heimivistarskólanum milda. Ef það yrði úr að einhver ameríkanska vinstúlkan liennar kæmi í heimsókn til hennar, mundi hún verða itjgndofa af hrifningu yfir gamla húsiu, með flisa- lögðum görðunum, dvergtrjánum og litln tjörnunum með lotusblómunum. Mollie mundi vitanlega ekki sýna þeim eldhúsið með gömlu Jeirhrendu ofnunum, flugurnar nje óhreinu hörnin vinnufólksins. Hú kom aldrei í etdhúsið sjálf. Vinnu- fólkið sá um allt. Hún elskaði liúsið, þó að það bakaði henni ergelsi tive hljótt og kyrrt var þar. Húsið liafði slaðið í þrjú hundruð ár og gat staðið til eilífðar. Stundum - var það, sem faðir hennar sagði: — Nú er ekkert til sem endist, framar. Þeir kunna ekki að byggja liús, sem endist ætttlið eftir ætttið. Og einn góðan veðurdag kemur Japaninn og hirð- ir allt sem við eigum. Þegar hann sagði þetta við varð Molíie altaf ofurlítið skelkuð, þó að hún hefði heyrt hann segja þetta, svo langt aftur í tímann sem hún mundi. — Litlu, gulu dvergarnir koma og' taka þig! hrópuðu krakkarnir á götunni hvert til annars, þegar þéim hafði lent saman í skömmum. Eða að þau hrópuðu: Tígris- dýrið kemur ofan úr fjöllunum og jetur l>ig! •Japanarnir og tígrisdýrin liöfðu verið grýlan hennar frá því að liún mundi fyrst eftir sjer. Japanarnir voru litlu, vondu dvergarnir í æfintýrunum, og tígrisdýr- ið hafði verið risinn stóri, sem drap allt og alla. En smám saman óx hún upp úr

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.