Fálkinn


Fálkinn - 17.03.1944, Blaðsíða 11

Fálkinn - 17.03.1944, Blaðsíða 11
F Á L K 1 N N 11 Kensington Palace í London Eftir Owen Morshead Kensington Palace er ekki eitt af hinum opinberu aðsetr- um ensku konungsfjölskyldunnar, en allir Lundúnabúar kannast vel við staðinn, og allir sögufróðir vita, að þar var fæðingarstaður og æskuheimili Victoriu drotningar. — 1 eftirfarandi grein segir Owen Morshead, bókavörður í Windsor Castle frá höllinni, sem byggð var á 17. öld handa William III., eftir teikningum hins fræga húsameistara sir Christopher Wren. Ilnrn á hallarg'ariSinum i Kensington Paluce, f>ar sctn Victoria itrntning ffeddist, árið 1819. og Georg I. og Georg II. höfðu þar T/' ENSINGTON PALACE er að því -■ *• leyti ólíkt öðrum konungshöll- um, að það er reist i tið eins og sama þjóðliöfðingja, Williams III., Hollendingsins, sem var mótmæl- endatrúar og settist að rikjum i Engiandi þegar James II. flýði til Frakklands árið 1688. Breskt blóð var þó í honúm, því að móðir lians hafði verið systir James II., og sjálfur var hann kvæntur dóttur hans. En eigi að síður var liugur hans ávalt heima í Hollandi og þangað fór liann til dvalar á hverju ári. Hann var maður önuglyndur og gerði sjer lítt far um að vinna hugi hinna nýju þegna sinna. Hallirnar i Whitehall og St. James voru lionum ekki kærar, þótt að við þær væru tengdar endurminn- ingar um frændur hans Charles II. og James II., og hann brá fljótt af þeirri venju að halda þar samkvæmi, og átti bágt með að þola þokusúld- iná í London. Gerði liann því Hamp- ton Court að stjórnarsetri sinu; en þegar ráðherrarnir kvörtuðu undan þvi að þurfa að ferðast 20 kílómetra til þess að ná fundi lians keypti hann húseign Nottingham távarð ar í Kensington, sem er aðeins spöl- korn fyrir utan Hyde Park en 5 km. frá Whitehall, þar sem að stjórnarráðið var. — Þarna reisti Christopher Wren, liinn heimsfrægi liúsameistari, landsetur í hotlensk- um stíl fyrir konunginn, meðan hann var að berjast vestur í írtandi, sumarið 1690, en Mary drotning leit sjálf eftir verkinu. Þó að enn í dag sje talað um Kensington Palace þá er þetta þó öllu fremur landsetur, enda er Hyde Park þarna alveg lijá, með viðum völlum, en hávaxinn álmviður byrg- ir fyrir útsýn til annara liúsa. Er eins ástatt um jjetta hús eins V>g þau önnur, sem Wren hefir teiknað, að ]jar fer saman fagurt útlit og hagfelld lierbergjaskipun. Húsið er úr rauðum tigulsteini, en þiltn liið innra úr eik með miklum útskurði en málverk í loftunum. Útbyggingin sem Georg I. hælti við landsetrið er einnig i fögrum stíl, þó að yngri sje og anclar lrá sjer minningum gamalla daga. Á þessum slóðum virðist timinn liafa staðið kyrr,’og þo að London liafi nú vaxið allt í kringum Kens- ington Palace, tekst liávaða hinnar nýju aldar ekki að rjúfa kyrrðina þar. Þegar William III. dó og Anna drotnig tók við stjórn dvaldi hún einnig löngum i Kensington Palace; sitt aðalsetur livor eftir annan. En af einhverjum ástæðum hafði Georg III. litlar mætur á staðnum, og á hinum 60, löngu stjórnarárum hans lirörnaði staðurinn. (1760-1820). En eftir þetta er staðurinn i líku horfi og hann er enn i dag. Hinn 24. mai 1819 fæddist Victoria drotning i Kensington Palace og dvaldi þar æskuár sín með móður sinni, her- togafrúnni af Kent. Þarna roikaði hún um garðana með fóstru sinni, barónessu Leszen,, og l>ar h tti liún fyrst frænda sinn, Albert prins, sem síðar varð maður hennar. Og þar fjekk hún ári siðar þá tilkynningu af vörum erkibiskupsins af Canter- bury, að byrði rikisstjórnarinnar væri nú lögð á lierðar hennnr. Þá var hún 18 ára. Svona voru endur- minningarnar um Kensinglon, sem Victoria drotning hafð- í heiðri i Tónsnillinqar Hfs op l’flnir. Frh. af bls. 6. og eru þessar lielstar: Kantatan „La voix de Jeanne d’Arc,“ fyrir sópran, kór og hljómsveit. Kom hún fyrst lram 1896, ennfremur tveir fiðlukonsertar, sem hann túlk- aði auðvitað sjálfur fvrst og hlaut lof fyrir, ein ópera „Meister Svvalbe“ sem leikin var fyrst í Plauen 1921, og loks talsvert af kammer-tónsmið- um. Eru þessar tónsmiðir fágaðar og feldar og gerðar af kunnáttu, en nokkuð þykir óvist um lífsþrótt þeirra. Arið 1900 gerðist hann kennari við tónlistarskólann í Geneve, er siðar varð hann eftirmaður Jóacliims, hins fjölhæfa fiðlusnillings, sem fiðlukennari við Berlín Hoclischule, árið 1908 og gengdi því starfi tit 1915. Og loks gerðist hann kennari við tónlistarskótann i Prag árið 1921. Má hiklaust telja Marteáu í röð merkustu ög menntuðustu fiðlusnill- inga sinnar tiðar Andaðist hann í Berlín i október 1934. 80 ár. Og þær eru enn í hugum flestra, sem ganga um leikstofur hennar, þar sem leikföng hennar eru enn liöfð tli sýnis. Siðan hætt var að nota Kensing- ton Palace sem konungssetur búa ýmsir ættmenn konungs i höllinni. Síðustu fimtiu árin hafa tvær aðal ihúðirnar verið notaðar af dætrum Victoríu drottningar, Louise, sem nú er látin, og Beatrice. En hallar- garðarnir liafa nú verið sameinaðir Ilydc Park. í trjágöngum þeim, sem William III. forðum ljet gróðursetja með hollenskum álmviði, og eitt sinn voru gönguvegur múmana lelpu er siðar varð drotning Bretaveldis, leika sjer nú hundruð barna á liverj- um degi. Þar stenuar liögginynd af liinni ódauðlegu persónu James M. Barrie, Peter Pan. Og vart væri liægt að velja lienni betri stað. — Meðal annara orða, Gunsa min, Ijestu suðuáhöldin mín í skreppuna. Jeg ætla að sjóða rnjer silung i veiðinni í dag. — Já, og svo setti jeg til vara dós af niðursoðinni murtu og sard- inudós, og kex og ost. Jón kom hcim úr liálfsmánaðar veiðiferð, montinn af þrútnum hand- leggjavöðvum. — Litið þið á þessa! sagði hann við kunningjana. —- Hvenær lialdið þið að jeg hafi fengið þá? Vöðvarnir voru fallegir og fle.st- ir kunningjarnir giskuðu á, að hann hefði fengið þá við róðraræfingar. En Jón svaraði fyrirlitlega: — Farr allur róður til fjandans! Jeg fjekk vöðvana á því að draga lax! Hann: Hvernig getur kona sagt að liún hafi verið í búðum, þegar hún hefir ekki keypt neitt? Hún: — Hvernig getur karhnað- ur sagt að hann hafi verið í veiði, þegar hann hefir ekki veitt neitt? I Drekkiö Egils-öl IIjcr sjáist aðalbyggingar Kensington Palace, gerðar eftir teikningum sir Christopher Wren og bgggðar árið Hit'O, úr ranðtim tigusteini

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.