Fálkinn


Fálkinn - 02.06.1944, Blaðsíða 2

Fálkinn - 02.06.1944, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N Bókarfregnir James Harpole: SPÍTALALÍF. Dr. Gunnl. Claessen þýddi. ísafoldarpre ntsm iðfa 19 44. Þeir sem hafa lesi'ð „Úr dagbók- um skurðlæknis“ er út kom í hitti- fyrra munu ekki hafa verið seinir á sjer að eignast hina nýju bók „Spíhdalíf“ eftir sama höfund, er þeir frjettu að hún væri komin út nú fyrir skemmstu. Því að hvað svo sem liann heitir, höfundurinn, sem dylst undir nafn- inu James Harpole, þá kann hann að segja frá. „Spítalalíf" byggist eins og fyrri bókin á sannsöguleg- um viðburðum úr reynslu höfundar, en sá er munur bókanna, að þar sem í þeirri fyrri er einkum sagt frá ýmsum ferðum er höf. fór í merki- legum erindum viðsvegar um heim, sem læknir, þá heldur hann sig í þessari bók aðallega innan veggja spitalans. Maður skyldi að óreyndu halda, að það væri fremur dapur- legl að fylgja læknunum á skurð- stofuna eða ganga með þeim milli sjúkraherbergjanna, en svo reynist eigi þeim, er les þessa bók, enda velur höf. sjer að jafnaði að segja frá atburðum, sem fara vel — hvernig læknirinn bjargar sjúklingn- um á siðasta augnabliki frá yfir- vofandi dauða. Þá er liitt eigi síður fróðlegt en skemtilegt að lesa um það, liversu stórkostiega læknavísindunum hefir fleygt fram síðustu áratugi. Fyrir mannsaldri var botnlangaskurður tal- inn mjög liættuleg læknisaðgerð, en nú finst fólki lítið meira um að láta taka úr sjer botnlangann en að láta draga úr sjer tönn. Eða þá að lesa um hin margbreytilegu kynjalyf, sem fundist hafa á allra siðustu árum, og bjarga lífi fjölda fólks, sem áður var bráður bani búinn. Alll þetta er aðlaðandi lestur þegar það er framsett i þeim ljetta og lipra búningi, sem Harpole er svo lagið að gera. Dr. Gunnl. Claessen hefir þýtt bókina, eins og hina fyrri. Það er enganveginn ljett verk að þýða svona rit á islenskt mál enda er þarna fjöldi nýyrða að minsta kosti ný fyrir alla aðra en lækna — en þau eru þannig, að þau skiljast án þess að skýring fylgi, og fljóta þvi væntanlega hindrunarlaust inn í málið. Guðrún frá Brautarholti: T f U ÞULUlt. Að þulúr Guðrúnar frá Brautar- holti liafi fallið ungum og gömlum vel í geð, þegar þær komu út fyrir þremur árum, má best marka á þvi að nú koma þær út í nýrri útgáfu. Þetta er þýður kveðskapur, sem lærist fljótt og kemur injúkt við eyra og önd, og margt má af lionum læra. Útgáfan er hin vandaðasta og með stóru letri. Fylgja henni margar teikningar eftir Kjartan Guðjóns- son. Bókin er vel fallin til afmælis- gjafa handa börnum. Matlhías Einarsson læknir, verður 65 ára 7. þ. m. varð tuttugu og fimm ára á þriðju- daginn var, og lijelt í tilefni af þeim degi fagnað í Tjarnarcafé, þar sem boðsgestir voru fulltrúar í sama ráði frá ýmsum tímum þessa ald- arfjórðungs, svo og nokkrir stjórn- armeðlimir íþróttasambands íslands fulltrúar frá öllum knattspyrnufjel. í Reykjavík, auk borgarstjóra og annara gesta, einkum af blaðanna hálfu. Formaður knattspyrnuráðsins er nú Ólafur Sigurðsson kaupmaður. Bauð hann gesti velkomna, er sest var að borðum og gerði siðan grein fyrir starfsemi Knattspyrnuráðsins og óskum þess viðvíkjandi fram- tíðarmálefnum knattsyprnuiþróttar- innar i ilarlegri ræðu, sem hann flutti. Þar drap hann m. a. á þau vandræði, sem málefnum væri nú stofnað i, vegna þess að höfuðborg'- ina vantaði bæði æfingavelli og leikvelli. Tóku fleiri til máls um þetta atriði, og fyrstur þeirra var Ben. G. Waage, formaður Í.S.Í., sem færði Knattspyrnuráðinu að gjöl' merkisskjöld sambandsins. Þá flutti Erlendur O. Pjetursson skörulega og skemtilega ræðu. Og loks talaði Bjarni Benediktsson borgarstjóri og var ræða hans að nokkru leyti svar við undangengnum ræðum, hann Eiríkur Narfason, Njálsgötu 23 verð- nr 50 ára 8. júni. sagði m. a. að til þess að koma mál- efnum íþróttanna í það horf, sem ýmsir ræðumenn höfðu drepið á, væri þess fyrst að krefjast, að iþróíta menn yrðu samliuga um tillögurnar Hann kvaðst hafa orðið þess á- skynja, af undangengnum ræðum, að knattspyrnumenn væru í raun rjettri samherjar, og að þetta gæti orðið gott fordæmi íþróttamanna í heild, og að þegar sameiginleg ósk kæmi fram til bæjaryfirvald- anna mundu þau víkjast greiðlega við því, að gera unnendur íþrótta og iðkendum sem allra ljettasta leið- ina. Var ræðu borgarstjóraps tekið með miklum fögnuði. A borðlnddinu loknu var sest að kaffidrykkju og ræddust menn þar við um íþróttamál o. fl. Lögðu þar orð í belg margir menn, en flestir, ef ekki allir höfðu glöggan skiln- ing á því hve mikils virði knatt- spyrnan er, sem vinsæl og gagn- leg þjóðaríþrótt. Knattspyrnuráð Reykjavíkur hef- ir unnið mikið og gagnlegt starf. Tihlrögin til stofnunar þess voru þau, eins og forseti Í.S.Í. skýrði frá á afmælishátíðinni, að þegar von var á heimsókn besta knatt- spyrnufjelags Danmerkur í þá daga Akademisk Boldklub — Var sett Varnir í fjörunni. • Þetta er teikning af eini af fallbyssum þeim, sem bandamenn höfðu með sjer upp i fjöru til þess að verjast óvinunum, meðan verið vœri að skipa liði á land við A.nzio á ítaliu i vetur. Knattspyrnuráð Reykjavíkur á laggirnar móttökunefnd. Sú nefnd var uppruni Knatspyrnuráðsins. Og athafnamesti meðlimur rnðsins í mörg fyrstu árin var Egill Jacobsen kaupmaður, sem einnig á öðrum sviðum var liinn liðtækasti maður til alls þess er í góða átt stefndi. Orval af Dansplötnm nýkomið Nýjustu danslögin, Rumba,! — Conga — Tango Haw- aian Musik — Sænskar,< norskar og þýskar plötur < Verslunin Fáikinn • Laugavegi! I NINON------------------ 5amkuEEmis- □g kuöldkjólar. Efíirmiödagskjólar Pegsur og pils. UattEraöir silkislappar og sucfnjakkar Mikiö lita úrual 5ent gEgn póstkröíu um allt land. — Bankastræti 7

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.