Fálkinn


Fálkinn - 17.03.1944, Blaðsíða 14

Fálkinn - 17.03.1944, Blaðsíða 14
14 F Á L K 1 N N PORTER MCKEEVER. Frh. af bls. 3. köllu'ð humanistisk vísindi ver- aldarsögu, hagfrœði og þvium- líkt. Þjer vitið að námsgreinar eru tengdar öðru vísi saman vestra en á Norðurlöndum. En þetta nám miðar einkum að þvi að afla sjer almennrar þekkingar fremur en sjer- þekkingar, og stunda það m. a. þeir sem ætla sjer að gerast hlaðamenn. Jeg var nefnilega ekki orðinn af- huga því starfi, heldur hvarf jeg að blaðamennsku að loknu námi, og gerðist þingfrjettaritari og miðlari opinberra frjetta yfirleitt, í Washing- ton og vann fyrir ýms blöð i New York-fylki, Norður og Suður-Carolin og Tennessec. Jeg var m. a. einn af þeim, sem voru með i kosningar- ferð Roosevelts forseta, er liann fór uin landið áður en hann var kosinn forseti i þriðja sinn. Þetta var sex daga ferð milli allra lielstu horg- anna í austur- og miðrikjunum. Þá var mikið að gera, en gaman var að ferðinni samt. Hinn 1. október 1941 sagði jeg upp starfi minu fyrir áðurnefnd blöð og rjeðst í þjónustu utanrikisstjórnar- innar meðan á ófriðnum stæði, og vann þar á upplýsingaskrifstofunni. í mars 1942 fjekk jeg að vita að jeg ætti að fara hingað og hingað kom jeg svo 10. maí. — Hvaða hugmyndir gerðuð þjer yður um fsland áður en þjer komuð lringað? — Á jeg nú að fara að tiunda hugmyndir mínar og hugrenningar? Jæja, í stuttu máli get jeg þá svarað því svona: — Jeg átti því happi að fagna, áð- ur en jeg fór að vestan, að kynn- ast ýmsum íslendingum, sem jeg gat spurt. M. a. sendherra yðar, Tlior Thors, svo og ýmsum öðrum íslendingum —- jeg nefni lijer Agn- ar Kl. Jónsson, Ólaf Johnson stór- kaupmann, Steingrím Arason og Mariu Markan. Einnig kyntist jeg ýmsum Vestur-íslendingum, og nefni jeg þar á meðal Vilhjálm Slefáns- son, Halldór Hermannsson prófessor og Ólaf J. Ólafsson, sem nú er full- trúi Bandarikjanna hjer á landi, um fjármálaviðskifti Bandaríkjanna og fslands. — Alíir þessir menn sögðu mjer margt um ísland og af þeim öllum fjekk jeg að finna, hvað ís- lensk gestrisni og velvild er. En þrátt fyrir þann ágæta undir- búning að viðkynningunni, sem þessir menn gáfu mjer, þá hefir hver dagur er jeg hefi lifað á íslandi og meðal alls þess góða fólks, sem hjer býr, orðið til þess, að auka á virðingu mina og aðdáun fyrir bví, hvað þjóð yðar hefir afrekað. .Teg skal ekki fara að vitna til ýnnskon- ar verklegra fyrirtækja, svo sem hvernig Reykvíkingar kunna að búa út heimili sín, eða til hitaveitunnar og' álíka fyrirtækja l)ó að þau sjeu sannarlega merkilcg. Jeg verð fyrst og fremst að minnast ástar allrar þjóðarinnar á liinu prentaða orði, hins almenna áhuga og stuðnings við hljómlist, hinnar upprennandi myndlistar og áhugans fyrir henni, og hins sameiginlega áhuga þjóðar- innar fyrir því að efla alt, sem fræðslumálum keniur við. Enginn sem kynnist framförum ís- lands, getur látið ógert að verða hrifinn af þeim; og þvi lengur sem hann dvelur lijer, því betur lærir hann að meta hve margt hefir verið gert, og hve vel það hefir verið gert. — Þessir 22 stuttu mánuðir, sem jeg hefi dvalið hjer hafa verið mjer ánægjulegur þáttur úr æfi minni, og vináttu þeirri, sem jeg hefi náð við ýmsa, skal aldrei verða gleymt. Að endingu skal jeg taka fram, að mjer þykir leitt, að fá ekki lækifæri til að upplifa þá sögulegu viðburði, sem innan fárra mánaðaa verða upphaf minnisverðs þáttar i hinni löngu sögu íslensku þjóðarinnar. — En livað sem öðru líður þá vona jeg, að sá dagur sje ekki all- fjarri, að mjer auðnist að koma til íslands á ný — sá dagur, er skýja- þykkni styrjaldarinnar grúfir eigi yfir austurhimni Eldgömlu ísafold ar, sá dagur, er blessun frelsisins, sem íslendingar og Ameríkumenn fagna báðir, rennur upp með boð- skap samúðarinnar. „Upplesið, játað rjett bókað rjetinum slitið,“ stendur víst í rjett- arbókunum. En því skal að endingu linýtt hjer aftan í, að þeir menn, sem nánust kynni hafa haft af mr. McKéever skilja við liann með sökn- uði. Og þeir óska hann vclkominn hingað aftur, ef svo kynni að fara, að leið hans kynni að liggja til Is- lands einhverntíma síðar á æfinni. En livar sem leiðir hans liggja um hnöttinn og hvaða starf sem hann tekur sjer fyrir hendur, fylgja hon- um einlægar óskir okkar, sem mest höfum af starfi hans að segja. En það er bót í máli, að við starfi hans sem forstöðumaður upplýsingastof- unnar tekur ágætur maður, sem þegar hefir getið sjer óskoraðar vinsældir lijer á landi, Yestur-lslend- ingurinn Hjörvarður Árnason list- fræðingur. Allir sem til hans þekkja hyggja gott til samvinnu við hann. Andvari. GINGER ItOGERS. notur þe.nnan kjól i nýrri kvikmynd, sem heitir „Lady in the Dark.“ — Þettxi er kallaöur „draumkjóll“ i Iíollywood oy kostar „aöeins“ 6000 dolara. Allsherjar fjársöfnun til danskra flóttamanna í Sviþjóð Ávarp Mikill fjöldi danskra flöttamanna dvelur í Svíþjóð og víðar um þessar mundir. Flestir þessara manna hafa komist úr landi slyppir og snauðir og munu eiga litla kosti atvinnu og vera mjög hjálparþurfa. Fólk þetta er úr öllum stjettum þjóðfjelagsins og meðal þess margl barna, kvenna og gamalmenna. íslenska þjóðin hefir þegar sýnt Finnum og Norðmönnum samúð sína i verki og efnt til almennrar fjársöfnunar þeim til handa. Eru |)að þá Danir einir af hinum nauðstöddu Norðurlandaþjóðum, sem enginn slíkur vináttuvottur liefh- verið sýndur. Mun það hafa komið af þvi, að fram til þessa hafa íslendingar litið svo á, að eigi væri hægt að veita þeim hjálp, er að gagni mætti koma. En nú mun þörf liinna dönsku flóttamanna í Svíþjóð vera einna brýnust þeirra Norður- landahúa, sem unnt er að rétta hjálparliönd eins og sakir standa. íslendingum hefir vegnað svo vel, þrátt fyrir allar hörmungar stríðsins, að þeir eru aflögufærir öðrum til styi’ktar, og munu þeir fúsir að sýna Dönum þannig vinarhug í verki. Verði þátttakan al- menn, erum við færir um að Ijetta verulega raunir margra danskra flóttamanna, og það án þess, að nokkur einstaklingur taki nærri sjer. Væntum vjer þvi, að íslendngar liggi nú ekki á liði sínu, lieldur láti gjafir skjótt og vel af liendi rakna, enda er ætlunin, að söfnunin slandi aðeins yfir næstu mánuði. Mun sannast sem jafnan, að fyrsta hjálpin er hesta hjálpin, enda verði féð sent jafnóðum og það kem- ur inn. Það má ekki einvörðungu telja rjett, að íslenska þjóðin efni til slíkra samtaka, lieldur siðferðislega skylt. fslendingar mega aldrei láta hlut sinn eftir liggja, þegar unnið er að mannúðarmálum. Reykjavik, 1. niavs 1944. Sigurður Nordal, prófessor, Kristján Guðlaugsson, ritstjóri Visis, Lúðvíg Guðmundsson, skólastjóri, Ben G. Waag'e, forseti Í.S.Í., Stefán Jóh. Stefáns- son, form. Norræna fjelagsins, Páll S. Pálsson, form. Stúdentaráðs, Björn Br. Björnsson, tannlæknir, Gisli Sveinsson, forseti sameinaðs Alþingis, Björn Þórðarson, forsætisráðherra, Haraldur Guðmundsson, form. þingfl. Alþfl., Brynjólfur Bjarnason, form. miðstj. Sósíalistafl., Ólafur Thors, form. Sjálf- st.fl., Eysteinn Jónsson form. þingfl. Framsóknarman'na, Sigurður Sigurðs- son, form Rauða kross íslands, Jón Hjaltalín Sigurðsson, rektor Háskóla Islands, Guðmundur Ásbjörnsson, forseti bæjárstjórnar Reykjavíkur, Pálmi Hannesson, rektor Menntaskólans, Magnús Jónsson, prófessor, form. tJt- varpsráðs íslands, Jónas Þorbergsson, útvarpsstjóri, Jakob Kristinsson, fræðslumálastjóri, Skúli Skúlason, form. Blaðamannafél. íslands, Sigurður Guðmundsson, skólameistari, Akureyri, prófessor Ásmundur Guðmundsson, forin. Prestafjelags íslands, Ingimar Jóhannesson, form Sambands ísl. barnakennara, Ilelgi H. Eiríksson, forseti Landssambands Iðnaðarmanna, Hallgrímur Benediktsson, form. Verslunarráðs íslands, Guðgeir Jónsson, forseti Alþýðusamb. íslands, Tómas Guðmundsson, form. Bandalags ísi. listamanna, Valtýr Stefánsson, ritstj. Morgunblaðsins, Stefán Pjetursson, ritstj. Alþýðublaðsins, Sigurður Guðmundsson, ritstj. Þjóðviljans, Árni Jóns- son frá Múla, ritstj. íslands, Þórarinn Þórarinsson, ritstj. Tímans, Bjarni Ás- geirsson, form. Búnaðarfjelags íslands, Kristinn Stefánsson, stórtemplar, Kjartan Thors, form. Landsamb. isl. útvegsmanna, Magnús Pjetursson, hjer- aðslæknir, form. Læknafjelags íslands, Ragnhildur Pjetursdóttir, form. Kvenfjelagasambands íslands, Eiríkur Eiríksson, forseti sambandsstj. U. F. í., Bjarni Jónsson vígslubiskup, Steindór Steindórsson, form. Akureyrar- deildar Norrænafjel., Kristján Jónsson, form ísafjarðardeildar Norræna fjel., Jakob Jónsson, prestur, Jón Thorarensen, prestur, Árni Sigurðson, fríkirkjuprestur, Helgi Tómasson, dr. med., Gunlaugur Einarsson, læknir, Sigríður Einarsdóttir, form. Hjúkrunarkvennafélags íslands, Þuríður Bárð- ardóttir, form. Ljósmæðrafjelags íslands, Friðrik Hallgrímsson, dómprófastur.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.